Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Blaðsíða 15
bandarískri sögu og okkur var boðið í veislu. En kennararnir elskuðu allir stelpurnar,“ seg- ir Louise. Líf mitt gjörbreyttist Louise tók fleiri skiptinema á eftir þeim ís- lensku og heldur góðu sambandi við þá flesta, alls tólf frá ýmsum löndum. „Þetta hefur veitt mér mikla gleði. Stundum er þetta erfitt því ég hef svo marga á minni könnu og ég vil að þau eigi öll gott líf. Ef lífið er erfitt hjá einni af dætrum mínum verð ég sorgmædd. Og ég held að vinir mínir skilji þetta ekki alveg. En þetta er mjög gefandi og ég held að þetta hjálpi heiminum, a.m.k. í okkar litla hluta heims. Þegar ég sé allar fréttirnar af flóttamönnum þá hugsa ég að það sé ekki erfitt að bjóða fólki sem er af öðrum menningarsvæðum velkomið. Maður þarf að sýna þolinmæði og þau þurfa líka að sýna þolinmæði,“ segir Louise og bætir við að það að taka inn skiptinema auki víðsýni og umburðarlyndi á milli ólíkra þjóða. „Ég er ekkert fullkomin og get alveg orðið fúl en þegar stelpurnar voru hér sögðum við oft fyrirgefðu við hver aðra,“ segir hún en á milli þeirra ríkir mikil væntumþykja og gagn- kvæm virðing. „Stelpurnar kalla mig mömmu og nú kalla börnin þeirra mig ömmu. Þegar ég segi við vini mína að ég sé að fara til Íslands að heimsækja dætur mínar skilja þeir ekkert hvað ég er að meina. Fólk skilur ekki hvað maður getur orð- ið náinn skiptinemunum sínum,“ segir Louise. Hún segist njóta þess að hafa séð þær vaxa og þroskast og eignast börn. „En fyrir mér eru þær alltaf ungu stelpurnar mínar. En ég veit að þær eru orðnar fullorðnar konur og það gengur vel hjá þeim og það gleður mig. Og það sama gildir um manninn minn heitinn, hann naut þess mjög að fylgjast með þeim. Þetta er gott fólk. Maður lendir einhvers staðar á jörð- inni og reynir að gera það sem maður getur. Líf mitt gjörbreyttist við að kynnast stelp- unum,“ segir Louise. „Og hún breytti lífi okkar. Þegar ég kom til baka hafði ég miklu meiri áhuga á heimsmálum og ferðalögum. Ég hef verið aktív í alþjóð- legum stjórnmálum og var í háskólaráði og stúdentaráði seinna meir. Louise vildi að ég sendi Ronald Reagan jólakort, en mér fannst það ekki góð hugmynd á sínum tíma,“ segir Heiðrún og hlær. „Það er svo sérstakt að eiga svona skipti- nemamömmu sem kemur svona reglulega og það er svo gott samband á milli okkar. Það er ótrúlega dýrmætt. Hún er bara mamma sem býr í Bandaríkjunum. Ég segi við barnabörnin að ég eigi tvær mömmur,“ segir Anna Guðrún. „Hún er með í öllu.“ Heiðrún bætir við: „Þegar ég var skiptinemi hjá henni eignaðist Hafdís frumburðinn sinn, árið 1988. Og Louise skildi mig eftir og fór til Íslands til þess að heimsækja fyrsta barnabarnið!“ segir hún og hlær. Louise segist geta lesið barnabækur fyrir ís- lensku barnabörnin sem hún fær stundum að passa. Aðspurð hvort hún kunni eitthvað í íslensku, svarar hún á íslensku: „bara pínulítið“. Og bætir við á ensku: „Ég skil fullt og get lesið barnabækur.“ Ég elska kókosbollur Þær Anna Guðrún, Hafdís og Heiðrún segja að Louise sé sannkallaður sendiherra Íslands í Ohio. „Hún hefur verið að kenna sem afleys- ingakennari og alltaf kennir hún nemendum sínum um Ísland. Svo er hún sögukennari og hefur mikinn áhuga á menningu og tungu- málum,“ segir Heiðrún. Louise segist ekki upplifa sig sem túrista á Íslandi, enda ferðirnar hingað orðnar býsna margar. Fyrir tæplega fjörutíu árum, þegar hún kom fyrst til Íslands, voru ferðamenn hér sjaldséðir hvítir hrafnar. Louise hefur fylgst með hvernig Reykjavík hefur breyst á síðustu áratugum. „Ég hef getað séð breytingarnar í gegnum árin. Sem dæmi var ekki búið að byggja Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar ég kom fyrst. Eitt skipti sem ég kom tók ég síð- ustu vélina sem lenti á gamla flugvellinum og þremur dögum síðar flaug ég burt frá nýja flugvellinum,“ segir hún. „Og nú er beint flug til Cleveland, loksins!“ „Ég er búin að koma hingað í Grasagarðinn í 38 ár og það hefur mikið breyst. Og margt hef- ur breyst hér á landi. Þegar ég kom hér fyrst var ekki allt malbikað,“ segir hún en Louise hefur ferðast víða um land, farið yfir Sprengi- sand og siglt út í Grímsey svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur einnig brennandi áhuga á ís- lenskum kvikmyndum og hefur séð þær flest- ar. „Svo les ég allar bækur eftir íslenska höf- unda. Laxness var sá fyrsti sem ég las til þess að skilja Ísland almennilega. Nú les ég líka Arnald Indriðason og Yrsu Sigurðardóttur og segi öllum vinum mínum frá þessum bókum. Svo auðvitað þekki ég alltaf Ísland þegar aug- lýsing eða bíómynd er tekin upp hér, þá bendi ég alltaf og segi, ég veit hvar þetta er! Og skyrið! Ég man að þegar Siggi byrjaði með Siggi’s skyr fór ég að kynna það fyrir öllum vinum mínum,“ segir hún. „Svo elska ég kók- osbollur!“ Við förum að slá botninn í samtalið. Börn, barnabörn og barnabarnabörnin íslensku þurfa að fara að komast heim. Louise er sátt við 21 ferðina til Íslands. „Ég var smá smeyk að koma í þetta sinn því ég vissi að það væri svo margt breytt frá síð- ustu ferðinni fyrir fjórum árum. Nú væri ferðamannastraumurinn miklu meiri. Ég var hrædd um að allt yrði breytt. Mig langaði ekk- ert að hitta alla þessa túrista þannig að við fór- um á Snæfellsnes og þar voru ekki svo margir túristar þannig að það var gott,“ segir hún og kvartar alls ekki yfir veðrinu. „Hér er eitthvað sérstakt samband manns og náttúru. Enginn sem kemur hingað sem ferðamaður talar um veðrið. Þeir tala allir um náttúruna, fjöllin og víðáttuna.“ Morgunblaðið/Ásdís „Stelpurnar kalla mig mömmu og nú kalla börnin þeirra mig ömmu. Þegar ég segi við vini mína að ég sé að fara til Íslands að heim- sækja dætur mínar skilja þeir ekkert hvað ég er að meina. Fólk skilur ekki hvað maður get- ur orðið náinn sínum skiptinemum,“ segir Lo- uise. Frá vinstri er Anna Guðrún með barna- börnin Dagbjörtu Önnu og Karítas Ylfu, Hafdís með dóttur sína Selmu Dögg, Louise, Heiðrún og dóttir hennar Eygló María. 15.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Hefðbundin heyrnartæki hækka talmál frá einum viðmælanda sem snýr að þér og loka á önnur hljóð. Nýju Opn heyrnartækin skanna hljóðumhverfið 100 sinnum á sekúndu til að aðgreina talmál frá hávaða og koma jafnvægi á hljóð í kringum þig. Þannig verður hljóðmyndin eðlilegri og þú nýtur þess betur að hlusta og taka virkan þátt í samræðum. Prófaðu nýju Opn heyrnartækin í 7 daga Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Hefðbundin heyrnartæki Nýju Opn heyrnartækin Tímapantanir í síma 568 6880 www.heyrnartaekni.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.