Morgunblaðið - 11.07.2018, Page 18

Morgunblaðið - 11.07.2018, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Björgunar-mönnumtókst í gær að ljúka björgun 12 drengja og þjálfara þeirra úr helli á Taílandi og er með ólíkindum hversu vel tókst til við erfiðar að- stæður. Drengirnir festust í hellinum 23. júní þegar miklar rigningar urðu þess valdandi að í honum flæddi og þeir lok- uðust inni. Drengirnir fóru í hellinn, sem nefnist Tham Luang, og er í norðurhluta landsins, eftir fótboltaæfingu og var hafin leit að þeim þegar þeir sneru ekki aftur að kvöldi. Reiðhjól þeirra fundust læst við grindverk ásamt fótboltaskóm skammt frá hellinum. Leit að drengjunum, sem eru á aldrinum 11 til 16 ára, gekk erfiðlega. Það var ekki fyrr en 2. júlí að drengirnir og þjálfari þeirra fundust og voru margir þá orðnir úrkula vonar um að þeir væru á lífi. Reyndust þeir vera fjóra km inni í göngunum og stór hluti leiðarinnar á bóla- kafi í straumhörðu vatni. Strax varð ljóst að björgunin yrði tvísýn, ekki síst þar sem aðstæður voru þannig að þrautþjálfaðir kafarar áttu fullt í fangi með að fara um hellinn, hvað þá óreyndir drengir og hraktir eftir að hafa verið fastir í hellinum í tíu daga. Sums staðar voru göngin svo þröng að einn maður gat með naumindum troðið sér í gegn. Um leið þurfti að hafa hraðann á af ótta við að vatnið myndi enn hækka í hellinum vegna frekari rign- inga. Á sunnudag var fyrstu fjórum drengjunum bjargað, fjórum til viðbótar á mánudag og í gær síðustu fjórum drengj- unum ásamt þjálfaranum. Um þúsund manns tóku þátt í björgunaraðgerðunum og varpar skugga á að einn björg- unarmanna lét lífið. Skiljanlega hefur verið fylgst grannt með málinu á Taílandi, en raunir drengjanna og farsæl björgun þeirra hefur einnig snert streng í hjörtum fólks um allan heim eins og stundum vill gerast þótt víðar megi finna válega atburði, hamfarir og átök. Hinn háskalegi hellaleið- angur sýnir einnig að aldrei er of varlega farið þegar náttúran er annars vegar, hvort sem það er á Taílandi eða Íslandi, og skemmtun getur á augabragði orðið að háska. Sem betur fer tókst þó að bjarga drengjunum og þjálfara þeirra. Þeir eru lerkaðir og að- framkomnir eftir 18 daga í iðr- um jarðar, en þeim fylgja góð- ar óskir úr öllum heimshornum og vonandi munu þeir ná sér að fullu á líkama og sál. Með ólíkindum er að taílensku drengirnir tólf séu heilir á húfi eftir 18 daga í iðrum jarðar} Björgunarafrek Það styttist í lok heimsmeistara- mótsins í knatt- spyrnu í Rússlandi. Rússland kemur vel frá mótinu ef ekkert óvænt ger- ist úr þessu. Allur undirbúningur hefur reynst næsta hnökralaus, en nokkrar hrakspár voru uppi um hann. Fyrir mótið var bent á að gestgjafinn þyrfti ekki að tryggja liði sínu sæti með þrot- lausri baráttu. Knattspyrnulið Rússlands væri lægst á mæli- kvörðum FIFA yfir lið land- anna sem kepptu þar. Í vanga- veltum íþróttafréttamanna stórblaða Evrópu var jórtrað á því að það yrði töluvert áfall fyrir Rússland og Pútín forseta sérstaklega ef Rússar ynnu engan leik á mótinu. Betra hefði verið ef menn hefðu stillt sig um slíka illspá því rúss- neska landsliðið kom mun bet- ur frá leikjunum en nokkur þorði að spá og stolt heima- manna yfir frammistöðu þess leynir sér ekki. Þótt reynt sé í lengstu lög að halda pólitískum deilum og íþróttum að- skildum tókst það ekki í þetta sinn. Ákveðið var að Rússlandi yrði sendur fingurinn með því að virðing- arfólk og stertil- menni þjóða fylgdu ekki sínum liðum á keppnina. En pólitísk staðfesta hefur farið minnkandi á síðustu árum og fáu er að treysta. Þegar Frakkar skoruðu sigurmark sitt í Sankti Pétursborg var linsum vélanna beint upp í stúku og öllum á óvart var þá Emmanuel Macron mættur þar og fagnaði sínum mönnum. Og í stúkunni voru belgísku kon- ungshjónin og auðvitað ekki eins glöð þetta augnablikið. En þessi örskotsstund á skerm- inum sýnir að þetta er allt að riðlast og sjálfsagt sér Pútín það sem viðbótarsigur fyrir sig og undirstrikun á því hversu lítið hald er í mótmælum nú- tímastjórnmálamanna, líka þeim léttvægustu. Kannski fær Vilhjálmur prins að fara á völlinn eftir allt saman. Fótboltamennirnir stóðu sig vel en varamenn í heið- ursstúkunni vöktu ekki minni athygli} Allt getur gerst í boltanum V erkefni kjararáðs var að ákveða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna og æðstu embættis- manna. Kjararáð tók til starfa 1. júlí 2006 og starfaði þá samkv. lögum nr. 47/2006. Síðar samkvæmt lögum nr. 130/2016 með síð- ari breytingum, þau lög tóku gildi 1. júlí 2017. Með nýju lögunum var þeim fækkað sem heyrðu undir úrskurðarvald kjararáðs um laun og starfskjör. Sjaldan hefur almenningur fundið sig eins lítilsvirtann og fótum troðinn og þegar kjara- ráð birti launahækkanir sínar til þjóðkjörinna manna og æðstu embættismanna á kjördag, 29. okt. 2016. Þar námu launahækkanir allt að 46%. Launahækkanir sem voru afturvirkar í allt að 18 mánuði og skiptu milljónum í kjarabætur til þeirra sem nutu. Við skulum ekki gleyma því, að stór hluti þjóðar- innar er enn í sárum eftir hrunið, þar sem þúsundir fjöl- skyldna hafa misst heimili sín og eiga enn um sárt að binda. Það er í raun með hreinum ólíkindum hvernig stjórnvöld geta lokað augunum og látið sem ekkert sé. Stjórnvöld sem firrast ekki við að maka krókinn á kostn- að þeirra sem höllustum fæti standa. Kjararáð lagt niður Þann 11. júní sl. var samþykkt af Alþingi að leggja kjararáð niður. Forsætisráðherra sagðist vonast til að með því muni skapast aukin sátt á vinnumarkaði. Þremur dögum síðar, fimmtudaginn 14. júní, var fundur í kjara- ráði í Skuggasundi 3 í Reykjavík. Fundurinn var haldinn af Jónasi Þór Guðmundssyni, Huldu Árnadóttur og Svanhildi Kaaber. Fyrir var tekið að ákveða laun og starfskjör fyrir ýmis störf sem heyrðu undir kjararáð. Nánar tiltekið var um að ræða 48 erindi um einstök störf. Já, það var greinilega ekki mikill tími til stefnu. Þrír dagar frá því að Alþingi ákvað að leggja kjararáð niður og rétt um hálfur mán- uður þar til þau lög tækju gildi. Hvað tekur við? Það er eitt að leggja niður kjararáð í þeirri viðleitni að slökkva eldana í samfélaginu sem stjórnvöld ein hafa kveikt, en það er annað að leggja á borðið hvað eigi að koma í staðinn. Hvernig munu starfskjör þjóðkjörinna manna og æðstu embættismanna verða ákveðin í framhaldinu? Mun sjálftakan blómstra sem aldrei fyrr eða mun eitthvað skárra koma í staðinn? Við fengum nýverið upplýsingar um, hvernig ofurlaun hafa fengið að hækka um allt að 58%. Tvær ríkisstofnanir hækkuðu laun stjóra sinna um allt að 1,2 milljónum kr. á mánuði. Laun þeirra voru þó, fyrir hækkun, hærri launum forsætisráðherra. (Landsvirkjun/Landsbanki Íslands). Það eru um 120 virkir dagar þar til verkafólkið okkar stígur fram og krefst réttlátra kjarabóta. Hvað ætla stjórnvöld að gera í því? Stjórnvöld sem hafa lagt for- dæmin að því, sem koma skal. Pistill Kjararáð Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Inga Sæland STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Það kemur mér ekki á óvartað KPMG komist að þeirriniðurstöðu að kerfið séógagnsætt og flókið fyrir eldri borgara,“ segir Þórunn Svein- björnsdóttir, formaður Lands- sambands eldri borgara. Hún segir að það komi illa við marga að fá ekki upplýsingar um hvað þurfi að hafa gerst áður en hægt er að sækja um færni- og heilsumat. Til þess að eiga möguleika á að fá pláss á hjúkrunarheimili þarf aldraður einstaklingur að gangast undir færni- og heilsumat og til að meta þörf einstaklings fyrir vist á dvalar- eða hjúkrunarheimili er notað svonefnt InterRAI-NH-mat sem framkvæmt er af færni- og heilsumatsnefndum sem staðsettar eru í heilbrigðisumdæmunum sjö. Að mati KPMG sem fram- kvæmdi heildarmat og gerði úttekt á færni- og heilsumati kemur í ljós að kerfið er ógagnsætt og flókið fyrir eldri borgara. Þurfa að nýta öll úrræði fyrst „Eldra fólk og aðstandendur þeirra vita ekki af því að það þarf að vera búið að prófa allar leiðir svo sem heimaþjónustu, heima- hjúkrun og hvíldarinnlögn ef það á að eiga einhverja von á að fá færni- og heilsumat. Það á ekki að þekkj- ast að fólk sem er yfir nírætt og brotnar eða veikist alvarlega eigi ekki möguleika á að komast á hjúkrunarheimili fyrr en það hefur gengið fárveikt í gegnum prógram sem það jafnvel skilur ekki,“ segir Þórunn og bætir við að á Norður- löndunum séu notaðar nýjar lausn- ir, smáforrit og velferðartækni. En vísir að þeirri tækni sé kominn hér á landi. „Í því samhengi má benda á hlaupabretti á Droplaugarstöðum sem allir geta notað til að styrkja sig, heimsóknarvini og háskólanema sem búa og starfa í þjónustuíbúðum og fleira,“ segir Þórunn. Opinber stefna á Íslandi er að leggja áherslu á að aldraðir ein- staklingar geti verið sem lengst heima og dregið sé úr vægi stofn- anaþjónustu. KPMG kemst að því að almennt nýtist RAI- mælitækin vel til að meta gæði og þjónustu- þyngd en fjármagn og upplýsingar séu fastar í hólfum. Hólfin séu sjúkrahús, heimaþjónusta, sér- fræðiþjónusta, hjúkrunarheimili og heilsugæsla en það sé nánast ekk- ert sem tengi hólfin saman. Karlmenn fá betra mat Við gerð skýrslunnar ræddi KPMG við 60 einstaklinga. Það voru m.a. fulltrúar frá hjúkrunar- heimilum, stofnunum og aðstand- endum einstaklinga sem farið höfðu í færni- og heilsumat. Meðal annars kom fram að bið eftir færni- og heilsumati sé of löng, karlar fái betra mat en konur vegna þess að lífslíkur kvenna séu lengri. Einstaklingar með lágan stuðul komist inn á hjúkrunarheim- ili í einu heilbrigðisumdæmi en kæmust ekki inn með sama stuðli í öðrum. Fram kom að heimaþjón- ustumatið ætti að vega meira í færni- og heilsumati þar sem þeir sem sinna heimaþjónustu og heima- hjúkrun þekkja best til stöðu og þarfa þjónustuþega. Í minnisblaði frá embætti land- læknis varðandi skýrsluna kemur fram að ferli færni- og heilsumats verði að taka til heildrænnar endur- skoðunar, auka þurfi rafræna skráningu og bæta upplýsingagjöf til aldraðra og aðstandendur þeirra. Eldri borgarar búa við ógagnsætt kerfi Morgunblaðið/Ómar Félagsskapur Aldraðir þurfa umönnun og félagsskap. Þjónustan sem í boði er þarf að vera auðskilin og gegnsæ þegar kemur að eldri borgurum.  Samkvæmt skýrslu KPMG ver Ísland 1,6% af vergri lands- framleiðslu til innlagna eldri borgara.  Á sama tíma fer 0,1% af vergri landsframleiðslu til heimahjúkrunar á meðan Dan- mörk ver 1,5% í þjónustuna.  Framboð á þjónustu- úrræðum, heimaþjónustu, heimahjúkrun og þjónustu- íbúðum er mismunandi eftir landsvæðum.  Þjónusta er í öllum tilfellum minni en eftirspurn.  Þjónusta við aldraðra er stór, mikilvægur og vaxandi mála- flokkur vegna fjölgunar eldra fólks.  Mannfjöldaspá Hagstofunnar til næstu 47 ára: Íslendingum mun fjölga um 33%, 150% fjölgun 67 til 69 ára og 250% fjölgun íbúa 80 ára og eldri. Stór vaxandi málaflokkur ELDRI BORGARAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.