Morgunblaðið - 11.07.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018
www.kvarnir.is
1996
2016
20 ÁRAKvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði
sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
Vinnupallar
margar stærðir og gerðir
VIÐ leigjum út
palla og kerrur
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur sterka réttlætiskennd og
lætur í þér heyra sé henni brugðið. Þú ert
djarfur og þorir að taka áhættu.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér finnst þú kominn á einhverskonar
leiðarenda og að þú þurfir á nýju umhverfi
að halda. Vertu varkár í orðum í dag þannig
að þú komir þér ekki í klípu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að fást við mjög vanda-
samt og persónulegt verkefni sem þér er
lífsnauðsyn að geta einbeitt þér að á næst-
unni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það hefur ekkert upp á sig að berja
höfðinu við steininn. Haltu þínu striki á þinn
rólega og magnaða hátt og þú átt eftir að
verða allsráðandi í ríki þínu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Taktu umhverfi þitt til gagngerrar end-
urskoðunar og drífðu svo í þeim breytingum
sem þér finnast nauðsynlegar. Horfstu í
augu við raunveruleikann.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Notaðu daginn endilega til þess að
sinna rannsóknum, hugur þinn er djúpur og
rannsakandi þessa dagana. Ekki er víst að
allir skilji það, en það skiptir engu máli.
23. sept. - 22. okt.
Vog Samskipti þín við annað fólk ættu að
ganga sérstaklega vel í dag. Með hjálp
góðra vina tekst þér að sigla þínum málum
í höfn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að gera hlé á störfum
þínum og reyna að safna orku til frekari at-
hafna. En hálfnað er verk þá hafið er og vilji
er allt sem þarf til þess að þú náir árangri.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft ekki að réttlæta allar
þínar gerðir. Láttu slag standa því hugsan-
legt er að þú getir hagnast á aðgerðum þín-
um.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það felst áskorun í að binda
enda á vissa hluti þessa dagana. Já, já,
kannski sjá ekki allir breytingarnar, en þú
veist betur og sérð að allt hefur snúist á
betri veg.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Misskilningur og tafir hafa sett
svip sinn á líf þitt að undanförnu. Ekki er
allt sem sýnist og það er þitt verk að kom-
ast að hinu sanna.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einhver mun koma þér svo á óvart
að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei
skyldi dæma eftir útlitinu einu saman.
Jón Valur Jensson rifjar uppstöku eftir Jóhannes úr Kötlum
á Boðnarmiði, sem „er bæði
skemmtileg og með sérstöku stuðla-
formi (hver lína sér um stuðla)“.
Heimildin er vefur sem Svanur
sonur skáldsins hefur sett upp:
(johannes.is/lausavisu/visur-ur-
hveragerði/). Til að gera langa
sögu stutta sendi Valgarð Runólfs-
son fv. skólastjóri í Hveragerði
eftirfarandi frásögn um framan-
greinda vísu:
„Jóhannes fór með eftirfarandi
vísu og sagði frá tilurð hennar á
kvöldsamkomu Barna- og Miðskól-
ans í Hveragerði (eins og hann hét
þá) vorið 1959 eða ’60.
Hann kom gangandi eftir göngu-
stíg og var á leið inn á Heilsuhæli
NLFÍ þegar hann tók eftir einni
undurfagurri snót sem sat þar á
bekk. Hann sest hjá henni og segir
með sinni tælandi röddu:
Sest ég hjá sólinni rjóðu
og halla mér blítt upp að henni.
En tók þá eftir ungum manni sem
stefndi á bekkinn til þeirra, og bætti
þá við í snatri:
Sjaldan er gíll fyrir góðu
nema úlfur á eftir renni.
… stóð upp og fór sína leið.“
Ég get ekki stillt mig um að sækja
Sjödægru Jóhannesar og fletta upp
á „Ferskeytlum“ sem við Ari Jós-
efsson fórum svo oft með í MA:
Rennur gegnum hjarta mitt
blóðsins heita elfur:
upp í strauminn bylta sér
kaldir sorgarfiskar.
Út um tálknin japla þeir
þungum svörtum kvörnum
þar til eins og kolabotn
undir niðri verður.
Sit ég við hið rauða fljót
- stari niðrí djúpið
þar sem Gleði dóttir mín
liggur nár í myrkri.
Á sunnudag skrifar Davíð Hjálm-
ar Haraldsson: „Nú er mikið líf í
Krossanesborgum“:
Nú er velsæld víðast hvar,
vaxa blóm um hóla
og ungamömmur eru þar
orðljótar og góla.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir á
Boðnarmiði:
Lúkasi Loftssyni nefið
var ljómandi myndarlegt gefið,
það er flott á sinn hátt
og ferlegt og blátt,
þegar fyllir það ótætis kvefið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Skáldið frá Kötlum
og sorgarfiskar
„ER ÞETTA SÁ SEM LENTI Í
RISATRUKKSÁREKSTRINUM?“ „ÉG VAR AÐ LEITA AÐ HONUM!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... lyktin af ilmvatninu
hennar.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG SKIL! ÉG HEF SAMBAND EF ÉG ÞARF EINHVERN TÍMANN
UPPGJAFARLAG!
SJÁÐU
ÞETTA ÞAKKARBRÉF FRÁ GAURNUM SEM Á PÍTSUSTAÐINN
SENT FRÁ VILLUNNI HANS Í
SUÐUR-FRAKKLANDI!
VILLAN SEM
GRETTIR BYGGÐI
LÚTUR, GETURÐU
SAMIÐ FYRIR MIG
ORRUSTUSÖNG?
ÉG GET ÞAÐ EKKI,
HERRA! ÉG ER Á MÓTI
ÖLLU OFBELDI!
Víkverji hefur verið að velta fyrirsér aðdráttarafli Berlínar í
skáldsögum, kvikmyndum og sjón-
varpsþáttum. Um þessar mundir
sýnir Ríkissjónvarpið spennuþátta-
röðina Njósnir í Berlín. Þættirnir
gerast nokkurn veginn á okkar tím-
um og gengur mikið á. Fyrir um 30
árum sýndi sama stöð þættina
Berlin Alexanderplatz, sem leik-
stjórinn Rainer Werner Fassbinder
gerði eftir samnefndri skáldsögu
Alfreds Döblins. Sú saga gerist
reyndar öllu fyrr, eða 1928, þegar
miklar hræringar voru í Berlín og
Weimarlýðveldinu og nasistar voru
að ryðja sér til rúms. Goodbye to
Berlin eftir Christopher Isherwood
gerist á sama tíma og varð uppi-
staðan að kvikmyndinni Cabaret
eftir Bob Fosse með Lizu Minelli,
Michael York og Joel Grey í aðal-
hlutverki.
x x x
Rithöfundurinn Philip Kerr hefureinnig gert sér mat úr þessu
tímabili með sögum sínum um lög-
reglumanninn Bernie Gunther.
Gunther er hörkutól, finnst lítið til
nasista koma, en kemst ekki hjá því
að eiga samskipti við þá í lögreglu-
störfum sínum í Berlín. Sögurnar
um Gunther byrja á fjórða áratugn-
um, ná yfir seinni heimsstyrjöld og
allt fram í kalda stríðið. Kerr lést
fyrr á þessu ári, en mun hafa lokið
við 14. bókina skömmu áður og er
hún væntanleg á næsta ári. Fyrstu
þrjár bækur Kerrs um Gunther
bera af, en allar eru þær skemmti-
legar.
x x x
Um þessar mundir er mikið látiðmeð þætti, sem nefnast Baby-
lon Berlin og Víkverji veit ekki
hvar verða teknir til sýninga hér á
landi. Þeir þættir gerast á svip-
uðum tíma og saga Döblins og eru
byggðir á skáldsögum Volkers
Kutschers um rannsóknarlögreglu-
manninn Gereon Rath. Í bókunum
getur lesandinn fylgst með því
hvernig hallar undan fæti í Weim-
arlýðveldinu og nasistar sækja í sig
veðrið um leið og hann les um
ævintýri Raths. Ef tekst að ná anda
bókanna í þáttunum eiga áhorf-
endur von á góðu. vikverji@mbl.is
Víkverji
Guð vonarinnar fylli yður öllum fögn-
uði og friði í trúnni svo að þér séuð
auðug að voninni í krafti heilags anda.
(Rómverjabréfið 15.13)