Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Blaðsíða 4
Ferðamenn frá ýmsum lönd- um taka sér ferð með Circle Air. „Hingað kemur mest af Bandaríkjamönnum, hugs- anlega vegna þess að kaup- máttur þess fólks er senni- lega meiri en margra annarra, en dollarinn hefur vaxið nokkuð jafnt og þétt með krónunni, en svo eru Indverjar einnig í sókn,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Mikið var um Þjóðverja og Hollendinga framan af en þeim hefur heldur fækkað, eins og farþegum frá Bret- landi og hinum norrænu löndunum. Farþegi í vél Circle Air í vikunni. Farþegar víða að Náttúran tekur á sig ýmsar myndir. Halda mætti að Kjarval hefði verið með pensilinn á lofti í Kverkfjöllum í vikunni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Helstu perlur vinsælar úr lofti Þorvaldur Lúðvík Sigurjónssonsöðlaðu um fyrir nokkrummisserum og stofnaði í félagi við aðra lítið flugfélag um útsýnisflug yfir helstu perlur Íslands. Slíkt flug hefur verið í boði á Norðurlandi en aldrei frá höfuðstað landshlutans. Þorvaldur segir viðtökur hafa verið góðar; svo góðar raunar að fyrirtækið býður ekki upp á útsýnisflug frá Reykjavík í sumar eins og áður held- ur eru báðar vélar Circle Air nú gerð- ar út frá Akureyri. „Við komum aftur suður sennilega í haust, þegar um hægist fyrir norðan,“ segir hann. Þorvaldur Lúðvík segir ein 20 ár síðan hann fór fyrst að velta fyrir sér mögulegu útsýnisflugi, enda lengi verið flugdellukarl og hefur flogið sjálfur síðan hann var 14 ára. „Okkur fannst vanta afþreyingu fyr- ir ferðamenn, ekki síst af skemmti- ferðaskipunum; ég var viss um að margir þeirra vildu fljúga og skoða sig um, sjá allt það besta á Norðaust- urlandi á einum og hálfum klukkutíma í stað þess að eyða heilum degi í rútu. Það fólk sem fer í flug hefur þá meiri tíma til að vera á veitingastöðum, söfn- um eða verslunum og til að skoða sig um; gera þannig meira úr Íslands- heimsókninni.“ Circle Air keypti tvær Airvan- flugvélar og var líka með þyrlu í rekstri í stuttan tíma. „Það voru helst lúxusferðamenn sem höfðu efni á að fara með þyrlu enda þrisvar sinnum dýrara en að skoða sig um úr flugvél og við hættum með þyrluna.“ Hvor vél tekur sjö farþega. „Þær eru sérútbúnar, með stórum dekkjum þannig að hægt er að lenda á óhefð- bundnum flugvöllum, gluggar eru stórir og allir með gluggasæti, þannig að auðvelt er að taka myndir.“ Flugið hófst sumarið 2016 sem nokkurs konar tilraun, en þetta er annað „alvöru“ sumarið og Þorvaldur Lúðvík segir að þrátt fyrir býsna erf- ið ytri skilyrði séu ferðirnar vinsælar ekki síst meðal fólks af skipunum. Með ytri skilyrðum á hann við hve sterk íslenska krónan hefur verið síð- ustu misseri. „Blikur eru þó á lofti og ég held að þetta nái jafnvægi, ekki síst eftir daprar tölur fyrirtækja í kauphöll, samdrátt í tekjum ferða- þjónustunnar og þá er gengissig lík- legt í kjölfarið.“ Hann segir töluvert um að Íslend- ingar geri sér dagamun, „eða gefi flugferð í stórafmælisgjöf; gefi upp- lifun í stað þess að kaupa málverk eða bollastell. Börnin slá jafnvel saman. Hver hefur ekki gaman af því að skoða Öskju, Herðubreið eða Kverk- fjöll úr lofti?“ Circle Air býður upp á ýmsar ferð- ir, í einni er einmitt m.a. flogið yfir þessa staði og þá er lent í Herðu- breiðarlindum, á gömlum flugvelli sem Bandaríkjamenn gerðu þegar geimfarar stunduðu æfingar í ná- grenninu við undirbúning geimferða á sjöunda áratugnum. Þorvaldur Lúðvík segir að þeir hafi lagt í mikla fjárfestingu og það taki tíma að byggja upp reksturinn. „Ferðirnar eru nokkuð dýrar en þá verður stöðugt að bjóða góða þjón- ustu. Viðbrögð hafa verið góð til þessa, til dæmis á Tripadvisor. Við fengum vottun þaðan fyrr í sumar vegna stöðugleika í gæðum þjónust- unnar og ánægju viðskiptavina. Sumir hafa sagt þar að flugið með okkur sé það besta sem þeir gerðu á Íslandi og fólk ætti jafnvel að fara til Íslands þó ekki væri nema bara fyrir flugið! Ég er mjög bjartsýnn og er reyndar alveg viss um að framtíð ferðaþjónustu á Norðurlandi er mjög björt.“ Lengi hefur verið rætt um mögu- leika á beinu flugi milli Akureyrar og útlanda og Þorvaldur Lúðvík segist mjög bjartsýnn á flug Superbreaks næsta vetur milli borga á Bretlands- eyjum og Akureyrar. „Þar er kom- inn flugrekandi sem hefur burði til að sinna þessu á réttan hátt; er með flugvélar við hæfi og rétt þjálfaða flugmenn, sem er að sjálfsögðu nauð- synlegt. Norðurland á gríðarlega mikið inni, ég held að sífellt fleiri séu að uppgötva að Ísland sem ferða- mannaland er ekki bara suðvest- urhornið og Suðurland og kannanir sýna að þeir sem koma aftur til lands- ins fara í auknum mæli út á land.“ Hann segist sannfærður um að innan örfárra ára verði komið á býsna reglubundið flug frá útlöndum til Ak- ureyrar. „Það hefur verið skoðað af mörgum flugrekendum og ég held að það sé bara spurning um hver tekur skrefið. Auðvitað hafa ýmsar bábiljur á köflum hamlað þessari þróun, ekki síst þær heimatilbúnu, en þetta er á leiðinni.“ Eins og fjallað hefur verið um er oft mikill átroðningur á stöðum eins og Gullfossi og Geysi. „Þar er oft mjög þröngt um manninn en annars staðar á landinu eru margar perlur sem mér finnst sjálfsagt að bent sé á. Það er ekki gott til afspurnar ef ferðamönnum finnst svæði liggja undir skemmdum eða telji sig sjá lítið annað en aðra ferðamenn. Opinbert markaðsstarf á und- anförnum árum hefur nær eingöngu snúið að umhverfi Keflavík- urflugvallar og mér finnst tími kom- inn til að Íslandsstofa og aðrir sem þiggja opinbert fé til kynningarmála horfi meira á aðra staði landsins, ekki síst til að skemma ekki þann góða ár- angur sem náðst hefur með ofbeit á sömu staðina sunnanlands.“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson býður upp á útsýnisflug um Norðurland frá Akureyri og eru viðtökur góðar, ekki síst frá farþegum skemmtiferðaskipa. Hann segir löngu tímabært að markaðsstarf snúist meira um aðra staði en suðvesturhornið og Suðurland. 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.7. 2018 ’ Ég er mjög bjartsýnn og er reyndar alveg viss um að framtíð ferðaþjónustu á Norður- landi er mjög björt. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Circle Air INNLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.