Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Blaðsíða 24
HEILSA Melónur eru ekki bara ljúffengar, heldur líka meinhollar. Þær eru fullar af næringarefnum, vítamínum og andoxunarefnum. Auk þess innihalda þær kalíum sem er gott fyrir blóðþrýstinginn. Meinhollar melónur 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018 Þríþraut er krefjandi íþrótta-grein sem samanstendur afsundi, hjólreiðum og hlaupum þar sem keppt er í mismunandi vega- lengdum. Sú þekktasta er líklega svo- kallaður járnkarl (e. Ironman) sem samanstendur af 3,8 kílómetra sundi, 180 kílómetra hjólreiðum og 42,2 kíló- metra hlaupi. Vegalengdirnar í hálf- um járnkarli eru, eins og nafnið gefur til kynna, helmingi styttri. Birna Íris Jónsdóttir, forstöðu- maður upplýsingatækni hjá Sjóvá, keppti á dögunum í hálfum járnkarli í Elsinore í Danmörku. Hún varð í sjö- unda sæti af 85 konum sem tóku þátt í hennar aldursflokki og segist vera í skýjunum með árangurinn í keppn- inni, sem hún lauk á tímanum 5:03:20. „Það gekk allt upp hjá mér í þess- ari keppni. Ég átti gott sund, var önn- ur fljótasta konan í mínum aldurs- flokki, og hjólaði vel. Ég byrjaði hlaupið vel en hljóp síðustu tíu kíló- metrana hægar en ég hafði vonast til,“ segir Birna, sem skráði sig í keppnina síðastliðið haust. Keppnin fór svo fram í Elsinore á þjóðhátíð- ardegi Íslendinga, 17. júní. „Fjölskylda mín var með mér; börnin mín þrjú, tengdadóttir, for- eldrar mínir og systurdóttir, og það var algjörlega ómetanlegt að hafa þau þarna og sjá þau reglulega í hlaupinu þar sem þau hvöttu mig áfram. Það gaf mér mikinn styrk.“ Gott skipulag mikilvægt Birna byrjaði að æfa þríþraut sum- arið 2015 en segist þá hafa verið búin að hugsa um að prófa hana í nokkur ár. Hún hafi ánetjast íþróttinni strax á fyrsta degi. „Mér finnst þetta frá- bært sport. Það hentar mér vel að æfa mikið og það er góður fjölbreyti- leiki í sundi, hjólreiðum og hlaupi.“ Hún segist hafa æft sund sem barn og unglingur og hún hafi skokkað af og til á milli barneigna frá árinu 2002. Hvernig er æfingunum háttað? „Í grófum dráttum eru þetta þrjár æfingar í hverri grein á viku, níu æf- ingar samtals. Til viðbótar er oft stutt hlaup á eftir hjólaæfingu, þá kannski fimm hlaupaæfingar í það heila þó svo tvær af þeim séu stuttar, ekki nema tíu til tuttugu mínútur.“ Birna segist skipuleggja sig vel, enda krefjist það mikils skipulags að koma æfingunum fyrir í þéttri dag- skrá með fjölskyldu og fullri vinnu. „Tvisvar í viku nýti ég tímann milli hálfsex og sjö á morgnana til að synda. Stundum hleyp ég á brettinu eða hjóla á trainernum eldsnemma og skýst svo stundum út að hlaupa í há- deginu. Ég vakna snemma allar helg- ar til að vera búin með stærstan hluta helgaræfinganna áður en krakkarnir vakna.“ Birna hefur æft undir handleiðslu Hákons Hrafns Sigurðssonar frá því í byrjun árs 2017 og segir það hafa ver- ið lykilatriði fyrir sig að vera með svo góðan þjálfara. „Aðhaldið sem fylgir því er bæði mikilvægt til að halda sér við uppsett æfingaplan og til að gera ekki of mikið svo maður endi ekki í of- þjálfun. Mér finnst líka nauðsynlegt, og skemmtilegt, að vera í félagi en ég er í Breiðabliki. Þótt þríþraut sé vissulega einstaklingsíþrótt finnst mér nauðsynlegt að æfa með öðru fólki. Æfingafélagarnir eru líka enda- laus uppspretta fróðleiks.“ Hélt hún myndi ekki lifa af Birna keppti fyrst í þríþraut í lok ágúst 2015. „Það var þá bara í stuttri þraut, sem samanstóð af því að synda fjögur hundruð metra, hjóla tíu kíló- metra og hlaupa tvo og hálfan kíló- metra.“ Ári síðar, sumarið 2016, keppti Birna í öllum þríþrautarkeppnum hér heima, m.a. Challenge Iceland, sem er hálfur járnkarl. „Ég hélt að ég myndi hreinlega ekki lifa það af; ég var öll í skralli eftir þá keppni. Samt var ég búin að skrá mig í heilan járn- karl næsta dag,“ segir Birna og bros- ir. Sumarið 2017 keppti Birna í styttri keppnum hér heima og þar að auki í hálfum járnkarli í Samorin í Slóvakíu og heilum járnkarli í Roth í Þýska- landi. Hún segir sér hafa gengið framar vonum í báðum keppnunum en munur á heilum og hálfum járn- karli sé afar mikill og ekki bara hvað vegalengdirnar varðar. „Heill járn- karl er miklu meira álag á líkamann og síðast en ekki síst á fjölskylduna vegna æfingaálags. Fyrir keppnina í Elsinore í júní síðastliðnum æfði ég um fimmtán klukkustundir á viku þegar mest var. Ég æfi meira ef ég er að æfa fyrir heilan járnkarl.“ Birna fór í tvær æfingaferðir til Spánar í vor og segir það kærkomið að æfa í hlýrra loftslagi. „Það getur verið gríðarlega erfitt að æfa þrí- þraut í okkar yndislega íslenska veð- urfari. Oftar en ekki fer mestur hluti orkunnar í að halda lágmarkshitastigi í líkamanum. Ég hef oft og tíðum komið ansi köld inn úr löngum hjóla- túrum í snjó, rigningu, roki, frosti og almennu slagveðri eins og við þekkj- um svo vel,“ segir Birna. „Dagana fyrir keppni hlakka ég til skiptis gríðarlega til og kvíði svakalega fyrir og langar til að hætta við. Það er gríðarlega mikilvægt að fara inn í svona keppni með mikið æðruleysi því það er margt sem getur farið úrskeið- is. Til dæmis getur næringin klikkað, maður nær ekki að taka inn nægilega margar hitaeiningar eða fær í magann af því sem maður lætur ofan í sig og heldur því ekki niðri. Það getur sprungið á hjólinu, fólk dettur eða verður hreinlega veikt. Þess vegna er æðruleysið mikilvægt og að vera tilbú- inn að taka því sem að höndum ber.“ Birna hefur verið grænmetisæta frá 1993 og borðar hvorki kjöt né fisk. Hún segir að það geti verið krefjandi að ná inn nauðsynlegu magni af hita- einingum. Það er nú vandamál sem margir kysu örugglega að kalla ekki vanda- mál? „Já, ég veit,“ segir Birna og hlær. „En mataræðið skiptir gríðarlega miklu máli og það gildir að borða vel af góðum og hollum mat. Ég var reyndar alveg vegan í eitt og hálft ár frá 2016 en tók mjólkurvörur og egg aftur inn í mataræðið til að ná inn meira magni af prótínum. Mánuðina fyrir keppni þurfti ég að fara í smáátak til að ná upp fjölda hitaeininga og viðurkenni að ég greip stundum til þess ráðs að borða hálfa Green&Black’s-súkkulaðiplötu með sjávarsalti eftir kvöldmat eða kaf- færa grísku jógúrtina og bláberin í rjóma.“ Birna mælir með þríþraut fyrir alla. „Ég get ekki annað. Það þarf ekkert að fara svona all-in, þó svo það sé vissulega gaman, heldur er líka hægt að taka þessu rólega og nota þríþrautina og ævintýrin sem henni fylgja sem skemmtilegan og heilsu- bætandi lífsstíl.“ Er einhver keppni fram undan? „Já, næst á dagskrá er hálfur járn- karl í Amsterdam í september. En það verður bara svokölluð broskeppni, þ.e.a.s. engin pressa; bara einbeita sér að því að brosa allan tímann.“ Birna segir ómetanlegt að hafa haft fjölskylduna til hvatningar. Ljósmynd/Halldór Ísak Ólafsson Æðruleysið mikilvægt Birna Íris Jónsdóttir hélt að þátttaka sín í hálfum járnkarli yrði hennar síðasta. Næsta dag var hún þó búin að skrá sig í heilan járnkarl, sem þykir erfiðasta fjölþrautarkeppni heims. Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is Birna kampakát eftir að hafa keppt í hálfum járnmanni í Elsinore í Danmörku 17. júní síðastliðinn. Hún lenti í sjöunda sæti af 85 konum í sínum aldursflokki. Alls voru syntir 1,9 kílómetrar, hjólaðir 90 kílómetrar og hlaupinn 21,1 kílómetri. Ljósmynd/Halldór Ísak Ólafsson Ein grein þríþrautarinnar er sund en Birna æfði einnig sund sem barn og unglingur. Ljósmynd/Þórarinn Kári Ólafsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.