Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Síða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Síða 26
ur, aðrir nota þau aðeins við jakkaföt, en við höfum séð aukningu á sölu á axlabönd- um,“ segir Ari. „Það eru í raun þrjár ástæður hvers vegna fólk gengur með axlabönd. Í fyrsta lagi er það af prakt- ískum ástæðum, þegar fólki finnst óþægilegt að vera með belti. Það geta verið menn með bumbu, eða bara þeir sem þykja axlabönd þægilegri heldur en belti. Fyrir mitt leyti eru axlabönd hentugri kostur, þú þarft ekkert að pæla í þeim, sama hversu mikið þú beygir þig þarftu ekkert að laga þau, þannig að það er stór ástæða fyrir því að fólk gengur með axlabönd frekar en belti. Í öðru lagi eru axlabönd notuð af menningarlegum ástæðum. Axlabönd voru mikið notuð af breskum pönkurum, snoðaðir gaur- ar í Fred Perry-pólóbolum og sýruþvegnum gallabuxum. Axla- bönd eru ákveðið tákn um gamla tíma, þannig að það felst svolítil ádeila í því þegar pönkarar nota axlabönd við rifnar gallabuxur eða berir að ofan, það er ákveðin ögr- un. Í þriðja lagi eru axlabönd oft notuð sem aukahlutur, menn sem kóróna gott lúkk með flottum axla- böndum og para það við lita- samsetninguna sem þeir eru að vinna með.“ Meira notuð við formleg tilefni Þótt hægt sé að nota axlabönd við flest tilefni segir Ari þau mest not- uð með jakkafötum eða smóking Í áratugi hafa belti haldiðuppi buxum landsmanna, ogVesturlandabúa almennt, á meðan skyldmenni beltisins, axlaböndin, hafa fengið að sitja á hakanum. Ekki hafa belti þó alltaf ráðið ríkjum á markaði þessum, en á miðri nítjándu öld og snemma á þeirri tutt- ugustu voru axlabönd alls- ráðandi. Í dag, hins vegar, eru belti normið, þótt ófáir herramenn og stílfrömuðir spóki sig með axlabönd í auknum mæli, bæði við formleg tækifæri og óform- leg. Blaðamaður Sunnudags- blaðsins ræddi við Ara Stefán von Hammersmark, tískuspekúl- ant úr Herragarðinum, um axla- bönd, hvenær þau eru við hæfi, og hvers vegna beltanormið sé oft brotið. Praktísk og pólitísk „Það er þannig séð hægt að vera með axlabönd við hvaða tilefni sem er, það fer allt eftir því hvernig einstaklingurinn klæðir sig. Sumir ganga með axlabönd við gallabux- og kjólfötum. „Reglan með smók- ingföt er að þú átt alltaf að vera með axlabönd, annaðhvort svört eða dökkblá, sem hneppast í tölur á buxunum. Með kjólfötum verða axlaböndin að vera hvít. Annars er ekkert algjörlega bannað, líkt og í mörgum öðrum herrafatnaði. Ég vissulega mæli ekki með því að vera með rauð skáröndótt axlabönd við fjólubláa og græna köflótta skyrtu, eða að ganga með bæði axlabönd og belti, en á meðan þú ferð ekki gjör- samlega út fyrir strikið ættir þú að sleppa.“ Pendúllinn sveiflast Rétt eins og með flest annað detta axlabönd í og úr tísku sitt á hvað, pendúllinn sveiflast fram og aftur. „Í gamla daga voru til dæmis skó- hlífar gríðarlega vinsælar, svona gúmmítúttur sem hlífa leðurskóm, en þeir sem ólust upp með afa sem notaði skóhlífar vildu ekki sjá þær. Svo kemur ný kynslóð og í dag eru skóhlífar byrjaðar að dúkka upp hér og þar hjá fólki sem vill vernda skóna sína frá saltinu og slabbinu. Það sama má segja um axlabönd. Við munum kannski ekki sjá axlabönd koma í staðinn fyrir belti á næstunni, en ég held að axlabönd séu að koma aftur.“ Ari Stefán er starfsmaður hjá Herragarðinum og laganemi. Beltanormið brotið Axlabönd hafa haldið uppi buxum séntíl- manna, pönkara og fjölmargra þar á milli í ár og aldir. Vinsældir þeirra hafa dalað á síðustu áratugum en endurkoma axlabandanna gæti verið handan við hornið. Pétur Magnússon petur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ed Westwick er mikill tískufröm- uður, og hann kann að rokka axlabönd. Til eru bæði smelluaxlabönd og töluaxlabönd, hér er dæmi um það síðarnefnda. Maður í axlaböndum ról- ar sér á San Diego Pride. TÍSKA 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.7. 2018 Það er ákveðið tískutabú að vera með bæði belti og axlabönd, en hugtakið að vera með belti og axlabönd er gjarnan notað yfir manneskju sem er óþarflega varkár eða notar margar mismunandi aðferðir til að forðast mistök. Belti og axlabönd Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.