Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Síða 14
við mig. Á góðan hátt,“ segir Hafdís. „Við fór- um líka á fullt af tónleikum, eins og Eurythm- ics.“ Var hún ströng mamma? „Nei, ekki beint. Hér á Íslandi vorum við svo frjáls og vorum kannski frekar frjálsir ung- lingar en í Bandaríkjunum var lífið allt öðru- vísi,“ segir Hafdís. „Hafdís var líka þægileg; talaði meira en Anna Guðrún. Anna hafði farið í hverfisskól- ann en Hafdís fór í einkaskóla og þurfti að klæðast skólabúningi á hverjum degi. Ég hafði svo miklar áhyggjur af því að hún myndi ekki vilja klæðast búningnum,“ segir Louise og út- skýrir að hún hafi þurft að klæðast köflóttu plíseruðu pilsi og skyrtu. „Og þarna voru nunnur,“ skýtur Hafdís inn í og hlær. Þannig að þú fórst beint af Hallærisplaninu í nunnuskóla? „Nákvæmlega! Ég var bara týpískur ís- lenskur unglingur og fór svo til Louise og hafði mjög gott af því.“ Þær skellihlæja. Hafdís segir að haustlitirnir í Ohio hafi heill- að sig sérstaklega og fannst henni gaman að skoða marglituðu laufblöðin. „Við fórum gjarn- an út í skóg að skoða trén og líka sólarlagið,“ segir Hafdís. Fyrsta haustið eftir heimkomuna til Íslands fékk Hafdís bréf frá Louise og henni til undr- unar og gleði var inni í umslaginu stórt lauf- blað. Sendibréfum með laufblöðum átti eftir af fjölga. „Á hverju hausti síðan ég var þarna hefur Louise sent mér laufblað í pósti.“ Byrjuðu sem pennavinir Eftir að Hafdís kom heim liðu nokkur ár þar til þriðji íslenski skiptineminn bankaði upp á hjá hjónunum í Solon, Ohio. Þar var mætt frænka þeirra systra, Heiðrún Hauksdóttir. Faðir hennar og móðir systranna voru systkini en Heiðrún er sveitastúlka, alin upp fyrir norðan, að Laugabóli í Reykjadal. „Ég kom þegar ég var búin með grunnskóla og var þarna veturinn 1987-88, þá fimmtán, sextán ára gömul.“ Louise segir það sögu að segja frá því hvernig hún kynntist Heiðrúnu. „Ég kom í heimsókn til Íslands til fjölskyldu systranna og hitti alla fjölskylduna. Og ég heimsótti heimili Heiðrúnar og allir voru í eld- húsinu að drekka kaffi og spjalla nema ég var sett í stofuna til krakkanna,“ segir Louise. „Af því að foreldrar mínir töluðu enga ensku. En ég og bróðir minn, sem vorum þá bara 10 og 11 ára, töluðum reyndar ekkert heldur ensku,“ segir Heiðrún og hlær. Í stofunni í sveitinni fyrir norðan drógu börnin fram albúm og frímerki til að sýna Louise og Heiðrún spurði Louise hvort þær gætu verið pennavinkonur. „Ég var í bekk með fjórum öðrum krökkum þannig að mað- ur gat ekkert valið sér vini og átti ég því pennavini um víða veröld. Ég skrifaði samt ekkert ensku á þessum tíma,“ segir hún og hlær. „Ég skrifaði bara á íslensku og Louise svar- aði mér á ensku,“ segir hún. „Anna hafði komið með orðabók og ég gat notað hana,“ útskýrir Louise. „Stundum teiknaði ég skýringarmyndir í bréfin. Ég man sérstaklega eftir bréfinu þegar Louise skrifaði mér að það væri eplatré í garð- inum, ég gat ekki skilið það,“ segir Heiðrún. Nokkrum árum síðar var Heiðrúnu boðið að koma út til þeirra hjóna. „Ég man þegar ég var í níunda bekk var verkfall og Louise og Norman komu til Íslands í heimsókn. Og þau vildu hitta mig og ég ákvað að fara suður, en veðrið þetta vorið var afleitt og kennarar vildu kenna okkur á páskum. En ég komst loks suður til þess að hitta þau,“ seg- ir Heiðrún og stuttu síðar buðu þau henni að koma til sín sem skiptinemi. „Ég vissi að Anna Guðrún og Hafdís hefðu skemmt sér vel þarna þannig að þegar ég frétti að þau vildu bjóða mér sló ég til. Ég fór þarna út fimmtán ára, frekar ung,“ segir Heið- rún og bætir við að upplifunin hafi verið frá- bær. „Þau báðu mig afsökunar eftir árið að þau höfðu ekki farið með mig til Hawaii. Þau fóru „aðeins“ með mig í skemmtisiglingu um Karíbahafið þannig að mín fyrsta reynsla af sólarströnd var hvít strönd á Jómfrúaeyjum og fleiri eyjum þar í kring. Það var varla liðið hálft árið þegar kennararnir mínir voru farnir að segja að ég hefði séð meira af Bandaríkj- unum en þeir. Ég fór til 32 ríkja, en ég hafði aldrei farið til útlanda þegar ég fór til þeirra. Ég er elst af fjórum systkinum og hafði heldur aldrei upplifað að fá að vera einkabarn. „Pabbi“ vakti mig alltaf á hverjum morgni með banki á dyrnar; það var voða notalegt, þótt ég hefði alltaf vaknað sjálf fram að þeim tíma,“ segir hún. „Heiðrún vissi svo mikið um Bandaríkin að hún fékk verðlaun fyrir besta námsárangur í Hafdís þurfti að klæðast skólabúningi og gekk í einkaskóla þar sem voru nunnur. Hún naut þess mjög að skoða haustlitina. Louise hefur sent Haf- dísi laufblað í pósti í áratugi, eitt á hverju hausti. Anna og Louise í bátsferð í ferðlagi á níunda áratug síðustu aldar. Louise og Hafdís í einni af mörgum borg- arferðum í Bandaríkjunum. Louise og Heiðrún í ferð til New York. Tvíburaturnarnir eru í baksýn. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.7. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.