Morgunblaðið - 11.07.2018, Page 4

Morgunblaðið - 11.07.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Í Mývatnssveit er einn þekktasti hellir landsins, Grjótagjá. Í gjánni má finna lághitavatn en þar hefur löngum verið vinsæll baðstaður með- al Íslendinga og nú í seinni tíð, er- lendra ferðamanna. Undanfarið hef- ur ágangur ferðamanna verið svo mikill að landeigendur sjá engan annan kost en að loka opinu í kvennagjánni fyrir umferð ferða- manna. Ólöf Hallgrímsdóttir er einn eig- enda að landi Voga í Mývatnssveit. Hún segist verulega ósátt við um- gengnina í gjánni og virðist einu gilda þó að sett séu upp skilti. „Við settum upp leiðbeinandi skilti á fjórum tungumálum þar sem helstu upp- lýsingar koma fram. Þrátt fyrir það er umgengn- in vægast sagt slæm, fólk er ekki að virða skiltin þar sem stendur skýrt að ekki sé lengur leyft að baða sig í gjánni,“ segir Ólöf. Í kjölfar jarðhræringa á áttunda og níunda áratug 20. aldar hitnaði vatnið verulega í gjánni og það var ekki fyrr en árið 2004 að vatnið kóln- aði og varð aftur ákjósanlegt fyrir baðferðir.Um ræðir bæði karla- og kvennagjá þar sem áður fyrr böðuðu kynin sig aðskild frá hvort öðru. Að sögn Ólafar er Grjótagjá ein- stakur staður og eru flekamót í gjánni. „Þessi staður er víða auglýst- ur og gífurlega vinsæll. Við erum að tala um hundruð gesta á hverjum degi.“ Hún segir aðkomuna í gjánni verulega ósnyrtilega á köflum. „Virðingarleysið er algjört. Þarna er fólk að hafa hægðir, þvo skóna sína, þvo leirtauið, bursta tennurnar og einnig hafa sumir sofið þarna inni. Við sáum ekki annað í stöðunni en að láta loka fyrir opið á kvennagjánni.“ Ólöf tekur þó fram að lokunin sé fullkomlega afturkræf og sé aðeins tímabundin lausn á meðan beðið er eftir deiliskipulagi. „Málið er í bið- stöðu á meðan verið er að deiliskipu- leggja svæðið. Sent var erindi varð- andi deiliskipulagið til umhverfis- ráðuneytisins í apríl og enn er beðið eftir svari frá þeim. Skipulagið er forsenda fyrir uppbyggingu innviða á svæðinu. Í dag er svæðið þó opið og almenningi frjálst að koma og taka myndir af gjánni.“ Erfitt að eiga við þetta Auk þess að loka fyrir kvenna- gjána hafa þau gripið til annarra ráð- stafana til að vernda svæðið, s.s. sett upp þurrkamra og útbúið bílastæði. Ólöf segir það duga skammt. „Við er- um ekki undir það búin að fá þennan fjölda. Við höfum sett upp strengi og gert stíga til að stjórna umferð fólks en þetta eru það margir að erfitt er að eiga við þetta. Þetta er merkileg- ur og áhugaverður staður og það er dásamlegt að baða sig þarna. Við viljum þó ekki að staðurinn eyðilegg- ist. Okkur er annt um hann og viljum að það verði eftirsóknarvert að heim- sækja hann,“ segir Ólöf. Að hennar sögn er draumur eig- enda að hafa starfskraft sem vaktar svæðið og leiðbeinir gestum. „Við vonum að þetta geti orðið baðstaður aftur, en þá undir eftirliti. Það er ljóst að það þarf starfsfólk á svæðum sem þessu til þess að vernda og fylgjast með að borin sé virðing fyrir þeim,“ segir Ólöf ennfremur. Læst Eigendur neyddust til að loka hellismunnanum svo gestir stelist ekki í sundferðir. Ljósmynd/Ólöf Hallgrímsdótti Slæmt Ólöf segir aðkomuna oft mjög slæma. Þau hafi m.a. þurft að hreinsa upp hægðir. Landeigendur banna baðferðir  Landeigendur eru ráðalausir vegna slæmrar umgengni ferðamanna í Grjótagjá í Mývatnssveit  Bíða eftir deiliskipulagi fyrir svæðið  Ferðamenn hafa meðal annars gengið örna sinna í gjánni Ólöf Hallgrímsdóttir Fjórir menn luku á mánudagskvöld fjögurra daga siglingu á skútunni Xenu frá Færeyjum til Íslands í skútukeppninni Viking Offshore Race, en lagt var úr höfn í Þórshöfn í Færeyjum föstudaginn 6. júlí. Jens Pétur Jensen, fram- kvæmdastjóri Internets á Íslandi (IS- NIC) og skipstjóri skútunnar Xenu, segir í samtali við Morgunblaðið að ferðalagið hafi gengið vel þótt veður hafi verið afar vont. „Það gekk á ýmsu, við misstum sjó niður um lúg- una í nokkur skipti í ferðinni þannig að siglingatækin hjá okkur duttu út. Í raun og veru duttu öll siglingatækin út fyrir utan AES-kerfið og það sem við vorum með í „iPad-inum“,“ segir Jens léttur. Með honum í áhöfn voru Jay Thompson, bandarískur atvinnusigl- ari, Arnþór Ragnarsson úr siglinga- félaginu Þyt í Hafnarfirði og Árni T. Guðmundsson járnsmiður. Segist Jens þakka fyrir að hafa sterkan og handlaginn mann um borð eins og Árna. „Þetta er sama slóðin og víking- arnir sigldu til Íslands. Fyrsta sem við sjáum til landsins frá hafi er Ing- ólfshöfði og Hjörleifshöfði,“ segir Jens um siglingaleiðina frá Fær- eyjum til Íslands. Jens hvetur Íslend- inga til þess að kynna sér siglingar betur, enda hafi þær spilað stóran sess allt frá landnámi. axel@mbl.is Ljósmynd/Steindór Dan Jensen Heimkoma F.v. Jay Thompson, Jens Pétur Jensen, Arnþór Ragnarsson og Árni T. Guðmundsson skála við höfnina. Í svaðilför á víkingaslóð  Þrír Íslendingar og einn Bandaríkjamaður tóku þátt í sigl- ingakeppni milli Færeyja og Íslands  Vont veður hafði áhrif Basko og Samkaup hafa undirritað kaupsamning um kaup Samkaupa á fjórtán verslunum, m.a. undir merkjum 10-11 og Iceland. Samkvæmt tilkynningu frá Basko er kaupsamningurinn háður ákveðnum fyrirvörum, m.a. sam- þykki Samkeppniseftirlitsins. Basko rekur samtals 42 sölustaði undir merkjum 10-11, Iceland, Inspired By Iceland, Háskólabúð- arinnar, Kvosarinnar, Bad Boys og Dunkiń Donuts. Eftir kaup Sam- kaupa standa því eftir 28 verslanir á vegum Basko, en ekki er gefið upp hvaða verslanir nákvæmlega Sam- kaup keypti. Mun Samkaup meira vera að kaupa sér stað- setningar frekar en vörumerki. Samhliða breytingunum lætur Árni Pétur Jónsson af störfum sem forstjóri Basko og tekur sæti í stjórn félagsins. Hann verður áfram hluthafi í félaginu og mun sitja sem stjórnarformaður í Eldum rétt ehf., dótturfélagi Basko. Í stað hans hefur Sigurður Karls- son verið ráðinn framkvæmdastjóri Basko. Hefur hann starfað hjá fyr- irtækinu frá árinu 2000. Samkaup kaupir fjórtán verslanir Basko FALLEG OG VÖNDUÐ LEIKFÖNG Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr náttúrulegum efnivið, tré og silki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.