Morgunblaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
✝ Guðlaug Ólafs-dóttir fæddist í
Flatey á Breiðafirði
26. apríl 1931. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Skjóli 4. ágúst
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur E.
Gunnlaugsson, f.
26.10. 1899, d.
21.12. 1984, og
Guðbjörg Péturs-
dóttir, f. 1.3. 1901, d. 9.9. 1989.
Systkini Guðlaugar voru Sigríð-
ur Hrefna Sveinsdóttir, f. 5.1.
1929, d. 23.8. 1946, og Pétur Sól-
berg Ólafsson, f. 16.2. 1939, d.
29.11. 1997.
Guðlaug ólst upp í Flatey en
flutti til Reykjavíkur í stríðslok.
Guðlaug giftist Hákoni Jónasi
Hákonarsyni 27.4. 1953, f. 25.5.
1930, d. 9.3. 1956. Börn Guð-
laugar og Hákonar eru þrjú: 1)
Ólafur Eiríkur, f. 1951, maki El-
ísabet Jakobsdóttir, f. 1956.
Börn þeirra eru a) Hákon Jónas,
f. 1976, maki Ágústa, f. 1983.
Börn þeirra eru Elísabet, f.
2008, og Ólafur, f. 2011. b) Hel-
ena, f. 1979, maki Jerome, f.
1973. Sonur Helenu er Danial, f.
Guðlaug giftist seinni manni
sínum, Sigurþóri Þorgrímssyni,
26. maí 1962, f. 1.11. 1931, d.
25.6. 2001. Foreldrar hans voru
Þorgrímur Guðmundsson, f. 3.6.
1898, d. 16.4. 1980, og Halldóra
S. Þorkelsdóttir, f. 7.9. 1903, d.
24.8. 1940. Börn Guðlaugar og
Sigurþórs eru þrjú: 1) Halldóra,
f. 1960, maki Sigurbjörn Guð-
mundsson, f. 1959. Börn þeirra
eru a) Guðlaug Edda, f. 1977,
maki Emil Viðar, f. 1980. Börn
þeirra eru Eyþór Björn, f. 2005,
og Stefanía Bára, f. 2008. Guð-
laug Edda á fyrir soninn Róbert
Inga, f. 1997. b) Birgir Laufdal,
f. 1985, maki Andrea Karen, f.
1986. Synir þeirra eru Sigur-
björn Laufdal, f. 2009, og Hreið-
ar Daði Laufdal, f. 2017. Fyrir á
Andrea dótturina Diljá Ösp, f.
2004. c) Sigurþór, f. 1991. 2) Sig-
urður, f. 1962, maki Olga B. Pét-
ursdóttir, f. 1963. Börn þeirra
eru a) Brynjar, f. 1994, b) Rann-
veig Lilja, f. 2003. 3) Guðný, f.
1964, maki Erlingur R. Þórsson,
f. 1964. Börn þeirra eru a) Mar-
grét Ósk, f. 1991, b) Þór Ingi, f.
1994, maki Jónína, f. 1997.
Guðlaug vann utan heimilis
við heimilishjálp og síðar við
ræstingar, þar af lengst við Sjó-
mannaskólann í Reykjavík.
Útför Guðlaugar fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 17. ágúst
2018, klukkan 13.
2003. Jerome á
þrjár dætur úr
fyrra hjónabandi.
2) Hrefna Guð-
björg, f. 1954, maki
Skúli Kjartansson,
f. 1933, d. 2006.
Sonur þeirra er
Ágúst Þór, f. 1984.
3) Hákon Jónas, f.
1954, maki Þor-
björg Böðvarsdótt-
ir, f. 1957. Þorbjörg
á þrjú börn úr fyrra hjónabandi.
Fyrrverandi sambýliskona Há-
konar er Gerður Helgadóttir, f.
1962. Börn Hákonar og Gerðar
eru a) Dana Rún, f. 1986, maki
Kristján, f. 1986, b) Helgi, f.
1989, maki Ágústa Dóra, f. 1988.
Synir þeirra eru Finnur Atli, f.
2013, og Steinar Snær, f. 2018.
Fyrrverandi eiginkona Hákonar
er Guðrún Þorkelsdóttir, f.
1957. Dætur Hákonar og Guð-
rúnar eru a) Svava Björk, f.
1977, maki Haraldur, f. 1968.
Dætur þeirra eru Anna, f. 2010,
og Lovísa, f. 2013, b) Íris Dögg,
f. 1981, maki Kristján, f. 1968.
Börn þeirra eru Brynja, f. 2007,
og Ívar Orri, f. 2013. Kristján á
fjögur börn úr fyrra hjónabandi.
Elskuleg móðir mín Guðlaug
Ólafsdóttir er látin 87 ára að
aldri eftir erfið veikindi. Guð-
laug fæddist í Flatey á Breiða-
firði 26. apríl 1931. Hún fluttist
til Reykjavíkur 14 ára gömul
með fjölskyldu sinni. Flatey var
henni ávallt ofarlega í huga,
enginn staður var henni kærari
og þótti henni ekki leiðinlegt að
rifja upp minningar frá eyjunni
kæru. Lífshlaup móður minnar
var ekki alltaf auðvelt. Hún
giftist Hákoni Jónasi Hákonar-
syni sjómanni árið 1953 og átt
með honum þrjú börn. Hákon
Jónas fórst með m.b. Verði 9.
mars 1956. Það hefur ekki verið
auðvelt að standa uppi sem
ekkja á þessum árum 25 ára
gömul með þrjú börn. Hún
sýndi svo sannarlega úr hverju
hún var gerð og hlúði vel að
litlu ungunum sínum. Móðir
mín giftist síðar Sigurþóri Þor-
grímssyni verkstjóra 1962 og
átti með honum þrjú börn. Sig-
urþór var einstaklega góður
maður og mér kær vinur sem
gekk okkur systkinunum í föð-
urstað. Eiginkona mín Elísabet
kom inn í fjölskylduna þegar
hún var 18 ára gömul og má
segja að mamma hafi gengið
henni í móðurstað, þar sem
fjölskylda hennar bjó erlendis.
Samband okkar allra var mjög
náið alla tíð. Fórum við ótal
ferðir með þeim í sumarbústað
og voru það ógleymanlegar
stundir og þá sérstaklega í
Skorradal, sem var þeim mjög
kær. Með þakklæti í huga
hugsum við til allra áramóta
sem við nutum saman á heimili
okkar, sem betur fer var
mamma fær um að koma til
okkar um síðustu áramót og er-
um við ákaflega þakklát fyrir
það.
Sigurþór lést 21. júní 2001
langt um aldur fram. Móðir
mín lagði alla tíð mikla áherslu
á að við systkinin héldum sem
bestum tengslum og var
óþreytandi að leita frétta af
börnum og barnabörnum. Jóla-
boðin hennar voru alltaf fastur
liður í jólahaldi mömmu og
Sigga.
Eftir að mamma minnkaði
við sig húsnæði skiptumst við
systkinin á að halda jólaboðin
því ekki kom til greina að
hætta þessum góða sið. Elsku
mamma, það er með miklum
söknuði að þurfa að kveðja þig
en ég veit að þú varst hvíldinni
fegin. Þú munt alltaf eiga stað í
hjarta okkar.
Ólafur og Elísabet.
Elsku Lauga mín, nú ert þú
búin að fá hvíldina og langar
mig með þessum örfáu orðum
að þakka þér fyrir samveruna.
Ég hitti þig fyrst á gaml-
ársdagskvöld 1988 þegar ég
kom á Grýtubakkann að sækja
hann Sigga minn. Þú komst í
dyragættina og heilsaðir mér
með handabandi og reyndir svo
að ná athygli Sigurþórs,
mannsins þíns, til að kynna
hann fyrir mér. Það tók nokkr-
ar tilraunir fyrir þig að ná at-
hygli hans því hann var alveg
sokkinn inn í sjónvarpið eins og
hann átti nú oft til (sem ég
lærði seinna). Það tókst að lok-
um og fyrstu kynnin tókust
bara nokkuð vel fannst mér. Þú
tókst mér fagnandi í fjölskyld-
una og við urðum fljótt góðar
vinkonur. Það sem mér þótti
einstakt þegar ég kom í fjöl-
skylduna voru heimsóknir
barnanna þinna og fjölskyldna
til ykkar Sigga á Grýtubakkann
annað hvort á laugardags- eða
sunnudags-eftirmiðdögum nán-
ast hverja einustu helgi ársins.
Þetta voru skemmtileg síðdegi
þar sem þjóðmál og önnur
dægurmál voru rædd yfir kaffi-
bolla og með því. Ekki voru
alltaf allir sammála um hlutina
en það var bara allt í lagi.
Þar sem þú kallaðir Sigurþór
alltaf Sigga þá kom það oft fyr-
ir þegar við vorum að spjalla
saman að ég vissi ekkert hvort
þú varst að tala um Sigga þinn
eða Sigga minn og stundum
skapaði þetta talsverðan rugl-
ing á milli okkar sem leiðréttist
nú alltaf að lokum og hlógum
við oft að þessu.
Lífið fór ekki alltaf mjúkum
höndum um þig því þú misstir
systur þína í bílslysi, þegar þú
varst aðeins 15 ára. Svo misstir
þú fyrri manninn þinn hann
Hákon (Dengsa) í sjóslysi, þeg-
ar þú varst tæplega 25 ára og
með þrjú lítil börn.
Þú varst svo lánsöm að
kynnast síðan Sigurþór, seinni
manninum þínum, og eignaðist
þú með honum þrjú börn þann-
ig að ríkidæmi þitt var mikið.
Þú misstir svo hann Sigga þinn
langt fyrir aldur fram þegar
hann varð bráðkvaddur á
Grýtubakkanum aðeins 69 ára
gamall. Ég held að það sem
hjálpaði þér í gegnum öll þessi
áföll hafi verið ákveðni þín,
æðruleysi og „dass“ af þrjósku.
Það segir sig sjálft að á tæp-
um 30 árum er ýmislegt brallað
saman sem væri of langt mál
væri að telja upp hér.
Þær voru nokkrar sumarbú-
staðaferðirnar sem voru farnar
í Skorradalinn, heimsóknir á
Þingvelli, matarboðin, jólaboðin
og aðrir fjölskylduviðburðir.
Þetta eru dýrmætar minningar
sem við geymum í hjarta okkar.
Þú sagðir mér oftar en einu
sinni að þú værir nú ekki fyrir
það að lesa í minningargreinum
að sú sem væri verið að minn-
ast hefði bakað bestu brúnkök-
ur eða pönnukökur í heimi. Ég
lofaði þér því að ég myndi ekki
skrifa neitt svoleiðis í minning-
argrein um þig og ég ætla því
ekkert að minnast á allar
brúnkurnar og pönnsurnar sem
þú barst á borð fyrir okkur yfir
árin né hversu góðar þær voru.
Elsku Lauga mín, ég þakka
þér fyrir öll árin sem við feng-
um saman. Þú varst góð kona
og vildir öllum vel. Ég veit að
þú ert hvíldinni fegin því síð-
ustu vikur voru þér erfiðar.
Núna ert þú komin á betri stað
og ég veit í hjarta mínu að þú
ert umvafin ástvinum þínum
sem farnir eru.
Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir
Olga.
Elsku amma, nú er víst kom-
ið að kveðjustund. Þegar ég fór
fyrst að hugsa um hvað ég ætti
að skrifa hringdi ég í Danial og
spurði hann hvort það væri
eitthvað sérstakt sem hann
vildi koma á framfæri. Hann
sagðist ekki vita hvað hann
ætti að segja nema að hann
elskaði þig mjög mikið, mér líð-
ur einmitt eins akkúrat núna.
Það er ekki þar með sagt að
við eigum engar minningar,
þær eru ótal margar. Sunnu-
dagskaffi hjá „Laugömmu“ á
Grýtubakkanum var fastur lið-
ur í æsku, útilegur með þér og
afa þar sem veiðistöngin var
alltaf með í för, jólaboðið sem
spannaði heilan dag og svo
margt fleira. Það er samt ekki
hægt að minnast þín án þess að
tala um brúnkuna. Ég held að
flestar ef ekki allar mæður í
fjölskyldunni hafi fengið upp-
skriftina en gefist upp á að
baka hana því enginn náði að
gera hana eins og þú.
Síðustu árin, mánuðirnir og
sérstaklega síðustu vikur voru
þér erfiðar og er ákveðinn létt-
ir að þú fáir nú að hvílast. Eftir
standa minningar um ótrúlega
sterka ákveðna konu með slatta
af þrjósku sem ég er stolt að
hafa átt sem ömmu. Líkt og
Danial sagði: ég veit ekki hvað
ég á að segja nema að ég elska
þig mjög mikið.
Helena Ólafsdóttir,
Danial Khan.
Það er komið að kveðju-
stund, með þessum orðum vil
ég minnast elsku hjartans
ömmu minnar sem var mér svo
kær. Fyrsta sem kemur upp í
hugann þegar ég hugsa um
ömmu er einlæg umhyggja
hennar fyrir fjölskyldunni. Ég
var svo heppin að búa fyrstu ár
ævi minnar með mömmu hjá
ömmu og afa, það var hvergi
betra að vera. Ávallt umvafin
ást og umhyggju, amma var
góð vinkona og alltaf til staðar,
hlustaði og gaf góð ráð. Minn-
ingarnar eru svo margar og
ómetanlegar samverustundir,
ferðalög, sumarbústaðarferðir,
jólaboðin og svo mætti lengi
telja. Þegar Amma vann í Sjó-
mannaskólanum við ræstingar
var skemmtilegast af öllu að fá
að fara með henni í strætó og
vera með henni í vinnunni, þar
fékk ég að hjálpa til við að
þrífa krítartöflurnar og raða
borðum og svo auðvitað líka að
skoppa í kringum hana og sjá
um mikilvægasta verkefnið, að
stimpla okkur inn og út. Ég var
10 ára þegar við fluttum úr
borginni til Grindavíkur, en ég
sótti mikið í að vera hjá ömmu
og afa á Grýtubakkanum og fór
ég oft með rútunni í bæinn um
helgar og voru móttökurnar
alltaf hlýjar og góðar. Heimili
ömmu og afa á Grýtubakkanum
var sá staður sem fjölskyldan
kom saman og oft þá á sunnu-
dögum, þar var spjallað, hlegið
og rætt allt milli himins og
jarðar. Annan hvern sunnudag
kom Pétur bróðir hennar
ömmu í heimsókn, hann var
með Downs-heilkenni. Það voru
alltaf sérstakar gleðistundir
þegar hann kom í heimsókn og
dáðist ég alltaf að því hversu
fallegt samband var á milli
ömmu og Péturs, en það sýndi
líka svo vel hversu yndisleg og
óeigingjörn manneskja amma
mín var. Við amma áttum ein-
stakt og innilegt samband, það
eru algjör forréttindi og er ég
óendanlega þakklát fyrir að
hafa haft samfylgd elsku ömmu
í gegnum lífið bæði í gleði og
sorg. Ég er svo þakklát fyrir
það að börnin okkur nutu þeirr-
ar gæfu að þekkja ömmu
Laugu og hvað hún var ynd-
isleg. Það skipti mig líka miklu
máli að amma hafi getað verið
viðstödd þegar ég giftist ástinni
minni, en hún sagði mér oftar
en einu sinni hvað hún væri
glöð að ég hefði eignast svona
yndislegan mann eins og Emil.
Hún vissi svo vel hvað hún var
að tala um því hún var líka svo
lánsöm að hafa átt tvo ynd-
islega eiginmenn í sínu lífi sem
hún elskaði svo heitt en missti
alltof fljótt, en ég er þess viss
um að þeir hafi tekið vel á móti
henni og að hún sé komin á
betri stað. Það er svo sárt að
sakna og erfitt að hugsa til
þess að ég geti ekki komið í
heimsókn eða hringt í hana og
spjallað um lífið og tilveruna.
Amma mun alltaf eiga sérstak-
an stað í hjarta mínu. Síðustu
orðin sem amma sagði við mig
áður en hún kvaddi sögðum við
oft við hvor aðra en á þessari
stundu fengu þau nýja merk-
ingu, þetta var kveðjustundin
okkar, en þau voru:
„Elsku Edda mín, þú manst,
ást í poka sem má ekki loka.“
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Hvíldu í friði, elsku hjartans
amma mín, minning þín lifir að
eilífu.
Guðlaug Edda.
Guðlaug
Ólafsdóttir
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG O. VALDIMARSDÓTTIR
Furugerði 9,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
laugardaginn 11. ágúst, verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 21. ágúst klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Ólafur Eggertsson Anna María Snorradóttir
Sjöfn Eggertsdóttir Guðmundur Davíðsson
Inga Sonja Eggertsdóttir Rúnar Valsson
Þröstur Eggertsson Anna J. Jónsdóttir
Ragnar Eggertsson Kristjana Guðrún Friðriksd.
Bjarni V. Eggertsson Osvör Oscarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og
tengdamóðir,
HRAFNHILDUR ÁRNADÓTTIR,
Akurhvarfi 5, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
miðvikudaginn 15. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Páll P. Theódórs
Árni Björn Pálsson Sylvía Sigurbjörnsdóttir
Fannar Pálsson Hekla Fjölnisdóttir
Hlynur Pálsson Lea Marie Drastrup
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÓLAFUR RAGNAR MAGNÚSSON
prentari,
áður til heimilis í Hraunbæ 103
og Grenimel 43, Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 10. ágúst.
Útför fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 22. ágúst
klukkan 13.
Valgerður G. Ólafsdóttir
Margrét Ólafsdóttir Már Viðar Másson
Pála Kristín Ólafsdóttir Kristján Björn Ólafsson
Kristinn Axel Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær dóttir, systir, mágkona og
föðursystir,
ÞÓRA KJARTANSDÓTTIR,
Skógarbæ, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 14. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Seljakirkju
mánudaginn 20. ágúst klukkan 15.
Anna Elín Hermannsdóttir
Hermann Kjartansson
Valgeir Kjartansson Lísa Björk Bragadóttir
Kjartan Bragi Valgeirsson Ævar Valgeirsson
Þórir Steinn Valgeirsson Hjalti Valgeirsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
KRISTINN HALLDÓR JÓHANNSSON,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 14. ágúst.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 21. ágúst klukkan 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Heimahlynningu á Akureyri.
Margrét Alfreðsdóttir
Alfa Björk Kristinsdóttir Magnús Björnsson
Signý Þöll Kristinsdóttir Viktor Pálsson
Jóhann Kristinsson Hulda Haraldsdóttir
og afabörn