Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Blaðsíða 21
Mosfellsbær Skjaldarmerki Mosfellsbæjar er eiginlega eitt uppá- haldsmerkið mitt. Þetta er ótrúlega gott merki, gæti verið merki fyrir alls konar fyrirtæki eða starfsemi, afskaplega heilsteypt merki. Það er enginn skjöldur í kringum það, þetta form er bara merkið þannig að það fer ekki inn í þetta form skjaldarins, en það er víst mjög flott saga á bak við þetta. Merkið er þrír skildir sem eru samanflétt- aðir, þeir vísa í bakhlið penings sem var í umferð á tímum Aðalsteins Englandskonungs, sem var sá maður sem lét Egil Skallagrímsson fá silfursjóðinn sem hann faldi í Mos- fellssveit. Þaðan koma þessir skildir; gríðarlega langsótt tenging við einhverja bakhlið á skildingi sem á uppruna sinn á Englandi. En þetta fúnkerar mjög vel. Húnaþing vestra Merki Húnaþings vestra er líka hannað af Tryggva Magnússyni, sem hannaði íslenska skjaldarmerkið árið 1930. Það er mjög skemmtilega einfalt. Tveir ísbjarnar- húnar á bláum fleti. Er þetta ekki svæðið sem ísbirnir stíga á land? Það er því mjög einföld skýring þar. Mér þykir alltaf gaman að sjá þetta merki, mjög skemmtilegt. Seltjarnarnes Mér finnst skjaldarmerki Seltjarnarness of einfalt; mér finnst þessi táknmynd fyrir vitann ekki alveg virka, ég væri alveg til í að endurteikna það. Maður tengir svona „i“ við eitthvert merki á appi eða „information“-skilti. Gróttuviti er svo flottur og íkonískur, ég er ekki einu sinni viss um að fólk sjái endilega vita út úr þessu. Ég myndi ekki slá því frá mér að gera þetta aðeins betur. Reykjavík Að lokum þá er ég mjög hrifinn af Reykjavík. Þetta er mjög nálægt manni og maður sér þetta oft. Þetta er mjög vel heppnað; vísar í öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar sem rak hér á land og hann notaði til að byggja upp bæinn sinn. Þær héldu bænum uppi, sem er mjög táknrænt; þessar súlur héldu uppi Reykjavík sem bæ á grunni sjáv- arins, sem var frumskilyrði lífs á landinu. Það var Halldór Pétursson sem teiknaði þetta árið 1957. Skjaldamerki Fljótsdalshéraðs. Skjaldamerki Mosfellsbæjar. Skjaldamerki Siglufjarðar þykir afar laglegt. 8.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Skjaldamerki Seltjarnarness. Skjaldamerki Húnaþings vestra. Skjaldamerki Grindavíkur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.