Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Side 40
SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2018 Listasumar hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem vinsæl tveggja mánaða hátíð á Akureyri. Ballið byrjar um Jónsmessu og lýkur á afmæli bæjarins, Akureyrarvöku, í lok ágúst. Eitt af mörgu eftirtektarverðu í ár er sýning á málverkum Stefáns V. Jónssonar frá Möðrudal, sem notaði listamanns- nafnið Stórval, en 110 ár eru frá fæðingu hans. Uppáhaldsmótív Stórvals var Herðubreið, enda blasir hún við frá Möðrudal, og er fjalladrottningin í mörgum útgáfum á veggjum menningar- hússins Hofs, ásamt ýmsu öðru eftir listamanninn. Í vikunni var sýnd heimildarmynd um Íslandsmeistaralið Þórs/KA í fótbolta kvenna og mikla dramatík þegar til stóð að slíta samstarfi félaganna og í dag, laugardag, er önnur íþrótta- mynd á dagskrá. Eftir Akureyrarmót í frjálsíþróttum á Þórs- velli, klukkan 16.30, verður í félagsheimilinu Hamri sýnd stutt- myndin Stökktu – um afrekskonuna Hafdísi Sigurðardóttur. Gestur í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í gær virðir fyrir sér tvær af mörgum Herðubreiðarmyndum Stórvals. Morgunblaðið/Skapti Stórval og listastökk Hafdís Sigurðardóttir í langstökki á Sauðárkróki um síðustu helgi þar sem hún varð Íslandsmeistari. Ýmissa grasa kennir að vanda á fjölbreyttu Listasumri á Akureyri „Ung stúlka, Jóhanna Sigurð- ardóttir, sem afgreiðir í vöru- bílastöðinni í Grindavík, fékk óvenjulega gjöf í síðustu viku.“ Þannig hófst frétt í Morgun- blaðinu 1. maí árið 1962. Síðan segir: „Um margra ára bil hefur það verið draumur hennar og ósk að eignast sauma- vél. Hafði hún árum saman spar- að í því skyni að fá sér góða vél. Í sl. viku var Jóhanna hér í bænum og ætlaði nú að láta draum sinn um saumavélina rætast. Hún kom í Elna-vélaumboðið, skoð- aði vélar af beztu og dýrustu gerð gaumgæfilega og ákvað sig svo: „Ég ætla að fá þessa vél.“ Og síðan byrjaði hún að telja 9.500.00 kr. fram á borðið. Hún ætlaði ekki að nota sér afborg- unarskilmála. Þá birtist umboðsmaðurinn Árni Jónsson stórkaupmaður og tilkynnti ungfrúnni, að þessi vél væri gjöf til hennar frá umboð- inu hér. Þetta væri 1.000. vélin, sem seld væri síðan innflutn- ingur var gefinn frjáls 1960 og Elna-vélaumboðið opnaði sölu- búð. Áður höfðu selzt um 3.000 vélar. Umboðið vildi minnast þess, og bað stúlkuna að þiggja vélina að gjöf, þakkaði henni fyr- ir að hafa valið Elna-vél, og kvaðst fullviss um að vélin myndi reynast henni vel í alla staði. „Ég hef aldrei átt saumavél áður, en lengi langað til að eignast vél,“ sagði Jóhanna. „Vinkona mín hefur átt Elna-vél í nokkur ár. Sú vél hefur reynzt svo vel, að ég var ákveðin í að fá Elna-vél.“ Tekið er fram að vélin sé al- gerlega sjálfvirk og vélarnar séu í handhægum umbúðum. „Líkist kassinn einna mest ferðaritvél- arkassa.“ GAMLA FRÉTTIN Taldi 9.500 kr. – en fékk vélina gefins Myndin sem var með þessari skemmtilegu frétt í Morgunblaðinu. ÞRÍFARAR VIKUNNAR David Carradine Hollywoodleikari Ricardo Gareca landsliðsþjálfari Perú Samúel Gústafsson prentsmiður og skíðakappi Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði Sumarútsala í fjórumbúðum Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Sumar útsala ALLTAÐ 60% AFSLÁTTUR www.dorma.is VEFVERSLUN ALLTAF OPIN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.