Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.07.2018, Side 34
LESBÓK Alþjóðlegi sönghópurinn Olga Vocal Ensemble mun koma fram áSumartónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn kl. 17. Þema tón- leikanna er femínismi og bera þeir yfirskriftina It’s a Woman’s World. Olga syngur í Akureyrarkirkju 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.7. 2018 Agnar Már Magnússon píanisti og Andr-és Þór Gunnlaugsson gítaleikari erusaman í ASA djasstríóinu og hafa unn- ið saman í fjölmörgum verkefnum í gegnum árin. Þeir segjast alltaf vera að mana hvor ann- an út í einhverja vitleysu. Um daginn skelltu þeir félagarnir sér til Brooklyn, þar sem þeir tóku upp sína plötuna hvor á tveimur dögum. Spilað með New York-djössurum Andrés: Ég tók upp plötu með trommuleik- aranum Ari Hoenig og bassaleikaranum Or- lando le Fleming, auk Agnars Más. Hoenig kom og spilaði með okkur á djasshátíð 2014, og þegar hann kom svo aftur til landsins fórum við í stúdíó og tókum upp plötuna Ypsilon. Síðan þá hefur mig langað til að vinna aðra plötu með honum og taka hana upp í New York. Ég vildi fá með okkur le Fleming á bassa, en ég hef hlustað mikið á hann og hans plötur. Svo kom það til að Agnar var líka með þá hugmynd að vinna með gítarleikara sem er búsettur í New York. Agnar: Árið 2008 fékk ég hingað til að spila tvo New York-gaura, Bill Stewart og Ben Street, og við tókum upp live tónleikaplötu. Þeir voru mikið að tala um þennan unga norska gítarleikara, Lage Lund. Ég hafði hlustað á hann og þetta stimplaði inn einhverja hugmynd hjá mér. Ég hafði sjálfur búið og starfað í New York og fannst sem Íslendingi forvitnilegt að Norðmaður væri kominn í framvarðasveit New York-djassins, og svona glimrandi fínn gítarleikari. Ég reyndi að fá Lund á djasshátíð til að spila með tríóinu mínu, en það varð ekkert af því. Í því ferli fékk ég styrk til að taka upp með honum, svo ég byrj- aði að þróa hugmyndina að gera dúóplötu, og fór að nauða í Andrési að koma út um leið og ég og við myndum taka upp sína plötuna hvor. Fagmennska í sérhæfingunni - Hvernig tónlist er þetta? Agnar: Þetta er að langmestu leyti ný tón- list eftir mig, og svo tvö eldri númer sem ég ákvað að dusta rykið af. Þetta var tiltölulega róleg plata og jaðrar við að í henni sé klassísk harmonía, en ekki ekta djass og læti. Frekar svona kammerdjass fyrir tvo hljóðfæraleikara. Andrés: Mín plata er bara svolítið mín tón- list, svona eins og ég sem alltaf. Svona lag- rænn en samt módern djass og smá pælingar með ryþmíska hluti og þess háttar. - Af hverju langaði ykkur að taka upp í Brooklyn? Agnar: Ég hafði áður tekið upp í þessu stúd- íói sem heitir Systems Two. Við Kristjana Stefánsdóttir söngkona vorum þarna árið 2005 ásamt tveimur Bandaríkjamönnum, og ég fíl- aði bæði flygilinn svo vel og andrúmsloftið. Það getur verið erfitt fyrir mig að finna stúdíó með hljóðfæri sem ég fíla. Andrés: Mig langaði að fá hljóðmann sem hefur tekið upp plötur sem ég hef hlustað mikið á upp á síðkastið. Ég ráðfærði mig við Ari og við fórum í stúdíó sem heitir Big Orange Sheep og tókum upp þar. Ég renndi alveg blint í sjó- inn með það, en það var æðislegt. Agnar: Maður finnur að þarna er verið að taka upp og spila þessa tegund af tónlist alla daga. Hljóðfærin eru frábær og ákveðin fag- mennska sem snýr að þessari sérhæfingu, og það skilar sér alveg. Þessir músíkantar gera ekki nein mistök, þeir bara mæta og negla tök- una aftur og aftur eins oft og það þarf. Samið með vissa menn í huga -Gætir New York-áhrifa á plötunum? Agnar: Já … ég veit ekki alveg með mig. Þessi músík mín hefur þróast í svolítið sér- tæka átt, en ég held að það að hafa búið þarna og lært skilji óhjákvæmilega mikið eftir sig. Andrés: Já, það má segja það hjá mér, því ég samdi tónlistina með þessa menn í huga sem við vorum að vinna með. Svo ég hugsa að þau áhrif skili sér alveg. Ég var að hlusta á músíkanta sem þessi aðilar vinna með eða jafnvel hlusta á plötur sem eru teknar upp í sama stúdíói eða af sami hljóðmanni. Þannig mótaði ég hugmyndina að verkinu og um leið sannreyndi það sem ég er að gera. - Maður hlýtur að læra mikið af því. Agnar: Algjörlega. Eins og Andrés segir; ef maður er að semja nýja tónlist og veit með hverjum maður er að fara að spila hana, þá fer maður ósjálfrátt að semja músíkina ofan í við- komandi tónlistarmenn og maður heyrir alveg fyrir sér hvaða stíll og hvernig tónlist myndi henta viðkomandi hljómsveit. - Er ekki gaman að fara út fyrir litla ís- lenska djassheiminn? Andrés: Jú, mér finnst það mjög hollt. Agnar: Það eiginlega heldur í manni lífinu að komast út og halda sér virkum, halda áfram og skila einhverju af sér, og ekki síst þegar maður vinnur með nýju fólki sem er spennandi að vinna með. Tónleikar og tímasókn -Hvað var annars gert í New York? Andrés: Við vorum að sjúga upp menn- inguna og fórum m.a. á djasstónleika á Village Vanguard og Smalls og sáum félaga okkar spila. Agnar: Svo fórum við í tíma líka. Ég fór í minn fyrsta klassíska píanótíma í 20 ár. Kenn- arinn tók mig alveg í gegn og sagði að ég hefði verið hugrakkur að koma. Það var geggjað! Svo fór ég líka í tíma til djasspíanóleikara. Maður er farinn að læra hjá fólki sem er miklu yngra en maður sjálfur. - Var þetta endurmenntunarferð í leiðinni? Agnar: Já, í rauninni. Við fengum styrk til þess að fara í tíma og það hjálpaði til við að láta ferðina meika sens. Andrés: Það er svo mikið af rosalega flott- um músíköntum í þessari borg og gaman að geta hitt á þá. Ég fór í tvo tíma en hafði sam- band við átta gaura, en það voru allir að túra út um allan heim. Ég hitti þá bara næst. Þetta gefur manni rosa mikið. Það er frábært að fá innspýtingu hjá mönnum sem eru á hæsta le- vel í þessum geira. Það hjálpar mér með mjög margt sem músíkant og ekki síst sem kennari. Báðir á Jazzhátíð Agnar Már og Lage Lund verða með útgáfu- tónleika 5. september á Jazzhátíð. Þeir koma tvisvar fram í Hannesarholti og einnig á Akra- nesi. Andrés Þór stefnir hins vegar ekki að út- gáfu fyrr en 2019. „Mig langaði að gefa mér lengri tíma í að velja tökur og fínvinna lokaútgáfuna, því ég hef alltaf verið að vinna plötur undir pressu. Ég fæ heldur ekki mína meðspilara til lands- ins á þessu ári. En ég spila dúótónleika á Jazzhátíð með Miro Herak sem er slóvak- ískur víbrafónleikari sem ég var með í námi í Hollandi. Við verðum í Hönnunar- og lista- miðstöð sem er gömlu kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku, auk smá tónleikaferðar um landið.“ Agnar Már og Andrés Þór tóku upp plötur með tónlistarmönnum sem þá hafði lengi langað til að vinna með. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hollt að fá innspýtingu Tveir djassarar skelltu sér til Brooklyn um daginn, soguðu í sig menninguna og tóku upp melódískar ryþmapælingar og kammerdjass. Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is ’ Það eiginlega heldur í mannilífinu að komast út og haldasér virkum, halda áfram og skilaeinhverju af sér, og ekki síst þeg- ar maður vinnur með nýju fólki sem er spennandi að vinna með.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.