Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Blaðsíða 17
8.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
sýningin. Það eru síðan tvær sýningar á laugar-
degi og eftir sunnudagssýninguna förum við
beint í að rífa niður tjaldið öll saman. Það tók
þrjá tíma. Þetta er ekki auðvelt, þetta eru alveg
þungir hlutir sem við erum að bera í hverri
viku,“ segir hann þannig að eins og sést er heil-
mikil vinna í kringum allt þetta.
Mánudagurinn var frídagur og þá notuðu Jón
og fleiri tækifærið til að ferðast um og hann seg-
ir margt fallegt hafa borið fyrir augu. Þegar
tjaldvinnu var lokið gafst líka stundum tækifæri
til að fara á ströndina til að slaka aðeins á. Ekki
það að Jón hafi bara slakað á því hann keypti
sér brimbretti sem hann er að læra á.
Kokkurinn hætti
Þó að það komi góðar stundir á milli stríða er
þetta vinnuumhverfi ekki fyrir alla. „Kokkurinn
sem við byrjuðum með hætti eftir einn og hálfan
mánuð. Hann þoldi þetta ekki, aðeins of mikil
pressa.“
Það þarf mikinn aga í þetta sem Jón segist
hafa úr fimleikunum. Annar kokkur fannst í
staðinn en elda þarf fyrir fólkið í hádeginu og á
kvöldin en hver og einn sá um sinn eigin morg-
unmat.
Sirkusinn var heldur ekki stór en þetta var
ellefu manna hópur. Fólk kynnist því vel í þess-
um aðstæðum. „Þetta er sama fólkið og sama
rútínan í marga mánuði og skiljanlega verður
fólk svolítið þreytt á því.“
Hann svarar því játandi að þetta snúist því
líka um andlegt úthald, sem hann segist hafa
þróað með sér í fimleikunum í gegnum tíðina.
„Þetta er ekki bara ótrúlega erfitt líkamlega
heldur líka andlega. Maður verður að vera með
hausinn á réttum stað, annars nærðu ekkert ár-
angri. Andlegi hlutinn vegur í raun meira. Þetta
er bara spurning um heilsu, andlega heilsu og
líkamlega heilsu.“
Hvernig ræktarðu andlegu heilsuna? „Ég er
bara eins og ég er. Held áfram að gera mína
rútínu, en ég hlusta líka á tónlist og næ þannig
að slaka á inni á milli. Það er gott að eyða smá
tíma einn stundum,“ segir hann um ferðalagið.
Tónlistin veitir honum því ákveðið athvarf.
„Ég byrjaði ungur að læra á hljóðfæri, við
systkinin vorum öll sett í tónlistarnám samhliða
íþróttum. Ég æfði á píanó þangað til að fim-
leikaæfingarnar voru orðnar svo stífar að ég gat
ekki haldið áfram, þegar ég var svona 12 ára.
Ég hélt áfram að spila og byrjaði síðan að æfa á
gítar,“ segir hann og bætir við að gítarnámið
hafi síðan hjálpað honum að verða betri á píanó-
inu, að það hafi opnað fyrir eitthvað nýtt. „Ég
fór líka í söngnám í eitt ár,“ segir Jón, sem tók
þátt í söngkeppnum á menntaskólaárum sínum.
Hann ólst upp í Vesturbænum en flutti með
pabba sínum til Frakklands þegar hann var 13
ára þannig að hann kann frönsku.
Lifir fyrir að læra eitthvað nýtt
Þú hefur greinilega gaman af að læra eitthvað
nýtt? „Það er það sem ég lifi fyrir,“ svarar hann
og útskýrir að hann hafi gaman af áskorunum.
Hann er til dæmis núna að æfa sig í djöggli og
er líka eins og áður segir í djasspíanónámi
þannig að í honum er mikill listamaður.
„Á ensku heita áhaldafimleikar „artistic gym-
nastics“. Það er mikið listfengi á bak við þetta.
Tónlistin er list og þetta heitir sirkuslistir. Mun-
urinn á sirkus og fimleikum er í rauninni ekki
mikill nema í fimleikum eru reglur sem þú þarft
að fylgja og dómarar dæma þig eftir því en í
sirkus gerirðu í raun það sem þú vilt. Ég bý mér
til mitt atriði en það er nauðsynlegt að gera eitt-
hvað flott og fanga athygli áhorfenda.
Hvað fannst mömmu þinni og pabba um að
þú styngir af með sirkus? „Þeim fannst það
bara geggjað, þau voru spennt fyrir þessu og
finnst að maður eigi að ferðast á meðan maður
er ungur og ég náði að ferðast mikið á þessu
hálfa ári,“ svarar hann.
„Heimferðin var líka skrautleg,“ segir hann
en eftir ferðalagið var haldið í höfuðstöðvarnar
og þá sundraðist hópurinn. Hann kynntist vel
áströlskum loftfimleikatvíburum, Lyzie og Tilly
Goslett og þær ætla að koma í heimsókn til hans
í sumar.
Loftfimleikar eru augljóslega vandasamir og
þarf að æfa vel. „Eins og í fimleikunum; þú ert
alltaf að vinna að fullkominni frammistöðu. Í
sirkusnum verður allt að vera fullkomið, annars
getur eitthvað farið úrskeiðis,“ segir hann.
Sýnir loftfimleika í keðjum
„Mér finnst í raun skemmtilegra að sýna hérna
heima, við erum með betri græjur og uppsetn-
ingu, það er hægt að fara hærra hér. Ef ég ætti
að bera saman þessa tvo sirkusa, Circus Aotea-
roa og Sirkus Íslands þá er Sirkus Íslands
stærra batterí og aðeins flottara og vandaðara.
Þau eru aðeins föst þarna á Nýja-Sjálandi í
gömlum rútínum, að hafa þetta eins og þetta
hefur alltaf verið á meðan hér er verið að prófa
ýmislegt nýtt. Við höfum verið með þrjár mis-
munandi sýningar, krakkasýningu, fjölskyldu-
sýningu og fullorðinssýningu. Fullorðinssýn-
ingin er alveg yndisleg. Það er svo skemmtileg
hugmynd,“ segir Jón sem notast við keðjur í
loftfimleikaatriði sínu í fullorðinssýningunni.
„Ég sýni þar loftfimleika í keðjum, ég byrjaði
á því síðasta sumar. Það er rosalega gaman en
við erum bara með sex fullorðinssýningar í
sumar. Ég hefði ekki tekið keðjur þarna úti í
fjórum sýningum á viku, það er bara aðeins of
mikið. Svolítið sársaukafullt. Maður þarf að
hafa sig allan við en það er rosalega gaman að
sýna þetta.“
Þannig að þú þurftir ekki að komast til út-
landa til að komast í flottari sirkus?
„Nei, við erum með heimsklassa sirkussýn-
ingu hér. Það dregur aðeins úr framkomunni
hjá þessum sirkusum úti í heimi sem eru með
alla þessa vinnu í kringum þetta,“ segir hann og
á þá við tjalduppsetninguna og ferðalögin.
„Hérna heima getum við búið heima hjá okkur
og aðaláherslan er á að æfa atriðin, það er að-
eins meira lagt í sýninguna.“
Heillaðist af Las Vegas
Ferðin heim frá Nýja-Sjálandi var mikið ævin-
týri. Hann þurfti að koma sér aftur í topp fim-
leikaform og tók æfingu með strákum sem hann
þekkir í gegnum fimleikamót og Instagram í
Auckland. Hann kom við á Hawaii þar sem
hann fór á brimbretti og flaug þaðan til Los
Angeles, leigði þar bíl og keyrði til Las Vegas.
„Las Vegas heillaði mig upp úr skónum,“ segir
Jón.
Þar var komið að því að sjá tvær sýningar hjá
hinum þekkta sirkus Cirque du Soleil, sem var
eins og gefur að skilja bæði upplifun og inn-
blástur. „Ég fór í spilavíti og ætlaði að eyða pen-
ingum en græddi bara smá pening í staðinn,“
segir Jón en frá Las Vegas lá leiðin til Halifax í
Kanada þar sem Jón var hjá félaga sínum úr
fimleikalandsliðinu, Valgarði Reinhardssyni,
sem er búsettur þar. „Ég var þar í fimm daga að
æfa með honum og slaka á, þarna gat ég tjúnað
mig aðeins niður og æft.“
Jón var búinn að hlakka til að koma aftur
heim og sýna með Sirkus Íslands enda var það
hans fyrsta verk að koma fram með sirkusnum
eftir að hann kom heim að morgni þjóðhátíðar-
dagsins 17. júní.
„Við erum alltaf með sýningar 17. júní í
Hljómskálagarðinum og ég var búinn að ráða
mig þar. Ég náði að leggja mig aðeins og fór síð-
an beint þangað að sýna og hitta alla. Það var
mjög gaman að sýna loksins aftur með Sindra
og það gekk rosalega vel en við erum búnir að
gera atriðið okkar svo oft. Síðan sýndi ég með
Reykjavík Kabarett, góð upphitun fyrir sirkus-
sumarið,“ segir Jón.
Hvernig sérðu fyrir þér sirkusframtíðina?
Myndirðu vilja fara aftur á svona túr eins og á
Nýja-Sjálandi?
„Ég horfi á þetta sem virkilega góða reynslu
en ég mun ekki taka svona langan túr aftur. En
mér finnst mjög fínt að vera hérna með Sirkus
Íslands. Styttri túr, vel skipulagt prógramm og
góður hópur til að vinna með hérna heima. Mig
langar að halda því áfram. En í framtíðinni eftir
fimleikaferilinn ætla ég að halda áfram að nýta
líkama minn og fara í sirkus þar sem ég get ver-
ið bara að koma fram. Vinnan þarna úti var ekki
einu sinni 10% að koma fram,“ segir hann en
vinnan var svo mikil í kringum tjaldið, akstur og
allskonar sendiferðir.
„Þetta var góð samvinna og lærdómsríkt að
upplifa hvernig þetta virkaði allt saman. Þetta
var ekki stór hópur, átta sem voru að koma
fram og þrjár auka manneskjur. Í Sirkus Ís-
lands erum við svona 20, þar af 12 sem koma
fram og fleiri ef við teljum fullorðinssýninguna
með.“
Jón var að keppa fyrir skemmstu á Norður-
landamótinu í fimleikum sem fram fór í Dan-
mörku. Hann æfir ennþá öll áhöldin, sem eru
gólf, bogahestur, hringir, stökk, tvíslá og svifrá.
Karlaliðið lenti í fjórða sæti með 223,994 stig,
einungis 0,035 stigum á eftir Svíþjóð.
Stefnir á Cirque du Soleil
Cirque du Soleil heillar Jón. „Ég fór á heims-
meistaramót í fyrra sem var haldið í Montréal í
Kanada en þar eru höfuðstöðvar Cirque du So-
leil. Fulltrúar frá sirkusnum fylgdust með
mótinu og ég kynntist einum þeirra og fékk að
fara í skoðunarferð um höfuðstöðvarnar,“ segir
Jón og útskýrir að þetta sé svona hundrað sinn-
um stærra fyrirtæki en sirkusarnir sem hann
hefur unnið hjá. Fulltrúar sirkussins fylgjast
vel með stórum mótum í fimleikunum til að leita
að nýju hæfileikafólki fyrir sirkusinn.
„Þau eru með svo margar heimsklassasýn-
ingar úti um allan heim. Þau sögðu mér að
sækja um þegar fimleikaferillinn er búinn. Það
er ekki hægt að vinna þarna og vera í fimleikum
á sama tíma. Ég mun örugglega gera það ein-
hvern tímann á næstu árum,“ segir Jón sem vill
geta unnið einvörðungu við að koma fram.
„Ég ætti að geta unnið við þetta alveg til fer-
tugs ef ég held mér í formi. Mig langar ekki að
fara í níu til fimm pakkann og vinna á einhverri
skrifstofu. Mig langar að halda áfram að nýta
líkama minn á meðan ég get.“
Morgunblaðið/Valli
Jón er líka landsliðsmaður í áhaldafimleikum og hefur alla tíð keppt með Ármanni.
’Eins og í fimleikunum;þú ert alltaf að vinna aðfullkominni frammistöðu. Í sirkusnum verður allt að
vera fullkomið, annars getur
eitthvað farið úrskeiðis.
Landsmenn fagna í ár áratug af íslenskum
sirkus og af því tilefni slær Sirkus Íslands
upp veislu. Íslenskt sirkusfólk tjaldar
sirkustjaldinu Jöklu og býður upp á nýtt
efni í bland við gamla smelli sem ekki
hafa sést lengi. Sirkustjaldið verður reist í
Vatnsmýrinni þar sem sýningar fara fram
13.-22. júlí og við Drottningarbraut á
Akureyri þar sem sýnt verður 3.-5. ágúst.
„Þessi litríka fjölskyldusýning er uppfull
af loftfimleikafólki, trúðum, juggli, akró-
bötum og alls kyns ótrúlegum uppá-
komum og svíkur engan – stóran né smá-
an – um háklassa og töfrandi sirkus-
upplifun,“ segir í tilkynningu frá Sirkus
Íslands.
„Núna í ár verðum við með þessa nýju
sýningu. Við söfnum saman bestu atrið-
unum sem við höfum gert í eina klassíska
og skemmtilega sýningu,“ segir Jón sem
er spenntur fyrir sirkussumrinu.
SUMARSÝNINGAR Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI
Áratugur
af sirkus
Jón með áströlsku loftfimleikatvíburunum
Lyzie og Tilly Goslett.