Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 17

Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Um 350 blöð í Bandaríkjunum tóku höndum saman í gær til að verjast árásum Donalds Trumps forseta á fjölmiðla og birtu forystugreinar um mikilvægi frjálsra fjölmiðla fyrir lýð- ræðið. Dagblaðið The Boston Globe reið á vaðið í vikunni sem leið með því að lofa að birta slíka forystugrein og hvetja önnur blöð til að gera það einnig. „Bandaríkin eru núna með forseta sem hefur búið til þá möntru að fjölmiðlamenn sem styðja ekki grímulaust stefnu ríkjandi valdhafa séu „óvinir þjóðarinnar“,“ sagði í for- ystugrein blaðsins. „Þetta er ein af mörgum lygum forsetans.“ Að sögn The Boston Globe geta árásir forseta Bandaríkjanna á fjöl- miðla einnig orðið til þess að leiðtog- ar á borð við Vladimír Pútín Rúss- landsforseta og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta segi frjálsum fjölmiðlum stríð á hendur undir því yfirskyni að þeir séu „óvin- ir þjóðarinnar“. Blaðið skírskotaði til ítrekaðra yfirlýsinga Trumps um að fjölmiðlar sem hafa birt gagnrýni á stefnu hans séu „falsfréttamiðlar“. „Falsfrétta- miðlarnir (nytimes, NBCNews, ABC, CBS, CNN) eru ekki óvinir mínir, heldur óvinir bandarísku þjóð- arinnar!“ tísti hann til að mynda á Twitter í febrúar á síðasta ári. Talar eins og Stalín Þegar forsetinn notaði orðin „óvinir þjóðarinnar“ um fjölmiðlana í fyrsta skipti vakti það hörð viðbrögð, jafnvel meðal forystumanna repú- blikana. „Herra forseti, hættu að ráðast á fjölmiðlana,“ skrifaði t.a.m. John McCain, öldungadeildarþing- maður frá Arizona, í grein í The Washington Post. „Hvort sem Trump veit það eða ekki fylgjast leiðtogar annarra ríkja grannt með þessum tilraunum hans og eru þegar farnir að nota orð hans sem átyllu til að þagga niður í fjölmiðlum, einum af máttarstólpum lýðræðisins.“ Annar repúblikani í öldungadeild- inni, Jeff Flake, tók í sama streng í ræðu á þinginu. „Herra forseti, það er vitnisburður um ástand lýðræðis- ins í landi okkar að forsetinn okkar notar orð sem Jósef Stalín viðhafði til að lýsa óvinum sínum, eins og al- ræmt er,“ sagði Flake. „Þegar ráða- maður segir allan fréttaflutning, sem hentar honum ekki, vera „falsfréttir“ ættu menn að vera tortryggnir í garð hans en ekki fjölmiðlanna.“ Hættulegt lýðræðinu Trump hefur notað orðið „fals- fréttir“ oftar en 280 sinnum í tístum á Twitter og eru yfirlýsingar hans um meint samsæri „óvina þjóðarinn- ar“ gegn sér orðnar svo algengar að engu er líkara en fólk sé farið að líta á þær sem eðlilegan þátt í starfi for- seta Bandaríkjanna. Málsvarar frjálsra fjölmiðla segja að árásir forsetans á þá grafi undan því hlutverki þeirra að veita valdhöf- unum aðhald og stjórnarskrár- ákvæði sem á að tryggja frelsi fjöl- miðla. The New York Times, sem hefur oft verið skotspónn forsetans, sagði í forystugrein sinni að fólk hefði rétt til að gagnrýna fjölmiðlana, t.a.m. þegar þeir færu rangt með stað- reyndir. „En að halda því statt og stöðugt fram að sannindi sem mönn- um líkar ekki séu „falsfréttir“ er hættulegt aflvaka lýðræðisins. Og það að kalla blaðamenn „óvini þjóðarinnar“ er hættulegt, punktur.“ Á meðal fjölmiðlanna sem gagn- rýndu árásir forsetans eru flest af stærstu dagblöðum landsins en einn- ig mörg staðarblöð, m.a. í ríkjum þar sem Trump fékk meirihluta atkvæða í kosningunum 2016. Á meðal þess- ara fjölmiðla eru dagblöð sem verða seint sökuð um að vera vinstrisinnuð, þeirra á meðal New York Post, og staðarblöð sem studdu Trump í kosningunum. The Wall Street Journal vildi hins vegar ekki taka þátt í þessu. James Freeman, að- stoðarritstjóri blaðsins, sagði í ný- legri grein að Trump hefði málfrelsi eins og aðrir menn og gagnsókn The Boston Globe gengi þvert gegn frels- inu sem blaðið vildi verja. Of mikið í húfi Nokkrir fréttaskýrendur sögðu að með því að taka höndum saman með þessum hætti gegn forsetanum tækju ritstjórar blaðanna þá áhættu að aðdáendur Trumps litu á forystu- greinarnar sem sönnun þess að fjöl- miðlarnir tækju þátt í samsæri gegn forsetanum. „Fjölmiðlarnir eru að skipuleggja meðvitaða og opinbera árás á Donald Trump og „aumkunar- verðan“ helming þjóðarinnar sem styður hann. Og velta fjölmiðlarnir því fyrir sér hvers vegna við teljum þá vera falsfréttamiðla?“ tísti repúblikaninn Mike Huckabee, fyrr- verandi ríkisstjóri Arkansas og nú einn af fréttaskýrendum Fox News. Málsvarar frjálsra fjölmiðla segja hins vegar að of mikið sé í húfi til að láta árásir Trumps yfir sig ganga án þess að svara þeim. „Ég tel ekki að fjölmiðlarnir geti bara setið hjá og sætt sig við þetta, þeir verða að svara fyrir sig þegar valdamesti maður heimsins reynir að grafa und- an fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Ken Paulson, fyrrverandi aðalritstjóra USA Today. „Erum ekki óvinir þjóðarinnar“  Blöð í Bandaríkjunum taka höndum saman til að verjast árásum Trumps forseta á fjölmiðla  Birta forystugreinar um mikilvægi frjálsra fjölmiðla og segja linnulausar árásir hans grafa undan frelsi þeirra AFP Leiðtoginn hylltur Donald Trump á fundi með fylgismönnum sínum í borginni Tampa á Flórída. Fjölmiðlamenn hafa kvartað yfir því að aðdáendur Trumps hafi gert hróp að þeim og haft í hótunum við þá á slíkum samkomum. Breyta líklega litlu » Fréttaskýrendur telja ólíklegt að forystugreinar bandarísku blaðanna hafi tilætluð áhrif. Þeir segja að fólkið sem les for- ystugreinarnar sé ekki á meðal þeirra sem þurfi að sannfæra um mikilvægi frjálsra fjölmiðla. Lesendurnir séu ekki þeir sem geri hróp að fjölmiðlamönnum á fjöldasamkomum forsetans. » Trump hélt árásum sínum áfram á Twitter í gær. „FALS- FRÉTTAMIÐLARNIR ERU STJÓRNARANDSTÖÐU- FLOKKURINN. Það er mjög slæmt fyrir okkar mikla land… EN VIÐ ERUM AÐ SIGRA!“ tísti hann. » Á meðal blaða utan Banda- ríkjanna sem birtu forystu- greinar til varnar frjálsum fjöl- miðlum voru fjögur dagblöð í Danmörku: Politiken, Berl- ingske, Kristeligt Dagblad og Information. Aretha Franklin, „drottning sálar- tónlistarinnar“, lést á heimili sínu í Detroit í Bandaríkjunum í gær, 76 ára að aldri. Dánarmein hennar var krabbamein í briskirtli. Franklin fékk átján sinnum Grammy-verðlaun fyrir lög sín á fimm áratuga söngferli. Hún var á meðal mestu söngvara allra tíma, að sögn tímaritsins Rolling Stone. Á meðal þekktustu laga hennar eru „Respect“ (1967), „Natural Woman“ (1968) og „I Say a Little Prayer“ (1968). Aretha Franklin fæddist í Memphis í Tennessee 25. mars 1942. Faðir hennar var prestur baptista- kirkju í Detroit og hún hóf söngferil sinn barn að aldri með því að syngja gospel-lög á samkomum kirkjunnar. Fyrsta plata hennar, Songs of Faith, kom út 1956 þegar hún var fjórtán ára. Franklin sló fyrst í gegn eftir að hún undirritaði samning við útgáfu- fyrirtækið Atlantic Records árið 1966 og hóf samstarf við upptöku- stjórann Jerry Wexler sem stjórnaði upptökum á fjórtán breiðskífum hennar. „Respect“ komst í efsta sæti vinsældalista Billboard árið 1967. Hún fékk þá viðurnefnið „drottning sálartónlistarinnar“ og Grammy- verðlaunin í fyrsta skipti. Lagið er í fimmta sæti á lista Rolling Stone yf- ir bestu lög allra tíma. Tuttugu árum síðar varð hún fyrsta konan til að komast í Frægðarhöll rokksins, Rock and Roll Hall of Fame. Fjölmargir söngvarar og tónlistarmenn vottuðu minningu Franklin virðingu sína á samfélags- miðlum í gær. Drottning sálar- tónlistarinnar látin AFP Drottningin Aretha Franklin á tón- leikum í Radio City Music Hall í New York-borg í febrúar 2012.  Franklin álitin meðal mestu söngvara allra tíma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.