Morgunblaðið - 04.07.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.07.2018, Qupperneq 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Þjóðlagakvintettinn Krummi og hinir Alpafuglarnir munu á næstu dögum halda þrenna tónleika þar sem fluttar verða íslenskar þjóð- lagavísur með evrópsku ívafi. Þar fer fremst í flokki íslenska söng- konan Ellen Freydís Martin sem leiðir hóp tónlistarmanna, frá Aust- urríki og Slóveníu. Ellen útskrif- aðist úr Söngskóla Reykjavíkur en hefur verið búsett í Austurríki í ald- arfjórðung þar sem hún starfar sem söngkennari og raddþjálfari í tón- listardeild rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Villach, auk þess að stjórna kirkjukór og gospelkór. Vekja lukku í Austurríki Ellen stofnaði hljómsveitina fyrir tveimur árum með kollegum og kunningjum sínum í Austurríki. Hljóðfæraleikur er í höndum fag- listamanna á sínu sviði, en auk hennar eru í bandinu slagverksleik- ari, lágfiðluleikari, sellóisti og harmónikkuleikari. Að sögn Ellenar hefur sveitin spilað heilmikið í Vín- arborg á þessum stutta tíma og héldu þau m.a. í tónleikareisu um Austurríki í fyrra við mjög góðan orðstír. „Austurríkisbúum finnst ís- lenskan skemmtileg og ég er dug- leg við að segja þeim frá sögunum í kringum textana sem eru oft mjög áhugaverðir.“ Menningarheimar mætast Tónlist Krumma og hinna Alpa- fuglanna er blanda af þekktum ís- lenskum þjóðlögum og vísum og evrópskri tónlistarhefð. „Við ákváðum að reyna að sameina þessi tvö element og uppgötvuðum að út- koman er spennandi. Ég hefði allra helst viljað bjóða Atla Heimi Sveinssyni að hlusta á sitt lag, Kvæðið um fuglana, sem er nærri óþekkjanlegt í okkar útsetningu. Ég veit ekki hvort hann væri ánægður með það,“ segir Ellen og hlær. Hún segir að tónlistin og út- setningar laganna séu léttar og frumlegar en þau hafa einnig fengið lánað frá gamla íslenska fimmund- arsöngnum. Gamall draumur að rætast Ellen Freydís kom til landsins árið 1995 til að taka þátt í uppsetn- ingu á „Master Class Maria Callas“ undir leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar, en hefur ekki komið fram á Íslandi síðan. „Þetta er gamall draumur að rætast, að halda tónleika hér heima. Ég er mjög ánægð með að geta boðið mömmu minni á tónleika,“ segir hún. Ef veður leyfir mun sveitin leyfa gestum og gangandi í miðborginni að njóta tónlistar sinnar og áætla þau að taka nokkur lög á Lækjar- torgi. „Við gerðum þetta í Vín- arborg og það tókst mjög vel. Nú vonum við að veðrið verði til friðs svo við getum tekið lagið undir ber- um himni,“ segir Ellen. Sveitin mun leggja land undir fót og halda tónleika í kvöld, miðviku- dag, kl. 20 í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Á morgun kemur sveit- in fram í miðborginni eða í Hann- esarholti við Grundarstíg kl. 20. Síðustu tónleikarnir verða í Frysti- klefanum í Rifi föstudaginn 6. júlí kl. 21. Íslenskar vísur með Alpaívafi  Ellen Freydís leiðir Þjóðlagakvin- tettinn Krumma og hina Alpafuglana Listamennirnir Ellen Freydís Martin með félögum sínum í Krumma og hinum Alpafuglunum. Þau koma fram í Listasafni Árnesinga í kvöld. Kunstmuseum Bern í Sviss og Mu- sée Granet í Aix-en-Provence deila einu verðmætasta listaverkinu sem fannst í fórum þýska safnarans Cornelius Gurlitt. Hann var sonur listhöndlara sem vann náið með nasistum og árið 2012 fundu yf- irvöld um 1.500 listaverk, flest á pappír en einnig málverk, á heim- ilum hans í Þýskalandi og Aust- urríki þegar húsleit var gerð vegna gruns um undanskot frá skatti. Gurlitt lést skömmu síðar en í ljós hefur komið að sum verk- anna voru tekin með ólögmætum hætti af gyðingum. Sannað þykir að svo hafi verið með sex verk- anna og 61 til er talið þýfi. Gurlitt arfleiddi safnið í Bern að öllum verkum sínum og hafa þeir sem rannsaka þau unnið að því að reyna að finna rétta eigendur verkanna sem kunna að hafa verið tekin af gyðingum. Óvíst er hvort Gurlitt feðgar hafi eignast öll með ólögmætum hætti og þar á meðal er umrætt málverk eftir franska meistarann Paul Cézanne, „Mon- tagne Sainte-Victoire“, málað árið 1897. Vitað er að Gurlitt eldri átti það fyrir árið 1940 og hafi mögu- lega átt það lengi. Ákveðið hefur verið, í samvinnu við erfingja Céz- anne, að í þrjá mánuði á ári hverju verði málverkið sýnt í safn- inu í heimaborg málarans, Aix-en- Provence. Deila eignarhaldi á málverki eftir Cézanne Cézanne Montagne Sainte-Victoire. Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 18.00 Svanurinn 12 Morgunblaðið bbbmn IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 22.00 101 Reykjavík Metacritic 68/100 IMDb 6,9/10 Bíó Paradís 20.00 In the Fade 12 Metacritic 64/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 18.00 Call Me By Your Name 12 Metacritic 93/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 22.00 The Big Sick Metacritic 86/100 IMDb 7,6/10 Bíó Paradís 20.00 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 20.00 Ant-Man and the Wasp 12 Ant-Man þarf að vinna með The Wasp, til að leiða í ljós leyndarmál úr fortíðinni. Metacritic 69/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 14.50, 17.20, 19.50, 22.20 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.00, 19.30, 22.00 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00, 22.30 Ævintýraferð fakírsins Smárabíó 16.50, 17.30, 19.10, 20.00, 22.20 Háskólabíó 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 19.30 Adrift 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 56/100 IMDb 6,7/10 Laugarásbíó 17.40, 22.00 Smárabíó 22.30 Love, Simon Metacritic 72/100 IMDb 7,8/10 Smárabíó 20.00 Borgarbíó Akureyri 19.30 Book Club Metacritic 53/100 IMDb 6,3/10 Smárabíó 15.00, 17.20, 19.50 Háskólabíó 18.00, 21.00 Tag 12 Metacritic 56/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.20, 20.00, 22.15 Sambíóin Egilshöll 17.20, 22.30 Sambíóin Kringlunni 22.00 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00 Ocean’s 8 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 61/100 IMDb 6,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.00, 21.00 Solo: A Star Wars Story 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 62/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 19.40 Deadpool 2 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 66/100 IMDb 8,1/10 Smárabíó 22.20 Hin Ótrúlegu 2 Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf að annast Jack-Jack á með- an Helen, Teygjustelpa, fer og bjargar heiminum. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 80/100 IMDb 8,9/10 Laugarásbíó 14.50, 17.20, 15.00 Sambíóin Álfabakka 15.00, 16.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 16.00, 18.30, 19.30 Sambíóin Akureyri 17.30 Sambíóin Keflavík 17.30 Háskólabíó 17.50 Draumur Smárabíó 15.10, 17.40 Pétur Kanína Smárabíó 11.00, 15.20 Lói – þú flýgur aldrei einn Morgunblaðið bbbbn Smárabíó 15.00 Þegar eldfjallið á eyjunni vaknar til lífsins þurfa Owen og Claire að bjarga risaeðlunum frá út- rýmingu. Morgunblaðið bbmnn Metacritic 52/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 19.40 Borgarbíó Akureyri 21.40 Jurassic World: Fallen Kingdom 12 Kona fer í stríð Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar- verkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands þar til mun- aðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Morgunblaðið bbbbb Háskólabíó 18.00 Bíó Paradís 18.00, 22.00, 22.15 Sicario: Day of the Soldado 16 Barátta Bandaríkjamanna við eiturlyfjabaróna í Mexíkó tekur á sig jafnvel alvarlegri mynd þegar hryðjuverkamönnum er smyglað yfir landamærin. Metacritic 60/100 IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 19.50, 22.20 Smárabíó 19.50, 21.30, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.15 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 21.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.