Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Page 21
Ísey Gréta Þorgrímsdóttir, hótel-
stjóri Reykjavík Konsúlat Hótel.
Ímars var Reykjavík KonsúlatHótel opnað í Hafnarstræti 17-19, en í sama húsnæði var áður
rekið Thomsens magasín allt frá
árinu 1837. Hótelið dregur nafn sitt
af hlutverki Ditlevs Thomsen, sem
samhliða verslunarrekstri gegndi
starfi konsúls fyrir Þýskaland í
Reykjavík frá 1896 til 1915 og átti
stóran þátt í að nútímavæða Reykja-
vík. Ditlev Thomsen var mikill frum-
kvöðull hér í bæ, sinnti bæði inn-
flutningi á margvíslegum varningi
og einnig útflutningi á íslenskum af-
urðum. Einna þekktastur er hann
fyrir innflutning á fyrsta bílnum til
landsins, svokölluðum Thomsen-bíl,
árið 1904. Andi frumkvöðlastarfsemi
Thomsens endurspeglast í hönnun
hótelsins, sem einkennist af fal-
legum sögulegum myndum frá tíma
Thomsen-feðga hér á landi, í bland
við nýja og áður óþekkta erlenda
hönnun.
„Sem konsúll sinnti Thomsen
hlutverki gestgjafa fyrir erlenda
ferðamenn og gilti þá einu hvort þeir
komu frá Þýskalandi eða annars
staðar frá. Hann skipulagði dags-
ferðir um borgina í Thomsen-bílnum
og lengri ferðir á landsbyggðinni
fyrir hópa. Við erum stolt af því að
taka við gestgjafahlutverkinu af
honum og ætlum okkur ekki minni
hluti en hann í þeim efnum,“ segir
Ísey Gréta Þorgrímsdóttir, hótel-
stjóri á Reykjavík Konsúlat hótel-
inu.
Hótelið er hluti af ört vaxandi Cu-
rio-keðju Hilton-hótelanna, en þar
er hvert hótel einstakt og segir sögu.
Í dag eru 52 hótel í keðjunni sem fer
stækkandi í Evrópu.
Í fótspor
frumkvöðuls
Á Reykjavík Konsúlat Hótel er lagt upp úr
gestrisni og framandi hönnun, rétt eins og þýski
konsúllinn Ditlev Thomsen gerði áður fyrr.
Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is
Í notalegri setustofunni og
hótelinu öllu mætast
gamlir og nýir straumar.
Málverk af Thomsen sjálfum, en her-
bergi hótelsins eru prýdd myndum af
honum ásamt fjölskyldu og vinum.
Veitingastaðurinn Gott býður
upp á hollan og gómsætan
mat á viðráðanlegu verði.
22.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Ný kynslóð
málningarefna
SÍLOXAN
Viltu betri endingu?
u Almatta síloxan útimálningin hleypir rakanum út en ekki inn
u Framleiðendur múrklæðninga ráðleggja eindregið síloxan
u Fæst einnig teygjanleg á netsprungna fleti
u Einstök ending á steyptum veggjum
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Veldu betri málningu