Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018
Ö
ll verkföll sem lengi standa eru
óþægileg fyrir þá sem í þrefinu
standa. Þótt það sé ekki viður-
kennt þá er markmið aðgerð-
anna að almenningi líði verst.
Ella fæst seint nægilegur þrýst-
ingur. Það er í eðli þess háttar deilna að þegar hnúturinn
harðnar verða þær persónulegri. Sérstaklega þó þegar
um átök við hið opinbera er að ræða.
Hinir almennu og hinir opinberu
Opinberir starfsmenn hafa allt aðra tilfinningu en fólkið
á almennum markaði. Því er aldrei vit í að þeir leiði
kjarasamninga. Hjá þeim síðarnefndu er mun meira
undir og þeim er ljósari hættan sem kann að fylgja
launahækkunum sem falla „fyrir utan rammann“. Hún
veikir samkeppnisstöðu launagreiðandans þeirra, á
markaði hér heima en jafnframt gagnvart erlendri sam-
keppni.
Hækki launagreiðslur fyrirtækisins umfram það sem
kemur í kassann á hann fáa eða jafnvel enga aðra kosti
en þann að fækka fólki. En það er ekki auðveldur kostur.
Auðvitað afleitur fyrir starfsmenn, en einnig vinnuveit-
andann sjálfan. Það er ekki spurning um hvort vinnu-
veitandinn sé vinsamlegur eða fjandsamlegur. Fyrir-
tækið sem á í hlut gætir þess að hafa ekki fleiri en þarf á
launum hjá fyrirtækinu. Þegar vel gengur er starfs-
mönnum fjölgað. Ekki af ást á starfsmönnum, þótt þeir
séu vel metnir. Heldur til að styrkja stöðu fyrirtækisins,
bæði í samkeppni við aðra og til vaxtar. Það er því ekki
marklaust hjal að allir eigi samleið í þessum efnum. Sú
neyðarlausn í framhaldi af kjarasamningum sem fara
„úr böndum“ að skera niður í starfmannafjölda ef aukn-
ar tekjur standa ekki undir hækkuðum launum getur
verið hættuspil. Það er ekki að ástæðulausu að starfs-
mannafjöldinn er sá sem hann er á hverjum tíma. Neyð-
ist fyrirtækið til að fækka í liðinu vegna aukinna útgjalda
er ólíklegt að það haldi þeim dampi sem tryggt hefur
tekjustreymið fram að þessu. Þá blasir „spírallinn“ við.
Tekjurnar dragast enn meira saman svo enn þarf að
fækka fólki. Séu laun og launatengd gjöld lungi útgjalda
fyrirtækisins liggur þetta í augum uppi. „Hagræðingar-
krafa“ er þá aðeins feluorð yfir uppsagnir starfsfólks. Í
slíkum spíral vill ekkert fyrirtæki lenda, enda getur
hann borið dauðann með sér.
Opinberir starfsmenn segja stundum sem svo að það
sé aðeins spurning um vilja hvort hið opinbera verði við
„sanngjörnum kröfum“ eða ekki. Enn þá hefur enginn
heyrt af neinum forráðamanni félags á þeim markaði
sem ber annað fram en sanngjarnar kröfur. Því er ekki
neitað að hið opinbera verði að afla aukinna tekna verði
það við hinum sanngjörnu kröfum. Og það er gert með
því að ríkissjóður eða sveitarsjóður setji hærri tölur í
sína útgjaldaáætlun en stóðu þar áður. Það er nú allur
vandinn. Engum dettur í hug að sveitarfélagið eða ríkið
fari á hausinn út af slíku smáræði. Séu góðmenni við
völd, sem hafa einnig lítinn áhuga á stundaróvinsældum,
þá sýna þau á endanum furðuríkan skilning. Fólkið sem
raunverulega stendur undir allri þeirri góðvild með
sköttum sínum er aldrei spurt. En þannig vill til að það
er einatt sama fólkið sem ekki vill ganga lengra en óhætt
er gegn sínum vinnuveitanda. Það býr við þann raun-
veruleika að geta ekki sent reikninginn út í tómið, eins
og „hið opinbera“.
Óþægileg deila
Það er sjálfsagt ekki við hæfi að gera upp á milli starfs-
stétta sem eiga í vinnudeilum. En maður stendur sig iðu-
lega að því að gera það. Og gjarnan er samúð manns
mest með þeim sem standa í slagnum hverju sinni. Þeir
sem hafa átt þýðingarmiklar stundir sjálfir eða með sín-
um á sjúkrahúsum eða umönnunarstofnunum eru veikir
fyrir baráttu þeirra sem þar starfa. Þau eru ófá dæmin
um frábæra fórnfýsi, langt umfram það sem starfs-
skyldan ein býður. Og menn geta spurt áfram: Hver er
mikilvægari en sá sem fóstrar ungviðið, sá sem kennir
því, sá sem tekur á móti því, sá sem raðar flugvélum um
himinhvolfið, sá sem fjarlægir heilaæxlið, eða sá sem
sparkar bolta. Til loka 16 liða keppninnar myndi sá síð-
asti vinna þá spurningakeppni. Enda þótt launa- og
jafnréttisáætlun hafi orðið sorglega lítið ágengt í þeim
geira. Enn hefur ekki því marki verið náð að 5 karlar og
6 konur séu í hverju liði, sem hlýtur að hafa verið sett
sem mark. (Mark!)Ronaldo var keyptur á ný fyrir svim-
andi upphæðir á dögunum, rétt einu sinni. Nú fyrir eina
10 milljarða og eru þá föst vikulaun, bónusar og auglýs-
ingasamningar ekki taldir. Enn hefur ekki verið birtur
samanburður við aðra starfsmenn á knattspyrnuvöllum
en það hlýtur að verða gert fljótlega. Sumir þeirra sem
sjá um umræðuþætti á erlendum sjónvarpsstöðvum fá
þrjá milljarða íslenska í dollurum greidda yfir árið. Af
hverju? Af því að þeir skaffa svo miklu meiri auglýsinga-
tekjur en aðrir, er svarið. Opinber stofnun í Bretlandi,
sem gjarnan er sökuð um vinstri slagsíðu, en er þó hvít-
þveginn engill á við aðrar slíkar, borgar sínum helstu
mönnum hundraðföld meðallaun þeirra sem borga út-
varpsgjaldið. Og á daginn kom í fyrra að karlar fá þar
mun betur borgað en konur. BBC getur þó ekki afsakað
sig með að þeir dragi að meiri auglýsingatekjur en þær.
Hinn endalausi samanburður
Launamunur er hvergi minni en á Íslandi að sögn og það
áður en skattar hafa verið heimtir en með þeim er launa-
munurinn minnkaður mikið, en það er aldrei talið með.
Stundum er vitnað til þess að Bandaríkjaforseti hafi
lítið meiri laun en valdalaus forseti á Íslandi. Trump gef-
ur sín laun. John Kennedy sagði að það tæki því ekki
fyrir sig að taka þessi laun því árslaunin dygðu ekki í
mánaðarlegan fatakostnað Jacqueline. Bill Clinton segir
sig hafa komið launalega öfugan um mörg hundruð
milljónir frá forsetaembættinu, en nú eiga hann og frúin
tugi milljarða í krónum mælt. Tony Blair, formaður
breska Verkamannaflokksins, átti ekki nema eina góða
íbúð þegar hann varð forsætisráðherra, en nú 10 árum
eftir að hann hætti eiga hann og frúin einar tíu og þar af
eitt herlegt sveitasetur sem John Gielgud stórleikari átti
áður. Þó eru bresku ráðherralaunin lítið hærri en hér
nyrðra. En frægt nafn með frægan feril er gulls ígildi í
fjölmennum ríkjum, þegar sárafá nöfn koma öllum fjöld-
anum kunnuglega fyrir.
Ljósmæður
Fullyrða má að íslenskar ljósmæður séu einna efst á vin-
sældalistum stétta, þótt formleg mæling hafi ekki átt sér
stað. Við, almenningur í þessu landi, vitum ekki til fulls
um hvað kjaradeilur þeirra snúast. Í öllum íslenskum
launadeilum hefur það aldrei gerst að deilendur séu
sammála um hvað deilan snúist.
Hatursmenn Trumps urðu forviða þegar hlaupa-
strákar hans buðu upp á „alternative facts“. Þeir höfðu
aldrei heyrt annað eins og þetta. Í öllum íslenskum
kjaradeilum og í öllum íslenskum dómsmálum er þó boð-
ið upp á „alternative facts“. Og í Bandaríkjunum sem er
dómsmálaóðasta land jarðarkringlunnar er það náttúr-
lega gert. Allt eru þetta staðreyndir. Hver deiluaðili
dregur fram þær staðreyndir sem henta, enda sjá hinir
um sitt. Læknafélagið sagði á dögunum sína menn vera
með um 460 þúsund á mánuði, sem mun vera staðreynd,
ef öllum fyrirvörum er lýst. Fjármálaráðuneytið segir að
íslenskir læknar séu að meðaltali með um 1.500 þúsund á
mánuði (fyrir skatta). Þessar misvöldu staðreyndir eru
eftir því sem best er vitað í sjálfu sér sannar. Þegar mán-
aðarlaun ljósmæðra eru tíunduð af ríkinu segja tals-
menn þeirra að þar sé of hátt mælt því að ljósmæður
miði við 80% af vinnutímanum eins og þær vilji að hann
Stenst nokkurt velferðar-
ríki Schengen-meinlok-
una, með galopin ytri
landamæri Evrópu?
’
Það er hægt að taka upplýsta ákvörðun
um það að öll landamæri skuli galopin,
eins og verið hefur um sinn, án ákvörðunar.
En það má ekki koma aftan að þjóðinni. Gal-
opin landamæri og öflug velferð fara ekki
saman. Hin upplýsta umræða verður þá um
það, hversu hratt skuli dregið úr almennri
velferð.
Reykjavíkurbréf06.07.18