Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Side 28
Kjartan Jónsson hefur margoftkomið til Afríku í tengslumvið hjálparstarf og nám- skeiðahald. Í júní síðastliðnum fór hann í tveggja vikna ferð til Kenía og Tansaníu ásamt hópi vina og fjöl- skyldumeðlima á aldrinum þrettán til áttatíu ára. Í hópnum voru, auk Kjartans, eiginkona hans, Sólveig Jónasdóttir, og börn þeirra, Jónas Hákon og Inga Sóley; móðir Kjartans, Inga Þyri Kjartansdóttir, og hennar maður, Bergþór Úlfarsson; og Brynhildur, systir Kjartans, ásamt eiginmanni hennar, Erlendi Ólafssyni, og dætr- um þeirra, Gunnhildi og Elínu Hall- dóru. Auk þess voru vinahjón með í för, Guðrún Halldórsdóttir og Ólafur Jóhannsson og sonur þeirra, Axel. Allir í hópnum, fyrir utan Kjartan, Sólveigu og Bergþór, voru að koma á þessar slóðir í fyrsta sinn. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja fósturbörn sem fjöl- skyldan hefur styrkt í gegnum árin í Naíróbí í Kenía og kíkja á skóla við Viktoríuvatn sem félagið Vinir Kenía hefur stutt um áraraðir; auk þess að ganga frá samningi um byggingu vatnstanks við lítinn skóla í Tansan- íu. Inga Þyri og Brynhildur hafa einn- ig stutt fjölmörg börn í skólanum Little Bees í fátækrahverfi Naíróbí í mörg ár. Það er því óhætt að segja að ferðin hafi haft mikið tilfinningalegt gildi, sérstaklega fyrir þær mæðgur. „Ég hafði ekki komið þarna áður,“ segir Brynhildur, „og þetta var al- gjörlega ólýsanlegt. Þetta var mjög tilfinningaþrungið. Að fá að hitta börnin sem maður er búinn að styrkja og börnin sem ég er búin að fylgjast með frá því þau voru tveggja ára. Þessir dagar sem við vorum þarna voru bara ein gæsahúð.“ Eins og það gerist verst Sólveig fór til Kenía fyrir tólf árum og heimsótti þá Little Bees-skólann. „Sú upplifun situr ennþá í mér. Skól- inn er inni í miðju fátækrahverfi og þarna eru opin holræsi og eiginlega bara eins og það gerist verst.“ Hún segir þó mikið hafa breyst til batn- aðar og aðbúnaður barnanna sé orð- inn mun betri en hann var þá. Hún hafi líka séð mikinn mun á börn- unum. „Það er greinilega vel hugsað um þau, þau voru opin og örugg. Það var líka annar andi þarna og bygg- ingarnar orðnar miklu betri.“ Kjartan tekur undir með Sólveigu og segir að þegar hann hafi fyrst komið í skólann hafi svæðið verið eitt drullusvað. „Þetta var bara röð af hreysum úr bárujárni og þarna rann í rauninni bara ræsi í gegnum stað- inn. Þá voru um þrjátíu til fjörutíu börn í skólanum en nú eru þau um þrjú hundruð.“ Hann segir að hverfið sé enn gríðarlega fátækt og umhverf- ið í kringum skólann beri þess merki. En aðstaðan í skólanum sjálfum sé góð og í stað bárujárnskofanna séu nú komnar styrktar byggingar með steinsteyptu gólfi í stað moldargólfa. Beðin um að lýsa húsnæðinu segir Brynhildur að þótt það þætti ekki flott á íslenskan mælikvarða sé það mjög fínt miðað við umhverfið í kringum skólann. „Allt er mjög snyrtilegt innandyra. Áður rann Engin und- ankomuleið Í júní síðastliðnum lagði íslensk fjölskylda upp í ferð til Kenía og Tansaníu. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að heimsækja skólann Little Bees sem er í miðju fátækrahverfi í Kenía en hóp- urinn skellti sér líka í ógleymanlega safaríferð. Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is Hluti af fósturbörnunum í Little Bees. Aðbúnaður þeirra hefur farið batnandi. Ljósmynd/Brynhildur Jónsdóttir Íslenski hópurinn ferðað- ist frá Kenía yfir til Tans- aníu og stoppaði meðal annars við Viktoríuvatn. Ljósmynd/Sólveig Jónasdóttir skólpið í gegn inni í skólanum þegar rigndi þannig að það kom upp mal- aría. Það var því mikið heilbrigðismál að loka þessu og félagið Little Bees safnaði fyrir því,“ segir Brynhildur. „Einu sinni kom upp kólerufarald- ur og þá dóu held ég þrjú börn. Þarna eru ber gólf og veggir og búið að teikna kennslutöflur á veggina. En það er í raun nánast ekkert kennsluefni, þannig lagað séð.“ Hvernig var upplifunin að koma inn í fátækrahverfið? „Það er ekkert mjög geðslegt að koma þarna að, maður þarf til dæmis að klofa yfir fljótandi ræsi,“ segir Kjartan. Brynhildur tekur í sama streng og segir að það sé ekkert skipulagt grunnkerfi þarna. „Það kemur enginn að hirða sorpið, það er ekkert rennandi vatn og það eru eng- in almenningsklósett. Og já, aðkom- an að skólanum … Það eru svona eins og litlir skurðir í miðjum veg- inum þar sem alls konar flýtur og þegar rignir, eða er blautt, þá gýs upp alveg ólýsanleg lykt.“ Þau fengu einmitt að upplifa það þegar rigndi á meðan á heimsókninni stóð. „Og þetta búa börnin við. Sum í skóm og sum ekki,“ bætir Brynhildur við. Íslenska landsliðið mætt Þeim ber öllum saman um að íslenski hópurinn hafi fengið góðar móttökur. Brynhildur segir algjört fótbolta- þema hafa verið í gangi, enda Ísland að keppa á heimsmeistaramótinu á þessum tíma. Það hafi verið slegið upp fótboltaleik milli þjóðanna og kenísku börnin hafi verið búin að merkja treyjurnar sínar með nöfnum íslensku landsliðsmannanna. „Þann- ig að allt íslenska landsliðið var hreinlega mætt,“ segir Brynhildur og brosir að minningunni. „Þjóðsöng- urinn var spilaður og allt.“ „Ísland vann með tveimur mörk- um gegn einu,“ segir Kjartan. „Það Í Serengeti-þjóðgarðinum gisti hópurinn í lúxustjöldum. Ljósmynd/Sólveig Jónasdóttir FERÐALÖG Aðstæðurnar þarna voru í raun stórhættulegar. Þaðvar spilað mjög þröngt og sitt hvorum megin við voru bárujárnshús með hvössum brúnum. Hættuleg leikaðstaða 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.7. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.