Morgunblaðið - 17.08.2018, Page 24

Morgunblaðið - 17.08.2018, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 stýrði þar rannsóknum á sviði ónæmisfræði. Hann var þá að undirbúa heimkomu enda var þá að opnast staða prófessors í ónæmisfræði við Háskóla Íslands. Var Helgi talinn líklegur kandídat vegna víðtækrar reynslu sinnar. Fór svo að Helgi hreppti stöðuna. Grunn að rannsóknastofu byggð- um við svo upp; ég bak við hurð á sýkladeild Landspítalans og Helgi í fyrrverandi baðherbergi Níelsar Dungal í húsi meinafræð- innar, á meðan undirbúningur að framtíðarhúsnæði var í deiglunni. Síðsumars 1983 fluttum við svo í húsnæði sem galdrað hafði verið undan þakskeggi gamla þvotta- hússins á Landspítalalóðinni. Helgi var engin aukvisi í mann- legum samskiptum. Þessi hæfi- leiki hans kom sér einkar vel í bar- áttunni um framkvæmdafé og mannaráðningar. Svo vel að mörgum þótti nóg um. Hann var kappsamur og fylginn sér og brann af áhuga fyrir öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Og þar fór ónæmisfræðin fremst. Læknanemar heilluðust af áhuga hans á vísindastarfsemi og flykkt- ust í BSc-nám undir hans hand- leiðslu. Byggðist starfsemi deild- arinnar fljótt upp. Annars vegar sem þjónusta við sjúklinga og hins vegar kennslurannsóknir. Læknar og líffræðingar bættust fljótlega í hópinn og fór svo að starfsemin fyllti allt rýmið sem okkur var ætlað og flæddi með tímanum niður stigann og lagði undir sig drjúgan hluta hæðarinn- ar fyrir neðan. Ekkert rými var ónýtt. Helgi var viðurkenndur sem vísindamaður á heimsvísu. Rann- sóknir hans voru af ýmsum toga, þótt í grunninn hafi gigtsjúkdóm- ar, í einhverri mynd, oftast verið uppistaðan. Seinni hluti starfsævi Helga snerist að miklu leyti um leit að meingerð sórasjúkdóms- ins. Helgi naut alla tíð starfs- krafta fjölda nemenda og vísinda- manna og er listi meistara- og doktorsnema hans eflaust með þeim lengstu sem um getur á Ís- landi. Þetta helgaðist ekki síst af því hve vel honum tókst að kveikja og viðhalda áhuga nemenda sinna á faginu. Stend ég honum í ævar- andi þakkarskuld fyrir að opna mér sýn inn í heim ónæmisfræð- innar og þá ekki síður fyrir þá leiðsögn og stuðning sem hann veitti mér í meistaranámi mínu. Dyrnar að skrifstofu Helga stóðu alltaf opnar fyrir hvern þann sem ræða vildi um verkefni sín. Það hryggir mig en af óviðráð- anlegum orsökum get ég ekki fylgt Helga síðasta spölinn. Því verða þessi fátæklegu orð að vera mín hinsta kveðja til hans. Guð- rúnu, börnunum og barnabörn- um, sem honum þótti svo vænt um, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ragnhildur Kolka. Á sólríkum septemberdegi fyr- ir rúmum fjórum áratugum stig- um við í fyrsta sinn inn á heimili hjónanna Helga Valdimarssonar og Guðrúnar Agnarsdóttur í London. „Betri helmingurinn“ hafði ráðið sig í vist á heimilinu meðfram því að lesa menntaskóla utanskóla og meðferðis hafði hún kærasta sem hugði á tónlistarnám í borginni. Þetta var bjartur dag- ur og markaði upphaf að dýrmæt- um kynnum. Við andlát Helga rifjast upp þessi dagur og allur sá góði tími sem við vorum svo lánsöm að eiga í návígi við þau heiðurshjón. Við vorum ungt fólk sem í raun hófum okkar sambúð inni á gólfi hjá þeim hjónum og það reyndist okkur gæfuspor. Hið góða andrúmsloft sem ríkti á heimilinu fundum við frá byrjun. Heimilislífið var líf- legt, börnin þrjú atorkusöm og vel ræktuð, foreldrarnir ávallt reiðu- búnir að uppfræða og málin kruf- in við kvöldverðarborðið. Það átti jafnt við um börnin á heimilinu og okkur sem höfðum okkar skyld- um að gegna að einstaklingarnir fengu sitt pláss og verkefni dags- ins voru ekki eftir forskrift eða njörvuð niður í tímalínu. Heimilis- andinn var frjálslegur og sam- skiptin hrein. Það var ekkert pláss fyrir vandamál. Gestakomur voru tíðar á heimilinu og það er lýsandi fyrir gestrisni þeirra Guð- rúnar og Helga að heimilið stóð opið þeim sem áttu erindi í borg- ina, hvort sem um var að ræða kollega, námsmenn, vini barnanna, ættingja eða aðra. Í anda jafnréttis tók húsbóndinn virkan þátt í heimilisrekstrinum og okkur fannst skemmtilegt að hvort þeirra hjóna átti sína viku í matarinnkaupum og þar með í því að leggja línur fyrir húshjálpina um matseld þá vikuna. Helgi var brautryðjandi í sínu fagi. Hann var gríðarlega vinnu- samur á þessum árum, vinnudag- arnir voru langir og kvöldvinna heima iðulega á dagskrá. Hann var metnaðarfullur í sínum störf- um og hafði keppnisskap íþrótta- mannsins, enda stundaði hann keppnisíþróttir á sínum yngri ár- um. Helgi var ekki fyrir prjál eða pjötlur og gaf sér ekki tíma í það sem skipti hann ekki máli. Hann var lokaður á vissan hátt, en hjartahlýr og frjáls í hugsun. Hann unni góðri tónlist, í þeim efnum var léttmetið látið vera en þess í stað sótt í klassísku meist- arana. Stór og efnismikil sinfónísk hljómsveitarverk höfðuðu mest til hans. Í hugann koma upp myndir af Helga þar sem hann kemur sér fyrir í stofustólnum að kvöldi dags með Mahler eða önnur stórtón- skáld hljómandi í hátölurunum. Sambýli okkar og þeirra Guð- rúnar og Helga og barnanna stóð samtals í tvö og hálft ár, þar af eitt og hálft ár eftir að við eignuðumst okkar fyrsta barn. Minningin um þennan tíma er björt og það er gott að kalla hana fram. Þakklæti er okkur efst í huga þegar við kveðjum Helga og við kveðjum hann með söknuði. Innilegar sam- úðarkveðjur elsku Guðrún, Birna, Aggi, Dílli, Ásgeir og Valdimar og stórfjölskyldan öll. Karitas Ívarsdóttir og Árni Harðarson. Helgi Valdimarsson var braut- ryðjandi í læknavísindum á Ís- landi. Hann var forystumaður harðsnúins hóps vísindamanna, sem breytti læknaskólanum úr prýðilegum embættismannaskóla í vísindastofnum á heimsmæli- kvarða. Læknanemar á áttunda áratug síðustu aldar skynjuðu ferskan andblæ vísindanna, sem fylgdi ungum og öflugum vísinda- manni og lækni, sem sneri til baka til Íslands eftir framhaldsnám og starf í Bretlandi. Helgi byggði upp rannsókna- stöð í ónæmisfræði, þar sem stundaðar voru rannsóknir í ónæmisfræði og stór hópur ungra vísindamanna hlaut þjálfun. Ónæmisfræðin fékk háan sess í ís- lensku vísindalífi og varð á vissan hátt grundvöllur og fyrirmynd þeirrar öru framþróunar lækna- vísinda, sem fylgdi heimkomu Helga og fleiri metnaðarfullra fræðimanna á sviði lækna- og heil- brigðisvísinda. Ég starfaði náið með Helga við stjórn læknadeildar á tíunda ára- tug síðustu aldar. Helgi beitti sér af einurð fyrir uppbyggingu deild- arinnar sem vísindastofnunar og fylgdi eftir þeirri uppbyggingu, sem hann átti mestan þátt í ára- tuginn á undan. Árangurinn lét ekki á sér standa og um aldamótin mældist Landspítalinn fremstur meðal háskólaspítala á Norður- löndum í vissum mælikvörðum læknavísinda. Í okkar smáa sam- félagi geta einstaklingar haft ótrúlega mikil áhrif. Helgi Valdi- marsson er einn af þessum áhrifa- mönnum, sem ná að umbreyta samfélagi okkar til hins betra. Helgi átti stærstan þátt í ótrú- legri uppbyggingu læknavísinda á Íslandi og að skapa öflugt sam- félag vísinda og nýsköpunar. Hann getur horft hreykinn yfir farinn veg og við samferðamenn- irnir söknum góðs og skemmti- legs ferðafélaga og leiðsögu- manns. Einar Stefánsson. Það voru mikil gæfuspor þegar ég gekk inn á skrifstofu Helga til að falast eftir aðstoðarlæknis- starfi undir hans handleiðslu. Það varð upphafið að áratuga sam- starfi og vinskap sem aldrei skyggði á. Það voru forréttindi að njóta handleiðslu hans, mark- vissrar hvatningar og óbilandi trúar á grunngildi vísinda og þrot- lausrar þekkingarleitar. Velferð skjólstæðinga hans var honum ávallt ofarlega í huga og var hann óhræddur að fara ótroðnar slóðir við meðhöndlun flókinna vanda- mála. Þessi frábæri eiginleiki leiddi til nýstárlegra meðferðar- leiða ýmissa erfiðra sjúkdóma. Þannig lögðu rannsóknir hans á sóra grunn að nýjum meðferðar- leiðum sem náð hafa fótfestu um allan heim. Með Helga er fallinn einn af forvígismönnum íslenskr- ar læknisfræði sem átti lykilhlut- verk í uppbyggingu ónæmisfræð- innar á Íslandi. Með þrautseigju og áræði stofnaði hann ónæmis- fræðideild Landspítalans. Það hóf hann strax upp úr 1979, þá sem yf- irmaður við St. Mary’s-sjúkrahús- ið í London. Fyrsta starfsmann deildarinnar réð hann ári síðar og var svo ráðinn prófessor í ónæm- isfræði við læknadeild Háskóla Ís- lands 1981, sem markar formlegt upphaf ónæmisfræðideildar. Helgi var ekki eingöngu frábær leiðtogi heldur var einnig afburða fræðimaður og kennari. Á sínum starfsferli leiðbeindi hann á þriðja tug einstaklinga til háskólaprófs, allt frá grunnnámi til doktors- prófs, og hafði djúpstæð áhrif á mörg okkar. Þar markaði hann upphafið að farsælum vísindaferli fjölmargra fræðimanna sem gæt- ir langt yfir landsteinana. Hann mótaði upphafsár ónæmisfræð- innar og hvernig hún hefur þróast áfram sem sérgrein læknisfræð- innar. Hann markaði því mjög þá leið sem undirritaður hefur farið í gegnum undraveröld ónæmis- fræðinnar. Fyrir það verð ég hon- um ævarandi þakklátur. Hann var óþrjótandi að hvetja samferða- menn sína til dáða og metnaður hans til sjálfs sín og deildarinnar var mikill. Til hans var oft leitað við úrlausnir flókinna og erfiðra vandamála, enda lausnamiðaður og klókur stjórnandi. Hann var virkur þátttakandi í prófessorar- áði Landspítalans og einn af stofnendum þess. Undir hans for- ystu var m.a. gerð úttekt á kennslu- og vísindahlutverki ým- issa deilda rannsóknasviðs LSH af hálfu The Royal College of Pathologists, sem nú er verið að endurnýja. Hann gegndi ótal trúnaðarstörfum, var formaður ýmissa samtaka og ráða auk þess að vera deildarforseti læknadeild- ar um skeið. Helgi lagði grunninn að vísindaáhuga fjölda fólks, jafnt leikra sem lærðra. Hann hlaut því fjölda innlendra og erlendra við- urkenninga, m.a. æðstu viður- kenningu SSI fyrir störf sín. En fjölskyldan, fjallgöngur og sveitin voru honum hugleikin og endaði spjall okkar oftast þar. Í haust- ferðum okkar um nálægar nátt- úruperlur, m.a. Heiðmörk, feng- um við að njóta þekkingar hans og hljómfagurrar söngraddar til fulls. Þótt söngröddin sé nú þögn- uð mun áhrifa hans og anda gæta um ókomin ár. Fyrir hönd ónæm- isfræðideildar og prófessoraráðs Landspítalans færi ég Guðrúnu og fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans. Prófessor og yf- irlæknir ónæmisfræðideildar, for- maður prófessoraráðs Landspít- ala, Björn Rúnar Lúðvíksson. Það er alltaf mikilvægt að pró- fessorar hafi gott vald á sinni vísindagrein, geti kveikt áhuga nemenda, miðlað þekkingunni til þeirra og kunni að hagnýta mögu- leika sinnar greinar í þjónustu við sjúklinga. Helgi Valdimarsson bjó í ríkum mæli yfir þessum kostum og hæfileikum. En það þarf meira til, miklu meira, þegar lítil þjóð stendur frammi fyrir því að byggja upp nýtt fræðasvið í landi þar sem menn hafa lengi verið varkárir, þegar kemur að fjárveit- ingum til heilbrigðismála. Í upphafi níunda áratugar síð- ustu aldar var hins vegar svo komið, að til að mæta alþjóðlegri framþróun í heilbrigðisþjónustu, varð að koma upp öflugri þjón- ustu, kennslu og rannsóknum í ónæmisfræði. Helgi hafði getið sér gott orð í Bretlandi og valdist til þessa aðkallandi verkefnis. Með haldgóðri yfirsýn, einlægum áhuga og einstökum sannfæring- arkrafti tókst honum að skapa að- stöðu, húsnæði og tækjakost og draga að sér nauðsynlegt starfs- fólk. Það er enn ráðgáta hvernig honum tókst að útvega húsnæði þar sem ekkert húsnæði var til og ekki stóð til að byggja nýtt. Þegar skipta þurfti um ónýtt þak á gamla þvottahúsinu á Landspítala var því bara lyft. Komin ný hæð, lausn sem ekki tók langan tíma að framkvæma. Það var líka eins gott því að um það leyti kom jú fram nýr smitsjúkdómur sem lagðist á ónæmiskerfið og braut niður varnir sjúklinga gegn sýk- ingum. Helgi varð strax gildandi í hópnum, sem skipulagði viðbrögð þjóðarinnar við alnæmi/eyðni. Helgi skapaði þannig aðstöðu til rannsókna í ónæmisfræði og var alltaf tilbúinn til að skoða spurningar sem upp komu í öðr- um sérgreinum, s.s. gigtsjúkdóm- um, húðsjúkdómum eða melting- arsjúkdómum. En áhrifa hans gætti víðar þótt það færi kannski ekki hátt. Í tíð hans sem deildar- forseti Læknadeildar HÍ kom saman hópur prófessora, sem taldi tímabært að gert yrði átak til að gera kennslu og nám í Lækna- deild með þeim hætti, að stæðist óumdeilanlega alþjóðlegan sam- anburð. Sett voru fram markmið, samin stefna og framkvæmda- áætlun, sem síðan hefur verið unnið eftir. Erlendur samanburð- ur í dag sýnir að þessi vinna var og er nauðsynleg. Ég hef verið þeirrar gæfu að- njótandi að fá að fylgjast með þessari þróun og framförum. Helgi hefur skipað sér í einstakan hóp íslenskra lækna, sem hafa haft mikilsverð áhrif og komið málum í þau horf, að ekki varð horfið frá þeirri braut, sem hann hafði lagt. Sá fjöldi ungra manna og kvenna, sem Helgi hefur haft áhrif á, talar sínu máli. Hann gerði það ekki með sleggjudóm- um eða hörku heldur með því að hvetja til að gera betur, hugsa nýja hugsum og ýta málum áfram. Hann gerði miklar kröfur til ann- arra en engra eins og sjálfs sín. Mér þótti í byrjun erfitt að mæta því viðhorfi hans sem lýsti sér í setningunni: „Þú átt eftir að sann- færa mig um að þú hafir rétt fyrir þér“! Það vandist og þroskaði. Ég votta fjölskyldu Helga ein- læga samúð við fráfall hans. Hans mun verða saknað en verk hans munu lifa. Kennslustjóri Læknadeildar HÍ – læknisfræði, Kristján Erlendsson læknir. Helgi Valdimarsson er nú lát- inn. Leiðir okkar Helga lágu fyrst saman fyrir 35 árum þegar ég var við nám í læknadeild Háskóla Ís- lands. Hann kenndi mér ónæm- isfræði, grein sem á þessum árum var að ryðja sér til rúms sem sjálf- stæð fræðigrein á Íslandi. Á al- heimsvísu voru miklar vonir bundnar við að framfarir í ónæm- isfræði myndu bæta greiningu ýmissa sjúkdóma sem og meðferð þeirra, sem hefur að hluta til gengið eftir. Helgi varð fyrsti prófessorinn í sinni fræðigrein á Íslandi og er óhætt að segja að þar hafi verið réttur maður á réttum tíma. Hann var fullur af eldmóði, áhuga og krafti, enda tókst honum að lyfta Grettistaki á skömmum tíma. Helgi byggði upp ónæmisfræði- deild Landspítalans og eftir að deildin fékk eigið húsnæði árið 1984 varð hún skjótt öflugt setur vísindarannsókna og klínískrar þjónustu. Ég man vel eftir þess- um árum, ég vann sem læknanemi á ónæmisfræðideildinni og var svo heppinn að fá að taka þátt í flutn- ingi deildarinnar í núverandi hús- næði. Þegar horft er til baka er óhætt að fullyrða að ég á margar hlýjar minningar um samskipti okkar Helga. Þær voru margar stund- irnar sem við sátum saman við að fara yfir niðurstöður, skrifa vís- indagreinar, leiðrétta texta eða leggja grunn að nýjum rannsókn- um. Hann var ávallt fullur af áhuga og taldi ekki eftir sér að sitja fram eftir degi eða mæta snemma á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum til að sinna læri- sveinum sínum. Helgi hafði ákveðnar skoðanir og var fylginn sér. Ég var ungur á þessum árum og eins og ungra manna er siður gat ég verið þrjóskur. Því eyddum við oft löngum stundum til að ná fram málamiðlun sem báðir gátu sætt sig við. Helgi var góður kennari og áhugasamur og reyndi að innprenta nemendum sínum víðsýni, í stað þess að festast í aukaatriðum og smáatriðum. Gildi sem reynst hafa vel mörgum þeim sem við rannsóknir vinna. Gott var að hafa Helga í liði ef ná þurfti einhverju máli í gegn. Þannig tókst honum, þegar hann var nýlega orðinn prófessor, með- al annars að fá læknadeild til að setja á stofn eins árs rannsókn- artengt nám sem lauk með BS- gráðu í læknisfræði. Vegna mann- kosta hans voru honum Í lækna- deild Háskóla Íslands falin æðstu trúnaðarstörf og var hann meðal annars um skeið forseti lækna- deildar. Ég votta Guðrúnu eiginkonu Helga, börnum hans og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð. Ég á Helga margt gott að þakka og á um hann fjölda góðra minn- inga. Blessuð sé minning Helga Valdimarssonar. Þorbjörn Jónsson læknir. Helgi Valdimarsson var einn fremsti vísindamaður Háskóla Ís- lands. Hann var mikilsvirtur fræðimaður jafnt hér á landi sem erlendis. Helgi var frumkvöðull á sviði ónæmisfræði og meginvið- fangsefni hans innan ónæmis- fræðinnar var á sviði gigtsjúk- dóma og sjálfsofnæmissjúkdóma. Árið 2006 hlaut hann viður- kenningu Háskóla Íslands fyrir afburðaárangur í rannsóknum. Helgi byggði upp kennslu og rannsóknir í ónæmisfræði af mikl- um dugnaði. Ásamt samstarfs- fólki sínu í Háskóla Íslands og á Landspítala stofnaði hann rann- sóknastofu Háskóla Íslands í ónæmisfræði. Rannsóknastofan varð vel þekkt á alþjóðavettvangi. Helgi var leiðbeinandi fjölmargra meistara- og doktorsnema og andmælandi við doktorsvarnir hérlendis og erlendis. Helgi gegndi margvíslegum stjórnunarstörfum innan Háskóla Íslands og var m.a. varaforseti læknadeildar 1987-1992, forseti deildarinnar 1992-1996 og for- maður vísindanefndar háskóla- ráðs 1991-1994. Helgi var meðal þeirra fyrstu sem hvöttu til þess að Háskóli Ís- lands tæki upp skipulegt rann- sóknatengt framhaldsnám, fyrst meistaranám og síðar doktors- nám. Sú barátta skipti verulegu máli á þeirri vegferð Háskóla Ís- lands að verða fullburða rann- sóknaháskóli og viðurkenndur þátttakandi í hinu alþjóðlega vís- indasamfélagi. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og skiptir barátta frumherjanna fyrir upp- byggingu framhaldsnámsins miklu máli. Fyrir hönd Háskóla Íslands þakka ég Helga Valdimarssyni farsæl störf í þágu skólans og votta aðstandendum hans inni- lega samúð. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Gönguhópurinn Derrir vill með þessum orðum kveðja leiðtoga sinn og þakka um leið margra ára skemmtilegt göngusamlíf. Upp- hafið var það að leiðir nokkurra vinkvenna og Helga lágu saman í ferðafélagsferð sumarið 1997 í Borgarfjörð eystri og nágrenni. Okkur fannst maðurinn óhemju skemmtilegur og hikuðum því ekki þegar ferðafélagsferð var auglýst sumarið eftir í Svarfaðar- dal undir stjórn Helga og annars góðs ferðafélaga frá því sumarið áður, Sigríðar Þorbjarnardóttur. Upp úr þeirri ferð varð til göngu- hópurinn Derrir, sem hefur síðan komið saman árlega í sömu vik- unni fyrir verslunarmannahelgi til að ganga, syngja, spjalla og borða saman en saknar nú beggja upphaflegra leiðtoga sinna og fé- laga, Siggu, sem lést 2015, og nú Helga. Svarfaðardalurinn var göngu- vettvangur hópsins fyrstu árin og þar var Helgi á heimavelli. Við fengum að njóta þekkingar hans og ástar á svarfdælskum fjöllum. Stundum ofmat hann fjallagetu okkar og ratvísi sína um hin mörgu fjallaskörð. Af því skópust hin æsilegustu ævintýri og ógleymanlegar minningar sem eru rifjaðar upp í hverri ferð. Fyr- ir um ári var ákveðið að nú væri tími til kominn að endurnýja kynnin af dalnum fagra. Þá feng- um við höfðinglegt boð frá Helga og Guðrún um að við mættum not- færa okkur húsakost þeirra í dalnum. Þegar að því kom núna í lok júlí hafði heilsu Helga því miður hrak- að mikið en hann gat þó verið með okkur í Gröf fyrstu dagana. Við áttum dýrmæta kvöldstund með honum og Guðrúnu í kringum eld- húsborðið í Gröf. Sungum fyrir hann uppáhaldslögin hans Góða tungl og Hermannshvíldina og rifjaður var upp afmælisbragur Derris til Helga aldamótaárið. Í bragnum eru lýsingar á ógleym- anlegum mínútum í sögu Derris í efstu hlíðum Kerlingar í Eyjafirði þar sem Helgi freistaði þess að höggva spor fyrir hópinn í lóð- rétta glerharða fönnina og nmt- síminn, sem hann lagði upp úr að hafa með í för, hringdi. Þá máttu Derringar húka, sumir allnokkuð skelkaðir, í röð á eftir Helga með opna snjósprungu gapandi fyrir neðan sig, meðan hann kláraði símaspjallið. Við sigruðum ekki Kerlingu í það skiptið en það skipti ekki öllu máli heldur að njóta þess að vera saman og hafa það skemmtilegt. Þannig minn- ingar eigum við um Helga; skemmtilegastur allra, mesti garpurinn og söngmaðurinn, allt- af iðandi af drengslegu lífsfjöri, sambland af sveitamanni og heimsmanni, af vísindamanni og bóhem. Helgi lifði lífinu lifandi og hann naut þess í botn. Það voru forrétt- indi okkar að fá að njóta þess með honum í íslensku fjallaumhverfi. Við sendum Guðrúnu og allri fjöl- skyldunni okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Anna Guðrún, Anna Gyða, Esther, Guðrún, Ingigerð- ur, María, Ragnheiður, Svafa, Dórothea og Hörð- ur, Guðrún og Margrét, Jórunn og Ástvaldur, Kristín og Friðrik Már, Rannveig og Sigurður, Unnur og Óskar. Helgi Þröstur Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.