Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.07.2018, Blaðsíða 34
LESBÓK Gjörninga-fyrirlestur 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.7. 2018 Myndlistarmennirnir Anna Eyjólfs-dóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir,Rúrí og Þórdís Alda Sigurðar- dóttir eru hugmyndasmiðir og skipuleggj- endur sýningarinnar Nr. 2 Umhverfing, sem opnuð var 17. júní á þremur stöðum á Egils- stöðum; Hjúkrunarheimilinu Dyngju, Menn- ingarmiðstöð Fljótsdalshéraðs – Sláturhús- inu og Safnahúsinu, sem hýsir Bókasafn Héraðsbúa, Minjasafn Austfirðinga og Hér- aðsskjalasafn Austfirðinga. Auk skipuleggj- endanna eiga 33 myndlistarmenn, sem fæddir eru Fljótsdalshéraði, búa þar eða eiga ættir að rekja til héraðsins, verk á sýn- ingunni. Akademía skynjunarinnar stendur fyrir verkefninu Umhverfing, sýningarröð sem hófst í fyrra í Skagafirði með sýning- unni Nr. 1 Umhverfing. „Markmiðið er að setja upp sýningar á verkum myndlistarmanna í „heimabyggð“ í húsnæði þar sem ekki er hefð fyrir nútíma- list,“ segir Ragnhildur sýningarstjóri. Hún tekur þó fram að Héraðsbúar séu svo lán- samir að eiga Sláturhúsið, sem hafi verið breytt í menningarmiðstöð fyrir myndlist- arsýningar. Hins vegar séu listsýningar í óhefðbundnum rýmum eins og hjúkrunar- heimilinu og minjasafninu nýlunda þar líkt og kannski víðast hvar annars staðar. „Það er töluverð áskorun að setja upp sýningar á slíkum stöðum,“ viðurkennir hún. Þverskurður af íslenskri myndlist Sjálf á Ragnhildur ættir að rekja til Austur- lands, en afi hennar bjó að Mýrum í Skrið- dal, og fellur hún að því leytinu inn í ramma sýningarinnar, rétt eins og Þórdís Alda gerði í Nr. 1 Umhverfingu í fyrra því hún er búsett í Skagafirði. „Verkin eru í rauninni þverskurður af íslenskri nútímalist; mál- verk, skúlptúrar, textílverk, vídeóverk og innsetningar,“ segir Ragnhildur. Mörg verkanna eru unnin sérstaklega fyr- ir sýninguna og innsetningarnar inn í ákveð- in rými. Þótt listaverkin séu jafn ólík og þau eru mörg virðist Ragnhildi náttúru- og um- hverfisvernd sem og menningararfurinn vera þau viðfangsefni sem þátttakendum eru hvað hugleiknust. „Trúlega eru flestir myndlistarmenn náttúruverndarsinnar í eðli sínu. Þeir spegla gjarnan sjónarmið sín í verkunum með alls konar vísunum og skila- boðum.“ Kvartettinn sem stendur að sýningunni er heldur ekki alveg laus við meiningar. Til dæmis er framlag Rúríar myndröðin Fossar í útrýmingarhættu og innsetningarverk Þór- dísar Öldu, Fjöll, tré, kindur og menn, er hugleiðing hennar um sambýli lands og náttúru. „Ólöf Nordal sýnir Valþjófsstaðarhurðina steypta í ál og Ósk Vilhjálmsdóttir mynd- band frá Kárahnjúkum. Á opnun sýningar- innar flutti Magnús Pálsson gjörninginn Enginn gleypir sólina ásamt Þórunni Dís Halldórsdóttur. Viktor Pétur Hannesson setti upp smástunda vinnustofu í Kornhlöð- unni þar sem hann hitaþrykkti jurtir af Héraði með þátttöku gesta,“ nefnir Ragn- hildur sem dæmi um fjölbreytileikann á Nr. 2 Umhverfingu. Ein blaðsíða á mann Þátttakendur á sýningunni eru starfandi myndlistarmenn á öllum aldri með mis- langan feril að baki. Þeir fá hver um sig eina blaðsíðu til að kynna sig og sitt verk í bók sem skipuleggjendurnir gáfu út á opn- unardegi sýningarinnar rétt eins og þær gerðu í fyrra á Sauðárkróki. „Margrét Helga Weisshappel hannaði báðar bæk- urnar, sem bera sama nafn og sýningarnar. Í bókinni Nr. 2 Umhverfing er grein eftir Arndísi Þorvaldsdóttur, Brot úr sögu mynd- listar og handverks á Fljótsdalshéraði. Svona verkefni spyrst smám saman út og við búumst fastlega við að það verði auð- veldara að fá myndlistarmenn til að taka þátt og þeim fjölgi næstu árin samhliða fleiri sýningum sem hverfast um list fólks með tengingar við afmörkuð og mismunandi byggðarlög landsins,“ segir Ragnhildur. Eins og af orðum hennar má ráða stendur meira til. Von er á Nr. 3 Umhverfingu. Líka þeirri fjórðu og fimmtu. Kannski ennþá fleiri. „Við sjáum alveg fyrir okkur að fara nokkra hringi umhverfis landið,“ segir Ragnhildur glaðbeitt og bendir á að nafn sýninganna sé vitaskuld ekki úti í bláinn. „Nafnið hefur marglaga merkingu; að snú- ast, fara í hringi, breytast, umhverfast. Orð- ið vísar í umhverfið og náttúruna. „Um- hverfið hefur áhrif á okkur, ekki síst umhverfið þar sem rætur okkar liggja,“ út- skýrir hún. Hinn 7. september verður sýningin Nr. 2 Umhverfing á Egilsstöðum tekin niður og þær halda á önnur mið. Ragnhildur upplýsir að þær séu þegar með augastað á næsta landshluta. Hvar Nr. 3 Umhverfingu ber niður fær þó enginn að vita fyrr en samn- ingar eru í Höfn. Verkefni Umhverfing er ferðalag um- hverfis landið og Anna, Rúrí, Ragnhildur og Þórdís Alda verða með listina og hugsjón- irnar í farteskinu. Gestir skoða málverk eftir Margréti M. Norðdahl í Dyngju. Umhverfingar umhverfis landið 37 myndlistarmenn með tengsl við Fljótsdalshérað sýna verk sín á þremur stöðum á Egilsstöðum. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is ’Trúlega eru flestir mynd-listarmenn náttúru-verndarsinnar í eðli sínu.Þeir spegla gjarnan sjónarmið sín í verkunum með alls konar vísunum og skilaboðum.“ Viktor Pétur Hannesson setti upp smástunda vinnustofu í Kornhlöðunni þar sem hann hita- þrykkti jurtir af Héraði með þátttöku gesta. Ragnhildur Stefánsdóttir sýningarstjóri kynnir verk Vilhjálms Einarssonar, Fjallahring Fljóts- dalshéraðs, fyrir gestum sýningarinnar í Dyngju. Gestir skoða verkið, Fyrir 21 ári, eftir Ólöfu Birnu Blöndal í Sláturhúsinu. Magnús Pálsson flutti gjörning sinn, Enginn gleypir sólina, ásamt Þórunni Dís Halldórsdóttur, á opnun sýningarinnar í Sláturhúsinu. Á veggnum eru málverk eftir Aron Kale. Horft niður af annarri hæð Safnahússins þar sem sjá má Valþjófsstaðarhurð Ólafar Nordal, og verkið, Snýst um Ást, eftir Yst. Dr. Cornelia Sollfrank, listamaður og rannsakandi frá Berlín, heldur gjörn- inga-fyrirlestur kl. 16.30 í dag, laugardag, í Kling & Bang, Grandagarði 20. Hún veltir m.a. upp spurningum á borð við hvað við eigum að borða í ástandi fullkomins gagnsæis þegar samfélagið nærist á þeim kúguðu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.