Morgunblaðið - 04.07.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 04.07.2018, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 Leið 52 ekur milli Reykjavíkur og Landeyjarhafnar þrisvar sinnum á dag í sumar. Kynntu þér málið áwww.straeto.is Skiljum bílinn eftir heima og förum með Strætó á Goslokahátíð í Eyjum. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Hin árlega Alþjóðlega tónlistar- akademía í Hörpu hófst 27. júní síð- astliðinn en síðan þá hafa um 70 nemendur frá sjö löndum notið handleiðslu innlendra og erlendra tónlistarkennara í fremstu röð. Lin Wei Sigurgeirsson, stofnandi og listrænn stjórnandi akademíunnar, segir akademíuna hafa farið vel af stað í ár en hún er nú haldin sjötta árið í röð. „Ég var einmitt að koma af æf- ingu hjá strengjakvartettinum og þau hljómuðu stórkostlega,“ segir Wei en opnunartónleikar akademí- unnar fara fram í kvöld klukkan 20. Aldur nemenda spannar tuttugu ár „Þegar við [Sinfóníuhljómsveitin] fluttum starfsemi okkar úr Há- skólabíói yfir í Hörpuna varð ég uppnumin af hrifningu vegna feg- urðar Hörpu og aðstöðunnar fyrir hljómsveitina. Ég hugsaði með mér: „Þessu verður að deila á al- þjóðlegum grundvelli“,“ segir Wei, aðspurð hvers vegna hún hafi stofn- að Tónlistarakademíuna í Hörpu. Wei hefur verið meðlimur Sinfón- íuhljómsveitar Íslands frá árinu 1988 en hún er fædd í Guangzhou í Kína og hóf fiðlunám hjá föður sín- um, prófessor Lin Yao Ji, sjö ára að aldri. „Efnahagurinn í landinu var líka slæmur á þessum tíma og var það hluti af ástæðunni,“ segir Wei, en Sinfóníuhljómsveit Íslands fluttist inn í Hörpu árið 2011. Wei segir að færri nemendur en vildu hafi vegna efnahags getað sótt sér tíma erlendis og því hafi hún viljað færa kennarana til nem- endanna. Aldur nemendanna við akademíuna spannar rúmlega tutt- ugu ár í ár en þeir yngstu eru átta ára og sá elsti 29. Fótboltinn hefur áhrif „Við þurftum að færa hátíðina vegna fótboltans,“ segir Wei en vegna leikja Íslands á HM karla í knattspyrnu var ákveðið að seinka hátíðinni og er hún því í ár haldin nokkrum vikum seinna en vana- lega. Vegna seinkunarinnar taka í ár örlítið færri nemendur þátt en áður en Wei segist þó mjög ánægð með þátttökuna í akademíunni. „Við byrjuðum fyrst 35 en erum í ár rúmlega 70,“ segir hún. Seink- unin varð þó til þess að Eldborgar- salur Hörpu stóð akademíunni til boða fyrir tónleikahald og verða því hátíðartónleikar akademíunnar haldnir í Eldborg 14. júlí næstkom- andi. Til að fagna 100 ára fullveldi Ís- lands verður tónverkið Eldur eftir Jórunni Viðar flutt en Jórunn fæddist árið 1918 og lést í fyrra. „Verkið á sérstaklega vel við há- tíðina því Jórunn samdi það sjálf þegar hún var ung,“ segir Wei en verkið samdi Jórunn við fyrsta ís- lenska ballettinn. „Hún var einnig fyrsta íslenska konan sem lauk formlegu tónsmíðanámi,“ bætir hún við. Yngsti einleikarinn frá upphafi Bjarni Frímann Bjarnason, ný- ráðinn tónlistarstjóri Íslensku óp- erunnar og aðstoðarhljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, mun sjá um hljómsveit- arstjórn hátíðarhljómsveitarinnar en tónleikunum mun ljúka með Hetjusinfóníu Beethovens. Kínverski fiðluleikarinn Ziyu He mun leika með hljómsveitinni en hann hlaut meðal annars fyrstu verðlaun í hinni alþjóðlegu Menu- hin-keppni þegar hann var aðeins 16 ára. Þá mun ellefu ára gömul stúlka, Ásta Dóra Finnsdóttir, leika á tón- leikunum en hún er yngsti einleik- arinn frá upphafi sem hefur komið fram með hátíðarhljómsveit Aka- demíunnar. Ásta Dóra hefur stund- að nám við Suzuki Allegro-skólann um árabil og hefur leikið og lært á á píanó frá unga aldri. Stífar æfingar í tæpa viku „Sibbi æfir stíft með þeim í sex til átta tíma á dag í fimm daga,“ segir Wei um strengjakvartettinn sem leikur á áðurnefndum opn- unartónleikum akademíunnar á miðvikudag. Sigurbjörn Bernharðs- son stýrir námskeiði í strengja- kvartettleik en hann starfaði sem fiðluleikari í Pacifica String- kvartettnum í 17 ár og er prófessor við Oberlin Conservatory í Ohio í Bandaríkjunum. Á tónleikunum verða leiknir þættir úr strengja- kvartettum eftir Mozart, Sjostako- vitsj, Schumann og fleiri en tónleik- arnir verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu. Varð að deila Hörpu með fleirum  Opnunartónleikar Tónlistarakademíunnar í Hörpu haldnir í kvöld  Lin Wei Sigurgeirsson segir akademíuna hafa gengið stórkostlega í ár  Fegurð Hörpu varð innblásturinn að akademíunni Á æfingu Strengjakvartett á æfingu í Hörpu undir handleiðslu Sigurbjörns Bernharðssonar. Stofnandi Lin Wei er stofnandinn. 11 ára Ásta Dóra Finnsdóttir.Stjórnandi Bjarni F. Bjarnason.  4. júlí. Guðný Guðmunds- dóttir heldur masterklass í Norðurljósasal Hörpu klukkan 16.30.  4. júlí. Opnunartónleikar tónlistarakademíunnar klukk- an 20.00. Nemendur sem notið hafa leiðsagnar Sigurbjörns Bernharðssonar leika ýmis verk.  6. júlí. Lín Wei Sigurgeirsson heldur fyrirlestur og mast- erklass í Tónskóla Sigursveins klukkan 16.30.  7. júlí. Margrét Kristjáns- dóttir fiðluleikari kynnir nýtt kennsluefni í Tónskóla Sigur- sveins klukkan 12.30.  7. júlí. Auður Hafsteins- dóttir heldur masterklass í Tónskóla Sigursveins klukkan 16.30.  Alla dagskrá Alþjóðlegu tón- listarakademíunnar má nálgast á www.musicacademy.is. Nóg um að vera fyrir almenn- ing í Hörpu á næstu dögum DAGSKRÁ TÓNLISTARAKADEMÍUNNAR Í HÖRPU Undrabarn Ziyu He leikur með hátíðarsveit akademíunnar á lokatónleikum 14. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.