Morgunblaðið - 11.07.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.2018, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 1. J Ú L Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  161. tölublað  106. árgangur  REYNIST BEST AÐ TREYSTA INNSÆINU MÆTTIR Á EISTNAFLUG SPÁÐ Í LEIK ENGLENDINGA OG KRÓATA UNE MISÈRE 30 ÍÞRÓTTIR 4GUÐRÚN THEODÓRA 12 „Mig langar að faðma hann,“ sagði faðir eins fótboltadrengjanna tólf sem bjargað var úr hellinum í Taí- landi. Aðgerðum lauk í gær þegar náð var í síðustu fjóra piltana, auk þjálfara þeirra. Níutíu kafarar, þar af um 50 frá öðrum löndum en Taílandi, tóku þátt í björguninni en kafararnir leiddu drengina í tveggja manna teymum gegnum myrk og þröng hellagöngin. Drengirnir og þjálfari þeirra voru allir fluttir á sjúkrahús í Taílandi þar sem þeir verða í sóttkví um sinn þar sem óttast er um ástand á ónæmiskerfi þeirra. Fyrstu átta drengjunum var bjargað á sunnu- dag og mánudag. Eru þeir sagðir við góða heilsu líkamlega og andlega en þeir hafa gengist undir miklar rannsóknir síðustu sólarhringa. Foreldrar drengjanna hafa ekki fengið þá í faðm sinn enn en hafa þó séð drengina gegnum gler á sjúkra- húsinu. Samkvæmt BBC neyddust dreng- irnir til að drekka vatnið í hellinum og er því ótti um sýkingar. Þeir eru einnig afar vannærðir. »17-18 „Mig langar að faðma hann“  Allir fótboltastrákarnir í Taílandi komnir heilir úr hellinum AFP Björgun Kafarar úr taílenska sjó- hernum á leið að sækja drengina. Þeir sem reynt hafa vita að sjósund er slík sæla að fólk verður nánast háð því að fara í sitt kalda bað með reglulegu millibili. Auk þess er félagsskapur fólks sem stundar sjósund einstaklega gefandi og stór hluti af stundinni góðu. Þessir tveir nutu vissu- lega engrar sumarsólar í sínu júlísundi við Naut- hólsvík í Reykjavík í gær, en veður er reyndar aukaatriði fyrir flesta þá sem stunda sjósund. Morgunblaðið/Valli Tveir vinir og báðir á sundi Sjósund þykir allra meina bót Landeigendur í landi Voga í Mývatnssveit hafa ákveðið að loka fyrir Kvennagjá í hell- inum Grjótagjá en hellirinn hefur verið vin- sæll baðstaður í gegnum tíðina. Ólöf Hall- grímsdóttir, einn landeigenda, segir aðkomuna oft og tíðum mjög slæma og hafa þau því gripið til þess ráðs að loka fyrir kvennagjána tíma- bundið til að vernda svæðið. .„Virðingarleysið er algjört. Það er ekkert farið eftir skiltunum. Þarna er fólk að hafa hægðir, þvo skóna sína, þvo leirtauið, bursta tennurnar og einnig hafa sumir sofið þarna í gjánni.“ Auk þess segir Ólöf að ekki sé farið eftir skiltum á svæð- inu, þar sem standi skýrt að ekki sé leyfilegt að baða sig inni í hellinum. Þau hafi því sett girðingu fyrir gjána og læst, til að varna því að fólk stelist ofan í vatnið. Enn er þó hægt að skoða og taka myndir af hellinum. Ólöf segir eigendur ráðalausa og því var ákveðið að grípa í þessa tímabundnu lausn meðan beðið er eftir deiliskipulagi fyrir landssvæðið. „Við erum ekki undir það búin að fá þennan aukna fjölda gesta á svæðið. Það er dásamlegt að baða sig þarna, en við viljum ekki að staðurinn eyðileggist,“ segir Ólöf. Draumur landeigendanna er að opnað verði aftur fyrir baðaðstöðu í hellinum og þá helst með starfsmann á svæðinu sem getur tryggt að borin sé virðing fyrir gjánni og umhverfinu. ninag@mbl.is Banna böð í gjánni  Fengu nóg af slæmri umgengni Vinsælt » Grjótagjá var vinsæll bað- staður Íslend- inga á 8. ára- tugnum. » Í kjölfar jarð- hræringa á 8. og 9. áratugn- um hitnaði vatnið um of. » Upp úr alda- mótum kólnaði vatnið og stað- urinn varð aftur vinsæll. MBaðferðir bannaðar í Grjótagjá »4  Meirihluti þeirra sem kaupa sér fyrstu fasteign fá aðstoð frá fjöl- skyldu eða vinum til að fjármagna kaupin. Þá fer meðalaldur þeirra sem kaupa sér fyrstu fasteign hækkandi og eru líkur á að þessi þróun haldi áfram samkvæmt hag- fræðingi hjá Íbúðalánasjóði. Í nýrri skýrslu frá Íbúðalánasjóði kemur einnig fram að flestir þeir sem eru á leigumarkaði hyggist vera þar áfram en útlit er fyrir að enn muni bætast í hópinn. Helgi Valur Gunnarsson og Helga Hlín Stefánsdóttir þurfa ekki að fara inn á leigumarkaðinn en þau eru í hópi þeirra sem gátu keypt sér íbúð með aðstoð foreldra. Þau segja stuðning foreldra skipta sköpum og telja það mjög erfitt fyr- ir skólafólk að festa kaup á fast- eign. teitur@mbl.is »15 Flestir fá aðstoð við fyrstu íbúðakaup Íbúðir Meðalaldur þeirra sem kaupa fyrstu fasteign fer hækkandi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi  Sýkingum af völdum Listería Monocytogenes virðist fara fjölg- andi. Í fyrra sýktust sjö einstakl- ingar af völdum bakteríunnar. Fjórir af þeim létust, þar af eitt ungabarn. Listería leggst verr á aldraða, barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og ein- staklinga með skert ónæmiskerfi. Fullfrískt fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að verða al- varlega veikt af listeríu. Með- göngutími sýkingar er að meðaltali tvær vikur en liðið geta allt að 70 dagar frá neyslu matar og þar til sýking greinist. Mikilvægt er að sjóða mat vel, sérstaklega unna vöru með langt geymsluþol. »14 Listeríusýkingum fjölgar á milli ára Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins halda til fundar í Brussel í dag á spennuþrungnum tíma. Donald Trump Bandaríkja- forseti hefur ítrekað gagnrýnt að- ildarríkin, sér í lagi Þjóðverja, fyrir að standa ekki við samþykkt fram- lög til NATO, eða 2% af landsfram- leiðslu. Er talið líklegt að ummæli hans varpi skugga á fundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækja fundinn fyrir hönd Íslendinga. Katrín mun m.a. funda með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, og fulltrúum ICAN, samtaka um kjarnaafvopnun, sem hlutu friðar- verðlaun Nóbels í fyrra. Þrátt fyrir gagnrýni Trump seg- ist Guðlaugur ekki telja að sam- stöðu bandalagsþjóðanna verði ógn- að. „Þetta snýst ekki bara um orð, heldur gerðir,“ sagði hann og benti á að Bandaríkjamenn hefðu í verki sýnt fram á áframhaldandi hollustu við NATO. »10 og 17 Spennuþrunginn fundur NATO í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.