Morgunblaðið - 17.08.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir passann, ökuskírteinið,
ferilskrána o.fl.
Skjót og hröð
þjónusta
Engar tímapantanir
Góð passamynd
skiptir máli
Dásamlegur þvottur
- einfalt, íslenskt
stjórnborð
Íslenskar leiðbeiningar fylgja.
Þurrkarinn TDB130WP fékk góða einkunn
í úttekt þýsku neytendasamtakanna árið 2017.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Þvottavél 119.990 kr.
Þurrkari 149.990 kr.
Morgunblaðið er
um margt gott blað,
með marga hæfa
starfsmenn innan-
borðs og er oftast
skemmtilegt aflestrar.
Ljósmyndir í Morg-
unblaðinu eru oft stór-
kostlegar, fréttir vel
skrifaðar, íþróttafrétt-
ir frábærar og minn-
ingargreinar sem birt-
ast í blaðinu eru
ómissandi.
Undirritaður bjó erlendis í 20 ár,
mest í Svíþjóð en líka í Bandaríkj-
unum og var allan þann tíma áskrif-
andi að blaðinu. Sérstaklega á tím-
anum sem áhrifa Matthíasar
Johannessen gætti sem mest, var
blaðið einstaklega læsilegt.
Undirritaður viðurkennir að
hlakka til að lesa Morgunblaðið
þegar færi gefst og sem oftast þrátt
fyrir að vera ekki fastur áskrifandi.
Ástæðan fyrir þessum grein-
arstúf er hversu gáttaður ég er á
dæmalausum Reykjavíkurbréfum
undanfarið. Það sem vakið hefur
furðu mína er sá vaxandi stuðn-
ingur við Donald Trump og stefnu
ríkisstjórnar hans sem hefur birst í
þeim að undanförnu. Það er með
ólíkindum að þegar nánast allir
fréttamiðlar í hinum vestræna
heimi gagnrýna þá stefnubreytingu
sem Bandaríkin hafa
tekið undir forystu
Trump hefur Morg-
unblaðið tekið upp
hanskann fyrir Trump
forseta. Þannig stillir
Morgunblaðið sér upp
við hlið Fox fréttaveit-
unnar (Fox News), en
fagmennska hennar
hefur oft verið dregin í
efa og hún er sem
stendur langt hægra
megin við nánast alla
aðra fréttamiðla hins
vestræna heims.
Það væri að æra óstöðugan að
nefna öll öfugmæli, rangfærslur og
hatur sem Trump forseti hefur
dreift út síðan hann tók við forseta-
embætti. Samkvæmt könnun
Washington Post nýlega fór hann
með ósannindi u.þ.b. 8 sinnum á
dag! Hann hefur dregið Bandaríkin
út úr Parísarsamningnum á sama
tíma og önnur ríki keppast við að
vinna gegn geigvænlegum áhrifum
loftslagsbreytinga. Eitt af því
versta sem hann og hans stjórn
hafa gert nýlega er að skilja að for-
eldra og börn við landamæri
Bandaríkjanna og setja börnin í
búr!
Í Reykjavíkurbréfi Morg-
unblaðsins 4. ágúst, kom fram aug-
ljós stuðningur við Trump, t.d. í
eftirfarandi orðum: „Robert Muell-
er var skipaður sem sérstakur sak-
sóknari til að rannsaka meint sam-
særi Trumps og Pútíns í
aðdraganda forsetakosninga, án
þess að nokkurt tilefni hafi verið
tilgrein.“ Að auki: „Furðumál gegn
Flynn herforingja hefur ekki þok-
ast neitt, en hann gafst upp á að
standa í vörnum fyrir sig þegar
hann sá að það stefndi í gjaldþrot
hans og fjölskyldunnar innan fárra
vikna.“ Enn heldur bréfritari
Morgunblaðsins áfram: „Saksókn-
ararnir ákváðu að ákæra Rússa fyr-
ir peningaþvott vegna þeirrar fjár-
hæðar. Rússland ætlaði sér með
öðrum orðum að fremja hermd-
arverk á bandarískum kosningum
og veittu til þeirrar atlögu upphæð
sem svarar til tíu milljóna íslenskra
króna. Það hljómar sem svipuð
upphæð og sú sem var sögð hafa
verið notuð til að hafa áhrif á kosn-
ingar til stjórnar Neytendasamtak-
anna!“
Með þessum tilvitnunum er
nokkuð ljóst að bréfritari Morg-
unblaðsins leggst á sveif með
Trump og hans kumpánum, gerir
lítið úr ásökunum bandarískra yf-
irvalda um inngrip í kosningar þar í
landi og lætur að því liggja að um
falsfréttir sé að ræða.
Spurningin er hvað í málflutningi
og verkum Trump fær bréfritara
Reykjavíkurbréfa Morgunblaðins
til að veita honum slíkan stuðning
sem hann hvorki fær hjá upplýstu
fólki í Bandaríkjunum né hinum
vestræna heimi. Stuðning sem
margir óttast.
Ritstjórnarstefna Morgun-
blaðsins – stuðningur við
Donald Trump fer vaxandi
Eftir Einar
Stefán Björnsson »Með þessum tilvitn-
unum er nokkuð
ljóst að bréfritari Morg-
unblaðsins leggst á sveif
með Trump og hans
kumpánum.
Einar Stefán
Björnsson
Höfundur er yfirlæknir við
Landspítalann og prófessor
við Læknadeild HÍ
Fátt veit ég fal-
legra en þá auð-
mjúku og dýrmætu
bæn trúar og vonar,
kærleika og friðar
sem það er að færa
nýlega fætt barn í
hvítan allt of stóran
þar til gerðan skírn-
arkjöl og afhenda
það á táknrænan
hátt höfundi og full-
komnara lífsins í fang sem heitir
því að taka það að sér skilyrð-
islaust. Leiða það og umvefja í
öllum aðstæðum og bera þegar
það getur ekki meir. Hvað veist
þú annars dýrmætara en að vera
ávarpaður snemma að morgni
lífsins af höfundi þess og full-
komnara með orðunum: „Sjá, ég
verð með þér alla daga, allt til
enda veraldar.“
Tákn hreinleika og vaxtar
Hvíti kjóllinn táknar meðal
annars hreinleika Krists og heil-
agan anda Guðs. Jesú Krists sem
fyrirgefur syndir okkar þegar við
misstígum okkur í hugsunum,
orðum og gjörðum og heilagan
anda Guðs sem minnir okkur á
hver við erum, hverjum og hverju
við tilheyrum og minnir okkur á
að við erum ekki ein.
Stærð og sídd kjólsins táknar
að við fáum að vaxa og dafna í
skjóli hans sem umvefur okkur
og helgar á bak og brjóst og gef-
ur okkur líf af kærleika sínum,
náð og miskunn sem aldrei mun
enda.
Sítenging
Þegar þú ómálga og ósjálf-
bjarga klæddur hvítum skrúða
varst borinn af umhyggju og
kærleika af þeim sem elska þig
mest upp að brunni réttlætisins
til að laugast í vatni og anda, þá
varstu sítengdur við lífið. Sam-
bandið er þráðlaust, uppsprettan
eilíf, þú ert sítengd/ur.
Skapari þinn og frelsari hefur
krýnt þig náð og miskunn og gert
þig að erfingja eilífðarinnar.
Ekkert mun fá þig hrifið úr
frelsarans fangi sem foreldrar
þínir forðum af einskærri ást
færðu þig í. Þú varst nefndur
með nafni og nafnið þitt var
skráð af frelsarans hendi með
himnesku letri í lífsins bók. Letri
sem fæst hvorki afmáð né eytt og
ekkert strokleður megnar að
þurrka út. Þér var heitið eilífri
samfylgd í skjóli skaparans.
Þeir sem þannig eiga himininn
í hjarta sér og nafn sitt letrað í
lífsins bók þurfa því
ekki að óttast tanna-
för tilverunnar og þá
taumlausu ógn sem
frá henni stafar.
Einhliða samn-
ingur
Höfundur lífsins
hefur gert samning
við þig. Einhliða
samning sem er óupp-
segjanlegur af hans
hálfu. Hann er gjöf
Guðs til þín.
Mótframlag þitt er ekkert. Þú
þarft bara að lifa með samn-
ingnum í einlægni, af auðmýkt og
í þakklæti. Höfundur og full-
komnari lífsins hefur fyrirgefið
þér allar þínar syndir og öll þín
mistök í eitt skipti fyrir öll. Hann
þráir að fá að fylla hjarta þitt af
heilögum friði.
Það er á þínu valdi að rifta um-
ræddum samningi ef þú ein-
hverra hluta vegna vilt ekki
þiggja hann eða halda honum í
gildi. Það er auðvelt fyrir okkur
að segja okkur frá honum, af-
neita honum eða afþakka hann.
Hann er ekki og honum verður
aldrei troðið upp á einn eða
neinn.
Handarfar skaparans
Í lófa Guðs er nafn þitt ritað.
Þú ert handarfar skaparans í
þessum heimi og líf þitt hið feg-
ursta ljóð. Heilagur andi hefur
blásið þér lífi, anda og krafti í
brjóst til að vera sá sem þú ert.
Þú ert leikflétta í undri kærleik-
ans.
Njóttu ávaxtanna og ávinnings-
ins og láttu endilega muna um
þig.
Stöndum saman í lífinu öllu, í
leik og starfi. Í trú, von og kær-
leika, með fyrirgefandi hugarfari
frelsarans, í auðmýkt, virðingu
og þakklæti fyrir lífið og fyrir
hvert annað. Því við þurfum
sannarlega hvert á öðru að halda.
Með kærleiks-, samstöðu- og
friðarkveðju. Njótum lífsins.
Lifi lífið!
Fátt fallegra en
skírn ungbarns
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
»Hvað veist þú dýr-
mætara en vera
ávarpaður að morgni
lífsins af höfundi þess og
fullkomnara: „Sjá, ég
verð með þér alla daga,
allt til enda veraldar.“
Höfundur er ljóðskáld
og rithöfundur og aðdáandi lífsins.
Atvinnublað alla laugardaga
mbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?