Morgunblaðið - 11.07.2018, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018
✝ HalldóraSveinbjörns-
dóttir fæddist í
Ófeigsfirði á
Ströndum 10. ágúst
1938. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 4. júlí
2018. Foreldrar
hennar voru Sigríð-
ur Þórunn Guð-
mundsdóttir, hús-
freyja f. 1900, d.
1976 og Sveinbjörn Guðmunds-
son bóndi, f. 1896, d. 1955.
Systkini Halldóru eru: Har-
aldur, f. 1937 og Guðrún, f.
1942. Halldóra giftist árið 1965
Hrólfi Halldórssyni, fram-
kvæmdastjóra Bókaútgáfu
Menningarsjóðs, f. 1935, d. 1987.
Þau bjuggu á Hringbraut 106.
Dætur þeirra eru: 1) Þóra, f.
1965, gift Tómasi Kristjánssyni.
Synir þeirra eru: Hrólfur Andri,
f. 1988, Ragnar Atli, f. 1992 og
Kristján Ari, f. 1998. 2) Sigríður,
gift Viðari Karlssyni. Þeirra
börn eru Hlynur Karl og Harpa
Hrafnborg. Fósturbörn Höllu
eru Haukur Jakob og Líf og
stjúpdóttir Svanhvít Lilja og
barnabörnin eru sex. 3) Guð-
mundur Pétur, f. 1969, í sambúð
með Söru Fuxén. Þeirra barn er
Ágúst Carl. Sonur Guðmundar
er Ásgeir Tómas. 4) Valsteinn, f.
1970, kvæntur Berglindi Björk
Hreinsdóttur. Þeirra synir eru
Snævar Freyr og Hrafnkell
Dagur. 5) Ragna Kemp, f. 1973,
gift Magnúsi Bjarklind. Þeirra
börn eru Atli og Ólöf Halla.
Halldóra ólst upp í Ófeigsfirði
á Ströndum. Hún gekk í barna-
skólann á Finnbogastöðum, var
einn vetur í Gagnfræðaskólan-
um á Akureyri og lauk lands-
prófi í Reykjavík. Halldóra lauk
einnig námi frá Húsmæðraskól-
anum á Laugum. Að námi loknu
fluttist hún til Reykjavíkur og
vann ýmis störf. Mestan sinn
starfsferil starfaði Halldóra í
Landsbanka Íslands í Austur-
stræti, fyrst sem gjaldkeri og
síðar sem deildarstjóri en hún
lét af störfum hjá Landsbank-
anum árið 2003. Útför Halldóru
fer fram frá Neskirkju í dag, 11.
júlí 2018, klukkan 13.
f. 1967, d. 2018, gift
Gunnari H. Sverris-
syni. Þeirra börn
eru: Halldór Árni,
f. 1997, Sverrir
Geir, f. 1997 og
Þórunn Hanna, f.
2004. 3) Halldóra, f.
1977, gift Pétri S.
Waldorff. Þeirra
börn eru: Skúli, f.
2011 og Margrét, f.
2014.
Seinni maður Halldóru var
Haraldur Valsteinsson, útibús-
stjóri hjá Landsbankanum, f.
1934, d. 2017. Þau hófu sambúð
á Skeljagranda 17 vorið 1992 og
giftu sig árið 2002. Héldu þau
heimili sitt síðustu árin í Borg-
artúni 30a í Reykjavík. Börn
Haraldar eru: 1) Heimir Valdi-
mar, f. 1955, kvæntur Hrönn
Hilmarsdóttur. Þeirra börn eru
Valgerður Dýrleif og Haraldur
Hilmar og barnabörnin eru fjög-
ur. 2) Halla Valgerður, f. 1967,
Nú er elsku mamma farin frá
okkur en stórt skarð hefur verið
hoggið í fjölskylduna á undan-
förnum mánuðum. Fyrst lést
Sigga systir án nokkurs fyrir-
vara í byrjun janúar og nú
mamma hálfu ári seinna með
stuttum aðdraganda. Þetta er
búið að vera erfitt ár hjá fjöl-
skyldunni og hefur það eflaust
átt þátt í því hversu fljótt
mamma fór. Mamma hafði mest-
alla tíð verið heilsuhraust og í
góðu formi. Hún stundaði leik-
fimi reglulega, var í golfi og veiði
og hafði almennt gaman af allri
útivist. Mamma var uppalin í
Ófeigsfirði á Ströndum ásamt
systkinum sínum og frændsystk-
inum. Í þá daga var þríbýli í
Ófeigsfirði og mjög oft margt
um manninn. Hún átti góða
æsku á Ströndunum en flutti svo
ung að heiman, fyrst einn vetur
til Akureyrar og síðan til
Reykjavíkur þar sem hún bjó
eftir það alla sína tíð. Þar kynnt-
ist mamma pabba, Hrólfi Hall-
dórssyni, og hófu þau búskap á
heimili hans og eignuðust okkur
þrjár systurnar. Mamma var
mjög handlagin og lék allt í
höndunum á henni. Þegar við
systurnar vorum litlar saumaði
hún flest fötin okkar og einnig
var tímabil þar sem hún átti
prjónavél og prjónaði bæði á
okkur og aðra. En það voru ekki
bara hin hefðbundnu „húsmóð-
urstörf“ sem léku í höndunum á
henni heldur sá hún líka um að
dytta að á heimilinu og ef það
þurfti t.d. að skipta um raf-
magnstengla eða bora þá var
hún mætt og leysti þau verkefni
vel af hendi. Eitt sumarið tók
hún sig til og lagði hellur og
reisti grindverk meðfram lóðinni
okkar á Hringbrautinni með smá
hjálp frá nágrönnunum.
Pabbi varð bráðkvaddur árið
1987 og um þremur árum seinna
kynntist mamma Haraldi, seinni
manni sínum. Haraldur átti
fimm börn og við vorum þrjár
systurnar, þannig að það var
stór hópur í kringum þau. Þau
voru dugleg að bjóða okkur öll-
um heim og héldu alltaf vegleg
jólaboð og páskaboð. Mamma og
Haraldur höfðu svipuð áhugamál
og voru dugleg að ferðast um
landið og einnig voru þau mikið í
golfi og í sumarbústaðnum sín-
um í Grímsnesi.
Síðustu árin voru ekki auðveld
hjá mömmu, Haraldur greindist
með Alzheimer fyrir nokkrum
árum og dvaldi hann á Sóltúni og
heimsótti mamma hann þangað
nær daglega. Hann lést fyrir
einu og hálfu ári. Ég á eftir að
sakna mömmu minnar mikið, en
hún var stór hluti af fjölskyldu
okkar og mikið með okkur síð-
ustu árin. Við fórum reglulega
saman í leikhús og í golf og einn-
ig kom hún með okkur í nokkrar
utanlandsferðir.
Söknuður fjölskyldunnar er
mikill en minning um elsku
mömmu mun lifa.
Þóra.
Elsku mamma.
Nú þegar þú hefur kvatt okk-
ur langar mig til að þakka þér
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig
og fjölskylduna meðan þú varst
á lífi. Þú varst alltaf eins og
rekaviðurinn frá Ströndum, sem
þú líktir sjálfri þér við, stóðst
traust við hlið okkar sama hvað
á bjátaði, veðruð af lífsins ólgu-
sjó, sem hafði ekki alltaf farið
um þig mjúkum höndum þó að
oftast nær hafi verið lygnt í sæ-
inn og sólin glampað á öldur lífs-
ins. Aldrei sáum við þig fella tár,
ekki þegar pabbi varð bráð-
kvaddur aðeins 52 ára að aldri,
ekki þegar Haraldur, seinni
maður þinn, kvaddi eftir ára-
langa baráttu við Alzheimer og
ekki nú síðast í janúar þegar
Sigga systir lést með sviplegum
hætti aðeins fimmtug að aldri.
Það var ekki í anda þinnar kyn-
slóðar að flíka tilfinningum sín-
um eða láta bilbug á sér finna
þrátt fyrir að á móti blási. Á
sama tíma einkenndist nærvera
þín af svo mikilli hlýju og vænt-
umþykju fyrir þínum nánustu og
umburðarlyndi gagnvart fólki al-
mennt. Við fjölskyldan, sem
breyttist og bættist í í gegnum
tíðina, áttum líka svo margar
yndislegar stundir saman og þið
Haraldur áttuð svo mörg góð ár
þar sem hátopparnir voru hvers
konar útivist og ferðalög. Þú
varst alltaf svo heilsuhraust og
glæsileg, algjör nagli í mínum
augum og það var ekki auðvelt
að horfa upp á þig í veikindunum
sem slitu þig frá okkur á ógn-
arhraða síðustu vikurnar. Þú
vissir alveg í hvað stefndi og
tókst því af því einstaka æðru-
leysi sem einkenndi þig alla tíð.
Elsku mamma, ég kveð þig
með miklum söknuði en á sama
tíma í þeirri fullvissu að þú yf-
irgafst þetta líf sátt við guð og
menn. Eftir lifa ótalmargar góð-
ar minningar um einstaka,
sterka og hjartahlýja konu.
Halldóra.
Ég er sorgmædd og þakklát.
Ég var 17 ára þegar ég hitti þig
fyrst en þá voruð þið pabbi að
kynnast. Í upphafi var ég ekki
alveg viss hvort ég vildi deila
honum með þér en var fljót að
átta mig á því að þarna var kom-
in einstök manneskja sem við
vorum svo ótrúlega heppin að fá
inn í lífið okkar.
Við tvær grínuðumst með úr
hverju þú værir gerð og þú sagð-
ist vera eins og rekaviður á
Ströndum. Alger nagli og um
leið svo hlý, úrræðagóð og með
mikið jafnaðargeð, hallmæltir
aldrei nokkrum manni og skiln-
ingsrík með eindæmum. Þú
naust þín á hreyfingu og úti í
náttúrunni. Þú fórst 15 km á
gönguskíðum án þess að blása úr
nös, með bláu nestistöskuna
meðferðis. Leikfimina stundaðir
þú samviskusamlega í 30 ár. Þú
elskaðir að ferðast, norður á Ak-
ureyri, á Mýri til Gunnu systur
og í Ófeigsfjörð sem var þinn
yndisstaður. Þú varst mikil
veiðikló og gaman hvað þið pabbi
nutuð laxveiði saman. Golfferðir
ykkar voru margar og núna síð-
ast í maí varstu með góðum fé-
lögum að slá 18 holur á Spáni.
Þú kunnir vel að meta gott
berjaland og eftir slíkar ferðir
fengum við að njóta dýrindis
hlaups og sultu. Miðengi í
Grímsnesi var sælureitur ykkar
pabba þar sem við nutum sam-
verunnar við ýmis tækifæri. Þú
þekktir landið vel, plöntuheiti,
fuglana og fjöllin og þeim áhuga
deilduð þið Magnús. Þú varst
listakona á saumavélinni, heklu-
nálinni og með prjónana og
saumaðir á mig útskriftarföt og
kápu með loðkraga auk þess sem
þú saumaðir flauelskjól á Ólöfu
Höllu þegar hún var lítil, sem ég
held mikið upp á. Þú komst mér
á óvart þegar þú bakaðir hjarta-
laga bollur fyrir brúðkaupið okk-
ar Magnúsar og kaffitertan þín
er og verður mín uppáhalds að
ógleymdum bestu fiskibollum í
heimi. Þið pabbi hélduð ófáar
veislur á Skeljagranda þar sem
þið gáfuð okkur átta afkomend-
um tækifæri til að kynnast og
eiga gæðastundir saman. Nú er
það okkar að halda þeim teng-
ingum lifandi. Það var mikið
áfall að þú skyldir missa heils-
una svona skyndilega og að ekk-
ert væri hægt að gera til að snúa
við blaðinu. Rétt eins og með
rekaviðinn þá hafðir þú fengið að
upplifa lífsins ólgusjó. Þið pabbi
höfðuð bæði misst ykkar ástvini
sem spilaði stórt hlutverk þegar
þið tvö náðuð saman. Að missa
fyrsta eiginmann of snemma og
síðan fylgja öðrum í heim al-
gleymis er mikil þolraun. Verst
var þó þinn mikli missir við frá-
fall Siggu en eins og amma mín
sagði þá á enginn að þurfa að lifa
börnin sín. Hin ótrúlega þú
mættir eigin veikindum af æðru-
leysi og yfirvegun, sagðist ekki
vera „almáttug“ og í raun sátt
við endalokin.
Það voru mín hlunnindi að fá
að eiga þig að. Við vorum nánar
og töluðum hreint út um hlutina,
bæði skemmtilegar upplifanir og
þær erfiðari. Þannig náðum við
saman og fundum mikið traust
hvor hjá annarri. Þú færðir
pabba hamingju og gekkst mér
fumlaust í móðurstað. Þú varst
góða stjúpan mín, algerlega
passlega til staðar. Þú varst
móðuramman sem börnin mín
elska og sakna og mikil vinkona
Magnúsar. Þú áttir alveg ofboðs-
lega stórt hlutverk í lífi mínu,
elsku Halldóra. Hafðu þökk fyrir
allt og allt, þín er sárt saknað.
Ragna.
Halldóru hans pabba þekkti
ég í 26 ár – meira en helming
ævi minnar og lengur en mína
eigin móður sem féll frá fyrir 30
árum. Hún var ekkja þegar hún
og pabbi tóku saman og það varð
strax ljóst að með henni hafði
pabbi minn fundið hamingjuna á
ný. Það var svo dásamlegt að
fylgjast með þeim njóta lífsins
saman, í veiði og golfi, á skíðum
og ferðalögum bæði innan- og
utanlands. Stórfjölskyldan
stækkaði, alls átta börn, makar
og barnabörn sem nutu þess að
ferðast með þeim og njóta sam-
verustunda. Minningar úr veiði-
ferðum, sumarbústaðaferðum og
dásamlegu ferðalagi í Ófeigs-
fjörðinn ylja. Hún þekkti landið
eins og lófann á sér og deildi
með okkur af þekkingu sinni öll-
um nöfnum og staðháttum –
fjöllin og árnar, dalirnir, jurt-
irnar og blómin. Jóla- og páska-
veislur voru árlega, risaboð þar
sem allir komu saman að
ógleymdum ótal öðrum boðum
og veislum þar sem borð svign-
uðu undan heimatilbúnum kræs-
ingum. Halldóra mín tók mér
opnum örmum á sinn hægláta
hátt og reyndi aldrei að ala mig
upp enda kannski fullseint í
rassinn gripið en hún var vin-
kona mín sem ég gat alltaf leitað
til og fyrir það er ég henni svo
óendanlega þakklát. Hún hlust-
aði margoft á mig rausa um allt
á milli himins og jarðar, laumaði
inn ráðum og róaði svo oft. Gaf
mér kaffi, kleinur og hlýtt faðm-
lag – allt sem þurfti. Hún gekk
mér í móðurstað, án þess að vera
á nokkurn hátt að reyna það.
Börnunum mínum var hún
besta amma í heimi og það er
ekkert sjálfgefið. Hún er eina
amman sem þau þekkja í móð-
urætt og þeim svo óendanlega
dýrmæt. Einlæg væntumþykja
og áhugi hennar á lífi og starfi
barnanna gerði samband þeirra
einstakt og syrgja þau hana sárt.
Hún var virkur þátttakandi í öll-
um viðburðum í minni flóknu
fjölskyldu, brúðkaupi, skírnar-
veislum, fermingum og afmælum
og oft nutum við þess að hafa
þau hjón hjá okkur um jól eða
áramót þar sem Halldóra fór
fremst í flokki í sprengingum vel
studd af eiginmanni og barna- og
unglingaskara. Dásamlegar
minningar.
Ég veit vel að henni líkaði
ekki lofsöngur, enda ein af
fulltrúum þeirrar kynslóðar sem
ber ekki tilfinningar sínar á torg
en ég get ekki annað en minnst á
þá óendanlegu ást, virðingu og
þolinmæði sem hún sýndi pabba
mínum í hans veikindum. Engin
orð lýsa aðdáun minni á þeim
styrk sem hún sýndi á erfiðum
tímum. Halldóra hafði afgerandi
áhrif á mig með sinni hæglátu og
traustu nærveru. Hana mun ég
taka mér til fyrirmyndar í lífinu
um leið og ég held minningu
hennar á lofti um ókomna tíð.
Við hjónin og börnin okkar
Halldóra Svein-
björnsdóttir
✝ Örn Sigurðs-son fæddist
11. september
1938. Hann lést á
Heilbrigðis-
stofnun Norður-
lands á Húsavík
mánudaginn 2.
júlí 2018. Hann
var kvæntur Sig-
rúnu Garðars-
dóttur, f. 5.5.
1939, d. 6.9. 2017.
Foreldrar Arnar voru Þóra
Guðrún Kristinsdóttir, f. 25.1.
1915, d. 14.8. 1992, og Sig-
urður Jóhannsson, f. 29.5.
1904, d. 18.2. 1959. Þau voru
bændur og bjuggu fyrst á
Arnstapa og síðar á Lækja-
móti.
Systkini Arnar eru Kristín
Sigurðardóttir, f. 21.8. 1945,
Svanhildur Á. Sigurðardóttir,
f. 11.5. 1947, d. 7.11. 2015,
Kristbjörg Sigurðardóttir, f.
23.12. 1950, og Jóhann Sig-
urðsson, f. 14.8. 1955.
Börn Arnar og Sigrúnar
eru I) Sigurður Arnarson, f.
7.2. 1962. II) Gerða Arnar-
dóttir, f. 17.4. 1963, eigin-
maður hennar er Kristinn M.
Bárðarson, f. 3.1.
1957, dætur þeirra
eru 1) Sigrún Erna
Kristinsdóttir, f.
25.6. 1987, sam-
býlismaður Sigrún-
ar er Daníel
Gunnarsson, f.
13.11. 1982. 2)
Sara Sif, f. 3.2.
1992, sambýlis-
maður hennar er
Atli Tómasson, f.
27.11. 1991 III) Þóra Elín
Arnardóttir, f. 1.6. 1964. IV)
Sigurveig Arnardóttir, f.
23.11. 1966, sambýlismaður
hennar er Aðalsteinn Haralds-
son, f. 14.3. 1964, sonur þeirra
er Guðmundur Helgi Aðal-
steinsson, f. 26.4. 1988.
Örn ólst upp á Arnstapa í
Ljósvatnsskarði. 1953 fluttist
hann ásamt foreldrum sínum
að Lækjamóti í Kinn og stund-
aði þar búskap alla tíð. Með-
fram bústörfum vann hann við
múrverk og í sláturtíðum hjá
Kaupfélagi Suður-Þingeyinga
á Svalbarðseyri.
Útförin fer fram frá Þor-
geirskirkju í dag, miðvikudag-
inn 11. júlí 2018, klukkan 14.
Þegar ég hugsa til tengda-
föður míns sé ég mynd af þeim
hjónum Erni og Sigrúnu. Þau
höfðu góða nærveru, voru gest-
risin og glaðlynd enda voru
margir sem komu í kaffisopa til
þeirra. Alltaf voru góðar veit-
ingar, kjarnyrtar umræður og
hlátrasköll þegar við átti.
Örn var barngóður, stelpurn-
ar mínar voru bara á fjórða ári
þegar þær fóru að fara með afa
sínum í fjósið og hann taldi
þeim trú um að þær væru
ómetanlegar hjálparhellur.
Kýrnar fengu nafn og númer
og stelpurnar og Guðmundur
Helgi frændi þeirra tóku þátt í
að velja nöfnin. Sigrún nefndi
t.d. Sunnu og þegar færi gafst
gaukaði hún að henni auka-
skammti af fóðurbæti. Sara var
mörg sumur hjá afa sínum og
ömmu og þeim mikil hjálpar-
hella.
Guðmundur Helgi var ekki
gamall þegar afi hans kenndi
honum á koppafeitisprautu.
Hann var hugfanginn af þessu
töfratæki og um tíma voru
mörg verkfæri og verkfæra-
borðið klístrað af koppafeiti,
enda var máltæki Guðmundar
Helga „hér þarf nú að smyrja“.
Afi hans var kannski þreyttur á
að hafa verkfærin útklístruð en
að sama skapi gladdi það hann
mikið þegar Guðmundur Helgi
byrjaði að læra bifvélavirkjun.
Á yngri árum var Örn lið-
tækur íþróttamaður og keppti á
héraðsmótum og landsmótinu á
Laugum (1961), í kastgreinum
og stangarstökki. Ég held að
hann hafi ekki gefið sér mikinn
tíma til æfinga, kannski eina og
eina kvöldstund.
Örn var alla tíð hraustur og
hamrammur að afli. Eitt sinn
var ég að basla við að losa
varadekk af Gemsanum okkar
Gerðu og gat ekki með nokkru
móti bifað felgulyklinum hvern-
ig sem ég tók á. Þá kom Össi
og snéri lyklinum eins og ekk-
ert væri og losaði um felg-
urærnar. Síðan sagði hann:
„Við gerum þetta nú svona
hérna fyrir norðan“ en ég
hugsaði skömmustulegur að
það var jafngott að þetta var á
hlaðinu á Lækjamóti en ekki
einhvers staðar uppi á fjöllum.
Örn eignaðist ungur harm-
óníku. Hann var sjálfmenntað-
ur, fiktaði sig áfram og spilaði
fyrir krakkana sína. Á seinni
árum fóru þau Sigrún á nokkur
landsmót harmóníkuunnenda
sem haldin voru á Hellu. Við
Gerða gáfum honum DVD-safn-
diska frá einu landsmótinu sem
hann hafði mikla unun af að
horfa á. Sigrún og Örn ferð-
uðust með Félagi eldri borgara
mörg sumur, ferðir sem þau
höfðu mjög gaman af og ekki
spillti þegar Jón Árni frá Mý-
vatni var bílstjóri.
Við Gerða höfum verið nær
öll jól eða áramót á Lækjamóti,
stundum í blíðskaparveðri en í
minningunni oftar í erfiðu færi
og ófærð. Ein áramótin var
mikil ófærð en svo vel vildi til
að þá við vorum á Lödu Sport.
Össi hjálpaði mér að keðja
Sportarann, öll hjól. Sportbif-
reiðin rann léttilega yfir Vík-
urskaðið þó það væri í raun
ófært enda er Ladan snilldar-
bifreið. Ég veit að Erni hefði
þótt það upplifun að keyra nýju
Vaðlaheiðargöngin.
Fyrir nokkrum árum fór
heilsan að gefa sig og Örn fór í
hvíldarinnlögn á Skógarbrekku
á Húsavík. Við andlát Sigrúnar
fór það svo að hann fluttist al-
farið þangað. Þar leið honum
vel enda umönnun starfsfólks
með afbrigðum góð, sem ég vil
þakka fyrir hönd fjölskyldunn-
ar.
Ég minnist tengdaforeldra
minna með hlýhug og virðingu.
Guð blessi minningu þeirra.
Kristinn Marinó Bárðarson.
Örn
Sigurðsson