Morgunblaðið - 17.08.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is
Allir vilja koma að sumarbústaðnum sínum eins og þeir skildu við
hann og tryggja öryggi sitt og sinna sem best. Öryggisbúnaður, eins
og lásar, þjófavarnarkerfi, reykskynjarar og slökkvitæki, fæst í
miklu úrvali í Vélum og verkfærum.
Öryggi í sumarbústaðnum
Blaupunkt SA2700
Þráðlaust þjófavarnarkerfi
• Fullkominn GSM hringibúnaður
• Hægt að stjórna með Connect2Home-appi
• Boð send með sms eða tali
• Viðbótarskynjarar og fjöldi aukahluta fáanlegir
Verð: 39.990 kr.
OLYMPIA 9030
Þráðlaust þjófavarnarkerfi
• Mjög einfalt í uppsetningu/notkun
• Fyrir farsímakort (GSM)
• Hringir í allt að 10 símanúmer
• Allt að 32 stk. skynjarar
• 2 stk. hurða/gluggaskynjarar og fjarstýring fylgir
• Fáanlegir aukahlutir:
viðbótarfjarstýringar, glugga/hurðaskynjarar,
svæðisskynjarar PIR, reyk- og vatnsskynjarar.
Verð: 13.330 kr.
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
GENUINE SINCE 1937
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Skólataska, pennaveski, vetrarfatn-
aður, skólaferðir, greiðsla fyrir
íþrótta- og tómstundastarf. Að
mörgu er að hyggja í byrjun skóla-
árs, útgjöldin geta verið umtalsverð
og stundum meiri en foreldrar
grunnskólabarna ráða við. Hjálpar-
starf kirkjunnar safnar nú fyrir
verkefninu Ekkert barn útundan!
en tilgangur þess er að aðstoða þá
sem eiga erfitt með að ná endum
saman við þessi útgjöld. Í fyrra
fengu um 300 börn og ungmenni
styrki úr verkefninu, sem nú fer af
stað annað árið í röð, en að sögn Sæ-
dísar Arnardóttur, félagsráðgjafa
hjá hjálparstarfinu, hefur aðstoð
sem þessi verið veitt þar í mörg ár
þó að sérstök söfnun hafi ekki farið
fram fyrr en á síðasta ári. Á síðasta
starfsári fengu 53 börn og unglingar
undir átján ára aldri styrk til
íþróttaiðkunar, tónlistarnáms og
tómstundastarfs og 50 ungmenni í
framhaldsskólum fengu aðstoð við
greiðslu á skólagjöldum og/eða við
bókakaup. Þá fengu foreldrar 186
grunnskólabarna víðsvegar á land-
inu aðstoð vegna kaupa á skóla-
gögnum, en nú er minni þörf á því
þar sem mörg sveitarfélög greiða nú
námsgögn fyrir grunnskólabörn.
„En það þýðir ekki að þörfin sé
ekki lengur fyrir hendi, því það er
svo margt annað en námsgögn sem
þarf að huga að í skólabyrjun,“ segir
Sædís. „Fatnaður, útiföt, skór, tóm-
stundir og ýmis búnaður sem þeim
fylgir, skólatöskur og margt annað.
Svo er talsverð þörf fyrir aðstoð við
foreldra framhaldsskólanemenda,
sérstaklega þeirra sem eru að byrja
í framhaldsskóla, því þau eiga engar
bækur sem þau geta selt á skipti-
bókamörkuðum.“
Að sögn Sædísar er talsvert um
að haft sé samband við hjálpar-
starfið mörgum vikum áður en skól-
arnir byrja á haustin. „Fólk kvíðir
Morgunblaðið/Hari
Félagsráðgjafi Að sögn Sædísar Arnardóttur fengu á þriðja hundrað barna
og ungmenna aðstoð frá hjálparstarfinu vegna skólabyrjunar í fyrra.
Ekkert barn verði útundan
vetrinum. Það kannski rétt nær
endum saman og kvíðir öllum auka-
útgjöldum og að geta hugsanlega
ekki veitt börnunum sínum það sem
þeim er nauðsynlegt,“ segir Sædís.
Stefnan sett á sex milljónir
Stundum hafa prestar milligöngu
um aðstoðina, einkum fyrir fólk utan
höfuðborgarsvæðisins, en þeir sem
hafa tök á að sækja um hana sjálfir
koma yfirleitt til viðtals hjá félags-
ráðgjöfum hjálparstarfsins með
gögn sem sýna fram á tekjur og í
kjölfarið er farið yfir stöðuna og
þörfin metin. Á mánudaginn á milli
klukkan 13 og 15 verður þar opið
hús en einnig er hægt að hafa sam-
band og bóka viðtal.
Sædís segir að ekki sé tiltekin há-
marksupphæð aðstoðar, fjölskyldur
séu misbarnmargar og aðstæður
fólks afar mismunandi.
Í söfnuninni í fyrra safnaðist sex
og hálf milljón. „Það var hægt að
gera heilmikið fyrir þá peninga,“
segir Sædís og segir að stefnan sé
sett á a.m.k. sex milljónir í ár. „Að-
stoð sem þessi skiptir þá sem þurfa
hana öllu máli. Það er bara þannig.
Það má ekkert barn verða út-
undan.“
Kostnaður við skólabyrjun er þungur baggi á mörgum heimilum Foreldrar kvíða því að geta
ekki veitt börnum sínum það sem þau þurfa Hjálparstarf kirkjunnar er með söfnun í annað sinn
Héraðssaksóknari hefur ákært tvítugan mann fyrir sérstaklega hættulega
líkamsárás í Kjarnaskógi við Akureyri árið 2016. Maðurinn er sagður hafa
stungið annan mann tvisvar með þeim afleiðingum að slagæð og bláæð í
læri fórnarlambsins fóru í sundur. Maðurinn missti mikið blóð og var talinn
í lífshættu en unnusta hans bjargaði honum með því að búa um sárið. Var
hann síðan fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið. Saksóknari fer
fram á að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostn-
aðar og brotaþoli krefst þess að ákærði greiði sér tæpar fjórar milljónir í
skaða- og miskabætur. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur áður ákært
manninn fyrir brot á vopna- og fíkniefnalögum.
Ákærður fyrir hættulega árás í Kjarnaskógi
Hildur Oddsdóttir er í hópi þeirra
sem hafa notið góðs af aðstoð
Hjálparstarfs kirkjunnar í skóla-
byrjun. „Ég leitaði fyrst til þeirra
þegar strákurinn minn var í grunn-
skóla og fékk þá aðstoð við bóka-
kaup, að kaupa skólatösku og fatn-
að og síðar við að borga æfinga-
gjöldin hans í íþróttum,“ segir
Hildur, sem er öryrki. Hún hefur
ekki verið á vinnumarkaði um
skeið og hefur þurft að nýta öll úr-
ræði sem henni hafa boðist til að
ná endum saman.
Nú er sonur hennar kominn í
framhaldsskóla, því fylgir tals-
verður kostnaður sem Hildur hefur
ekki tök á að mæta. „Ég reiknaði
saman hvað bækurnar hans kosta
og það er vel yfir 50.000 krónur,“
segir Hildur.
Pilturinn æfir handbolta og að
sögn Hildar dugar frístundakort
borgarinnar eingöngu fyrir æfinga-
gjöldum fyrir hluta ársins. „Hann
er líka kominn í efri flokka og því
fylgja æfingaferðir og ýmis annar
kostnaður,“ segir Hildur.
Hún segir að sú aðstoð sem hún
hefur fengið frá Hjálparstarfi kirkj-
unnar og öðrum hjálparsamtökum
hafi skipt sköpum í lífi þeirra
mæðginanna og varðandi velferð
sonar hennar. „Ef þessi aðstoð
væri ekki til staðar hefði strákur-
inn minn ekki náð svona langt.“
Aðstoðin hefur skipt sköpum
HILDUR HEFUR NOTIÐ HJÁLPARSTARFS KIRKJUNNAR
Hildur Oddsdóttir „Ef þessi aðstoð væri ekki til staðar hefði strákurinn minn ekki náð
svona langt,“ segir Hildur, sem hefur þurft á aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar að halda.