Morgunblaðið - 11.07.2018, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 192. DAGUR ÁRSINS 2018
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Allt fótboltaliðið komið út
2. „Ég sá alla vega eitthvað stórt“
3. Fengu kvíðastillandi lyf
4. „Ofboðslega sterkir krakkar“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kammerkór Hallgrímskirkju,
Schola cantorum, syngur íslenskar
og erlendar kórperlur eftir Jón Nor-
dal, Sigvalda Kaldalóns, Byrd, Mend-
elssohn, Sigurð Sævarsson, Bruckner
og Händel, í bland við íslensk þjóð-
lög, í kirkjunni í dag kl. 12 og eru tón-
leikarnir á dagskrá Alþjóðlegs orgel-
sumars kirkjunnar. Tónleikagestum
er boðið í kaffi og spjall við kórfélaga
að tónleikunum loknum. Miðaverð er
2.500 kr.
Kórperlur sungnar
í Hallgrímskirkju
Kvikmynda-
gagnrýnandi dag-
blaðsins New York
Times, Jeannette
Catsoulis, hrífst
mjög af frammi-
stöðu leikkon-
unnar Eddu Björg-
vinsdóttur í Undir
trénu og segir
hana túlka hina þjökuðu Ingu af mik-
illi snilld. Kvikmyndin er ein þeirra
sem gagnrýnendur blaðsins mæla
með að lesendur sjái.
Edda Björgvins hlýt-
ur lof í NY Times
Sænska tónlistarkonan Sumie
kemur fram í tónleikaröð Norræna
hússins í kvöld kl. 21. „Stundum er
minna svo mikið meira og rödd Su-
mie saman við þjóðlagagítar hennar
mynda einhvers konar
dáleiðandi og
ómótstæðilega
töfra,“ seg-
ir meðal
annars um
Sumie á vef
Norræna húss-
ins.
Dáleiðandi og ómót-
stæðilegir töfrar
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 5-13, lítils háttar væta sunnan- og
vestanlands en rigning eða súld með köflum þar á morgun.
VEÐUR
Samuel Umtiti skaut Frökk-
um í úrslitaleik heimsmeist-
aramótsins í knattspyrnu
þegar hann skoraði eina
mark fyrri undanúrslitaleiks
mótsins í gærkvöld. Belgar
urðu að bíta í það súra epli
að tapa enn einu sinni fyrir
Frökkum á stórmóti í knatt-
spyrnu. Í kvöld kemur í ljós
hvort Englendingar eða Kró-
atar mæta Frökkum í úr-
slitaleik HM á sunnudaginn
í Moskvu. »1
Frakkar komnir
í úrslitaleikinn
Atli Guðnason minnti hressilega á sig
í síðasta leik FH-liðsins í Pepsi-
deildinni í knattspyrnu eftir að hafa
fengið færri tækifæri með liðinu í
sumar en oft áður. Hann segir harða
samkeppni vera sem fyrr um sæti í
liðinu en vonast til að frammistaða
hans í leiknum
við Grindavík
dugi til að
tækifærunum
fjölgi á næst-
unni. »4
Atli vill gjarnan fá fleiri
tækifæri með FH-liðinu
Breiðablik vann í gær afar mikilvægan
1:0-sigur á Val þegar liðin mættust í
Kópavogi í 9. umferð Pepsi-deildar
kvenna í knattspyrnu. Það var Andrea
Rán Snæfeld Hauksdóttir sem skoraði
eina mark leiksins úr vítaspyrnu.
Blikastúlkur eru í efsta sæti deild-
arinnar með 23 stig eftir fyrstu níu
umferðirnar en Valur er í þriðja sæti
deildarinnar með 19 stig. »3
Blikastúlkur áfram á
toppnum eftir sigur á Val
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Blær Örn Ásgeirsson gerði sér lítið
fyrir og sigraði á bresku stórmóti í
frisbígolfi, British Open, um síð-
ustu helgi. Yfir níutíu keppendur
tóku þátt í mótinu og þar af níu Ís-
lendingar. Blær er ekki nema
fimmtán ára gamall og er talinn
eitt helsta efni íþróttarinnar í Evr-
ópu, að sögn Birgis Ómarssonar,
formanns Íslenska frisbígolf-
sambandsins.
Blær Örn segist fyrst hafa
kynnst íþróttinni fyrir þremur ár-
um. Var hann þá á ferðalagi á
Vestfjörðum með félaga sínum og
rakst á nýopnaðan frisbígolfvöll á
Flateyri. Upp frá því fór hann að
æfa sig. „Ég fékk frisbídiska í af-
mælisgjöf í kjölfar vesturferðar-
innar og keypti m.a. körfur í garð-
inn minn til að geta æft mig heima
fyrir. Svo fór ég að keppa á viku-
legum mótum og fyrr en varði
byrjaður að keppa reglulega úti í
löndum.“ Hann segist æfa sig mik-
ið heima fyrir, bæði innanhúss og
utan. „Ég æfi mjög reglulega á
völlunum hér heima en þeim fer sí-
fellt fjölgandi. Svo æfi ég sjálfur
heima og á veturna höfum við að-
stöðu innanhúss. Þar æfum við
nokkrir saman.“
Minni hlaup en í fótboltanum
Blær segist finna fyrir miklum
áhuga á íþróttinni á Íslandi, sem
fer ört vaxandi. „Þetta er enn þá
frekar lítil íþrótt á Íslandi en
stækkar mjög hratt og alltaf fleiri
og fleiri að byrja að spila, sem er
bara frábært.“ Hann segir jafn-
framt einhverja vini sína spila
frisbígolf, þó að enginn hafi keppt í
íþróttinni líkt og hann.
Blær segist ekki spila golf en
hann æfði fótbolta í sjö ár áður en
hann fékk frisbígolfdelluna. Hann
hætti í fótboltanum til að einbeita
sér að frisbígolfinu. „Það er minna
hlaup í þessu en fótboltanum,“ seg-
ir Blær og hlær.
Hann var að vonum ánægður
með árangurinn á breska stór-
mótinu og fékk hann m.a. pen-
ingaverðlaun fyrir sigurinn, sem
hann má þó ekki taka við. „Ég má
ekki taka við peningunum því ég
keppi í barnaflokki á Evrópu-
mótinu, það eru reglur sem segja
til um það. Fékk frisbídiska í stað-
inn,“ segir Blær kátur en hann má
keppa í unglingaflokki fram að 18
ára aldri.
Á döfinni hjá Blæ er að fara á
Evrópumeistaramót í Króatíu í
ágúst. „Núna er ég að fara að æfa
mig á fullu fyrir það. Þetta er það
skemmtilegasta sem ég geri.“
Talinn efnilegastur í Evrópu
Blær Örn
sigraði í breskri
frisbígolfkeppni
Ljósmynd/Íslenska frisbígolfsambandið
Sigurvegari Blær Örn tekur hér við gullverðlaunum á alþjóðlegu stórmóti í frisbígolfi í Bretlandi á dögunum.
Töluverður áhugi er á frisbígolfi
hér á landi um þessar mundir og
hafa svokallaðir folfvellir (frisbí-
golfvellir) sprottið upp úti um
allt land. Fyrsti völlurinn var
settur upp á Akureyri árið 2001
en fyrsti alvöruvöllurinn var
gerður á Úlfljótsvatni árið 2002
en þá voru körfurnar heimagerð-
ar, unnar úr síldarplasttunnum. Í
dag finnast tæplega sextíu slíkir
vellir víða um landið, allt frá
Svalbarðseyri til Bolungarvíkur.
Aðgangur er alltaf ókeypis. Hug-
mynd frisbígolfs er að leika golf
með frisbídiskum. Folfdiskunum
er kastað frá teigsvæði í átt að
skotmarki, sem í flestum til-
vikum er sérsmíðuð karfa. Þá er
best að eiga diska fyrir ólíkar
aðstæður, líkt og viðgengst í
golfinu. Diskunum er skipt í þrjá
flokka; púttera, miðlungsdiska
og drævera.
Frisbígolf tekur yfir landið
SÍFELLT FJÖLGAR FRISBÍGOLFVÖLLUM
Á fimmtudag Suðvestan 5-10 m/s. Skýjað og yfirleitt þurrt á
vestanverðu landinu en bjartviðri norðaustan til. Hiti 10 til 20 stig.
Á föstudag Suðlæg átt og súld sunnan- og vestanlands en gengur
í austan 8-13 m/s og bætir í rigningu. Hiti 10 til 22 stig.
VEÐUR » 8 www.mbl.is