Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Síða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Síða 35
22.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 11.-17. JÚLÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Sumar í litla bakaríinuJenny Colgan 2 Vegahandbókin 2018Ýmsir höfundar 3 UppgjörLee Child 4 Independent PeopleHalldór Laxness 5 OfurhetjuvíddinÆvar Þór Benediktsson 6 Sagas Of The Icelanders 7 Mínus átján gráðurStefan Ahnhem 8 Marrið í stiganumEva Björg Ægisdóttir 9 Leyndarmál systrannaDiane Chamberlain 10 NicelandKristján Ingi Einarsson 1 VetrarlandValdimar Tómasson 2 Ljóð muna röddSigurður Pálsson 3 HulduljósÞorvarður Hjálmarsson 4 JarðarberjatunglJúlía Margrét Einarsdóttir 5 Íslensk úrvalsljóð Guðmundur Andri Thorsson valdi 6 Ljóðaúrval – Jónas Hallgrímsson Jónas Hallgrímsson 7 Ég er fagnaðarsöngurÝmsir höfundar 8 Sjötta DavíðsbókDavíð Hjálmar Haraldsson 9 Íslenskar úrvalsstökur Guðmundur Andri Thorsson valdi 10 BónusljóðAndri Snær Magnason Allar bækur Ljóðabækur Gylfi sonur minn hélt að mér Kitchen Confidential eftir hann Anthony Bourdain. Ég hef ekki jafn mikinn áhuga á heimi eldamennsku og kokka og Gylfi, en hann var búinn að segja mér ævin- týralegar sögur úr bókinni og frá erf- iðum örlögum Bo- urdain. Þetta er skemmtilega skrifuð og ævintýraleg sýn inn í þennan New York-eldhúsheim og veitir mér innsýn í eitthvað sem ég hef alls ekkert vit á. Ofsalega skemmtileg bók. Á þessum árstíma er ég alltaf að lesa glænýtt efni í vinnunni þannig að til að hvíla mig finnst mér þægilegt að lesa eitthvað sem ég þekki. Ég er meðal annars með eld- gamalt smásagna- safn, Meinleg örlög: sögur frá Austur- löndum eftir Som- erset Maugham, sem Kristín Ólafsdóttir langamma mín þýddi, sem ég les á þriggja til fjögurra ára fresti. Þetta eru svo fallegar, rólegar og hægar sögur, gerast í allt öðrum heimi og gefa góða mynd af Austurlöndum. ÉG VAR AÐ LESA Guðrún Vil- mundardóttir Guðrún Vilmundardóttir er bókaútgefandi. Sænski lögregluforinginn Fabian Risk tekur að sér mál þar sem bíl er ekið á fleygiferð fram af bryggjusporði á heitum sumardegi í Helsingja- borg. Í bílnum finnst lík af ungum milljóna- mæringi og fljótt á litið virtist mönnum sem hann hafi fyrirfarið sér. Við krufningu kemur aftur á móti í ljós að viðkomandi var látinn áður en bíllinn fór í sjóinn og hafði verið látinn í tvo mánuði, en líkið geymst í frysti á óþekktum stað. Þetta er þriðja bókin í bókaröðinni um Fabian Risk sem Ugla gefur út. Elín Guðmundsdóttir þýddi. Villinorn: Eldraun heitir fyrsta bókin í bóka- flokki Lenu Kaaberbøl um Klöru og baráttu hennar við ill öfl. Þegar Klara verður tólf ára kemst hún smám saman að því að hún býr yfir yfirnáttúrlegum krafti sem skapar henni mikla hættu því ill vera vill ná tökum á henni. Klara lærir að virkja kraftinn hjá Isu frænku sinni, kemst að því að hún er villinorn og ekki líður á löngu þar til hún verður að berjast fyrir lífi sínu í viðureign við hina illu Kímeru. Villinornarbæk- urnar hafa komið út á sautján tungumálum. Angústúra gefur út, Jón St. Kristjánsson þýddi. Norski rithöfundurinn, leikskáldið og tónlistarmaðurinn Frode Sander Øien skrifar reyfara undir listamannsnafninu Samuel Björk og hefur náð góðum árangri á því sviði. Bæk- urnar segja frá lögreglukonunni Mia Krüger og lögregluforingjanum Holger Munch sem birtust Íslendingum fyrst í bókinni Ég ferðast ein. Uglan drepur bara á nóttunni segir frá því er unglings- stúlka sem hefur strokið frá upptökuheimili finnst látin úti í skógi og því líkast sem hún hafi verið myrt í trúarlegri athöfn. NÝJAR BÆKUR Bandaríski mannfræðingurinn Margaret Mead(1901 – 1978) var brautryðjandi í rannsóknum ásamfélögum, í senn merkilegur vísindamaður og fræðari og umdeild fyrir frjálslyndar skoðanir á sam- skiptum kynjanna og eins fyrir einkalíf sitt sem þótti skrautlegt, enda var hún þrígift og átti í ástarsambandi við konu. Bækur hennar um rannsóknir á Suðurhafs- eyjum á þriðja áratug síðustu aldar vöktu mikla athygli fyrir lýsingar á kynhegðun og kynjahlutverkum sem voru á skjön við það sem talið var rétt og viðeigandi á Vesturlöndum og höfðu áhrif á umræðu um réttindi kvenna og frelsi í kynferðismálum. Því ber nafn Margaret Mead á góma að skáldsaga Lily King, sem kom nýverið út á íslensku hjá Ang- ústúru og heitir Sæluvíma, sækir inn- blástur í fund Margaret Mead, Reo Fortune og Gregory Bateson á Sepik- fljóti í Nýju-Gíneu skömmu fyrir jólin 1933. Mead, sem heitir Nell Stone í bókinni, var þá gift Fortune (Fen) og átti síðar eftir að giftast Bankson (Bateson) en bókin snýst einmitt um þann ástarþríhyrning. Bateson, sem er sögumaður bókarinnar að stórum hluta, er að farast úr einmanaleika eins og kemur sterk- lega í ljós þegar hann hittir þau í samkvæmi í héraðs- stjórastöðinni í Angoram: „Hjartað hamaðist í brjósti mér og það eina sem komst að í huga mínum var hvernig ég gæti haldið þeim, hvernig ég gæti haldið þeim hjá mér.“ Honum finnst ekki mikið til Mead koma er hann hittir þau hjónin, finnst hún fíngerð og veikluleg: „Andlit hennar var smágert og stór augun reyklituð eins og litla pokadýrið sem Kiona-börnin höfðu fyrir gæludýr“, en hann hrífst af eldmóði hennar og fræðimannshuganum. Lily King fer frjálslega með staðreyndir í bókinni, enda er hún skáldsaga, en byggir á heimildum, bréfum og bókum. Í viðtali við vefrit Northwestern-háskóla í Chicago segist hún hafa hrifist af Mead þegar hún datt niður á ævisögu hennar nánast fyrir tilviljun og hreifst af konunni sem þar birtist, byltingarkonu og hugsuði sem fannst sitthvað athugavert við samfélagið og það hafi einmitt verið drifkraftur hennar, orðið til þess að mannfræðirannsóknir hennar beindust að því að skoða félagslegar breytingar. Sæluvíma, sem heitir Euphoria á frummálinu, er fjórða skáldsaga King, áður komu The Pleasing Hour (2000), sem hlaut ýmis verðlaun og New York Times taldi með bestu bókum ársins, The English Teacher kom út 2005 og var einnig verðlaunuð og talin með bestu bóm- um ársins af ýmsum vefmiðlum og bókmenntaritum. Þriðja bók hennar, Father of the Rain, sem kom út 2010, var meðal úrvalsbóka ársins hjá New York Times og Publishers Weekly og hlaut fleiri verðlaun. Sæluvímu / Euphoria var ekki síður tekið þegar hún kom út 2014, hlaut ýmis verðlaun og New York Times og Time töldu bókina með tíu bestu bókum ársins. Af byltingarkonu Í skáldsögunni Sæluvímu lýsir Lily King því þegar þrír mannfræðingar hitt- ast á Sepik-fljóti í Nýju-Gíneu og úr verður eldfimur ástarþríhyrningur. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Bandaríski rithöfundurinn Lily King fékk innblástur úr ævisögu Margaret Mead nánast fyrir tilviljun. Mannfræðingurinn Margaret Mead. Einfasa rafmótor 2800 W Sjálfbrýnandi kurlaravals Koma með safnkassa Meðfærilegir og hljóðlátir 45 mm hámarks sverleiki stofna Flottur í garðinn eða í sumarbústaðinn Wolf Garten - Model SDL2800 Greinakurlarar í garðinn eða sumarbústaðinn Öflugur og afkastamikill 9 HP Honda bensínmótor 60 mm hámarks sverleiki stofna Hámarks afköst 2.5 m3 / klst Tilvalinn í sumarbústaðinn Jo Beau - Model M200 ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.