Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Qupperneq 21
Verk eftir Einar
Gíslason í listhúsinu
á Brúnum.
Fallegt útsýni af svölunum. Einar, Veronika Horáková og Merete Elak sýna íslenska hestinn á reiðvellinum á Brúnum.
sem gránar með tímanum. „Það
þarf ekkert að gera við lerkið, það
veðrast bara.“ Nánast allur rekavið-
ur sem kemur til Íslands er reynd-
ar rússalerki, þannig að útkoman er
svipuð og þau ætluðu.
„Hugmynd okkar um reksturinn
gengur út á mat, list og hesta. Það
sem við bjóðum upp á er allt upp-
runnið á staðnum; brauð og kökur
er bakað hér, lambakjötið er frá
okkur, eggin og salatið,“ segir Ein-
ar.
Hjónin eru bæði í starfi annars
staðar, bústofninn er ekki stór, þau
vilja byrja rólega í ferðaþjónustunni
og sjá hvað setur. „Við vitum að
veturinn er erfiður tími, þá er ró-
legt, en við tókum reyndar á móti
mörgum hópum í mat í vetur, alls
konar klúbbum og fyrirtækjum,“
segir Einar. Vetrarmánuðina kenn-
ir hann myndmennt við
Hrafnagilsskóla handan
Eyjafjarðarár en Hug-
rún, sem er hjúkrunarfræðingur,
starfar sem námsstjóri á Sjúkra-
húsinu á Akureyri þar sem hún
sinnir öllum nemum sem þangað
koma.
Myndlistarsýningar eru reglulega
á Brúnum og í vikunni var einmitt
opnuð sýning þriggja systkina úr
nágrenninu, frá Munkaþverá.
Kunnust þeirra er Kristín Jóns-
dóttir, sem nam í Handíða- og
myndlistaskólanum í Reykjavík um
miðja síðustu öld og stundaði fram-
haldsnám í myndlist bæði í Kaup-
mannahöfn og París auk þess sem
hún lærði um tíma á Ítalíu.
Kristín hefur haldið yfir 20
einkasýningar og tekið þátt í fjöl-
mörgum samsýningum, síðast á
þessu ári í Genf í Sviss og Conn-
ecticut í Bandaríkjunum. Kristín
starfaði árum saman við mynd-
listarkennslu. Bræður hennar sem
einnig sýna á Brúnum, Kristján
Hans Jónsson og Eysteinn Jónsson,
eru báðir myndlistarmenntaðir en
hafa haft annað að aðalstarfi alla
tíð.
Eldhúsið og afgreiðsluborðið á kaffihúsi hjónanna, Hugrúnar og Einars, á Brúnum. Listhúsið á Brúnum. Jónas Vigfússon teiknaði húsið samkvæmt óskum Einars bónda.
15.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Sýningarsalurinn á neðri hæðinni, þar sem systkinin frá Munkaþverá sýna nú.
Afgreiðslutími Rvk
Mánudaga til föstudaga kl. 10–18
Laugardaga kl. 11–17
Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorg)
www.dorma.is
Holtagörðum, Reykjavík
512 6800
Smáratorgi, Kópavogi
512 6800
Dalsbraut 1, Akureyri
558 1100
Skeiði 1, Ísafirði
456 4566
Verð og vöruupplýsingar í bækl-ingnum
eru birtar með fyrirvara um prentvillur.
Verð gildir til 12. ágúst 2018 eða á meðan
birgðir endast.
Simba dýnurnar eru fáanlegar
í eftirtöldum stærðum
Dýna 80 x 200 cm 64.900 kr.
Dýna 90 x 200 cm 74.990 kr.
Dýna 100 x 200 cm 79.900 kr.
Dýna 120 x 200 cm 89.990 kr.
Dýna 140 x 200 cm 99.990 kr.
Dýna 160 x 200 cm 114.990 kr.
Dýna 180 x 200 cm 129.990 kr.
Simba-kassinn
Ótrúlegt en satt. Simba dýnan
þín kemur í kassa sem er
1,05 x 0,5 x 0,5 m. Háþróuð
tæknin sem notuð er til að pakka
henni með þessum hætti tryggir
að þegar þú hefur tekið hana
úr kassanum þenur hún sig út
á fáeinum klukkustundum og
verður aftur jafn fjaðrandi og
þegar henni var pakkað.
Komdu og kynntu þér Simba í næstu Dormaverslun eða á www.simba.is
Simba tvinndýnan er gerð úr einstakri
samsetningu 2500 keilulaga gorma og
móttækilegs minnissvamps. Fáðu betri
svefn – sama hvert svefnmynstur þitt er.