Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Qupperneq 37
Godzilla úr bandarísku myndinni frá 2014. Japanir kvörtuðu undan því hvað
hann var feitur, en stærð og útlit konungsins tekur stanslausum breytingum.
Godzilla: King of the Monsters er
væntanleg á næsta ári, en hún
verður framhald af endurgerðinni
sem kom út 2014 og verður þriðja
bandaríska myndin um þennan
konung skrímslanna. Það er þó
ekki nema brot af því sem heima-
menn hafa framleitt, en upp-
runalega myndaröðin frá Japan
hefur verið samfleytt í gangi frá
1954 og er í dag skráð í heims-
metabók Guinness sem lengsta
samfellda kvikmyndasería heims
með yfir þrjátíu myndir.
Gojira, eins og hún nefnist á
frummálinu, kom fyrst út í Japan
árið 1954. Eðlan er táknmynd
kjarnorkustríðs frá sjónarhorni
Japan, en tröllvaxin stærð hennar
er í myndunum afleiðing geisla-
virkni frá kjarnorkuvopnapróf-
unum. Síðan þá hafa yfir þrjátíu
myndir verið framleiddar í Japan
um eðluna sem þróaðist hægt og
bítandi frá því að vera ógnvæn-
legur skaðvaldur sem leggur borg-
ir í rúst í að vera eins konar vernd-
ari Japan gegn öðrum skrímslum.
Þar má til dæmis nefna tröllmöl-
inn Mothra og hinn þríhöfða King
Ghidorah sem munu birtast í
bandarísku myndinni sem kemur
út á næsta ári. Myndin verður ein
af tveimur sem áætlaðar eru, en
árið 2020 munu Godzilla og King
Kong kljást aftur á hvíta tjaldinu í
fyrsta skipti í meira en hálfa öld.
Japönsku myndirnar voru gefn-
ar út í Bandaríkjunum í talsvert
breyttri mynd. Þar var upp-
runalega myndin talsett og öll
pólitísk ádeila klippt út. Auk þess
var bandarískri persónu bætt við
til að höfða til þjóðarinnar.
Þar lék Raymond Burr á móti
tvíförum karakteranna úr upp-
runalegu myndinni.
Fyrsta Godzilla-myndin sem var
að fullu framleidd í Bandaríkj-
unum kom út árið 1998 þar sem
Matthew Broderick fór með aðal-
hlutverk samhliða eðlunni. Mynd-
in var vinsæl en fékk slæma dóma
frá gagnrýnendum. Mesta óánægj-
an kom frá Japan þar sem starfslið
Godzilla-seríunnar lastaði mynd-
ina hástöfum. Óbeit þeirra á
bandarísku útgáfunni var slík að
eftir að þeir fengu réttindin að
Godzilla úr bandarísku myndinni
settu þeir hana í lítið hlutverk í
myndinni Godzilla: Final Wars,
þar sem upprunalega japanska
eðlan kálaði þeirri bandarísku á
innan við 10 sekúndum.
Önnur endurgerð af Godzilla
var gefin út árið 2014 og fékk betri
dóma, þó að japönskum aðdáend-
um hafi fundist eðlan of feit.
TRÖLLVAXINN FERILL
Konungur skrímslanna
Godzilla á fullu við að leggja Tókýó í
rúst í frumraun sinni frá 1954.
Tröllmölurinn Mothra snýr vængjum
þöndum aftur á næsta ári.
22.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
KVIKMYNDIR Söngkonan Taylor Swift mun
leika í væntanlegri kvikmyndaaðlögun að söng-
leiknum Cats, en auk hennar hafa þau Jennifer
Hudson, Ian McKellen og James Corden einnig
verið ráðin. Myndin verður í leikstjórn Tom Hoo-
per sem fékk Óskarsverðlaun sem besti leikstjóri
fyrir The King’s Speech.
Þetta verður í annað skipti sem söngleikurinn
verður kvikmyndaður, en fyrri myndin sem fram-
leidd var árið 1998 í umsjón höfundarins Andrew
Lloyd Webber fór beint á myndbandaleigurnar. Í
þetta skipti verður því vonandi hægt að sjá þenn-
an vinsæla söngleik í kvikmyndahúsum í fyrsta
sinn.
Swift í kattarham
Ekki er vitað hvaða
kisu Swift mun leika.AFP
TÓNLIST Oasis-bræðurnir Liam og
Noel Gallagher hafa mögulega grafið
stríðsöxina en Liam hefur opinberlega
fyrirgefið Noel á Twitter. Fyrir
skömmu síðan kallaði Liam eiginkonu
Noels norn og sagði að hún væri ástæðan
fyrir því að sveitin næði ekki aftur saman.
Oasis hætti árið 2009 en fram að sveitar-
slitunum var samstarf þeirra enginn dans á
rósum þar sem þeir hafa löngum verið
þekktir fyrir rifrildi sín á sviði. Noel hefur
áður útskýrt að deilur bræðranna hafi byrj-
að eftir að Noel meig fullur yfir splunkunýtt
hljóðkerfi Liams.
Vinir í raun
Í hjarta bæjarins – Þú hýri Hafnar-
fjörður er ný netþáttaröð á vegum
Björgvins Franz Gíslasonar og Óla
Björns Finnssonar. Í þættinum
heimsækja þeir verslanir og menn-
ingarstofnanir í Hafnarfirði og
taka einnig viðtöl við þjóðþekkta
Hafnfirðinga. „Kveikjan að þætt-
inum var þegar ég var á gangi í
Hafnarfirði á sólríkum degi og
furðaði mig á því hvað það væru fá-
ir á ferli á meðan það væri krökkt í
Reykjavík.“ segir Björgvin. „Bær-
inn hefur verið í rosa uppvexti og
fólk hefur jafnvel kallað hann Nott-
ing Hill Íslands. Þættirnir eru okk-
ar leið til að búa til skemmtilegt
efni og vekja athygli á því sem er að
gerast í Hafnarfirði.“
Spurður um heiti þáttanna segir
Björgvin að ástæða sé fyrir að það
skiptist í tvennt. „Ef önnur bæjar-
félög sýna áhuga erum við opnir
fyrir því að heimsækja þau og erum
á sama tíma komnir með skemmti-
legt vörumerki,“ segir Björgvin.
„Það er nóg að gerast í mörgum
bæjarfélögum sem verða oft út und-
an í umræðunni. Það er gaman að
horfa á þætti eins og þá sem Steph-
en Fry hefur verið að gera þar sem
hann heimsækir og skoðar ólíkar
hliðar Bandaríkjanna. Okkur lang-
ar að fara í svipaða átt og taka fyrir
þær gersemar sem ekki allir
þekkja.“
Björgvin og Óli hafa áður unnið í
sjónvarpi, en Björgvin var umsjón-
armaður Stundarinnar okkar. „Mér
þykir æðislegt að vinna í sjónvarpi
og lærði fljótt hvað það væri öfl-
ugur miðill. Netið hefur svo gert
það enn auðveldara að ná til fólks,
svo að það lá beint við að færa sig
þangað. Við Óli höfum verið að búa
til efni fyrir netið og stofnuðum því
kvikmyndagerðina Efnisveitan til
að halda utan um það. Okkur fannst
óþarfi að finna flókið nafn og köll-
uðum þetta frekar það sem það er,“
segir Björgvin og hlær. Þættirnir
verða alls sex, en fyrsti þátturinn er
þegar kominn í loftið og má nálgast
þá á Facebook og á Youtube.
Björgvin Franz heimsækir bernskuslóðir Svölu Björgvinsdóttur í fyrsta þætti.
Í HJARTA BÆJARINS – ÞÚ HÝRI HAFNARFJÖRÐUR
Gersemar sem ekki allir þekkja
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Fullkominn
ferðafélagi
Liam
Gallagher