Morgunblaðið - 17.08.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 17.08.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 S: 555 0800 · Fornubúðum 12 · Hafnarfirði · sign@sign.is · facebook.com/signskart WWW. S I G N . I S PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Við erum öll sammála um mikilvægi innri markaðarins. Það að hafa að- gengi að 500 milljón manna markaði með sameiginlegar reglur og staðla fyrir inn- og útflutning er gríðarlega mikilvægt til þess að skapa sanngjörn samkeppnisskilyrði. Þetta skiptir bæði efnahagskerfi Íslendinga og Norðmanna máli,“ segir Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, spurð um framtíðarhorfur samningsins um evrópska efnahags- svæðið í ljósi útgöngu Breta úr Evr- ópusambandinu. Søreide var á Íslandi vegna vinnu- ferðar og átti hún meðal annars fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utan- ríkisráðherra þar sem til umræðu voru samvinna Norðurlandaþjóða, málefni norðurslóða og evrópska efnahagssvæðið. „Við höfum öll hag af því að finna farsæla lausn í málinu [Brexit]. Það er hins vegar erfitt að vita með vissu hvað gerist næst. Bretar og Evrópu- sambandið verða að komast að sam- komulagi fyrst þannig að hægt verði að meta hver næstu skref verða,“ segir Søreide. Hún telur Íslendinga og Norðmenn hafa sameiginlega hagsmuni af því að ekki skapist óvissa um innri markaðinn og að hann sundrist ekki. Seinagangur „Við höfum einnig áhyggjur af því hversu hægt gengur að semja milli Bretlands og ESB þar sem það fyr- irkomulag sem á endanum verður mun ráða forsendum viðskipta og samstarfs milli EFTA og Bretlands,“ staðhæfir ráðherrann. Hún segir norska utanríkis- ráðneytið vinna út frá ólíkum líkönum sem endurspegla mögulega þróun í tengslum við Brexit. Þessi líkön segir ráðherrann byggjast bæði á for- sendum um að fáar breytingar verði á skipan mála milli Bretlands og Evr- ópusambandsins og að þær verði miklar. „Við erum einnig að vinna út frá þeirri stöðu sem gæti komið upp ef enginn samningur yrði gerður milli Breta og ESB, þótt það kunni að vera ólíkleg niðurstaða. Kjarni málsins er að vera undir það búin að takast á við þær áskoranir sem verða,“ bætir Sø- reide við. Mikilvæg samstaða þjóða „Það er grundvallaratriði að vest- rænar þjóðir standi saman í fordæm- ingu brota gegn þjóðarrétti af hálfu Rússa. Slíkt hefur í för með sér fórn- arkostnað fyrir öll ríki, sem við verð- um að vera reiðubúin til þess að taka á okkur,“ segir Søreide um áhrif við- skiptabanns Rússa. „Þegar ríkir ófyr- irsjáanleiki í heiminum þar sem sífellt fleiri ákveða að beita valdi í stað sann- færingarmáttar verðum við sem trú- um á þjóðarréttinn að rísa upp,“ bæt- ir hún við. Ráðherrann segir Noreg hafa lagt aukna áherslu á að vekja athygli NATÓ á Norður-Atlantshafi meðal annars vegna aukinnar hernaðar- uppbyggingar Rússa á Kólaskaga. „Þetta þýðir þó ekki að við lítum svo á að Rússar ógni Noregi eða NATÓ hernaðarlega. Hins vegar erum við að sjá aukin umsvif og ágengari utanrík- isstefnu, svo sem fleiri hernaðar- æfingar og flóknari æfingarmynstur. Til að mynda hafa verið fram- kvæmdar í auknum mæli æfingar með árásarsviðsmyndir sem við höf- um ekki séð í mörg ár,“ segir Søreide. Hún tekur fram að tekist hafi að auka áhuga NATÓ á Norður- Atlantshafssvæðinu í samstarfi við Bretland, Ísland og Bandaríkin. Vilja orkupakkann Þriðji orkupakki Evrópusam- bandsins var umdeildur þegar hann var samþykktur á norska stórþinginu í vor og stendur til að hann verði lagð- ur fyrir Alþingi í haust. Spurð hvort hún hafi rætt orkupakka sambands- ins og hvað felist í því ef Íslendingar skyldu hafna tilskipuninni á fundi sín- um með utanríkisráðherra Íslands svarar Søreide því játandi. „Ég ræddi þetta á fundi mínum með Guðlaugi og á fundi með þing- mönnum. Það er mikilvægt fyrir mig að koma því á framfæri að norska stórþingið hefur samþykkt þessa til- skipun. Fyrir okkur er mikilvægt að tilskipunin sé tekin upp í EES- samninginn, þar sem við nú þegar er- um hluti af evrópskum orkumarkaði. Það er ákveðin hætta fyrir okkur ef hún myndi ekki öðlast gildi,“ stað- hæfir hún. Að sögn ráðherrans var umræðan í Noregi nokkuð erfið. „Það voru margar mýtur um málið. Margir héldu því fram að með því að sam- þykkja þriðja orkupakkann myndum við missa yfirráð yfir orkuauðlindum og orkustefnu landsins, þetta var auð- vitað ekki rétt. Noregur myndi aldrei afsala sér þessum rétti.“ Søreide segir rétt að taka um- ræðuna um málefni af þessu tagi enda þurfi að meta hvort afleiðingar nýrrar löggjafar séu jákvæðar eða neikvæðar. Slík umræða þurfi þó að byggjast á staðreyndum málsins. Leitar sameiginlegra lausna  Ísland og Noregur hafa sameiginlega hagsmuni í Brexit  Þriðji orkupakki Evrópusambandsins skiptir Norðmenn miklu máli  Samstaða vestrænna ríkja gagnvart Rússlandi mikilvæg Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Utanríkismál Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, var á Íslandi í vinnuferð og hitti utanrík- isráðherra og þingmenn til þess að ræða meðal annars samstarf Norðurlanda og EES. Miðflokkurinn tapaði tæplega 16 milljónum króna sam- kvæmt útdrætti úr ársreikningi sem hefur verið skilað inn til Ríkisendurskoðunar. Rekstur flokksins var 27,5 millj- ónir en tekjur um 11,8 milljónir. Miðflokkurinn skuldaði 17,2 milljónir við síðustu áramót. Framlög lögaðila til flokksins námu 6,9 milljónum, en átta fyrirtæki styrktu flokkinn um hámarksupphæð, eða 400 þúsund krónur. Framlög frá einstaklingum námu um 1,9 milljónum króna og voru samtals framlög til flokksins því 8,8 milljónir auk 3 milljóna króna framlags frá ríkinu. Merki Miðflokksins. Miðflokkurinn skuldar 17 milljónir Ine Marie Eriksen Søreide er 42 ára og hefur langan stjórn- málaferil að baki, en fyrsta embætti hennar fyrir flokkinn Høyre hlaut hún 1995 í Tromsö. Hún var fyrst kjörin á þing 2001 fyrir sama flokk í Ósló- arkjördæmi. Þá hlaut hún embætti varn- armálaráðherra 2013. Søreide gegndi því embætti þar til 2017 þegar hún tók við sem utanríkisráðherra. Reynslumikil UM RÁÐHERRANN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.