Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
✝ Helgi fæddist íReykjavík 16.
september 1936.
Hann lést á heimili
sínu 6. ágúst 2018.
Foreldrar hans
voru Filippía Sig-
urlaug Kristjáns-
dóttir (Hugrún),
húsmóðir og rithöf-
undur, f. 3.10. 1905
á Brautarhóli í
Svarfaðardal, d.
8.6. 1996, og Valdimar Jónsson,
sjómaður, f. 3.3. 1900 í Stykkis-
hólmi, d. 5.2. 1959. Systkini
Helga eru Ingveldur Guðrún,
bráðahjúkrunarfræðingur, f.
29.8. 1933, maki Ágúst Eiríks-
son, skrúðgarðyrkjumaður, og
Kristján Eyfjörð, f. 27.2. 1935,
d. 12.1. 1963.
Helgi kvæntist Ólöfu Vil-
helmínu Ásgeirsdóttur hús-
móður, f. 28.7. 1935, þau skildu.
Synir þeirra: 1) Ásgeir Rúnar,
dósent í sálfræði, f. 5.11. 1957,
maki Sigrún Proppé, sálgreinir,
f. 4.2. 1951, þau skildu, synir
þeirra 1a) Hugi Hrafn, líf-
tækniverkfræðingur, f. 12.11.
1988, og 1b) Arnaldur Muni,
matreiðslumeistari, f. 26.3.
1991, og 2) Valdimar, fram-
haldsskólakennari, f. 22.12.
1962, maki Helena Margrét Jó-
hannsdóttir, ballettkennari, f.
1969, börn þeirra 4a) Atli
Snorri, verslunarmaður, f.
14.12. 1993, og 4b) Guðrún
Diljá, nemi, f. 19.9. 2000. 5)
Kristján Orri, smitsjúkdóma-
læknir, f. 24.10. 1971, maki
Ingibjörg Jóna Guðmunds-
dóttir, hjartalæknir, f. 4.10.
1973, synir þeirra 5a) Kjartan
Þorri, nemi, f. 20.1. 2001, og 5b)
Agnar Guðmundur, f. 10.3.
2008.
Helgi tók stúdentspróf frá
MA 1956 og kandídatspróf í
læknisfræði frá HÍ 1964. Sér-
nám hans var í ónæmisfræði í
London þegar sú sérgrein var í
fæðingu. Bæði á Hammersmith-
spítala, aðstoðarlæknir og síðar
lektor og vísindamaður við Ro-
yal Postgraduate Medical Scho-
ol. Dósent og yfirlæknir við St.
Mary’s-spítala í London 1975-
1981 og rak þar rannsókn-
arstofu í ónæmisfræði.
Helgi stofnaði rannsókn-
arstofu í ónæmisfræði hér á
landi 1981, byggði upp þá sér-
grein og þjónustu, gegndi
áhrifastöðum fyrir LSH og HÍ
og erlenda rannsóknaraðila og
stofnanir og lagði grunn að
rannsóknatengdu framhalds-
námi við HÍ. Var varaforseti
1987-92 og forseti læknadeildar
1992-96, forseti samtaka nor-
rænna ónæmisfræðifélaga 1992-
98, andmælandi við 12 dokt-
orsvarnir og leiðbeindi sjálfur
12 doktorsnemum. Hann birti á
annað hundrað vísindagreina.
Útför Helga verður frá Lang-
holtskirkju í dag, 17. ágúst
2018, klukkan 15.
11.2. 1964, börn
þeirra 2a) Helgi
Már, rafvirkja-
meistari, f. 25.4.
1984, maki Elísabet
Lára Aðalsteins-
dóttir, umönnunar-
aðili, f. 26.10. 1987,
börn þeirra Valdi-
mar Tómas, f. 15.6.
2012, og Sara Dís,
f. 28.12. 2017, 2b)
Sigríður Ólöf,
verkfræðingur, f. 31.12. 1993,
maki Karl Már Lárusson, fram-
kvæmdastjóri, f. 5.4. 1982, son-
ur þeirra Tómas Már, f. 30.7.
2017, 2c) Jóhann Daði, f. 29.2.
2004. Seinni kona Helga er
Guðrún Agnarsdóttir, læknir, f.
2.6. 1941. Foreldrar hennar
Birna Petersen, húsmóðir, f.
2.12. 1917, d. 26.11. 1969, og
Agnar Guðmundsson, skip-
stjóri, f. 6.3. 1914, d. 31.1. 2002.
Börn þeirra 3) Birna Huld,
kennari, f. 15.12. 1964, maki
Tim Moore, rithöfundur, f. 18.5.
1964, börn þeirra 3a) Kristján
Helgi Swerford, líffræðingur, f.
9.3. 1994, 3b) Lilja Guðrún Fil-
ippía, kennari, f. 29.2. 1996, og
3c) Valdís Sylvia Beatrice, há-
skólanemi, f. 19.7. 1998. 4) Agn-
ar Sturla, mannfræðingur, f.
31.7. 1968, maki Anna Rún
Atladóttir, skólastjóri, f. 13.10.
Sumri hallar og við kveðjum
Helga tengdaföður minn.
Ég var tæplega tvítug þegar ég
kom inn í þessa skemmtilegu fjöl-
skyldu fyrir 25 árum þegar við
Kristján Orri byrjuðum að vera
saman sem ungir læknanemar og
ég hef verið einstaklega heppin
með tengdaforeldra.
Helgi var skarpgreindur, kapp-
samur og afkastamikill. Hann lifði
tímana tvenna, líklega var honum
vinnusemin í blóð borin og líf og
starf fléttaði hann fyrirhafnarlítið
saman. Hann var góður kennari
og sinnti vísindum og nemum af
krafti því hann vildi skapa nýja
þekkingu og breyta framtíðinni.
Honum fannst stórfínt að sitja í
horni eldhússins að fara yfir
greinar í frístundum, enda átti
hann mikinn þátt í að skapa nýja
sérgrein í læknisfræði.
Helgi hafði ákveðnar skoðanir
á hlutunum og vissi hvað hann
vildi. Ég efast ekki um að sú hafi
líka verið raunin þegar að hann
kynntist Guðrúnu Agnarsdóttur.
Þau hafa verið góðir og samstiga
lífsförunautar og stutt hvort ann-
að alla tíð. Við hlógum samt að því
í fjölskyldunni að hann hefði
kannski ekki orðið mjög góð for-
setafrú. Hann átti nú samt sína
rómantísku spretti eins og fyrir
tveimur árum þegar hann var orð-
inn ansi veikur en náði að koma
Guðrúnu á óvart á gullbrúðkaup-
inu, fékk hátíðarsal Háskólans
lánaðan og spilaði fyrir hana lög af
plötuspilara eins og hann hafði
gert fimmtíu árum áður.
Helgi kunni vel að meta góðan
mat en átti aðeins á brattann að
sækja í eldhúsinu í samanburði
við aðra í fjölskyldunni. Þriðju-
dagslaxinn var klassík, aðrir rétt-
ir bara prófaðir einu sinni eins og
örbylgjuð skinka með ananas í
kring. Við grillið kom hins vegar
bóndinn í bland við frummanninn
í ljós og lambakjötið best þegar
hann hafði tekið þátt í sauðburð-
inum í Svarfaðardal, sótt kindurn-
ar á fjall, slátrað, skorið og steikt
við eld. Hann hélt upp á kvöld-
stund með fjölskyldu og góðum
vinum. Það var lítið spjallað um
veðrið og dægurmál heldur ákaf-
ar rökræður um lífið, vísindi og
margt fleira, og ekkert verra ef
fólk var á öndverðum meiði.
Ég er glöð að við fluttum heim
til Íslands aftur fyrir fimm árum
og synir okkar, Kjartan Þorri og
Agnar Guðmundur, kynntust afa
sínum betur. Honum þótti sér-
staklega notalegt að hafa Agnar,
yngsta barnabarnið, oft í heim-
sókn. Hann tefldi við strákana,
hvatti þá áfram í íþróttum og
spjallaði. Stundum var kveikt í
arninum og atast í eldinum. Hann
var þá orðinn talsvert veikur en
mætti örlögunum af æðruleysi.
Síðustu árin var erfitt að finna
máttinn þverra en Guðrún studdi
hann sem klettur og gerði þeim
kleift að gera svo miklu meira en
við mátti búast.
Við vorum í fríi í Kaliforníu
þegar Helgi lést. Það var leitt að
vera ekki strax með Guðrúnu en
við ræddum lífið og tilveruna við
strákana, forðuðumst skógarelda,
hjóluðum, gengum og kveiktum
varðeld á ströndinni. Ein spurn-
ingin var hvort það væri líf eftir
þetta líf. Líklega ekki í eiginlegri
merkingu en svo sannarlega í því
hvernig andi, hugsjónir og lífssýn
geta fylgt okkur til framtíðar.
Ég þakka fyrir að hafa átt
svona góðan tengdapabba sem
sýndi mér traust, vinsemd og
hlýju alla tíð.
Ingibjörg Jóna
Guðmundsdóttir.
Fyrir nær 30 árum gekk ég í
fyrsta sinn inn í Lækjarás. Ekki
grunaði mig þá að þar ætti ég eftir
að eiga heima í átta ár og ala upp
börnin mín, umvafin elsku
tengdaforeldra minna. Það var
ekki amalegt fyrir barnabörnin að
geta skotist upp til ömmu og afa,
sérstaklega um helgar. Um leið
og Helgi afi heyrðist syngja „lo-
lolo“ ruku þau upp á efri hæðina,
vitandi að hann væri vaknaður og
myndi syngja með þeim eða tefla.
Við Helgi vorum góðir vinir
enda höfðum við bæði gaman af
tónlist og útiveru. Oft sátum við
saman úti á svölum í Gröf, í kvöld-
sólinni (því það er alltaf yndislegt
veður í Svarfaðardal), horfðum á
ána líða hjá, ræddum um fjöllin,
hvað ég var að spila eða um fjöl-
skylduna. Helgi lét sig nefnilega
barnabörnin sín varða og fylgdist
vel með þeim.
Kvöldverðir í Lækjarási voru
eitthvað annað. Ég hafði aldrei
séð fólk borða jafn hratt né upp-
lifað að það sæti svo lengi á eftir
mat og rökræddi út í rauðan dauð-
ann allt milli himins og jarðar. Þá
var Helgi í essinu sínu og dugleg-
ur að fá alla með í umræðurnar,
hvort sem þær snerust um vísindi,
pólitík eða mataræði.
Það var alltaf auðvelt að tala
við Helga þegar eitthvað amaði
að. Hann var góður hlustandi og
flinkur læknir. Það var ósjaldan
hringt í Helga ef eitthvað bjátaði
á, að nóttu eða degi. Hann varð í
raun heimilislæknir allrar stór-
fjölskyldunnar.
Helgi var mikill frumkvöðull og
var fljótur að átta sig á hve hveiti
og sykur er óhollt. Hann var hins
vegar mikill sælkeri sjálfur. Þá
einstaka sinnum sem hann fékk
sér nammi vildi hann auðvitað
sýna gott fordæmi og reyndi þá að
fela það, sérstaklega fyrir Gunnu
og krökkunum, þar sem hann sat
og horfði á sjónvarpið. Heyrðist
þá skrjáf í sælgætisbréfi, sem
hvarf fljótt ofan í sófann ef ein-
hver labbaði hjá.
Helgi var ekki endilega besti
kokkurinn í fjölskyldunni en hann
var tilraunaglaður. Eitt sinn bauð
hann upp á örbylgjað beikon í
kvöldmatinn, við misjafnar undir-
tektir fjölskyldunnar. Eins var
hann svo hrifinn af kartöflum að
hann bauðst oft til að sjóða þær
þótt við værum að elda pasta eða
hrísgrjón. Helgi var hins vegar
mikill meistaragrillari. Helst vildi
hann hlaupa stífluhring (þá var
eins og hann væri að veiða
bráðina) og koma svo heim og
steikja lambakjöt á grilli hlöðnu
úr náttúrusteinum í garðinum.
Það var alvöru.
Nú verða jólin öðruvísi þar sem
vantar Helga afa í „apastólnum“
að brenna jólapappír í arninum.
Missir okkar er mikill en þó
mestur fyrir Gunnu. Þau voru af-
skaplega samheldin hjón og mikl-
ir vinir. Það var einstakt og aðdá-
unarvert hvernig hún hugsaði um
Helga síðustu árin. Gunna lét ekk-
ert stoppa það að hann ætti sem
best ævikvöld. Hún passaði mat-
aræðið, keyrði hann norður í Gröf,
upp í bústað og sá til þess að hann
ætti sem best líf heima í Lækjar-
ási, alveg fram undir það síðasta.
Ég er óendanlega þakklát fyrir
að hafa kynnst elsku Helga. Hann
var alveg örugglega besti tengda-
pabbi í heimi. Ég þakka honum
fyrir alla hjálpina, stuðninginn,
vinskapinn og gleðina sem hann
gaf mér og minni fjölskyldu.
Anna Rún Atladóttir.
Fyrstu kynni mín af Helga
voru þegar ég var fimmtán ára
drengur í London að heilsa föður
kærustunnar með feimnislegu
handabandi. Þetta er ekki beinlín-
is óskastund fyrir unglingsstrák,
sérstaklega ekki þegar faðirinn í
dæminu er háttvirtur prófessor,
og helsta reynsla hans af ungum
Englendingum hingað til hefur
verið afburðalæknanemar sem
hann kynntist í starfi sínu. En
Helgi tók strax vel og hlýlega á
móti mér og það gerði hann ávallt
síðar. Það hjálpaði ef til vill að þótt
ég þekkti hvorki haus né sporð á
tilraunaglasi kunni ég að minnsta
kosti að tefla. Þegar við hittumst í
annað skipti vildi Helgi fullreyna
það – hann tók fram taflborðið og
byrjaði að setja mennina upp á
meðan Birna beið óþreyjufull við
dyrnar, í gömlum frakka af pabba
sínum, af því við áttum víst að
vera á leiðinni út að skemmta okk-
ur. Tíu árum seinna, þegar ég
fyrst heimsótti Ísland, vildi Helgi
einnig fullreyna að ég kynni að
ganga á fjöll. Í hvert skipti sem ég
lít á Esjuna er mér þessi mann-
dómsvígsla minnisstæð. Ég sigr-
aði aðeins einu sinni við taflborðið,
og hann sigraði að sjálfsögðu upp
Esjuna.
Helgi var afskaplega stoltur af
landinu sínu: sögu, menningu og
umfram allt hinu einstæða, ein-
manalega landslagi. Ég mun
ávallt vera þakklátur honum og
Guðrúnu fyrir dásamlega skoðun-
arferð um landið í gamla trygga
Daihatsu-jeppanum sem bar að
vísu nokkur ör eftir kappsfullar
ökuvenjur eigandans. Við hittum
ættingja, unga sem aldna, um
land allt, sérstaklega í Svarfaðar-
dalnum, en ég fann það sterkt að
þessi tignarlegu fjöll og ár voru
einnig hluti af fjölskyldunni sem
ég var að giftast inn í. Nokkrum
árum síðar hjólaði ég yfir Kjöl
með Kristjáni Orra, yngsta syni
hans, og ég varð mjög stoltur yfir
því að Helgi dáðist að þessu fram-
taki okkar. „Enjoy to endure!“
(Njótið þess að þrauka) kallaði
hann eftir okkur skáldlega er við
vöfruðum af stað.
Í gegnum árin átti ég eftir að
komast að því að tengdafaðir
minn sem sat við eldhúsborðið al-
vörugefinn að fletta fræðiblöðum
og rannsóknargögnum gat einnig
verið yndislega spaugsamur og
ævintýraglaður. Hann átti það
einnig til að vera hinn dæmigerði
viðutan prófessor: eitt sinn gekk
hann með reisn frá skiptiklefa út
að sundlaugarbakka alls ómeðvit-
aður um að hann hefði gleymt að
fara í sundskýluna. Þegar við
eignuðumst okkar eigin börn
lagði ég metnað í að kalla fram
sömu ævintýrasköpun og hug-
myndaflug og Birna hafði fengið
að njóta með pabba sínum í
bernsku. Fyrir skemmtilega til-
viljun búum við hjá Kew Bridge,
en það var einmitt undir þeim
brúarbogum sem Helgi og litla
dóttir hans, nýflutt til London,
fóru að sækja vængi sem höfðu
verið búnir til úr húðflögum af sól-
bruna, en það átti að fljúga á þeim
til Íslands. Því miður var víst búið
að hnupla þeim þannig að ekkert
varð úr flugferðinni í það skipti.
Vænn og andríkur tengdafaðir, og
afburðasnjall maður sem kom
skemmtilega á óvart.
Tim Moore.
Afi var frjálsíþróttamaður á
sínum yngri árum og býsna glúr-
inn á því sviði. Hann var mikil
fjallageit og hafði gaman af að
vera í söngglöðum gönguhópi,
enda söngmaður góður og hafði
unun af að syngja í kórum. Hann
var þó fyrst og fremst vísinda-
maður og læknir. Sem forseti
Læknadeildar var hann í forsvari
fyrir þróun doktorsnáms við
deildina, samhliða því að koma
upp fyrstu rannsóknarstofunni í
ónæmisfræði á Íslandi.
En sjúkdómur sett strik í
reikninginn þegar bæði nýrun
biluðu. Eftir það var hann lélegur
til gangs og vart rólfær síðustu ár-
in sem hann lifði. Það var í raun
mikið afrek að hann skyldi lifa
eins lengi og raun var, því sjúk-
dómurinn var erfiður. Það hefði
aldrei tekist nema fyrir tilstilli
Guðrúnar, ömmu, en hún var vak-
in og sofin yfir honum. Hann fékk
að deyja heima. Takk fyrir það,
kæra amma.
Þegar afi varð áttræður fékk
hann þyrluferð í afmælisgjöf frá
fjölskyldunni. Flogið var yfir fjöll-
in hans kæru og hann fékk að ráða
ferðinni.
Okkur finnst viðeigandi að
ljúka þessari kveðju með síðasta
erindinu úr kvæðinu Svarfaðar-
dalur eftir Filippíu langömmu,
mömmu afa, sem var betur þekkt
undir skáldanafninu Hugrún.
Hann er töfrandi höll,
hann á tignarleg fjöll,
þar í laufbrekkum lækirnir hjala.
Mér er kliður sá kær,
ég vil koma honum nær.
Hann er öndvegi íslenskra dala.
(Hugrún)
Hugi og Muni Ásgeirssynir.
Helgi afi var læknir og afkasta-
mikill vísindamaður, en við þekkt-
um hann fyrst og fremst sem vin-
gjarnlegan og yfirvegaðan afa,
sem var sérstaklega góð fyrir-
mynd.
Við bjuggum á neðri hæðinni í
Lækjarási 16 hjá Helga afa og
ömmu Gunnu frá árinu 2000 til
2004. Við eigum ljúfar minningar
um það að sitja með Helga afa við
arininn í Lækjarásnum, þar sem
hann leyfði okkur að bæta spýtum
og gömlum blöðum í eldinn og
söng með okkur sígildar vísur. Afi
var mikill tónlistarunnandi, sem
raddaði alltaf söngva með sinni
djúpu og fallegu bassarödd.
Helgi afi var skáksnillingur,
sem kenndi okkur báðum mann-
ganginn og var alltaf tilbúinn til
að tefla við okkur. Hann var ekki
mikill tölvumaður, en fann sína
köllun á netinu í gegnum skákina.
Þar var hann iðulega með tugi
skáka í gangi, þar sem þurfti
a.m.k. einn leik á sólarhring í
hverri skák. Þegar netið bilaði eða
hann var uppi í sumarbústað, þá
varð hann mjög órólegur og
hringdi oft í pabba til að fá aðstoð.
Hann var mikill keppnismaður og
vildi ekki tapa skák á formgalla.
Stundum sýndi hann okkur stolt-
ur ELO-stigin sem hann hafði
unnið sér inn á netinu.
Afi var mikill íþróttamaður í
æsku og hafði gaman af því að
sýna okkur hversu sterkur hann
var. Þegar við vorum ung átti
hann það til að lyfta okkur hátt yf-
ir haus með einum lófa, sem okkur
fannst mjög spennandi. Einnig
herti hann magavöðvana og bað
okkur að kýla sig – eins fast og við
gætum. Á þessum unga aldri upp-
lifðum við þetta eins og að kýla í
vegg, en afi bara hló.
Eitt sem einkennir fjölskyldu-
boð í Lækjarásnum eru kraft-
miklar rökræður við matarborðið.
Þessi hefð á að miklu leyti rætur
sínar að rekja til Helga afa, sem
hóf oft rökræðurnar og tók virkan
þátt í þeim. Hann passaði alltaf
upp á það að allar skoðanir fengju
að heyrast og bað okkur oft um
innlegg. Allir voru jafnir við mat-
arborðið. Rökin voru það sem
skiptu máli, ekki aldur eða staða.
Þetta er ein mikilvægasta lífs-
regla sem við lærðum af afa.
Við eigum margar góðar minn-
ingar um Helga afa, sem munu
ylja okkur á komandi árum. Nú
kveðjum við hann hins vegar með
trega og þakklæti. Blessuð sé
minning hans.
Atli Snorri Agnarsson og
Guðrún Diljá
Agnarsdóttir.
Við systkinin áttuðum okkur á
því fyrir allnokkru að afi væri
mikið veikur og ætti ekki langt
eftir. En veikindin stoppuðu hann
ekki í að fara norður í Svarfaðar-
dal og upp í sumarbústað þar sem
honum leið best.
Afi var mikill skákmaður og í
minningunni var hann alltaf með
taflborð fyrir framan sig. Okkur
þótti báðum gaman að tefla við afa
þótt það væri erfitt að vinna hann
en einmitt þess vegna var svona
gaman að tefla við hann og læra af
honum.
Við vissum að afi hafði sem
ungur maður verið mikill keppn-
ismaður í frjálsum íþróttum og
unnið til fjölda verðlauna á því
sviði. Rétt áður en hann dó fund-
ust í gömlum kassa margir verð-
launapeningar sem hann hafði
unnið sem ungur maður. Þar
mátti sjá að hann hafði orðið
Norðurlandsmeistari í langstökki
og þrístökki nokkur ár í röð og
líka unnið til annarra verðlauna,
s.s. í hástökki og spjótkasti. Guð-
rún amma fægði og pússaði verð-
launapeningana og gladdi hann
með því að sýna honum þá þegar
hann lá í síðasta skiptið inni á spít-
ala.
Áður en afi veiktist var hann
mikið hreystimenni sem hljóp upp
um fjöll og firnindi. Hann var
ennþá í fullu fjöri þegar nýrun
gáfu sig, í vinnu og eltandi kindur
í göngum norður í Svarfaðardal.
Þar höfðu þau amma fest kaup á
lítilli bújörð, Gröf, þar sem afi átti
sínar rætur.
Við systkinin eigum góðar
minningar frá Svarfaðardal. Þar
fórum við í réttir og gáfum heim-
alningunum mjólk í pela. Einu
sinni leyfði hann okkur að velja
lamb sem við máttum eiga, það
fannst okkur einstaklega
skemmtilegt.
Afa þótti mjög vænt um Svarf-
aðardal. Þökk sé Guðrúnu ömmu,
sem hugsaði einstaklega vel um
hann á síðustu metrunum, náði
hann að komast norður að kveðja
æskustöðvarnar rétt áður en
hann dó, okkur til mikillar gleði.
Sigríður Ólöf og Jóhann
Daði Valdimarsbörn.
Ég var fyrsta barnabarnið
hans afa og við vorum alnafnar
hvor með sínu fuglanafninu eins
og hann talaði oft um við mig. Við
afi náðum vel saman og ég á
margar ánægjulegar minningar
þar sem við erum tveir saman að
spjalla. Bestu minningar mínar
um afa tengjast áhuga hans á
hreyfingu og útiveru þar sem við
vorum saman í fjallgöngum,
skíðaferðum og sundi.
Í mínum augum var afi mikið
náttúrubarn og dálítill hellisbúi
sem vildi helst vera úti í nátt-
úrunni á sem frumstæðastan hátt.
Þegar við fórum saman í sund tók
afi ekki í mál að vera í inniklefa
sama hvernig viðraði. Það er líka
dæmigert að mínar elstu minn-
ingar um afa eru þær að hann sit-
ur á trjádrumbi úti í náttúrunni að
grilla á heimatilbúnu grilli sem
hann hafði hlaðið sjálfur úr grjóti,
bæði í sumarbústaðnum og á
heimili sínu í Lækjarási. Sem
krakki á ég minningar um afa að
burðast með náttúrugrjót að
hlaða stétt við sumarbústaðinn í
Skyggniskógi og kenna mér þá
list að raða saman grjóti á nátt-
úrulegan hátt.
Ég hafði gaman af því að
spjalla við afa um vísindi, helst í
tengslum við ónæmisfræði og
heilsufar. Sem læknir var afi langt
á undan sinni samtíð með fram-
úrstefnulegum hugmyndum sín-
um um mannslíkamann sem flókið
og viðkvæmt vistkerfi. Hann var
meðal fyrstu lækna sem þorðu að
tjá sig um samspil mataræðis og
þarmaflóru og heilsufar og ónæm-
iskerfi líkamans. Á því sviði hafði
afi mikil og jákvæð áhrif á mig og
gerði mig meðvitaðan um mikil-
vægi þess að borða rétt. Þar hafði
afi kjark til að fara ótroðnar slóðir
og þorði að setja fram hugmyndir
sem voru á þeim tíma afar um-
deildar en eru í dag orðnar hluti af
almennri heilsuumræðu.
Ég kynntist afa þó sennilega
best í fermingarferðinni þegar
hann bauð mér í skíðaferð í Ölp-
unum á Norður-Ítalíu. Þar skíð-
uðum við allan daginn frá morgni
til kvölds og hann hafði ótæmandi
úthald og ég þurfti að hafa mig all-
an við þar sem þrek hans var með
ólíkindum. Í þeirri ferð fór afi úr
axlarlið og það er mér í fersku
minni þar sem hann lá í brekkunni
með höndina upp í loft eins og
Helgi Þröstur
Valdimarsson