Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Side 29
Hópurinn fékk að stoppa til að taka myndir af dýrunum en enginn mátti fara út úr bílunum. Hópurinn sá m.a. endalausar gnýjahjarðir og á myndinni t.h. eru gnýir ásamt gasellu.
fór reyndar aðeins um mann því að-
stæðurnar þarna voru í raun stór-
hættulegar. Það var spilað mjög
þröngt og sitt hvorum megin við voru
bárujárnshús með hvössum brún-
um.“ Brynhildur segir þetta vera að-
stæður barnanna til leiks og Vini
Little Bees langi meðal annars að
bæta leikaðstöðuna og setja upp gott
leiksvæði fyrir börnin.
Eftir tveggja daga dvöl í Naíróbí
hélt hópurinn af stað yfir til Tansa-
níu. Sólveig skipulagði ferðina ásamt
Kjartani. „Hann þekkir auðvitað vel
til á þessu svæði, enda búinn að koma
þarna margoft og ég svo sem komið
þarna einu sinni líka,“ segir Sólveig.
„Við vissum alveg nokkurn veginn
hvar við vildum gista; við vorum auð-
vitað með börnin og tengdó sem er
öðruvísi en þegar maður er bara einn
á ferð. Þannig að við vildum hafa
ákveðin þægindi, eins og sundlaug og
fjölskylduherbergi. Ég sá ekki fyrir
mér að fljúga með börnin mín til Afr-
íku og hafa þau svo í öðru herbergi.“
Þau Sólveig og Kjartan pöntuðu flug
og gistingu á netinu og Sólveig segir
það allt hafa gengið vel og allt hafa
staðist. Það hafi ekkert komið á óvart
og hlutirnir voru eins og þeir höfðu
verið á myndunum. Á einum stað hafi
þau fengið rangt herbergi afgreitt en
því hafi strax verið kippt í lag.
Hópurinn dvaldi í Naíróbí í tvo
daga en hélt svo af stað yfir til Tan-
saníu. „Við leigðum rútu með bíl-
stjóra,“ segir Sólveig, „og keyrðum í
gegnum Kenía í átt að Kisumu við
Viktoríuvatnið. Þar fórum við yfir
með ferju og héldum svo áfram það-
an til Tansaníu.“
Flestir foreldrar sem hafa keyrt
langar vegalengdir með börn og ung-
linga vita að þolinmæði þeirra getur
verið af skornum skammti.
Leiddist unglingunum ekkert að
sitja svona lengi í bíl?
„Ó, nei,“ segir Sólveig. Maður
þurfti ekkert að hafa áhyggjur af því
að neinum leiddist eða að einhver
væri límdur við símaskjáinn. Krakk-
arnir horfðu bara út um gluggann
enda var allt í gangi þarna úti,“ segir
Sólveig.
Ljónin komin eftir tvo,
þrjá daga
Hópurinn heimsótti Serengeti-
þjóðgarðinn í Tansaníu. Hann er
rúmlega þrettán þúsund kílómetrar
að stærð, með fjölbreyttu dýralífi og
stórfenglegri náttúru. Farið var í
þriggja daga jeppaferð í gegnum
þjóðgarðinn og þau Kjartan, Sólveig
og Brynhildur eru sammála um að sú
upplifun hafi verið einstök.
„Ég hef ferðast mjög mikið, en ég
hefði ekki trúað því hvað þetta var
mikil upplifun,“ segir Sólveig. „Við
vorum í jeppum sem hægt var að
opna toppinn á og maður gat næstum
því teygt sig yfir í næsta ljón.“
„Þetta var magnað; miklu magn-
aðra en ég hefði haldið,“ segir Kjart-
an sem hafði áður farið í lítinn þjóð-
garð í Nakuru í Kenía. „Það var
ekkert þessu líkt. Þarna í Serengeti
horfði maður á endalausar gnýja-
hjarðir fara yfir veginn fyrir framan
okkur; það sá ekki fyrir endann á
þeim.“
Sólveig segir þau hafa stoppað af
og til fyrir myndatökur en þau hafi
hvergi mátt fara út úr bílunum. „Við
stoppuðum á einum stað til að fylgj-
ast með hlébarða sem var með unga
uppi í tré. En um leið og hann stökk
niður úr trénu og labbaði í áttina að
okkur var ekið af stað aftur. En við til
dæmis stoppuðum heillengi, nokkra
metra frá ljónum, að taka myndir.“
Sólveig segir bílunum hafa verið ekið
eftir ákveðnum slóðum en enginn
hafi mátt skipta sér af dýrunum. „Við
sáum til dæmis sært dýr en verðirnir
sögðu að það mætti ekkert gera við
því, ljónin yrðu komin eftir tvo, þrjá
tíma.“
Í þjóðgarðinum gisti hópurinn í
lúxustjöldum sem þau Brynhildur,
Kjartan og Sólveig segja að hafi einn-
ig verið mikil upplifun. Þar hafi ekki
verið neinar girðingar og þau hafi
heyrt í dýrunum á nóttunni. Enginn
hafi farið út úr tjöldunum eftir að
rökkva tók nema vörður fylgdi við-
komandi. Þá varð að gefa vörðunum
merki með flautu, vasaljósi eða í
gegnum talstöð.
Voruð þið ekkert hrædd?
„Nei, ég svaf alla vega svakalega
vel allan tímann,“ segir Sólveig og
hlær. „Í svona ferð er maður bara í
ákveðnum gír, varkár og auðvitað
stressaður en ekkert meira hræddur
í þessum aðstæðum heldur en annars
staðar. Maður var alveg jafn hrædd-
ur bara í umferðinni inni í borg.“
Síðasta daginn í Tansaníu fór hóp-
urinn í aðra safaríferð, í þjóðgarð-
inum Ngorongo. „Þetta er í rauninni
eldgígur sem maður keyrir ofan í og
hann er sneisafullur af dýrum í mik-
illi nálægð,“ segir Sólveig. „Það er
líka mikið af Masai-stríðsmönnum
þarna og mörg Masai-þorp sem hægt
er að heimsækja. Það var mjög
áhugavert að koma þarna og sjá að
fólk skuli lifa við þessar aðstæður.
Þetta var mjög frumstætt. Eiginlega
bara skelfilegt. Kofarnir eru svolítið
mismunandi. Þarna eru huggulegir
leirkofar en svo líka taðkofar. Þetta
var auðvitað sérkennileg upplifun; að
fólk búi við þessar aðstæður en svo sé
bara sjónvarp ekkert langt frá og all-
ir nettengdir.“
Hvað fannst ykkur standa upp úr í
ferðinni?
„Börnin,“ segir Brynhildur. „Þau
voru svo glöð og yndisleg.“
„Þjóðgarðurinn,“ segir Sólveig og
bætir við að hún hefði viljað hafa
meiri tíma. „Ég hefði gjarnan viljað
hafa eina viku í viðbót, við fórum yfir
svo stórt svæði á stuttum tíma.“
Kjartan segir margt eftirminnilegt
úr ferðinni. „Meðal annars það að
liggja í tjaldinu í þjóðgarðinum og
hlusta á dýrin úti í nóttinni, skammt
frá manni. Svo var gaman þegar við
settumst inn á bar, sem var nú bara
bárujárnskofi, og horfðum á íslenska
landsliðið keppa við það nígeríska á
HM. Sjónvarpið var með sólarsellu
sem þurfti að slökkva á í hléinu.“
Hann hlær að minningunni þegar Ís-
lendingarnir þurftu frá að hverfa,
heldur lúpulegir, á meðan Afríku-
menn voru afar kátir.
Brynhildur, Kjartan og Sólveig
segja að heimsóknin hafi haft mikil
áhrif á íslensku krakkana sem hafi
strax farið að velta upp hugmyndum
hvernig þeir gætu lagt sitt af mörk-
um. „Dætur mínar voru dálítið aum-
ar eftir heimsóknina fyrsta daginn í
Little Bees. Það reynir á að geta
bara hjálpað nokkrum börnum en
ekki öllum,“ segir Brynhildur.
„Ég held að krakkarnir hafi upp-
götvað þessi grimmilegu örlög sem
fólk getur átt, hvort sem það eru
krakkar á þeirra aldri eða fullorðið
fólk. Fátækt er eitt, en það er bara
engin undankomuleið þarna,“ segir
Sólveig að lokum.
Öll fjölskyldan samankomin. Frá vinstri til hægri: Axel Ólafsson, Ólafur Jó-
hannsson, Guðrún Halldóra Sveinsdóttir, Bergþór Úlfarsson, Inga Þyri Kjart-
ansdóttir, Kjartan Jónsson, Jónas Hákon Kjartansson, Erlendur Þór Ólafsson,
Gunnhildur Katrín Erlendsdóttir, Brynhildur Jónsdóttir, Elín Halldóra Erlends-
dóttir, Sólveig Jónasdóttir og Inga Sóley Kjartansdóttir fremst.
Brynhildur ásamt kenískri nöfnu sinni. Hún segir að það hafi verið tilfinninga-
þrungin stund þegar hún hitti börnin sem hún er búin að styrkja í mörg ár.
Ljósmyndir/Ólafur Jóhannsson
Í Madoya, einu af fátækrahverf-
um Nairóbíborgar í Kenía, eru
íbúarnir með þeim allra fátæk-
ustu í heiminum. Í miðju Mado-
ya rekur Mama Lucy, sem sjálf er
úr fátækrahverfinu, lítinn skóla
sem nefnist Little Bees.
Skólinn var stofnaður af sjálf-
boðaliðum í nágrenni hverfisins
árið 2001.
Aðstæður voru í upphafi
hörmulegar. Skólinn samanstóð
af litlum bárujárnskofum með
moldargólfum. Í sumum þeirra
voru trébekkir og borð, í öðrum
ekki neitt. Einu kennslugögnin
voru hveitisekkir sem kennar-
arnir höfðu skrifað á en börnin
höfðu hvorki bækur né skriffæri.
Skólp rann í gegnum skólann í
rigningartíð.
Félagasamtökin Vinir Kenía
hófu að styðja við bakið á skól-
anum árið 2006 með því að út-
vega stuðningsforeldra fyrir þau
börn sem mest þurftu á hjálp að
halda. Meðal annars hefur tekist
að safna fyrir byggingu skólahúsa
og lítillar byggingar fyrir börn á
leikskólaaldri, bættri salernis-
aðstöðu, sólarsellum til að hafa
rafmagn í skólanum og krönum
og vöskum fyrir handþvott.
Næg verkefni eru fyrir hendi
en Vini Kenía langar m.a. að
safna fyrir búnaði til að hreinsa
neysluvatn og kaupa kennslu-
gögn og skó fyrir þau börn sem
ekki eiga skó.
Fyrr á árinu hlaut skólinn
verðlaun frá samtökunum Feed
the Children þar sem m.a. er
tekið tillit til þess að ákveðnum
markmiðum um þroska barna
ásamt framförum sé náð, hversu
góð skólasóknin er og hversu vel
tekst að koma í veg fyrir sýk-
ingar.
Brynhildur Jónsdóttir segir að
börnin í skólanum hefðu fá tæki-
færi í lífinu ef ekki kæmi til
stuðningur frá stuðningsfor-
eldrum og velviljuðu fólki. Hún
segir reynslu sína af starfinu hafa
sýnt sér að þetta snúist ekki ein-
ungis um fjárhagslegan stuðn-
ing. Mörg börnin séu munaðar-
laus eða búi við erfiðar
fjölskylduaðstæður þar sem vart
sé hægt að sjá þeim farborða.
„Ég hef orðið þess áskynja að
það veitir börnunum örygg-
iskennd og vellíðan að vita af ein-
hverjum, einhvers staðar, sem
er ekki sama.“
Þeim sem vilja kynna sér starf-
semi Little Bees og hvernig hægt
er að styðja við verkefnið er
bent á Fésbókarsíðuna Vinir
Little Bees.
Börnin í Little Bees-skólanum tóku vel á móti íslenska hópnum sem
heimsótti þau í júní síðastliðnum.
Ljósmynd/Sólveig Jónasdóttir
Little Bees gefur von
15.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29