Morgunblaðið - 17.08.2018, Page 12

Morgunblaðið - 17.08.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍFInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is D önsk viðhaldslítil lík- amsræktartæki með skandinavískt útlit prýða tíu hreyfi- og hreystigarða á Reykja- nesi og á höfuðborgarsvæðinu. Tækin eru til ókeypis afnota fyrir almenn- ing. Þau þurfa ekki rafmagn heldur eru knúin áfram af líkamshreyfingum notenda. Þetta segir Björgvin Jón- asson, umboðsmaður dönsku þrek- og líkamsræktartækjanna frá No- well. Björgvin segir fjóra garða í Reykjanesbæ og sá fyrsti hafi verið tekinn þar í notkun árið 2012. Tveir garðar séu í Kópavogi, annar í Foss- vogi og hinn á Vatnsenda. Einn garð- ur við Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, einn í Bríetartúni í Reykjavík og ver- ið er að setja upp tvo garða í Garða- bæ. „Ég kynntist þessum görðum í Danmörku og ég og konan mín, Sig- urbjörg Gunnarsdóttir, sóttumst eftir að fá umboð fyrir tækin á Íslandi, sem var auðsótt mál. Í Danmörku eru milli 200 og 300 garðar og 1.000 um allan heim,“ segir Björgvin og bætir við að fleiri sveitarfélög séu að skoða málin. Björgvin segir garðana vera heilsuhvetjandi skemmtilega hreyf- ingu utandyra og ókeypis heilsurækt. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykja- nesbæjar, segir að það séu hreysti- garðar í fjórum af fimm hverfum Reykjanesbæjar. „Við erum með tæki í skrúðgörð- unum í Keflavík og Njarðvík, Í Kóp- unni og á Ásbrú. Ég fékk þessa hug- mynd þegar ég sá hreystigarða á netinu en upphaflega hugmyndin var að gera heilsustíga,“ segir Guðlaugur sem telur að hreystigarðanir nýtist betur. „Það er hægt að byrja upphitun og taka styrktaræfingar í garðinum, ganga eða hlaupa í kjölfarið og koma til baka til þess að teygja,“ segir Guð- laugur. Hann segir að tækin séu við- haldslétt og að sínu mati vel nýtt. „Ég sé hreystigarðinn í skrúð- garðinum út um skrifstofugluggann minn. Það er mikið af eldra fólki sem nýtir sér tækin í honum fyrir létta hreyfingu og teygjur.“ Guðlaugur segir að töluverð skemmdarverk hafi verið unnin á tækjunum í upphafi en þau fái frekar að vera í friði nú. Fjölmörg sveit- arfélög hafi sýnt hreystigörðunum áhuga og komið og kynnt sér þá. Garðar á krossgötum Kári Jónsson, íþróttafulltrúi Garðabæjar, segir að nú þegar séu íbúar farnir að nýta sér nýjan hreystigarð við Arnarneslæk. Annan garð sé verið að taka í notkun á Sunnuflöt en framkvæmdir við garð á Álftanesi séu ekki hafnar. „Við setjum garðana upp á krossgötum við stígakerfi bæjarins þar sem sem göngu- og hjólastígar mætast. Hugmyndin með því er að fólk geti stoppað og gert styrktar- og þolæfingar eða teygt að lokinni hreyf- ingu. Tækin eru ætluð fyrir fullorðna á öllum aldri,“ segir Kári og bætir við að auk þess sem hann sjái fólk nýta sér hreystigarðana hafi borist jákvæð skilaboð frá íbúum Garðabæjar um framtakið. Útilíkamsrækt í hreystigörðum Fimm sveitarfélög hafa sett upp hreystigarða fyrir íbúa sína. Í görðunum, sem eru úti og ýmist kall- aðir hreyfi- eða hreysti- garðar, eru tæki til þol-, styrktar- og teygjuæfinga. Ókeypis er í tækin, sem ætluð eru fullorðnum. Ljósmynd/Óli Haukur Hreystigarður Ungur maður teygir á og æfir styrk og þol í líkamsrækt- artæki í einum af hreystigörðunum sem Reykjanesbær hefur sett upp. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Líkamsrækt Garðabær er að taka í notkun tvo nýja hreystigarða. Aðstaðan í þeim er góð og ekki skemmir fallegt útsýni við Arnarneslækinn fyrir. Ís með minnst 20 nýjum og framandi bragðteg- undum verður á boð- stólum á Ísdeginum sem Kjörís í Hveragerði stend- ur fyrir á morgun, laugar- dag, jafnhliða því sem bæjarhátíðin Blómstrandi dagar er haldin. „Ísdagur- inn er hátíð þar sem okk- ur gefst frábært tækifæri til að komast í samband við viðskiptavini okkar,“ segir Guðrún Hafsteins- dóttir, markaðsstjóri Kjör- íss. Meðal þess sem fólki gefst kostur á að bragða á er ís í raspi, með trufflu- sveppum og lakkrísfyll- ingu og svo er það ís- lenskur fullveldisís – eins og vera ber á því herrans ári 2018. „Fullveldisísinn er dún- mjúkur með karamellum og súkkulaði, einmitt því sem Íslendingum finnst best. Margt af því sem við kynnum á þessum degi köllum við ólíkindabrögð; það er ís með bragðtegundum sem fara aldrei í sölu. Annað erum við að prófa okkur með og athuga hvernig fólki líkar,“ segir Guðrún um Ísdaginn, sem stendur frá kl. 13 til 16. Alls eru um 200 tegundir af ís í framleiðslu hjá Kjörís; svo sem frost- pinnar, toppar, tertur, rjómaís, blönd- ur sem seldar eru úr ís og svo mætti áfram telja. Hefur tegundunum fjölg- að eftir því sem árin líða og sífellt er verið að brydda upp á nýjungum í framleiðslu og starfsemi. Þorri starfsmanna Kjöríss, sem yfir sum- arið eru um 80 talsins, kemur að Ís- deginum. Einnig blanda sér í leikinn ýmsir listamenn, svo sem Gói, Salka Sól, Ingó veðurguð, Latibær og Abba- systurnar Rakel og Hildur. Ísdagurinn er hluti af Blómstrandi dögum í Hveragerði Fullveldisísinn er dúnmjúkur Ísfólk Guðrún Hafsteinsdóttir og Brynjólfur Þór Eyþórsson með frostpinna beint af færibandinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.