Morgunblaðið - 17.08.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Bamix töfrasproti
Verð 33.900 kr.
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Facebook-hópurinn Íslendingar í út-
löndum – hagsmunasamtök var sett-
ur á laggirnar fyrir um tveimur árum.
Myndar hópurinn eins konar heild-
arvettvang fyrir brottflutta Íslend-
inga eða þá sem eru í slíkum hugleið-
ingum og er fjöldi meðlima í hópnum
rúmlega 5.800.
Stjórnendur hópsins byrjuðu með
þráð innan hópsins fyrir skömmu til
þess að setja saman lista fyrir alla
minni Íslendingahópa á Facebook,
svo fólk ætti auðveldara með að finna
samlanda sína. Í kjölfarið var sá listi
settur yfir á heimskort og þar kemur
í ljós að vart verður þverfótað fyrir
Íslendingafélögum um heim allan,
t.d. hafa 163 Facebook-síður og hópar
Íslendinga í Evrópu og 35 hópar í N-
Ameríku verið merktar á kortið.
Íslendingahópur í Kasakstan
Sérstaka athygli vekur þegar litið
er á kortið að til eru t.a.m. Facebook-
hópar fyrir Íslendinga í Kasakstan,
Íslendinga í Indónesíu og Íslendinga í
Perú. Vafalaust má taka fjölda með-
lima í Íslendingahópum með nokkr-
um fyrirvara þar sem oft sækir fólk í
hópana þrátt fyrir að búa ekki í til-
teknu landi eða heldur sig í hópnum
eftir að hafa flust brott frá landinu
eða borginni, sem Facebook-
hópurinn varðar.
Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Ís-
lands í febrúar sl. eru alls 46.572 ís-
lenskir ríkisborgarar með skráða bú-
setu í útlöndum. Til samanburðar
myndi sá fjöldi gera „samfélagið“ Ís-
lendingar í útlöndum að öðru stærsta
sveitarfélagi landsins. Kópavogsbær
hefur næstmestan íbúafjölda sveitar-
félaga landsins, 35.970 í upphafi árs-
ins. Flestir íslenskir ríkisborgarar
sem búsettir eru í útlöndum búa á
Norðurlöndum eða 62,8%. Þá eru
Kort af Íslendingahópum á netinu
Facebook-hópar Íslendinga sem búsettir eru erlendis eru mörg hundruð Rúmlega 46 þúsund ís-
lenskir ríkisborgarar eru með skráða búsetu í útlöndum Langflestir búsettir á Norðurlöndunum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Samheldni Samfélög Íslendinga í útlöndum halda vel hópinn vegna alls konar tilefna, t.a.m. fyrir knattspyrnuleiki.
Mál sem hópur Íslend-
inga í útlöndum vill laga
» Að erlendir makar geti öðlast
íslenskan ríkisborgararétt þó
búið sé utan Íslands, líkt og
flest önnur vestræn ríki leyfa
» Að missa rétt á námslánum
LÍN eftir þriggja ára búsetu er-
lendis
» Sex mánaða bið eftir að kom-
ast inn í sjúkratryggingakerfið
þegar flutt er aftur til Íslands
» Jafnan aðgang brottfluttra
að úrræðum á borð við lánaleið-
réttingu
fulltrúar hópsins Íslendingar í út-
löndum að reyna að þrýsta á stjórn-
völd um að kortleggja og finna lausn-
ir á vandræðum sem Íslendingar
erlendis glíma við. Eru það vanalega
hlutir sem hægt væri að laga á ein-
faldan hátt.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Nýjar tölur Þjóðskrár Íslands benda
til að ávöxtun af útleigu íbúða í eigu
einstaklinga fari minnkandi. Minni
munur er nú milli Reykjavíkur og
margra þéttbýlisstaða úti á landi en
áður (sjá graf). Ávöxtunin er reiknuð
út frá fasteignamati.
Ari Skúlason, sérfræðingur hjá
Landsbankanum, segir eina skýr-
inguna að fasteignamat hafi verið
vanmetið. Þá hafi verðhækkanir á
fasteignum hafist síðar í Árborg,
Reykjanesbæ, Akranesi og á Akur-
eyri en á höfuðborgarsvæðinu. Með
því að verðið þar hafi hækkað hafi
ávöxtunin minnkað að sama skapi.
Vegna lægra fasteignamats og lægra
fasteignaverðs hafi mælst meiri
ávöxtun úti á landi en í Reykjavík.
Bilið hefur minnkað
„Það hefur dregið í sundur með
vísitölu íbúðaverðs og vísitölu leigu-
verðs á höfuðborgarsvæðinu. Leigu-
verð hefur því ekki haldið í við hækk-
unina á söluverði,“ segir Ari og vísar
til íbúða í fjölbýli.
Fram kemur í nýrri Hagsjá
Landsbankans að eftirspurn fyrir-
tækja eftir íbúðum til útleigu er að
dragast saman. „Það hefur lengi ver-
ið vitað að það er ekki mikið upp úr
leigustarfsemi að hafa. Þeir sem hafa
keypt eignir til útleigu hafa margir
eflaust horft til væntanlegra verð-
hækkana á keyptum eignum. Þau
áhrif eru nú mun minni en fyrir
nokkrum árum. Það kann líka að vera
að leigufélögin telji að markaðurinn
sé mettaður. Þau eru nú með 40%
hlutfall af honum.“
Elvar Orri Hreinsson, sérfræð-
ingur hjá Íslandsbanka, segir þessar
tölur ekki segja alla söguna.
„Þetta er einföld nálgun á ávöxtun
á leigu á íbúðarhúsnæði sem tekur
einungis tillit til leiguverðs sam-
kvæmt þinglýstum kaupsamningum
og þróunar á fasteignamati. Þegar
hlutfall þessara tveggja stærða er
skoðað er til að mynda alfarið horft
framhjá fjármögnunar- og rekstrar-
kostnaði íbúða. Á þennan mælikvarða
er því hægt að túlka lægri ávöxtun
þannig að fasteignamat hafi hækkað
hlutfallslega meira en leiguverð. Öll
túlkun umfram það kallar í raun á
frekari upplýsingar og frekari grein-
ingu,“ segir Elvar Orri.
Gerir reksturinn óarðbærari
Hann segir að ef fasteignaverð
hækki hlutfallslega meira en leigu-
verð megi almennt segja að það, að
öðru óbreyttu, lækki ávöxtun vegna
leigu á íbúðarhúsnæði og geri slíka
starfsemi óarðbærari. „Það er vegna
þess að hærra fasteignaverð eykur
bæði fjármögnunarkostnað – að því
gefnu að skuldsetningarhlutfalli sé
haldið föstu – og annan rekstrar-
kostnað en í einfaldri mynd má gera
ráð fyrir því að rekstrarkostnaður
hækki með markaðsvirði húsnæðis.“
Ávöxtun (prósent, jan. 2011-apríl 2018) 2ja herbergja 3ja herbergja Leiguverð (kr./m2, ársmeðaltal) 2ja herbergja 3ja herbergja
Leiguverð og ávöxtun leigu íbúðarhúsnæðis 2011-2018
Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og Seltj.nes
10%
9%
8%
7%
6%
5%
ávöxtun
ávöxtun
ávöxtun
ávöxtun10%
9%
8%
7%
6%
5%
10%
9%
8%
7%
6%
5%
10%
9%
8%
7%
6%
5%
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
Heimild: Þjóðskrá Íslands
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Akureyri
Kópavogur Reykjanesbær og Suðurnes
Leiguverð
LeiguverðLeiguverð
Ávöxtun leigu
Ávöxtun leigu
Leiguverð á
Suðurnesjum
Leiguverð
Ávöxtun leigu
Leiguverð
Leiguverð
Ávöxtun leigu í
Reykjanesbæ*
*Heildartölur fyrir
Suðurnes vantar
Vísbendingar um minni
ávöxtun af útleigu íbúða
Nýjar tölur Þjóðskrár Sérfræðingar benda á söluverð
Ari
Skúlason
Elvar Orri
Hreinsson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Deiliskipulag sem nú er til lokaaf-
greiðslu hjá Árneshreppi lýtur að
ýmsum undirbúningi vegna fyrir-
hugaðrar Hvalár-
virkjunar, en tek-
ur ekki til
virkjunarinnar
sjálfrar. Vestur-
verk ehf., sem
hyggst byggja
orkuverið, þarf
áður en virkjunin
er fullhönnuð að
láta gera ýmsar
jarðfræðirann-
sóknir og fleira
slíkt en því fylgir að leggja þarf slóða
upp á heiðar, koma upp vinnuað-
stöðu og fleiru.
Aðalskipulagi var breytt
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær er afgreiðsla deili-
skipulagsins langt komin en aðal-
skipulagi Árneshrepps var breytt nú
í vor.
„Þegar þeim rannsóknum sem
framkvæmdaraðili telur nauðsynleg-
ar er lokið verður hægt að taka
næsta skref, það er að vinna að frek-
ari breytingum á aðalskipulagi sveit-
arfélagsins og gera deiliskipulag fyr-
ir virkjunarsvæðið, en það er
forsenda þess að veita megi fram-
kvæmdaleyfi fyrir sjálfri virkjun-
inni. Hvenær að því kemur er undir
framkvæmdaraðila og sveitarfé-
laginu komið,“ segir Ásdís Hlökk
Theodórsdóttir, forstjóri Skipulags-
stofnunar.
Línur í skipulag
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi
Árneshrepps er gert ráð fyrir því að
háspennulína frá virkjun við Hvalá
liggi úr Ófeigsfirði og þaðan suður
Strandir. Áform Vesturverks í dag
eru hins vegar þau að línan fari yfir
heiðar og niður í Ísafjarðardjúp og
þannig fáist meiri orka á Vestfjörð-
um. „Sú færsla er meðal þess sem á
eftir að ganga frá með breytingu á
aðalskipulagi, auk þess sem gera
þarf deiliskipulag fyrir sjálfa virkj-
unina,“ segir Ásdís Hlökk.
Skipulagi breytt
efir rannsóknir
Deiliskipulag nú vegna undirbúnings
Ásdís Hlökk
Theodórsdóttir