Morgunblaðið - 17.08.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 17.08.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is Innblásið af Aalto Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Spennandi tímar eru framundan hjá sjö lundum sem eiga heimili í Sæ- heimum, fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja, en þeir munu næsta vor fá til afnota nýja og stærri sund- laug í nýju safni í gömlu Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum. Merlin Enterta- inment, fyrirtæki sem átt hefur í samstarfi við Vestmannaeyjabæ um athvarf fyrir tvö smáhveli, mjaldra, í bænum mun á næsta ári taka yfir rekstur Sæheima og reka safn í nýju húsnæði í gömlu Fiskiðjunni. Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri Sæheima, segir að aðstaða safnsins til fuglabjörgunar muni stórbatna við flutningana. Algengasta ástæðan fyrir því að lundar fá ævilangt athvarf í Sæ- heimum er að þeir hafi misst hæfi- leikann til að halda vatni frá líkama sínum með náttúrulegri fitu. Séu þeir ekki færir um þetta innan til- tekins tíma má ekki sleppa þeim aft- ur út í náttúruna. „Við höfum mjög lítinn glugga og reynum að koma öll- um út fyrir þann tíma ef mögulegt er,“ segir Margrét Lilja, en þús- undir pysja hafa komið á safnið síð- ustu ár. „Gestir okkar hafa mjög gaman af lundunum. Við nýtum tækifærið og notum þá sem fræðslu- efni, t.d. um að hlýnun jarðar hafi áhrif á lundastofninn og valdi fækk- un. Við komum alls kyns fróðleik áleiðis með þeim,“ segir Margrét Lilja, en hún segir að lundarnir séu eins ólíkir og þeir eru margir. Hæg- ur leikur sé að þekkja þá í sundur. Forvitnir og uppátækjasamir „Þeir eru skemmtilegir, mjög uppátækjasamir og forvitnir, sér- staklega fyrstu árin. Þeir hlaupa hér um allt á eftir flugum, reimum og öllu mögulegu öðru,“ segir hún, en lundinn Sigurbjörg er t.d. ákveðin og kann vel við sig ofan á höfði starfsfólks safnsins og Hafdís hefur gaman af því að skemmta gestum í fuglasal safnsins. Lundarnir eru þó misgæfir og fá frelsi til að athafna sig á safninu. „Sumir vilja helst vera hjá okkur, en aðrir vilja vera í friði og fá það.“ Lundarnir hafa til afnota laug með um sjö tonnum af sjó, en á nýj- um stað fá þeir betri aðstöðu. „Þar fá þeir allavega tíu sinnum stærri sundlaug. Aðstæðurnar munu breyt- ast mikið, bæði fyrir lunda og starfs- fólk,“ segir Margrét Lilja. „Þarna verður fuglabjörgunarmiðstöð og við fáum gjörólíkar og betri að- stæður t.d. til að sjá um olíublauta fugla. „Við erum mjög spennt og lundarnir væru það líka ef þeir vissu af þessu,“ segir hún, en fram- kvæmdir eru hafnar við byggingu laugar fyrir mjaldrana þar sem þeir fara í sóttkví við komuna til Eyja. Síðan er markmiðið að þeir fái at- hvarf í Klettsvík. Tóti, heimsþekktur lundi á safninu, féll frá 30. júlí sl. eftir við- burðaríka ævi. Tóku margir dauða hans mjög nærri sér, en Tóti var einna þekktastur fyrir að hafa klæðst sérsniðnum fótboltatreyjum við hátíðleg tilefni. Var hann nefnd- ur í höfuðið á Þórarni Inga Valdi- marssyni, leikmanni ÍBV. Fólk frá öllum heimshornum hefur vottað samúð á Facebook-síðu Sæheima og birt myndir af sér með Tóta. „Hann var heimsfrægur. Gest- irnir okkar skrifuðu um hann á Trip Advisor, en við auglýstum ekki neitt þannig lagað. Í sumar kom heim- þekktur ljósmyndari frá Ástralíu sérstaklega hingað til að taka af honum myndir,“ segir hún. Henni finnst ólíklegt að skarð Tóta verði fyllt. „Við erum auðvitað með aðrar skemmtilegar týpur, en það er eng- inn eins og Tóti,“ segir hún. Lundarnir fá stærri laug Fjör Tóti og Hafdís, lundar í Sæheimum á góðri stundu með gestum safnsins. Bæði kunnu þau vel við sig meðal fólks. Tóti hefur nú kvatt þennan heim, en Hafdís og sex aðrir lundar eru í Sæheimum.  Merlin tekur við rekstrinum  Enginn fyllir skarð Tóta Ljósmynd/Kristján Egilsson Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Aldrei hafa fleiri stundað sérnám í heimilislækningum á Íslandi en 47 læknar eru nú í slíku námi. 12 sér- fræðingar í heimilislækningum hafa útskrifast á s.l. tveimur árum. Á ára- bilinu 2004 til 2014 útskrifuðust ein- ungis tveir til þrír heimilislæknar á ári að sögn Elínborgar Bárðardótt- ur, kennslustjóra í sérnámi í heim- ilislækningum. Elínborg segir að heimilislækn- ingar hafi orðið til á Íslandi í kring- um 1970 en skipulagt nám í heim- ilislækningum hafi ekki komið til fyrr en um árið 2000. „Heimilislæknar á Íslandi þurfa að hafa lokið grunnnámi og tekið eitt kandídatsár til þess að komast í sér- nám í heimilislækningum en það nám tekur fimm ár,“ segir Elínborg og bætir við að árið 2011 hafi verið hálfgert kreppuástand. Þá hafi verið ákveðið að setja aukið fjármagn til kennslu í heimilislækningum og fjölga plássum í sérnáminu með það að markmiði að úrskrifa 10 sérfræð- inga í heimilislækningum á hverju ári. „Það markmið virðist vera að ganga upp en það mun ekki duga miðað við fólksfjölgun, ferðamenn og innflytjendur. Við höfum fengið lof- orð frá heilbrigðisráðuneytinu um fjármagn til heilsugæslustöðvanna vegna menntunar heilsugæslulækna en stór hluti launagreiðslna til þeirra kemur frá heilugæslustöðvunum. Við erum einnig komin í samband við erlenda aðila um samstarf,“ segir El- ínborg. Að sögn hennar skiptist námið í fræðilegan hluta þar sem hópkennsla fer fram í hverri viku og starfsnám. Ílendast á landsbyggðinni „Það eru tveir námshópar á höf- uðborgarsvæðinu og einn á Akur- eyri. Elínborg telur það gleðilega þróun að nemendum fjölgi á lands- byggðinni þar sem tilhneigingin sé að læknar sem fari í starfsnám á landsbyggðinni ílendist þar,“ segir Elínborg og bætir við að á hverri heilsugæslustöð liggi mikil þekking og fræðsla. Á höfuðborgarsvæðinu séu að jafnaði tveir námslæknar í heimilislækningum á hverri stöð og vel sé fylgst með störfum þeirra. „Ég tel að betri kynning á starf- semi sem fram fer á heilsugæslunni og eðli heimilislækninga geri það að verkum að fleiri hafi áhuga á að starfa þar. Áður fyrr leituðu útskrif- aðir læknar meira í störf á sjúkra- húsum og kynntu sér lítið sem ekk- ert heilsugæslustöðvarnar. Það má einnig segja að á heilsugæslustöðv- unum séu verkefnin fjölbreyttari og læknar í meiri tengslum út í sam- félaginu, sem þeir upplifa jákvætt,“ segir Elínborg og bætir við að vakta- vinna sé mun minni a.m.k á höfuð- borgarsvæðinu og geti því hentað betur fyrir fjölskyldufólk. „Samfélagið er að átta sig á því að það sé þjóðhagslega hagkvæmt fyrir land og þjóð að nýta þjónustu og þekkingu sem er á heilsugæslustöðv- um,“ segir Elínborg og bætir við að í sumum löndum sé ekki boðið upp á heimilislækningar og þeim sam- félögum farnist verr. Metfjöldi í námi í heimilislækningum  47 læknar í sérnámi í heimilislækningum  12 heimilislæknar útskrifaðir á sl. tveimur árum  Sér- nám fimm ár að loknu grunnnámi og kandídatsári  Heimilislækningar þjóðhagslega hagkvæmar Morgunblaðið/Árni Sæberg Lækningar Vinsældir sérnáms í heimilislækningum hafa aukist. Á Grikklandi eru 6,3 læknar starfandi á hverja 1.000 íbúa, en meðaltal OECD- ríkjanna er 3,4 læknar á 1.000 íbúa. Á Íslandi voru 3,8 læknar starfandi á hverja 1.000 íbúa árið 2015. Þetta kemur fram í svari Svan- dísar Svavarsdóttur heilbrigðis- ráðherra við fyrirspurn Ólafs Ís- leifssonar um heimilislækna á Íslandi og ráðningar heilsu- gæslulækna á landsbyggðinni. Í svarinu kemur fram að á Norður- löndunum hafi fjöldi íbúa á hvern heimilislækni verið mestur á Ís- landi, 1.732, en minnstur í Nor- egi, 795 á hvern heimilislækni. 1.732 á hvern heimilislækni LÆKNATÖLFRÆÐI Með mikilli lækkun tyrknesku lírunn- ar kann ferðamannastraumur til Tyrk- lands að aukast. Það bætist við vax- andi vinsældir landa fyrir botni Miðjarðarhafs sem hafa liðið fyrir óróa síðustu ára. Gunnar Már Sigurfinnsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, segir neikvæð áhrif arab- íska vorsins að ganga til baka. Þá skipti veiking gjaldmiðlanna líka máli. „Síðustu misseri hefur kviknað áhugi á svæðum sem fóru af kortinu fyrir nokkrum árum. Í kjölfar hryðju- verka og arabíska vorsins var óróa- samt í mörgum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Fólk hætti því að ferðast þangað. Þar má nefna Jórd- aníu, Marokkó og fleiri lönd sem liðu mjög fyrir þessa breytingu sem varð í heiminum. Túnis er líka gott dæmi.“ Fóru ekki til Egyptalands Gunnar segir ferðaþjónustuna í Egyptalandi líka hafa farið í öldudal í svolítinn tíma. „Vestur-Evrópubúar fóru ekki þangað. Þá opnaðist tækifæri fyrir lönd eins og Ísland og Írland og fleiri lönd í Skandinavíu. Straumur ferða- manna þangað jókst. Við höfum notið góðs af því. Nú heyrum við hins vegar fréttir af því að eftirspurnin sé að aukast mikið í löndum á borð við Jórdaníu og Marokkó. Ferðamenn fara meira þangað. Það er enda ekki álitið eins hættulegt og áður. Þegar ógn steðjar að minnkar heimurinn. Þótt þessi lönd séu vissulega ólík Ís- landi er markhópurinn sem sækir þau heim í mörgum tilfellum sá sami og sækir Ísland heim. Þetta er fólk sem er að sækjast eftir upplifun og einstökum stöðum sem hafa upp á eitthvað sérstakt að bjóða, líkt og ís- lenska náttúran hefur getið sér gott orð fyrir.“ baldura@mbl.is Ferðamenn horfa nú í suður  Hrun tyrknesku lírunnar hefur áhrif Morgunblaðið/Eggert Ferðaþjónusta Farþegar bíða eftir flugi á Keflavíkurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.