Morgunblaðið - 11.07.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 11.07.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja1988@gmail.com Guðrún Theodóra Alfreðs-dóttir er menntaður vöru-hönnuður og starfar semslíkur í London en þar hefur hún búið í tæp sex ár. Theo- dóra lauk BA-námi í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og fljótlega eftir útskrift flutti hún til Frakk- lands. Þar hóf hún starfsnám hjá Domaine de Boisbuchet, skapandi samfélagi hönnuða sem halda viku- löng námskeið fyrir áhugasama. Eftir starfsnámið í Frakklandi hélt Theodóra til Bretlands. „Draumurinn var alltaf að kom- ast í mastersnám í The Royal Col- lege of Art í London sem ég gerði haustið 2013. Aðstæður buðu upp á að flytja til Bretlands veturinn áður og nýtti ég þann vetur til þess að fara í starfsnám hjá Faye Toogood í London sem mótaði mig mikið og svo til að vinna í möppu og umsókn fyrir skólann ásamt öðru. Í Royal College of Art var ég í deild sem kallast Design Products og var svo heppin að vera á síðasta árinu sem þeir kenndu samkvæmt gamla kerf- inu. Það sem er svo sérstakt við RCA er að innan vöruhönnunar- deildarinnar er hægt að velja sér svið, eða línu, sem hentar áhugasviði manns best og er þar allt frá mjög gagnrýninni samfélagslegri hönnun upp í hreina iðnhönnun. Hægt er að velja sér línu fyrir hvort ár fyrir sig og var ég fyrra árið á línu sem skoð- aði það hvernig hönnuðir geta verið hvatar að breytingum í víðum skiln- ingi, t.d. með því að nota hönnun til þess að varpa ljósi á ákveðin málefni eða breyta mynstrum innan ákveð- inna kerfa/verkferla. Seinna árið var ég svo á svokallaðri Designer/Maker línu undir handleiðslu Max Lamb og Harry Richardson og gafst mér þar tækifæri til þess að samtvinna þenn- an þankagang frá fyrsta árinu við þeirra nálgun.“ Þekktir hönnuðir Theodóra hefur nýtt tíma sinn vel í Bretlandi, en hún hefur meðal annars starfað fyrir þekkta hönnuði á borð við Phillippe Malouin og Bet- han Laura Wood. „Philippe var kennari í RCA þegar ég var þar. Rétt eftir að ég út- skrifaðist var hann að gera verkefni sem hafði snertifleti við eitt af mín- um lokaverkefnum svo hann hringdi í mig og bauð mér að koma og vinna rannsókn fyrir sitt verkefni, ég hafði alltaf verið með stjörnur í augunum yfir honum sem hönnuði svo ég verð að viðurkenna að ég fékk fiðrildi í magann. Rannsóknin gekk mjög vel og ég endaði með að vinna hjá hon- um í tæpt eitt og hálft ár. Það var ómetanlegt að vinna hjá Phil. Ég lærði svakalega mikið af honum, meðal annars hvernig maður tæklar alvöru verkefni á þeim hraða sem er krafist, hvernig það gengur fyrir sig að vera með eigið stúdíó og hrein- lega að treysta innsæinu, það virðist alltaf hafa rétt fyrir sér,“ segir Theodóra og bætir við: „Það var svo svipað með Bethan, ég kannaðist við stelpuna sem var aðstoðarhönnuður hjá henni og þegar ég frétti að hún væri að flytja frá London lét ég þær vita að ég væri spennt fyrir að verða partur af því stúdíói. Eins og alls staðar er hönnunarheimurinn frekar lítill hérna í einhverjum skilningi svo Bethan þekkir bæði Philippe og Max og vissi því að ég hentaði vel í starfið.“ Theódóra hefur sömuleiðis unn- ið sjálfstæð verkefni, meðal annars matarstell sem fjallar um efnisheim- inn í kringum okkur. Að sögn Theó- dóru er fólk oft upptekið af því hvað það borðar en veltir því minna fyrir sér hvaðan diskurinn sjálfur sé kom- inn. „Allir hlutirnir í settinu inni- halda steinefnið feldspar í einhverri mynd og eru eiginleikar þess nýttir misjafnlega í hverjum iðnaði fyrir sig en settið staflast svo upp í tótem sem myndar tengsl milli allra efn- anna. Núna nýlega fékk ég styrk frá Hönnunarsjóði sem ég er ótrúlega þakklát fyrir til þess að gera litla framleiðslu af settinu en það verður frábært að sjá það komast í almenna sölu.“ Að sögn Theódóru hafa önnur verkefni hennar verið meira ferlis- drifin. Til að mynda eitt verka henn- ar sem var sýnt á sýningunni Til- raunir - leir og fleira í Hafnarborg, þar sem hún, ásamt Daniel Durnin, prófaði sig áfram með nýjar leiðir til þess að brenna leir án þess að hrófla við honum. „Það er, í stað þess að grafa hann upp og búa til hlut sem er svo settur í brennsluofn þá létum við jarðveginn sjálfan móta hlutinn og brenndum hann með gasbrennara á staðnum. Núna undanfarið hef ég svo verið að vinna verkefni sem skoðar mótagerð og sé ég fram á að það verði verkefni í nokkrum stig- um.“ Ásamt fjölda annarra verkefna hefur Theódóra einnig verið að kenna í Listaháskóla Íslands. „Ég var að kenna í Listaháskólanum á síðustu önn, var með 9 vikna nám- skeið með nemendunum á fyrsta ári í vöruhönnun. Þar voru þau að kom- ast aðeins inn í þennan þankagang og gera allskonar spennandi til- raunir með efni og aðferðir. Hug- myndin var að kynna þeim mismun- andi æfingar sem þau geta nýtt sér í hugmyndavinnu og fá þau til að skoða hlutina frá nýjum sjónar- hornum, reyna að átta sig á hvar þau geta nýtt sér verkferla á nýjan hátt eða komið með einhvers konar inngrip í þá. Mér fannst mjög spennandi að kenna, gaman að geta miðlað og á sama tíma lærði ég hell- ing af þeim og öllu ferlinu. Planið er því að kenna þennan sama kúrs aft- ur næsta haust og hlakka ég mikið til.“ Theódóra var einnig með verk til sýnis á HönnunarMars sem fram fór dagana 15.-18. mars. „Fyrsti hluti verkefnisins, Mót, var kynntur á HönnunarMars. Verkefnið er ferl- isdrifin rannsókn sem skoðar mögu- leika á smávægilegum inngripum í mótagerð með eftirlíf móta að leið- arljósi. Í mörgum framleiðsluferlum er mótagerð nauðsynleg til þess að búa til þann hlut sem óskað er eftir. Að verkinu loknu er mótið svo sett til hliðar og athyglin færist á þann hlut sem það gefur af sér. Ég er því búin að vera að skoða hvernig hægt er að lengja lífdag mótanna sjálfra eftir að frumhlutverki þeirra er lok- ið. Fyrsti hluti verkefnisins er þrí- víðar skissur sem endurspegla kons- eptið en þar fá mótin áframhaldandi líf sem abstraktverk eftir að upp- haflegu hlutverki þeirra er lokið. Næstu skref verkefnisins eru að færa þennan þankagang inn í iðn- aðarumhverfi, svo sem gler- og ker- amikframleiðslu,“ segir Theódóra. Margt spennandi í bígerð Að sögn Theódóru er margt spennandi í bígerð á næstu mán- uðum. „Planið er að koma matar- stellinu í framleiðslu núna á næstu mánuðum og vonandi koma því í sölu í lok sumars. Svo erum við hóp- ur úr RCA sem erum að undirbúa samsýningu fyrir London Design Week sem er í september. Hug- myndin er að við vinnum sjálfstætt en innan sama þema til þess að gera gagnvirka leikmynd þar sem við munum svo nota leikara, hljóð og myndbrot til þess að breyta upplifun á rýminu á hverjum degi. Við erum ennþá í hugmyndavinnu svo þetta gæti allt breyst, en það er æðislegt að endurstilla orkuna okkar saman og vinna að sameiginlegu markmiði. Svo er ég partur af öðrum óform- legum hóp sem kallast Designers On Holiday og er líka RCA-tengdur en fer hann til Gotlands í Svíþjóð á hverju sumri að bralla saman. Þar erum við í tvær vikur í náttúrunni og vinnum að mismunandi verkefnum, bæði stórum og smáum. Í fyrra bjuggum við t.d. til gufubað og úti- sturtuklefa en núna í sumar er plan- ið að búa til betra vatnsveitukerfi á þessu litla svæði og byggja fleiri kofa til að sofa í ásamt því að baka brauð í útiofninum sem við höfum gert og lita efni með matar- afgöngum. Svona dagsdaglega vinn ég svo bæði að eigin verkefnum og „freelance“ en ég er með nokkur stúdíó/fyrirtæki sem ég vinn reglu- lega með og sinni þar vöruhönnun, rýmishönnun, listrænni ráðgjöf og rannsóknum, stíliseringu fyrir myndatökur og fleira skemmtilegt, allt eftir verkefnum hverju sinni,“ segir Theódóra að lokum. Innsæið virðist alltaf hafa rétt fyrir sér Guðrún Theodóra Alfreðsdóttir, vöruhönn- uður, lét drauminn rætast og fór í meistara- nám í London. Hún býr nú í borginni, hefur starf- að fyrir þekkta hönnuði og vinnur að eigin verk- efnum. Hönnuður Guðrún Theodóra Alfreðsdóttir, vöruhönnuður í London. Litríkt Nokkrir hlutir, sem Guðrún Theodóra, verkhönnuður, hefur skapað. BETA SUMARTILBOÐ ekki bara gott verð... skápur Verkfæraskápur Kr. 198.227.- Beta EASY verkfæraskápur 374 stk 7 skúffur (588x367 mm) á rennibrautum Skúffubotn varinn með mjúkri gúmmímottu 4 hjól - 125 mm 2 hjól föst og 2 með beygju, 1 bremsa Miðlæg læsing á framhlið fyrir skúffur Thermoplast vinnuborð, ber 800 kg Hægt að bæta við pappírsrúlluhaldi Fáanlegur flösku og brúsahaldari Vörunúmer: BE024002101 - 024509011, 024509080, 024509130, 024509210 923E/C25 Kr. 14.228.- Topplyklasett 1/2” - 25 hlutir 903E/C42 Kr. 5.490.- Topplyklasett 1/4” - 42 hlutir Öll sumartilboðin frá Beta má sjá á heimasíðu Iðnvéla: www.idnvelar.is 1263/D6 Kr. 3.906.- Skrúfjárnasett 6 stk (+ og -) 2056 E/E17 Kr. 52.496.- Verkfærataska 144 hlutir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.