Morgunblaðið - 11.07.2018, Side 33

Morgunblaðið - 11.07.2018, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2018 *NÝ R HYUNDAI IX35 2.0 CRDI PREMIUM PANORAMA 4x4, dísel, sjálfskiptur – í nokkrum litum, með leðri, glerþaki, leiðsögukerfi, bakkmyndavél o.fl. Verð aðeins kr. 3.990.000 562 1717 Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is bilalif.is Eigum mikið úrval af nýjum og nýlegum bílum á staðnum *e ft ir ár sb íll fy rs ta sk rá ni ng 8. 20 15 ICQC 2018-20 Hótel Transylvanía 3: Sumarfríið Þriðja teiknimyndin um Dra- kúla greifa, fjölskyldu hans og vini. Mavis, dóttir Drakúla, hef- ur áhyggjur af því að faðir hennar sé að ofgera sér í starfi og skipuleggur því frí fyrir þau tvö og helstu vini þeirra en fríið verður ógleymanlegt. Með í för eru m.a. tengdasonur Drakúla, múmía og Frankenstein. Leik- stjóri er Genndy Tartakovsky og meðal leikara í íslenskri tal- setningu eru Orri Huginn Ágústsson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Laddi. Metacritic: 59/100 Skyscraper Hasarmynd með Dwayne John- son í aðalhlutverki. Árás er gerð á hæstu byggingu heims í Hong Kong og þegar eldur brýst út ofarlega í henni er yf- irmanni öryggismála í turn- inum, Will Sawyer, kennt um. Hann er þó alsaklaus og reynir að hreinsa nafn sitt í kapphlaupi við tímann og um leið bjarga eiginkonu sinni og börnum sem eru í sjálfheldu í byggingunni. Leikstjóri er Rawson Marshall Turber og með önnur helstu hlutverk fara Neve Campbell og Chin Han. Metacritic: 51/100 Bíófrumsýningar Drakúla fer í frí og John- son bjargar fjölskyldunni Á háloftunum Dwayne Johnson á veggspjaldi Skyscraper, hasarmynd sem er ekki fyrir lofthrædda. Ásýningu Katrínar Elvars-dóttur Augnablik minn-inganna í BERG Contem-porary má sjá ljósmyndir frá síðustu tveimur áratugum á ferli hennar en auk þess er á sýningunni eitt vídeóverk frá árinu 2016. Þegar gengið er inn í sýningarrýmið blasir við ljósmyndasería þar sem öll verk- in að einu undanskildu eru af hvít- um klassískum styttum sem um- luktar eru grænum gróðri. Eitt þeirra sker sig úr en það er svart- hvít ljósmynd sem tekin er í sama garði og umlykur stytturnar en löngu fyrr. Þar beinir Katrín sjón- um sínum beint inn í ræktaðan gróður. Sama myndin hefur verið stækkuð upp á vegginn og myndar eins konar bakgrunn eða undirlag fyrir hinar og rammar þannig inn það tuttugu ára tímabil sem verkin eru tekin á. Verkin tengjast bernskuminningum Katrínar af styttum danska fjöllistamannsins Martinus Simson (1886-1973) sem finna má í Tungudal við Ísafjörð. Simson flutti til Íslands árið 1915 eftir að hafa starfað sem sirkus- listamaður í upphafi tuttugustu ald- ar og settist að á Ísafirði, þar sem hann tók mikið af ljósmyndum og setti mark sitt á bæinn. Katrín hef- ur reglulega myndað styttur Sim- sons og titil sýningarinnar sækir hún einnig til hans, en hann skrifaði mikið um heimspekileg og andleg málefni. Í verkunum sem tengjast styttum Simsons beitir Katrín þröngu sjón- arhorni á myndefnið og áhorfandinn fær aðeins séð hluta af styttum í manngerðu umhverfi sem er ekki þekkjanlegt – nema í undantekning- artilfellum. Einungis hnakka, bak eða mjaðmir skjannahvítra sund- fataklæddra styttna ber við bláan himin eða grænan gróður. Tíminn hefur sett mark sitt á umhverfið í myndparinu „The Search for Truth, Simson’s Garden 8a ab“ sem eru pósitíf og negatíf mynd af sömu fyr- irmynd, sem gera það að verkum að sprungur, mosagróður og aðrir nú- ansar á styttunum verða áberandi. Tíminn er einnig undirliggjandi í vídeóverkinu „The Solar Eclipse Shadow“ (2016). Hér er um óræða mynd að ræða sem varpað er sömu- leiðis bæði negatíft og pósitíft á tvo skjái á endavegg gegnt fyrrnefndu verki. Myndin virðist vera af plöntu en er í raun tekin af skuggavarpi hennar sem kemur fram við sól- myrkva og kallar fram sérkennileg og dulúðleg mynstur með litlum hálfhringjum og hringjum. Hér er forvitnilegt verk á ferðinni þar sem kyrrstaða ljósmyndarinnar og hreyfanleiki vídeómiðilsins togast á. Þó Katrín hafi ekki fengist við vídeómiðilinn að miklu marki, utan nokkurra verka við upphaf ferils hennar, þá hefur hún áður nýtt sér fagurfræði kvikmyndarinnar í gegn- um linsuna í ljósmyndaverkum sín- um. Til að mynda á sýningunni Sporlaust sem var á Þjóðminjasafni Íslands fyrir rúmum áratug. Í innri sal getur að líta ljóðrænar myndir sem Katrín er hvað þekkt- ust fyrir að undanförnu, um er að ræða valin verk úr seríum hennar Vanished summer og Equivocal auk þriggja nýrra verka. Hnausþykk flauelsgluggatjöld, bældur koddi, fínleg blúndugardína eða ljós inn um glugga eru ummerki eða vísun sem veita tilfinningu fyrir veru manneskju sem þó er hvergi sjáan- leg. Myndefnið hefur persónulega tengingu fyrir Katrínu en allt eru þetta staðir sem hún hefur gist á sjálf. Með næmi fyrir efniskennd og dulúðlegri birtu fangar Katrín á ljóðrænan og fallegan hátt minn- ingar um veru sína, staði þar sem mörkin á milli hins ímyndaða og raunverulega verða ógreinileg. Minningar eru flöktandi fyrirbæri, standa stundum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum eða dofna þegar frá líður og verða jafnvel að minn- ingabrotum án samfellu. Á sýning- unni Leitin að sannleikanum púslar Katrín saman ljóðrænum augnablik- um eigin minninga með myndheimi sínum. Púslið gengur sérstaklega vel upp í verkunum sem tengjast styttum Simsons og vídeóverkinu og dýnamísku samspilinu sem næst þar á milli. Mögulega hefði sýningin náð skarpari og heildstæðari áhrifum fram með þeim eingöngu, þar sem verkin í innri salnum (sem löngu hafa sannað gildi sitt) bæta litlu við heildarsamhengið. Morgunblaðið/Hari Samspil „Á sýningunni Leitin að sannleikanum púslar Katrín saman ljóðrænum augnablikum eigin minninga með myndheimi sínum. Púslið gengur sérstaklega vel upp í verkunum sem tengjast styttum Simsons og vídeóverkinu og dýnamísku samspilinu sem næst þar á milli,“ segir um sýningu Katrínar Elvarsdóttur í BERG Contemporary. BERG Contemporary Katrín Elvarsdóttir: Augnablik minninganna bbbmn BERG Contemporary, Klapparstíg 16. Sýningin stendur til 3. ágúst 2018. Opið þriðjudaga til föstudaga frá kl. 11 – 17 og frá kl. 13 – 17 á laugardögum. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Ljóðrænar „Með næmi fyrir efniskennd og dulúðlegri birtu fangar Katrín á ljóðrænan og fallegan hátt minningar um veru sína, staði þar sem mörkin á milli hins ímyndaða og raunverulega verða ógreinileg,“ skrifar rýnir. Leitin að sannleikanum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.