Morgunblaðið - 11.07.2018, Page 2

Morgunblaðið - 11.07.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Óútskýrður akstur Thomasar Møll- er Olsen að morgni 14. janúar í fyrra frá klukkan sjö til ellefu er 190 kílómetrar, en ekki að lág- marki 140 kílómetrar eins og hafði komið fram við aðalmeðferð máls- ins fyrir héraðsdómi. Þetta er nið- urstaða nýrrar skoðunar lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu um akstur rauðu KIA Rio-bifreiðar- innar sem Thomas var með á leigu á þeim tíma sem Birna Brjánsdóttir hvarf. Skoðun lögreglunnar var gerð að beiðni ríkissaksóknara í tengslum við meðferð matsmáls fyrir héraðs- dómi. thorsteinn@mbl.is Fjöldi kílómetra passar við nýtt mat Dómsmál Thomas leiddur fyrir dómara. Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is „Þetta kom óþægilega við mann og maður hafði auðvitað mestar áhyggj- ur af starfsfólkinu og hvort það væri í hættu en sem betur fer var það ekki svoleiðis,“ segir Hafsteinn Viktors- son, forstjóri PCC Bakka, í samtali við mbl.is. Frá því að annar ofn kís- ilversins var gangsettur 30. apríl hef- ur fjórum sinnum verið slökkt á hon- um, fyrst vegna tæknilegrar bilunar, tvisvar vegna viðhalds málmhreinsi- búnaðar og nú vegna eldsvoða. Eldur kom upp í kísilverinu í fyrrakvöld., eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en um alls- herjarútkall var að ræða og sinntu tæplega 30 slökkviliðsmenn slökkvi- starfi um tíma. Frumniðurstöður benda til þess að eldurinn hafi byrjað í einum af ofngeymum sem mata hrá- efni inn í ofninn og breiðst þaðan yfir í rafskautapallinn. Allt tiltækt slökkvilið Norðurþings var kallað út ásamt liðsauka frá slökkviliði Þing- eyjarsveitar. Tók það slökkviliðið um einn og hálfan klukkutíma að slökkva eldinn. Skemmdir eru ekki taldar veru- legar og mun fyrirtækið einbeita sér að því að gangsetja hinn ofn verk- smiðjunnar, Boga, og hefja fram- leiðslu aftur sem fyrst. Á meðan verður allt kapp lagt á að gera ofninn Birtu rekstrarhæfan á ný. „En þetta þýðir að við munum ekki framleiða kísil í þessum ofni í einhvern tíma,“ segir Hafsteinn, sem vonast til að framleiðsla verði komin aftur í gang eftir tíu daga. Hann segir eldsvoðann mikið áfall. „Við vorum komin á flug með ofninn og farin að framleiða hágæðavöru þegar þetta gerist. Þetta er heilmikið áfall. En það birti yfir þegar maður gerði sér grein fyrir því að fólk var ekki í hættu og enginn slasaðist.“ Rafmagnslaust varð á öllu svæði kísilversins í gærmorgun og voru neyðarskorsteinar opnir í um 45 mín- útur þegar rafmagn kom aftur á. Hafsteinn segir að engin tengsl séu á milli rafmagnsleysisins og eldsvoð- ans. „Það varð villa í tölvubúnaði sem brást vitlaust við þannig að það þurfti að opna neyðarskorsteinana tvo. Í hvert skipti sem slökkt er á ofnunum eða eitthvað fer úrskeiðis þá eru neyðarskorsteinarnir opnaðir og það hefur gerst nokkrum sinnum.“ Fjórða stöðvun hjá PCC Bakka á árinu  Tæknilegar bilanir, viðhald og elds- voði ástæður stöðvunar  Framleiðsla í ofninum í gang að nýju eftir 10 daga Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Eldur Slökkviliðsbíll að störfum í kísilverinu á mánudagskvöldið. PCC Bakki 2018 » 3. maí: Neyðarskorsteinar opnaðir vegna viðhaldsvinnu. » 9. maí: Ofninn hitaður og lykt barst til Húsavíkur. » 15. maí: Slökkt á ofni vegna tæknilegrar bilunar. » 18. maí: Ofninn tekinn úr rekstri vegna viðhalds. » 9. júlí: Rafmagn fór af öllu svæði kísilversins um morg- uninn og eldur kemur upp í ofnhúsi kl. 19:30. Karlmaður var í Héraðsdómi Vest- urlands í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist gegn eiginkonu sinni í sumarhúsi í Borg- arbyggð í apríl sl. Játaði maðurinn að hafa veist að henni, slegið hana í andlitið svo hún féll og hlaut skurð ofan við auga, mar og bólgu, auk bólgu á handlegg, hlið og hné. Taldi dómurinn fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi hæfilega refsingu, en fullnusta refsingar fell- ur niður að þremur árum liðnum. Dæmdur fyrir árás gegn eiginkonunni Að kikna í hnjáliðunum, missa jafnvægið, fá svimatilfinningu, hjartslátt, svitna, fara í andnauð og verða jafnvel óglatt. Þeir sem glíma við loft- hræðslu kannast vel við þessi einkenni og fleiri. Vonandi hafa þessir starfs- menn verktakafyrirtækis ekki verið lofthræddir þegar þeir fóru upp á þak fjölbýlishúss í Eskihlíð á dögunum. Í svona aðstæðum er vissara að fara varlega og gæta fyllsta öryggis. Morgunblaðið/Hari Vissara að starfsmenn glími ekki við lofthræðslu Þrír í þakviðgerðum í Eskihlíð Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fyrirtæki sem auglýsa skipulagðar ferðir á Svínafellsjökul hafa undan- farið leitað á aðra jökla með við- skiptavini sína, t.d. Skaftafellsjökul, vegna sprungunnar sem liggur á ská niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. Veðurstofa Íslands og Háskóli Ís- lands komu um helgina fyrir sírit- andi mælum við sprunguna, en ekki er útilokað að stórt berghlaup geti orðið á svæðinu. Ríkisstjórnin ræddi málið á fundi sínum í gær. Almannavarnir vöruðu í lok júní við ferðum á jökulinn og mæltust til þess að ferðaþjónustuaðilar færu ekki með hópa upp á jökulinn vegna hættu á skriðuföllum á hann. Hafa dregið úr ferðum Ólafur Sigurðsson hjá Ferðaþjón- ustunni Svínafelli segir að eftir íbúa- fund í maí sl. hafi dregið snögglega úr umferð í grennd við sprunguna. „Menn fara ekki mikið upp á fjallið sjálft, en voru mikið að fara á jökul- inn fyrir neðan þetta. Eftir þennan fund sem var um daginn hafa menn dregið verulega úr því,“ segir hann. „Þetta angrar okkur ekki mikið,“ segir Ólafur, sem rekur gistipláss. „Það er ein afbókun sem við vitum af vegna þess að fólk treysti sér ekki til að koma á svæðið,“ segir Ólafur. „Þetta hefur aðallega áhrif á fyrir- tæki sem hafa verið með skipulagðar ferðir upp á jökulinn. Þau leita sér að öðrum jöklum til að fara á,“ segir hann og nefnir að menn bíði spenntir eftir mælingum Veðurstofunnar. Farið á aðra jökla til öryggis  Sýna varkárni við Svínafellsjökul  Veðurstofan mælir gliðnun í sprungu Morgunblaðið/Frikki Svínafellsjökull Stór sprunga er í vesturhlíð Svínafellsheiðar. Mannbjörg varð á þriðja tímanum í gær þegar eldur kom upp í báti á Héraðsflóa. Stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar bárust neyðarboð frá bátnum og samkvæmt fyrstu upp- lýsingum var báturinn sokkinn. Einn var um borð og tókst honum að komast í björgunarbát og senda neyðarkallið. TF-SYN, þyrla Gæsl- unnar, var við leit að meintum hvítabirni suður af Hraunhafnar- vatni á Melrakkasléttu þegar til- kynning barst um slysið og var áhöfn hennar þegar í stað beðin um að halda á vettvang. Rétt rúmum hálftíma eftir að TF- SYN var kölluð út var búið að hífa manninn um borð í þyrluna úr björgunarbátnum. Aðstæður til björgunaraðgerða voru góðar á Héraðsflóa og var maðurinn við góða heilsu. Enn logaði í bátnum þegar þyrlan hélt frá vettvangi slyssins. Var maðurinn fluttur til Egilsstaða og lenti þyrlan þar um klukkan 16:00 síðdegis. Mannbjörg þegar eldur kom upp í báti TF-SYN Áhöfn þyrlu Landhelgisgæsl- unnar hafði í nægu að snúast í gær. Morgunblaðið/Hari Björgunarsveitarfólk frá Björg- unarfélagi Hornafjarðar bar slas- aðan göngumann um kílómetra leið frá Vestrahorni austan við Höfn í Hornafirði að vegslóða í gærmorg- un. Maðurinn hafði ökklabrotnað og var fluttur með bíl til Hafnar til aðhlynningar. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var upptekin við ísbjarn- arleit á Melrakkasléttu. Báru slasaðan mann einn kílómetra Eldur kom upp í heimahúsi á Kjal- arnesi laust fyrir klukkan sjö í gær- morgun. Slökkvilið sá um að slökkva og reykræsta. Íbúi var fluttur á slysadeild til skoðunar vegna gruns um reykeitrun. Einhverjar skemmdir urðu vegna eldsins og reyks að því er fram kom í dagbók lögreglunnar. Eldur í heimahúsi á Kjalarnesi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.