Morgunblaðið - 11.07.2018, Page 14
Thinkstock/Getty Images
Greining Erfitt getur reynst að
finna orsakavaldinn að sýkingu.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það greindust sjö með Listeria
monocytogenes-sýkingu í fyrra. Fjór-
ir létust af völdum sýkingarinnar,
þrír einstaklingar með undirliggjandi
sjúkdóma og ungabarn en þetta er sá
hópur sem er í mestri hættu. Heil-
brigðum einstaklingum sem fá lister-
íusýkingu verður ekki meint af henni
að öllu jöfnu,“ segir Haraldur Briem,
settur sóttvarnalæknir. Hann segir
að frá því að skráning hófst árið 1978
hafi að meðaltali einn einstaklingur
greinst með listeriu á ári. Sum árin
hafi enginn greinst en önnur ár frá
einu og upp í fimm tilfelli.
„Sýking af völdum listeríubakteríu
virðist vera að aukast og er það í takt
við aukningu í öðrum Evrópulöndum.
Við höfum verið í samstarfi við að
ættgreina bakteríuna en við höfum
ekki getað tengt sýkingar hér á landi
við sýkingar í öðrum Evrópulönd-
um,“ segir Haraldur.
Langt frá neyslu til sýkingar
„Vandamálið við að finna orsaka-
vald listeríusýkingar er hvað það er
langur tími sem líður frá því að ein-
staklingur neytir vöru með lister-
íubakteríu og þar til hann veikist. Það
er erfitt að spyrja um neyslumynstur
daga eða vikur aftur í tímann,“ segir
Svava Liv Edgarsdóttir hjá Matvæla-
stofnun. Hún segir að stofnunin sem
hafi eftirlit með matvælaframleiðslu
afurða úr dýraríkinu hafi farið í um-
fangsmiklar fyrirbyggjandi aðgerðir
og fræðslu í því skyni að sporna við
listeríubakteríum í matvælum.
Á mánudag tilkynnti Matvæla-
stofnun að grunur léki á listeríu í
frosnum maísbaunum og mexíkó-
blöndu og innkallaði innflutningsaðil-
inn allar vörur sem framleiddar voru
frá 13. ágúst 2016 til 20. júní 2018.
Listeríusýkingum hefur fjölgað milli ára
Sjö greindust í fyrra Af þeim létust fjórir Aukning í Evrópulöndum Erfitt að finna orsaka-
valdinn Litlar afleiðingar fyrir fullfrískt fólk Fyrirbyggjandi aðgerðir og fræðsla hjá MAST
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Friðbert Traustason, formaður
Samtaka starfsmanna fjármálafyrir-
tækja (SSF), skrifaði grein í Morg-
unblaðið, sem birtist í gær, undir
fyrirsögninni Meingölluð íslensk lög
um sjúkdómatryggingar.
Friðbert segir í grein sinni að
einn stór galli sé á sjúkdómatrygg-
ingunni, sem
stríði gegn hags-
munum trygg-
ingataka, en það
sé lagaákvæðið
um að sá sem rétt
eigi til bóta sam-
kvæmt slysa-
tryggingu,
sjúkratryggingu
eða heilsutrygg-
ingu með eða án
uppsagnarréttar glati þeim rétti ef
ekki er gerð krafa til trygginga-
félagsins um bætur innan árs frá því
að tryggingataki fékk vitneskju um
sjúkdóm sem hann stríðir við.
(Krabbamein, hjarta- eða nýrna-
sjúkdómar og tauga- og hrörnunar-
sjúkdómar.)
Í grein Friðberts kemur fram að
annars staðar á Norðurlöndum er
tilkynningarfresturinn þrjú ár og í
Danmörku og víðar sé samstarf milli
heilbrigðisyfirvalda, trygginga-
félaga og viðskiptavina varðandi
sjúkdómatryggingar. Greinist ein-
staklingur með einhvern ofan-
greindra lífsógnandi sjúkdóma þá
sendi heilbrigðisyfirvöld viðkomandi
bréf þar sem sjúklingurinn er
minntur á að skoða vel allar per-
sónulegar tryggingar til að fara ekki
á mis við hugsanleg réttindi. Ekkert
slíkt samstarf sé hér á landi og neyt-
endavernd sé almennt ábótavant.
„Ég gekk á tryggingafélagið sem
ég er hjá, til þess að fá skýringu á
því hvers vegna tilkynningarfrest-
urinn er bara eitt ár hér en þrjú ár á
hinum Norðurlöndunum,“ sagði
Friðbert í samtali við Morgunblaðið
í gær.
Hann segir að einu svörin sem
hann hafi fengið hafi verið að svona
hefði þetta verið ákveðið á Alþingi.
En þegar hann hafi farið að kynna
sér málið, komi glöggt í ljóst að það
sé krafa tryggingafélaganna í um-
sögnum til Alþingis um frumvarpið
frá 2004 að sama gildi um sjúkdóma-
tryggingu og slysatryggingu.
„Mér finnst einnig mikilvægt,
þegar sjúklingur greinist með ein-
hvern þessara sjúkdóma, krabba-
mein, hjarta- eða nýrnasjúkdóma
eða tauga- og hrörnunarsjúkdóm, að
viðkomandi sjúkrastofnun sendi
sjúklingnum bréf til þess að minna á
að skoða persónulegar tryggingar,“
sagði Friðbert.
Hann segist hafa farið að skoða
þessi mál ofan í kjölinn eftir að hann
fékk krabbamein. Hann hafi til-
kynnt of seint um sjúkdóm sinn til
tryggingafélags síns, eða um hálfu
öðru ári eftir að hann vissi af sjúk-
dómnum og því ekki fengið trygg-
ingabætur. „Málið er það, að þegar
maður greinist með svona alvarleg-
an sjúkdóm, þá er maður ekki alveg
með hugann við það hvort maður
ætlar að fara að nýta einhverjar
sjúkdómatryggingar eða ekki.
Ég var frá mars til desember í
allskonar meðhöndlun, fyrst skurð-
aðgerð, síðan geislameðferð og ein-
beitingin var vitanlega á meðferð-
inni og engu öðru,“ sagði Friðbert.
Friðbert vonar að einhver á Al-
þingi taki við sér þegar þing kemur
saman í haust og beiti sér fyrir því
að lögunum verði breytt til sam-
ræmis við það sem tíðkast annars
staðar á Norðurlöndum. „Þetta er
mikið réttlætismál fyrir marga,“
segir Friðbert.
Segir lagabreyt-
ingu réttlætis-
mál fyrir marga
Vill samræmingu við Norðurlönd
Friðbert
Traustason
Karlmaður var í síðustu viku
dæmdur í 90 daga skilorðsbundið
fangelsi fyrir ítrekuð brot í Vest-
mannaeyjum. Meðal þeirra brota,
sem maðurinn var dæmdur fyrir,
eru líkamsárás gegn barni, hótanir,
umferðarlagabrot og vopnaburður.
Gerði lögreglan upptæka bæði öxi
og sveðju hjá manninum.
Játaði brot sín án athugasemda
Maðurinn játaði öll brot sín eins
og þau voru sett fram í ákæru máls-
ins. Í ákærunni segir m.a. að í jan-
úar í fyrra hafi hann veist að dreng,
ýtt honum upp að flaggstöng og
tekið drenginn hálstaki. Maðurinn
veitti drengnum svo eftirför og
skellti honum í rúðu í útidyrahurð
verslunar þannig að drengurinn
fékk bæði punktblæðingu og
eymsli.
Að auki var maðurinn einnig
fundinn sekur um að hafa ógnað og
hótað að drepa annan mann og var
þá vopnaður stórri heimatilbúinni
sveðju. Við leit lögreglu á heimili
mannsins sama dag fannst sveðjan
og öxi, sem voru gerði upptæk eins
og áður segir.
Hvað varðar umferðarlagabrot
var maðurinn fundinn sekur um
fjölda slíkra brota, allt frá því að
aka gegn akstursstefnu yfir í að
nota ekki öryggisbelti eða nota far-
síma án handfrjáls búnaðar.
Dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi
Ilmur hinnar
gullnu stundar
Terre de Lumière
L’Eau
Kringlan 4-12 | s. 577-7040