Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Page 10
FRÉTTIR
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.7. 2018
Tilkynnt um ísbjörn
Tilkynning barst lögreglu um að
sést hefði til hvítabjarnar nyrst á
Melrakkasléttu eða suður af
Hraunhafnarvatni. Þyrla Land-
helgisgæslunnar flaug yfir svæðið
en ekki sást til bjarnarins og var
leit hætt.
Deilt um aldur
Yfirskattanefnd hafnaði kröfu manns
sem taldi sig ekki eiga að greiða bif-
reiðagjald af bíl sínum á þessu ári.
Hann taldi bílinn, sem var fluttur inn
notaður frá Þýskalandi, vera orðinn
25 ára en ríkisskattstjóri og yfir-
skattanefnd töldu bílinn yngri.
Breytt fyrirkomulag
Airwaves
Meðal þess sem mun taka breyt-
ingum á Airwaves-tónlistarhátíðinni
í ár er að utandagskráratriðum
fækkar. Hátíðin hefur glímt við fjár-
hagsvanda undanfarin ár og nú ætlar
nýr eigandi hennar, Sena Live, að
sporna við honum.
Svaf á grænu ljósi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af
strætisvagnabílstjóra í Kópavogi en vagn hans
hafði verið kyrrstæður við umferðarljós á meðan
þrjú græn ljós loguðu og bílstjórinn svaf.
Köttur í hand-
farangrinum
Þjóðverjar sem hugð-
ust eyða nokkrum
dögum á Íslandi voru
stöðvaðir við komuna
til landsins með kött í
handfarangrinum. Eftir
að þeim var gert ljóst
að ólöglegt væri að
flytja gæludýr til lands-
ins með þessum hætti
héldu þeir úr landi.
Morgunblaðið/Eggert
VIKAN SEM LEIÐ
UMMÆLI VIKUNNAR
Þarna er fólk að hafa hægðir,
þvo skóna sína, þvo leirtauið,
bursta tennurnar og einnig
hafa sumir sofið þarna í gjánni.
Ólöf Hallgrímsdóttir, einn landeigenda í
landi Voga í Mývatnssveit.
Úrslitaleikurinn um sjálfan heimsbikarinn í knatt-
spyrnu fer fram á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu í
dag, sunnudag, klukkan 15. Frakkar og Króatar kljást
um sigurlaunin að þessu sinni og ríkir að vonum mikil
eftirvænting meðal stuðningsmanna sveitanna, líkt
og sjá má á myndinni hér að ofan sem AFP-frétta-
stofan setti saman af þessu tilefni.
Frakkar hafa aðeins einu sinni orðið heimsmeist-
arar í knattspyrnu og Króatar aldrei, þannig að eftir
miklu er að slægjast. Eftir rólega byrjun hefur franska
liðið verið mjög sannfærandi á mótinu og rutt sterk-
um andstæðingum á borð við Argentínu, Úrúgvæ og
Belgíu úr vegi. Króatar hófu mótið með miklum lát-
um en hafa þurft framlengingu og/eða vítaspyrnu-
keppni til að skila sér upp úr þremur síðustu umferð-
um; gegn Dönum, Rússum og Englendingum. Seiglan
er sumsé mikil – og stríðsgæfan. Og skammt er
gjarnan milli feigs og ófeigs í knattspyrnu.
AFP
Hvar hafnar heimsbikarinn?
ansvottuð
tra fyrir umhverfið, betra fyrir þig
Ný kynslóð málningarefna
ONE SUPER TECH
Sv
be
u Byggir á nanótækni - sjálfhreinsandi
u Fyrir við, bárujárn og innbrenndar klæðningar
u Þekur ótrúlega vel
u Endist margfalt á við önnur málningarkerfi
Veldu betri málningu
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Borð 136.900
TILBOÐ 82.140
Stóll 18.900
Spegill 38 cm
8.900
Spegill 32 cm
6.900
Stóll 29.900
30-50%afsláttur afvöldum
vörum