Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Side 24
HEILSA Endorfín eru efnaboðberar sem bera „skilaboð“ frá einni taugafrumu tilannarrar. Líkaminn framleiðir endorfín sem viðbragð við áreiti, t.d. þegar maður borðar sterkan mat eða æfir sig, og getur valdið vellíðunartilfinningu. Vellíðunarhormón 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.7. 2018 Allir þurfa af og til ró ognæði, en á tímum snjall-síma, samfélagsmiðla og tuttugu og fjögurra klukkustunda fréttalota er það hægara sagt en gert. Sumum þykir kannski heillandi að geta slökkt tímabundið á öllum sínum skilningsvitum til að geta slakað almennilega á, en slíka þjónustu er víðsvegar boðið upp á, í formi svokallaðra flotmeðferða. REST og rólegheit Í byrjun sjötta áratugarins hófu vísindamenn að rannsaka áhrif skynsviptingar á andlega og lík- amlega líðan einstaklinga, það var taugalífeðlisfræðingurinn John Lilly sem fullkomnaði aðferð þar sem einstaklingur flýtur á vatni blönd- uðu epsonsalti, í ljós- og hljóðein- angruðu hylki, en aðferðin fékk nafnið REST (Restricted Environ- mental Stimulation Therapy). Samkvæmt rannsóknum Lilly er utanaðkomandi áreiti, þyngdarafl, ljós, hljóð og snerting ástæðan fyrir allt að 90% af vinnuálagi taugakerf- isins. Taldi Lilly að ef utanaðkom- andi áreiti yrði minkað væri hægt að minnka kvíða og stress, þótt langvarandi skynskerðing gæti haft neikvæð áhrif á andlega líðan. Það voru síðan Roderick Borrie og Peter Suedfeld, sálfræðingar frá Háskólanum í Bresku Kólumbíu, sem hófu að rannsaka möguleika til að nota aðferðina í meðferðum á sjúklingum. Samkvæmt rannsóknum á flot- meðferðum er bæði líkamlegur og andlegur ávinningur fólginn í slíkri meðferð, en hann kemur til vegna gríðarlegrar slökunar sem næst með skynskerðingu. Íþróttamenn á borð við Stephen Curry, körfubolta- mann og NBA-meistara með Gold- en State Warriors, og Joe Rogan, bardaga- og hlaðvarpsmann, nýta sér flotmeðferðir til að jafna sig eft- ir æfingar og til að hugleiða. Rann- sóknir sýna auk þess fram á að meðferð gæti haft jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið, þar sem slök- unin getur hægt á hjartslætti og lækkað blóðþrýsting, og með því aukið hringrás í hjarta- og æðakerf- inu. Gæti flotmeðferð einnig aukið losun endorfíns inn í blóðstrauminn og þannig dregið úr sársauka og þreytu og stuðlað að almennri vel- líðan sem ennfremur dregur úr stressi. Ekki er öruggt að áhrif flot- meðferða séu jákvæð fyrir hvern sem er, en skynskerðingin og inni- lokunin sem fylgir meðferðinni gæti valdið sumum miklum kvíða og van- líðan. Ekki er heldur mælt með löngum meðferðum, sérstaklega fyrir þá sem búa við undirliggjandi geðsjúkdóma, þar sem langvarandi skynskerðing gæti haft neikvæðar afleiðingar. Ljóslaus í heila viku Ganga ýmsir lengra en aðrir í með- ferðum sem byggjast á skynskerð- ingu, en Beskid-meðferðamiðstöðin í Tékklandi býður upp á sjö daga myrkrameðferð, þar sem manni er komið fyrir í þar til gerðu húsi sem er bæði hljóð- og ljóseinangrað. Eyða gestir hússins einni viku án utanaðkomandi áreitis og baða sig, borða, sofa, og takast á við dagsins amstur í kolniðamyrkri, en þeim til halds og trausts eru sérfræðingar sem hægt er að ná sambandi við all- an sólarhringinn. Segir starfsfólk meðferðarstöðv- arinnar að slíkar myrkrameðferðir séu afar áhrifaríkar í að sporna við lífsstílssjúkdómum eins og krabba- meini og efnaskiptaröskunum, þótt ekki sé hægt að staðfesta þær yfir- lýsingar. Greinir Morgan Childs, blaða- maður bandaríska tímaritsins The Atlantic, frá því þegar hann sótti slíka meðferð hjá Beskid-meðferð- armiðstöðinni, og eyddi nóttinni í slíku húsi. „Fyrst um sinn var myrkrið að- eins minniháttar óþægindi – ég fann sjálfan mig ósjálfrátt mig teygja mig eftir ljósarofa þegar ég gekk á milli herbergja. En ég kunni að meta tækifærið til að njóta kyrrðarinnar, án byrðarinnar sem fylgir tölvupóstum og kvöl fréttanna,“ skrifar Childs um upp- lifun sína í húsinu, en brátt varð myrkrið honum ofviða. „Með lítið annað til að fanga athygli mína leit- aði hugur minn á staði sem hann myndi yfirleitt ekki leyfa honum að fara, hvað var ekki að virka í lífi mínu, hvaða hlutverk ég lék í að viðhalda eigin vanlíðan og hversu sjaldan ég var tilbúinn að elta það sem ég vildi. Áður en ég vissi af var ég hágrátandi,“ bætir hann við. Skrifar Childs um hversu auðvelt það er fyrir hugann að mynda mik- ilvægar tengingar í fjarveru utan- aðkomandi áreitis, en slíkar upplif- anir geti einnig haft neikvæð áhrif, svo hver og einn verði að virða sín eigin mörk. Getty Images/iStockphoto Skynleysi til heilla Djúpslökun getur lækkað blóðþrýsting og hægt á hjartslætti. Flotmeðferðir og skynskerðing hafa verið rannsóknarefni vísindamanna í áratugi, en slíkar meðferðir eru í dag notaðar í mismunandi tilgangi. Gengur fólk mislangt til að forðast áreiti nútímalífsstíls. Pétur Magnússon petur@mbl.is Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is Dagsskammtur er tvö hylki sem innihalda 12 milljarðar gerla/örvera. Börn undir 12 ára aldri og allt niður í 1 árs mega fá 1 hylki á dag eða sem samsvarar innihaldi þess. • Wild Biotic er vísindalega þróað fæðubótarefni sem inniheldur mjög fjölbreytta örveruflóru. • Yfir 100 gerlastofnar sem finnast náttúrulega í meltingarfærum mannanna. • Flestir stofnarnir koma frá blómafrjókornum, drottningahunangi og öðrum hunangstegundum. • Byggir upp og eflir þarmaflóruna sem er m.a. undirstaða ónæmiskerfisins. • Drottningarhunang og blómafrjókorn geta unnið gegn frjókornaofnæmi. mjólkursýrugerla Ný kynslóð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.