Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Blaðsíða 8
Von er á nýrri plötu frá þeim fé- lögum með haustinu. Tónleikarnir, sem fóru fram í Laugardalshöll, voru vel sóttir og fengu mörg GNR-lög að fljóta með, lýðnum til ómældrar ánægju. Í uppklappi kom svo Íslandslagið fræga Im- migrant Song eftir Led Zeppelin. Morgunblaðið/Eggert Myles Kennedy og Slash á tónleikunum í Höllinni á aðventu 2014. Kennedy fór ljómandi vel með GNR-stöffið enda þótt hann sé vitaskuld enginn Axl Rose. Íslashvinurinn góði Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.7. 2018 Ólöf Erla Bjarnadóttir Guðrún Borghildur Valdís Harrysdóttir Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 UPPRUNI Guns N’ Roses var stofnuð í mars 1985, þegar tvær Los Angeles-sveitir runnu saman, Holly- wood Rose og LA Guns. Úr því búið var að sam- eina mannskapinn blasti við að bræða saman nöfnin líka – Guns N’ Roses. Raunar kom fram sú hug- mynd að nefna bandið AIDS en henni var af ein- hverjum ástæðum hafnað. Söngvarinn W. Axl Rose og hryngítarleikarinn Izzy Stradlin komu úr fyrr- nefnda bandinu en sólógítarleikarinn Tracii Guns, bassaleikarinn Ole Beich og trymbillinn Rob Gar- dner úr L.A. Guns. Beich lifði aðeins eitt gigg, Duff McKagan leysti hann af hólmi og eftir að ágrein- ingur reis milli Rose og Guns, þurfti sá síðarnefndi einnig að víkja. Inn kom gamall félagi úr Hollywood Rose, Slash að nafni. Ekki leið á löngu uns þriðji LA Guns-liðinn, Gardner, var á bak og burt líka. Í hans stað kom Steven Adler. Úr? Jú, Hollywood Rose. Það voru þessir fimm, Rose, Slash, McKagan, Stradlin og Adler, sem hljóðrituðu fyrstu breiðskífu GNR og gáfu út 1987 – Appetite for Destruction. Adler hrökk fyrstur úr skaftinu; var sagt upp störfum sökum óreglu árið 1990. Stradlin vék ári síðar af þveröfugum ástæðum; hann þurrkaði sig upp og leist eftir það ekki á það sem blasti við hon- um. Slash fékk nóg árið 1996 og McKagan yfirgaf skipið 1997. Gullaldarlið Guns N’ Roses: Frá vinstri Izzy Stradlin, Steven Adler, W. Axl Rose, Duff McKagan og Slash. Hefði getað hlotið nafnið AIDS W. Axl Rose í essinu sínu á tón- leikum. Rödd hans þykir engri lík. Reuters Faðirinn var myrtur GUNS N’ ROSES Yfirskrift yfirstandandi tónleikaferðar bandaríska málm- bandsins Guns N’ Roses, „Ekki í þessu lífi“, er ekki úr lausu lofti gripin. Í heila tvo áratugi þóttu hverfandi sem engar líkur á því að söngvarinn sér- lundaði, W. Axl Rose, og gítarleikarinn Slash myndu standa aftur saman á sviði. Til þess var ágreiningur þeirra félaga of djúpstæður. En tíminn græðir víst flest sár og eftir tvö ár á túr, sem orðinn er sá fjórði tekjuhæsti í sögunni, leikur ennþá allt í lyndi. Og þess fáum við Íslendingar að njóta á þriðjudag- inn þegar kempurnar sækja okkur heim. Yfir tuttugu þúsund miðar eru seld- ir á Laugardalsvöllinn sem þýðir að um er að ræða fjölmennustu stöku tón- leika Íslandssögunnar. Fleiri sáu poppgoðið Justin Bieber í Kórnum fyrir tveimur árum en það var í tvennu lagi. Og þar af var líklega upp undir helm- ingur ekki á svæðinu í tónlistarlegum tilgangi, heldur til að fylgja og gæta barna sinna. W. Axl Rose er eini maðurinn sem verið hefur í Guns N’ Roses frá því að bandið var sett á lagg- irnar árið 1985 (sjá betur hér að neðan) en úr réttnefndu gullaldarliði hefur ekki bara Slash, heldur einnig bassaleikarinn Duff McKagan sleg- ist í hópinn á ný. Gítarleikarinn Izzy Stradlin hef- ur lýst því yfir að hann hafi ekki haft áhuga á þessum langþráðu endurfundum vegna þess að ekki kom til álita að skipta kökunni jafnt á milli manna. Steven Adler trommari vildi ólmur vera með en það var einfaldlega ekki í boði, nema í hlutverki gests á völdum tónleikum. Það varð til þess að margir móðguðust fyrir hans hönd, þeirra á meðal bróðir hans, sem kallað hefur sveitina öll- um illum nöfnum. En það er líklega aukaatriði í þessu samhengi; allt hverfist um þessa tvo menn, Axl og Slash. Án annars þeirra myndi Guns N’ Roses aldrei draga að sér allar þessar milljónir áhorfenda. Eins og raun ber vitni undanfarin tvö ár. Það eina sem hefði mögulega toppað þá endurfundi, hefði verið ef John Lennon og Paul McCartney hefðu ákveðið að endurreisa sjálfa Bítlana. Og það verður víst ekki úr þessu. Já, fótboltinn kom ekki heim í sumar. En það ætlar tónlistarsagan svo sannarlega að gera. Allir í Dalinn! orri@mbl.is Ekki í þessu lífi! Sameinaðir á ný. W. Axl Rose og Slash á tónleikum í Kaupmannahöfn í fyrra. AFP Guns N’ Roses eins og bandið er skipað árið 2018: Frank Ferr- er, Richard Fortus, Dizzy Reed, Duff McKagan, W. Axl Rose, Slash og Melissa Reese sem er eina konan í sögu bandsins. ’En það erlíklega auka-atriði í þessusamhengi; allt hverfist um þessa tvo menn, Axl og Slash. Án annars þeirra myndi Guns N’ Roses aldrei draga að sér all- ar þessar millj- ónir áhorfenda. ÍSLAND Guns N’ Roses hefur ekki í annan tíma haldið tónleika á Íslandi. Slash stakk hins vegar hér við stafni í desember 2014 ásamt söngvaranum Myles Kennedy og hljómsveitinni The Conspirators, sem hann hefur starfað mikið með undanfarin ár og gerir raunar enn. SÖNGVARINN William Bruce Rose, yngri, fæddist í Lafayette, Indiana, árið 1962. Móðir hans, Sharon Elizabeth Lintner, var aðeins 16 ára og faðirinn, William Rose, eldri, tvítugur. Þau skildu fljótlega eftir að drengurinn kom í heiminn. Lintner gekk þá að eiga Stephen L. Bailey og fékk drengurinn ættarnafn hans. Fram til sautján ára aldurs hélt hann að Bailey væri faðir sinn. Blóðföður sinn hitti hann aldrei aftur en Rose eldri var myrtur árið 1984. Líkið fannst raunar aldrei en meintur morðingi var eigi að síður settur bak við lás og slá. Rose frétti ekki af ódæðinu fyrr en mörgum árum síðar. Nafnið Axl tók hann síðar upp eftir að hafa verið í samnefndri hljóm- sveit í Los Angeles.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.