Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Blaðsíða 31
sé. Ríkið heldur því væntanlega fram að mánaðarlaun
séu jafnan miðuð við fullan vinnutíma. Þetta eru allt
staðreyndir og vel til þess fallnar til að rugla almenning í
ríminu.
Þótt ljósmæður séu vinsæl stétt og verðskuldi það, þá
er enn ekkert dæmi til um það að aðrar stéttir undan-
skilji aðrar frá hinni eilífu launaviðmiðun.
Það skaðaði óneitanlega málstað ljósmæðra að hermt
var (og hefur ekki verið leiðrétt) að formaður þeirra hafi
talað gegn samningi sem félagið hafði þá gert við ríkið.
Slík framganga er sjaldgæf og til þess fallin að eitra
samskipti aðila.
Nöfnin
Mörgum þykir ljósmóðir eitt fegursta orð íslenskrar
tungu og að því megi aldrei breyta í fæðingarfræðing.
Orðið hjúkrunarkona er líka fallegt og þótt bréfritari
megi kannski ekki viðurkenna, vegna návígis, að það sé
fallegra en hjúkrunarfræðingur.
Sjálfsagt er jafnvel enn hættulegra að halda því fram
að fóstra sé miklu fallegra en leikskólakennari. Fyrir
vora daga voru fóstrur til svo lengi sem íslenska var töl-
uð í landinu, sem nú heyrist að sé að verða búið. Í bókum
og ófáum eldri minningargreinum skín fegurð og elska
úr setningum sem hefjast einhvern veginn svona… og
þegar hún fóstra mín sagði við mig … Það er helst móð-
urástin sem fær slegið út þær tilfinningar sem leynast í
því orði.
Nafnabreytingar eru afsakaðar með því að kynbind-
ing starfsgreina hafi minnkað og jafnframt sé æskilegt
að starfsheitin dragi fram þá auknu menntun sem býr á
bak við einstök störf.
Flokkager, frekar til hávaða en heilla
Þeir sem hatast út í „fjórflokkinn“ hér á landi telja sér og
öðrum trú um að það væri allra meina bót ef flokkum
fjölgaði í þinghúsinu. Sýnist einhverjum að það smá-
flokkager sem er í stjórnarandstöðu nú geri umræður á
þinginu markvissari? Treystir einhver sér til að halda því
fram að smáflokkager í ríkisstjórn sé eftirsóknarvert?
Fljótlegast er að horfa til höfuðborgarinnar til saman-
burðar. Þar er allt af sem áður var. Borg, sem áður
gekkst upp í snyrtimennsku, er orðin að subbulegasta
sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu. Safnað er skuldum í
góðæri og það þótt búið sé að hækka alla gjaldstofna á
borgarbúa upp í rjáfur.
Heimatilbúnir umferðarhnútar eru um allt. Í fyrra-
dag var fagnað fyrstu sameiginlegu ákvörðun fjölda-
flokkanna í borgarstjórn og snýst hún um salerni. Þar
eiga nú allir að hittast í einni kös, sem eiga erindi. Öll
kyn í einu og virðist þá átt við þessi 16 kyn sem
Obama forseti miðaði salerni við vestra. Hann leyfði
um sinn áframhaldandi merkingar um karla og kon-
ur, en ákvað að teldi t.d. karlmaður skyndilega að
konan í honum hefði tekið forystuna þá mætti hann
storma inn á svæði merkt konum. Harvey Weinstein,
flokksbróður forsetans og öflugum stuðningsmanni,
hefði sjálfsagt þótt þetta framfaraspor.
Eitt af því fyrsta sem Trump ákvað var að hætta
þessu mannréttindátaki á salernum. Demókratar,
sem enn eru hamslausir yfir því að Trump hafi unnið
forsetakosningar án samþykkis þeirra og leggjast
gegn öllu sem hann gerir, ákváðu þó að láta afturkipp
í mannréttindum á salernum fram hjá sér fara. Það
segir sína sögu. Obama getur huggað sig við að mann-
réttinda- og friðarráð borgarinnar, sem hingað til hef-
ur aðeins skipt sér af stöðunni í Ísrael og á Gaza, hafi
víkkað út starfsvettvang sinn.
Haltrað þreytulega
á seinustu metrum
En svo reynt sé að gleyma þessari tímamótaákvörð-
un, án þess að fara til Mið-Austurlanda, þá má minna
á að seinasta vika snerist um það hvort ESB myndi
splundrast, eða hvort ríkisstjórn Þýskalands myndi
splundrast eða hvort eingöngu flokkabandalag CDU/
CSU á hægri væng stjórnmála myndi splundrast. Það
væri ekkert að því að ESB splundraðist, en boðleg-
asta ástæðan ætti að vera árás þess á dýrmætt full-
veldi ríkjanna sem mynda það, þvert á heitstreng-
ingar frá fyrsta degi.
En aðildarlöndunum og leiðtogum þeirra úr öllum
flokkum til háðungar þá var það ekki það valdarán
sem varð að tifandi tímasprengju. Sprengjuhættan
snerist um fljótfærnislegar ákvarðanir eins stjórn-
málamanns, í einu landi, sem næstum því gerðu út af
við bandalagið.
En þessi ástæða var þó náskyld. Því hún sýndi
hversu máttlaus og sniðgengin smáríki álfunnar eru.
Þjóðunum var einfaldlega bannað að ræða málið, þótt
þeim væri stórlega misboðið.
Forsætisráðherra Ungverja, sem margoft hefur
fengið öflugri lýðræðislegan stuðning í sínu landi en
Merkel nokkru sinni í sínu, er samt hæddur sem and-
lýðræðissinni! Talað er niður til Póllands og Tékk-
lands og fullveldi þeirra vanvirt.
Þeir flokkar sem fá um 60% atkvæðanna á Ítalíu
eru kallaðir hægri öfgaflokkar, lýðskrumarar og þar
fram eftir götunum. Eini flokkurinn sem ekki er upp-
nefndur er flokkur sósíaldemókrata sem almenningur
hafnaði í kosningunum. Af einhverjum ástæðum er af-
hroð hans ekki lýðræðileg niðurstaða. Meginástæðan
fyrir þessum flótta frá flokkunum sem þykjast eiga
kjósendur og yfir á flokka sem eigi ekki neitt gott
skilið er að umræður um þau mál sem almenningur
hefur áhyggjur af eru bannaðar! Þeir sem viðra sínar
áhyggjur eru umsvifalaust sakaðir um kynþáttahat-
ur.
Þó má öllum vera ljóst að einn stjórnmálamaður í
Þýskalandi ætlaði sér að breyta þjóðamynstri í öllum
löndum ESB á einni nóttu án þess að leyfa öðrum að
hafa neitt um það að segja. Umræða um slíkt stórmál
sýnir ekki kynþáttahatur.
Það er ekki auðvelt að búa við vondan svartan blett
á sögu Þýskalands. Það gerir því merka landi erfitt
um vik. En það er ekki hægt að láta hann yfirþyrma
allar umræður í álfunni.
Hvað verður um velferðarríkið?
Erfiðleikar og vonleysi, hörmungar og hjálparleysi millj-
óna manna í suðurálfum stingur í augun og vekur óverð-
skuldaða sektarkennd hjá þeim sem betur standa. En
fólk efast sífellt meir um þær lausnir sem gripið var til
án eðlilegrar umræðu.
Það blasir nú við öllum hvernig komið er í Svíþjóð,
Danmörku og í Þýskandi sjálfu.
Trúir því nokkur að frændur okkar Danir grípi til að-
gerða eins og nú liggja fyrir að gamni sínu? Það má hins
vegar efast um að þær dugi úr því sem komið er. Það er
dæmigert fyrir hið hrokafulla umræðubann að ákveðið
var að stofna skyldi til „fjölmenningarsamfélags“ án
þess að ræða það, hvað í því fælist. Klisjan ein var látin
duga. Kannski er orðið of seint að taka þá umræðu. En
nokkrar staðreyndir verður þó að ræða.
Ríki ESB eru sammála um þá stefnu að byggja skuli
upp velferðarríki, þótt mislangt sé komið. Ísland er í
hópi þeirra sem lengst hafa náð. Eigi öll landamæri í
raun að vera galopin og um þau geti fátækustu þjóðir
heims farið að vild og sótt þangað sem velferðin er mest
og aðgengilegust, þá er alvarleg umræða óhjákvæmileg.
Velferðin mun ekki standast það áhlaup.
Harmagrátur er á fárra vikna fresti hér á landi um
Landspítala sem sé að kikna, þótt hann hafi fengið meira
fé en nokkru sinni áður, um öryrkja sem séu ofsóttir í
þessu landi, og um þá lægst launuðu sem gert sé verr við
en í nokkru „öðru siðuðu landi“ og annað svipað sem
enga skoðun stenst.
Það er hægt að taka upplýsta ákvörðun um það að öll
landamæri skuli galopin, eins og verið hefur um sinn, án
ákvörðunar. En það má ekki koma aftan að þjóðinni.
Galopin landamæri og öflug velferð fara ekki saman.
Hin upplýsta umræða verður þá um það, hversu hratt
skuli dregið úr almennri velferð.
Nú blasa við opin landamæri, þar sem Schengen-
meinlokan, án raunverulegra ytri landamæra Evrópu,
er sögð ganga upp, þegar tuga milljóna þjóðir sem búa
við hungurmörk, landlægan barnadauða og ólýðræð-
islegt ofbeldisstjórnarfar, bíða sunnan Miðjarðarhafs og
horfa vonaraugum til lausna sem tæki aldir að bjóða upp
á heima hjá þeim.
Við þessar aðstæður selja smyglarar bláfátæku fólki
fyrir aleigu þess að það þurfi einungis að híma á mann-
drápsprömmum um skamma hríð, þá komi bátar og
skektur – jafnvel varðskip ofan af Íslandi – og flytji alla
til Ítalíu eða Spánar. Framhaldið þekkja allir.
Vera má að almenningur í Norður-Evrópu sjái ekkert
að því að lækka lífskjarastig sitt hratt. Lífskjarastig sem
kostaði sitt að byggja upp. En það afsakar ekki umræðu-
bann í krafti ásakana um glæpsamlega hegðun á borð
við kynþáttahatur.
Það er hins vegar ekki ólíklegt að umræðubannið og
hrokinn gefi slíkum öflum að lokum færi. Það væri skaði.
Fyrir fáeinum árum fór fram vottur af umræðu. En ein-
ungis hjá þeim sem máttu mæla án kynþáttahatarastimp-
ils. Borgarstjórinn sagði þá opinberlega að borgina mun-
aði ekkert um að finna hundruð íbúða fyrir þetta fólk.
Þessa sömu borg sem stofnað hefur til hreinna vandræða í
lóða- og húsnæðismálum fyrir þá sem hljóta að eiga fyrstu
kröfu um lausn. Af þeim ástæðum hefur húsaleiga rokið
upp úr öllu valdi. Hvernig var hægt að segja slíkt upp í op-
ið geðið á ungum borgarbúum í húsnæðisvandræðum?
Mannréttindi þessa fólks verða ekki leyst með ákvörð-
un furðusamkundu um salernismál 16 kynja.
Þó hún sé samhljóða.
Morgunblaðið/Arnþór
8.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31