Morgunblaðið - 04.07.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 04.07.2018, Síða 27
félags Borgfirðinga 1999-2004, var sölu- og markaðsstjóri Kjötvara og Stjörnusalats í Borgarnesi 2004-2006, framkvæmdastjóri kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi 2006-2007 og hefur verið fram- kvæmdastjóri Brákarhlíðar, hjúkr- unar- og dvalarheimilis í Borgarnesi, frá 2007. Bjarki sat í stjórn FSÍÖ, Félag stjórnenda í öldrunarþjónustu 2008- 2013, situr í stjórn SFV, Samtaka fyr- irtækja í velferðarþjónustu, frá 2013 og er nú varaformaður samtakanna frá 2015, sat í samninganefnd SFV vegna gerðar rammasamnings á milli hjúkrunarheimila og ríkisins 2015- 2017 og situr í nefnd sem sér um eftirfylgni þess samnings í samstarfi við Sjúkratryggingar Íslands. Bjarki sat í sveitarstjórn Borgar- byggðar frá 2002 þangað til í júní 2018. Hann var varaformaður fræðslunefndar 2002-2006, forseti sveitarstjórnar 2006-2010 og 2014- 2018, var formaður fræðslunefndar 2010-2014, formaður byggðarráðs 2010-2014, sat í stjórn samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi 2010-2016 og áheyrnarfulltrúi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 2007-2009, 2010-2012 og 2014-2018. Bjarki var varaformaður Ung- mennasambands Borgarfjarðar 2000- 2002, sat í stjórn körfuknattleiks- deildar Skallagríms frá 2009, var for- maður deildarinnar 2010-2012 og 2016-2018 og situr nú í mótanefnd Körfuknattleikssambands Íslands. Hann hefur hlotið silfurmerki KKÍ. Bjarki sat í stjórn Háskólans á Bif- röst 2011-2016 og var stjórnar- formaður 2015-2016 og var formaður Vinnumarkaðsráð Vesturlands, til- nefndur af félagsmálaráðherra 2012- 2015. Bjarki er forseti veiðifélagsins Daníels á Hólnum. Hann var annar af forystusauðum Sauðamessu í Borgar- nesi, í félagi við Gísla Einarsson, fyrstu níu ár þeirrar hátíðar, en þeir hættu sökum leti og gott fólk tók við keflinu fyrir fjórum árum. „Ég er svo sem enginn dellukarl þegar kemur að áhugamálum. Ég hef gætt þess að hreyfa mig, hef haft áhuga á útivist og íþróttum alla tíð og er gallharður stuðningsmaður Skalla- gríms og ekki síður stórliðsins í Man- chester-borg í Englandi, Manchester City hefur verið og er mitt lið undan- farna áratugi. Svo skipar fjölskyldan auðvitað stóran sess og ekki síst nú á tímum barnabörnin mín tvö. Fjölskylda Eiginkona Bjarka er Guðrún Ólafs- dóttir, f. 2.3. 1969, skrifstofumaður hjá Stéttarfélagi Vesturlands. For- eldrar hennar eru Ólafur Axelsson, f. 31.7. 1944, húsasmíðameistari, og Jó- hanna Þórðardóttir, f. 29.5.1946, hús- freyja. Þau búa í Borgarnesi. Börn Bjarka og Guðrúnar eru 1) Jóhanna Marín Björnsdóttir, f. 28.11. 1992, BS í íþrótta- og heilsufræði og nemi í hjúkrunarfræði, búsett í Borg- arnesi en maður hennar er Viktor Már Jónasson og eru börn þeirra Hlynur Mikael Viktorsson, f. 2015, og Sonja Björk Viktorsdóttir, f. 2016; 2) Ólafur Axel Björnsson, f. 26.2. 1996, nemi í hestafræðum við Háskólann á Hólum, búsettur í Borgarnesi en unn- usta hans er Gyða Helgadóttir nemi; 3) Andri Steinn Björnsson, f. 22.1. 2004, nemi í Grunnskólanum í Borg- arnesi, og 4) Aron Ingi Björnsson, f. 22.1. 2004, nemi í Grunnskólanum í Borgarnesi. Systkini Bjarka eru Ingólfur Krist- inn Þorsteinsson, f. 7.10. 1956, prent- smiður í Reykjavík; Helga Björk Þor- steinsdóttir, f. 15.7. 1961, leikskóla- kennari í Borgarnesi, og Valur Rúnar Þorsteinsson, f. 16.5. 1973, hönnuður í Reykjavík. Foreldrar Bjarka: Hjónin Inga Ingólfsdóttir, f. 10.1. 1932, verslunar- maður og fyrrv. umsjónarmaður Skallagrímsgarðs, og Þorsteinn Valdimarsson, f. 12.6. 1929, d. 11.11. 2001, bílstjóri hjá Norðurleið og KB í Borgarnesi, síðan skrifstofumaður og kjötmatsmaður hjá Sláturhúsi KB í Borgarnesi Björn Bjarki Þorsteinsson Dagmar Jónasdóttir húsfr. í Laxárdal Sigurjón Guðmundsson b. í Laxárdal Anna Sigurjónsdóttir húsfr. í Gilhaga og ráðsk. á Borðeyri Ingólfur Kristinn Jónsson b. í Gilhaga í Hrútafirði Inga Ingólfsdóttir húsfr. og verkak. í Borgarnesi Sigríður Kristbjörg Kristjánsdóttir húsfr. á Valdasteinsstöðum í Hrútafirði Jón Jónsson b. á Valdasteinsstöðum Arnar Guðmundsson ritari Samfylkingar Svavar Gests- son fv. alþm., ráðherra og sendiherra Guðný Dóra Gestsdóttir forstöðum. á Gljúfrasteini Guðrún Valdimars- dóttir húsfr. í Rvík, á Grund og húsfr. og verkak. í Hafnarfirði Anna Inga Grímsdóttir forstöðum. hjá Valitor Sveinn Kjartan Gestsson b. á Staðarfelli Kristjana Halla Ingólfs- dóttir húsfr. á Kirkjubóli Svandís Svavars- dóttir alþm. og heilbrigðis- ráðherra Áslaug Helgadóttir aðstoðarrektor Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri Helgi J. Halldórsson cand. mag.. Guðbjörg Valdimars- dóttir húsfr. í Kópavogi Guðný Þorsteinsdóttir húsfr. á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal Halldór Þórðarson b. á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal Helga Ingibjörg Halldórsdóttir húsfr. á Guðnabakka og Hömrum Valdimar Davíðsson b. á Guðnabakka í Stafholtstungum og Hömrum Guðbjörg Stefánsdóttir vinnuk. á Hjarðarholti og víðar í Stafholtstungum Davíð Jakobsson sjóm. og vinnum., víða í Borgarfirði Úr frændgarði Björns Bjarka Þorsteinssonar Þorsteinn Valdimarsson kjötmatsm. og bílstj. í Borgarnesi ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 Jónmundur Júlíus Halldórssonfæddist á Viggbelgsstöðum íInnri-Akraneshreppi 4.7. 1874. Foreldrar hans voru Halldór Jónsson húsmaður þar og í Hólms- búð, síðast múrari í Reykjavík, og Sesselja Gísladóttir húsfreyja. Halldór var sonur Jóns Halldórs- sonar, bónda á Eystra-Reyni og á Króki á Akranesi, og k.h., Þuríður Bjarnadóttir, en Sesselja var dóttir Gísla Jóhannessonar, bónda í Bæ í Miðdal og á Leysingjastöðum í Hvammssveit, og k.h., Guðfinnu Sig- urðardóttur. Kona Jónmundar var Guðrún hús- freyja, dóttir Jóns Guðmundssonar, bónda á Valdastöðum og í Eyrar- Uppkoti í Kjós, og Guðrúnar Korts- dóttur, forföður Möðruvallaættar Þorvarðarsonar. Börn Jónmundar og Guðrúnar sem upp komust voru Guðmundur loftskeytamaður í Reykjavík; Sess- elja, búsett á Stað í Grunnvík; Guð- rún, hjúkrunarkona í Danmörku, og Halldór, búfræðingur, kennari og yfirlögregluþjónn á Ísafirði. Jónmundur lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1896 og guðfræði- prófi frá Prestaskólanum árið 1900. Hann var aðstoðarprestur í Ólafsvík um skeið, fékk Barð í Fljótum 1903, Mjóafjarðarprestakall 1915, bjó þá í Þinghól í Brekkuþorpi, fékk lausn ári síðar en bjó þar áfram og réri til fiskjar á sumrin en var þingskrifari á Alþingi á vetrum. Jónmundur varð sóknarprestur á Stað í Grunnavík 1918-54. Hann gekkst fyrir stofnun Kaupfélags Fljótamanna, sat þar í hreppsnefnd og var oddviti um skeið, var sýslu- nefndarmaður í Skagafirði 1908-15, oddviti Grunnavíkurhrepps og sat í sýslunefnd Norður-Ísafjarðarsýslu 1921-54, kenndi ungmennum og var virkur í ungmennafélagsstarfi og sundkennslu Grunnvíkinga. Vestfirðingar kunna ógrynni skemmtisagna af séra Jónmundi, enda maðurinn góðmenni, rammur af afli, sérlundaður og orðheppinn. Séra Jónmundur lést 9.7. 1954. Merkir Íslendingar Jónmundur J. Halldórsson 90 ára Alda Björnsdóttir Anna G. Eggertsdóttir Gunnar Konráðsson 85 ára Elín Þórðardóttir 80 ára Gunnar Þór Magnússon Helgi Erling Daníelsson Hreinn Guðbjartsson Jóel Þorbjarnarson Sigríður Stephensen Pálsdóttir Þuríður H. Kristjánsdóttir 75 ára Ellen Ida G. Haakansson Margrét I. Hansen Selma Friðfinnsdóttir Sigríður V. Jónsdóttir Sigrún Ósk Bjarnadóttir 70 ára Anna Edda Ásgeirsdóttir Anna Marý Jónsdóttir Grétar Guðmundsson Gunnar Karlsson Ingibjörg Jónsdóttir Jóhann Jensson Jóna Lúðvíksdóttir Sigþór Pétur Svavarsson 60 ára Gaudencio T. Balneg Guðmundur Björgvinsson Gunnþór Árnason Hallgrímur Harðarson Rannveig E. Bjarnadóttir Skapti Valsson Vija Skromane Wladyslaw Ladny 50 ára Arnar Olsen Richardsson Björn Bjarki Þorsteinsson Friðrik Bergmannsson Geir Gjöveraa Gunnar Guðjónsson Hálfdán Theódórsson Hjörleifur M. Hjartarson Indlaug Cassidy Vilmundardóttir Kári Gunnarsson Kerstin Geiger Kristjana E. Jónsdóttir Valdimar K. Sigurðsson Þóra Kristín Jónasdóttir 40 ára Adam Modzelewski Ásdís Hallgrímsdóttir Dagur Th. Vattnes Jónsson Hafsteinn Már Andersen Heiðrún Kjartansdóttir Hjördís Berglind Zebitz Hrefna Sigurjónsdóttir Jenný Arnardóttir Kittý Guðmundsdóttir Kristján B. Heiðarsson Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir 30 ára Antanas Bacevicius Artur Krzysztof Maziarz Eimantas Stukas Haukur Guðmundsson Helen Valdís Sigurðardóttir Herdís Haraldsdóttir Hrafnkell Ari Yngvason Jenný Magnúsdóttir Karen Bergljót Knútsdóttir Logi Árnason Markús Svansson Ólöf Helgadóttir Pétur Torfi Guðmundsson Radoslaw G. Kapanke Sigríður Sunna Atladóttir Sigrún Ása Arngrímsdóttir Sonja Guðlaugsdóttir Sunna Sigmarsdóttir Tinna Holt Victorsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Tinna lauk stúd- entsprófi og prófi í ljós- myndun og starfar hjá Glerauganu. Maki: Guðmundur Orri Arnarsson, f. 1983, húsa- smiður. Stjúpdóttir: Elínborg Petra, f. 2012. Foreldrar: Ólöf Guðrún Þórðardóttir, f .1970, og Victor Kristinn Gíslason, f. 1966. Uppeldisfaðir: Ólaf- ur Gestur Rafnsson, f. 1970. Tinna Holt Victorsdóttir 30 ára Karen ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk prófi frá Hússtjórnarskól- anum á Hallormsstað, prófi í ferðamálafræði og er förðunarfræðingur. Maki: Valentin Oliver Loftsson, f. 1994, hug- búnaðarverkfræðingur hjá Advania. Sonur: Atlas Ari, f. 2018. Foreldrar: Knútur Steinar Eðvarðsson, f. 1970, d. 2000, og Ellen Guð- mundsdóttir, f. 1971. Karen Bergljót Knútsdóttir 30 ára Herdís ólst upp í Kjósinni, býr á Akureyri, lauk BA-prófi í félags- vísindum frá HA og starf- ar við leikskólanum Trölla- borgir. Maki: Rögnvaldur Már Helgason, f. 1988, verk- efnastjóri á Markaðsstofu Norðurlands. Dóttir: Regína Diljá Rögnvaldsdóttir, f. 2011. Foreldrar: Guðrún Ingva- dóttir, f. 1967, og Har- aldur Magnússon, f. 1967. Herdís Haraldsdóttir Z-brautir & gluggatjöld Opið mánud.-föstud. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.