Morgunblaðið - 17.08.2018, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
✝ Svanur Braga-son fæddist 19.
febrúar 1945 á
Vopnafirði. Hann
lést á krabbameins-
lækningadeild
Landspítalans 3.
ágúst 2018.
Foreldrar Svans
voru Bragi Har-
aldsson og Guð-
björg Þorsteins-
dóttir sem bæði eru
látin. Systkini Svans voru Har-
aldur, sem er látinn, og Unnur
Sólrún, sem býr í Svíþjóð. Fjöl-
skyldan flutti frá Vopnafirði til
Eskifjarðar árið 1957.
Svanur kvæntist Öldu Jóns-
dóttur frá Skagaströnd árið
1968, en þau slitu samvistum ár-
ið 1991. Lengst af sínum búskap
bjuggu þau í Unufelli í Reykja-
vík. Við skilnaðinn fluttist Svan-
ur á Háaleitisbraut og síðustu
æviárin bjó hann í Boðaþingi.
keypti hann sér sína fyrstu
harmónikku. Sextán ára fluttist
Svanur til Reykjavíkur og hóf
nám í tónlistarskóla borgarinn-
ar sem stóð yfir í eitt ár. Þá hóf
hann nám við Iðnskólann í
Reykjavík og útskrifaðist sem
húsasmiður. Námsárin sín bjó
hann hjá frændfólki sínu. Svan-
ur hóf störf með námi hjá
Smíðastofu Halldórs Karlssonar
og vann þar nær allan sinn
starfsferil, eða þar til fyrirtækið
hætti störfum. Síðustu starfs-
árin áður en hann fór á eftirlaun
vann hann hjá Húsvirki. Svanur
fór að stunda hlaup um miðjan
aldur. Hann hafði mest gaman
af löngum hlaupum og keppti í
mörgum þeirra yfir 30 ára tíma-
bil. Hann er meðlimur í Heiðurs-
klúbbi Reykjavíkurmaraþons
með 28 hlaup; 18x heilt maraþon
og 10x hálft maraþon. Tvisvar
hljóp hann 100 km hlaup, eitt á
Ítalíu (Del Passatore) árið 2004
og annað í Reykjavík 2008.
Útförin fer fram í dag, 17.
ágúst 2018, frá Fossvogskirkju
klukkan 15.
Dætur þeirra eru
þrjár: 1) Guðbjörg
Lilja, f. 1969. Eig-
inmaður hennar er
Jón Auðun Sigur-
jónsson og börn
þeirra eru: Helena
Rut, Hilmar Örn og
Hákon Freyr. 2)
Karólína Valdís, f.
1971. Börn hennar
eru: Alda Guðrún,
Petra Sif, Svanur
Davíð og Birgitta Sól. 3) Ingi-
björg, f. 1975. Eiginmaður henn-
ar er Kjartan Ingi Lorange og
dætur þeirra eru Sunneva Líf og
Sylvía.
Þegar Svanur var ungur að
árum fór hann í sveit á sumrin á
Skorrastað á Norðfirði þar sem
hann eignaðist nokkurs konar
fósturfjölskyldu. Svanur var
mikill tónlistarunnandi og spil-
aði frá unga aldri í lúðrasveit
Eskifjarðar. Tólf ára gamall
Mikið er ég þakklát fyrir að
hafa átt þig í lífi mínu í 49 ár
elsku pabbi. Að sjálfsögðu hefði
ég kosið að hafa þau miklu fleiri
en því miður er komið að kveðju-
stund. Yndislegar æskuminning-
ar rifjast upp. Ég minnist ferða-
lagana okkar til Eskifjarðar á
hverju sumri. Ávallt var gist hjá
ömmu og afa í Bleiksárhlíðinni
þar sem amma dekraði við okk-
ur. Við fórum í berjamó, fjall-
göngur, fjöruferðir og svo að
sjálfsögðu að veiða sem var þitt
uppáhald. Svo voru ættingjar
þínir og vinir heimsóttir. Þetta
voru yndislegir dagar.
Þú varst alltaf mjög vinnu-
samur maður og vannst langan
vinnudag. Þú varst snilldarsmið-
ur, með eindæmum handlaginn,
nákvæmur og vandvirkur. Þú
vannst við að smíða innréttingar
næstum allan þinn starfsferil. Þú
smíðaðir í herbergi mitt fata-
skáp, skrifborð og hillur þegar
ég var barn. Á heimili mínu núna
er kommóða eftir þig og glæsi-
legar hillur úr gegnheilli eik sem
mér þykir óendanlega vænt um.
Þú varst einstaklega greiðvikinn
og hjálpsamur, alltaf tilbúinn að
koma og aðstoða við hvers kyns
smíðavinnu á mínum heimilum
og annarra.
Á fimmtugsaldri fórstu að
hlaupa þér til heilsubótar, fékkst
mjög fljótlega hlaupabakteríuna.
Þú æfðir gríðarlega mikið í nokk-
uð mörg ár og kepptir í stórum
og löngum hlaupum.
Það var erfitt að vinna fullan
vinnudag og komast yfir að
hlaupa ákveðið marga kílómetra
á viku. En þetta elskaðir þú og
að geta verið úti í náttúrunni. Og
aldrei var of slæmt veður til að
fara út að hlaupa eða fá sér góð-
an göngutúr. Þú fékkst hjarta-
áfall fyrir nokkrum árum. Varst
á leið til vinnu eldsnemma morg-
uns frá Háaleitisbraut upp í
Boðaþing á hjólinu þínu. Á miðri
leið þurftirðu að stoppa því þú
fékkst svo svakalega slæma
verki, áttir erfitt með að komast
á leiðarenda. Það hafðist þó og
þú helltir upp á kaffi fyrir vinnu-
félagana eins og þú gerðir alla
aðra morgna. Fljótlega var þó
hringt á sjúkrabíl og þú gekkst
undir hjartaþræðingu skömmu
síðar. Að sjálfsögðu jafnaðir þú
þig á undraverðum hraða.
Fyrir nokkrum árum fluttirðu
í Boðaþing og ég sjálf hafði flutt í
Kópavoginn nokkrum árum áð-
ur. Nú var stutt á milli okkar og
eftir að þú hættir að vinna urðu
samverustundir okkar fleiri. Síð-
ustu misserin skelltum við okkur
stundum í góða göngu saman,
þeirra stunda naut ég í botn. Við
ræddum eitt og annað á leiðinni
og átti ég nú oft fullt í fangi með
að fylgja þér eftir, svo röskur
varstu á göngunni. Við horfðum
töluvert á íþróttir saman, fót-
bolta og frjálsar og ýmislegt
annað.
Það er undarlegt til þess að
hugsa að 23. júlí borðaðir þú smá
lambalæri með okkur fjölskyld-
unni. Daginn eftir fórum við
saman upp á bráðamóttöku. Ætl-
uðum að athuga hvort ekki væri
hægt að gera eitthvað fyrir þig
varðandi máttleysið og verkina í
bakinu.
Ekki datt okkur í hug að þú
kæmist ekki aftur heim í litlu
sætu íbúðina þína og færir frá
okkur hinn 3. ágúst.
Takk fyrir allt elsku pabbi, þú
auðgaðir líf mitt og okkar allra.
Þín er sárt saknað.
Guðbjörg Lilja Svansdóttir.
Elsku pabbi minn. Þegar
þetta er skrifað er ég búin að
kveðja þig en þó ekki, því ég hélt
að þú yrðir óendanlega gamall.
Það er svo margt sem mig
langar að segja að það gæti fyllt
heila bók frá mér til þín, elsku
pabbi minn. Ég var glöð að hafa
skrifað þér bréfið sem þú last
stuttu áður en þú kvaddir mig en
ég vona að þú getir lesið þetta
líka.
Fyrst langar mig að þakka
fyrir það góða uppeldi sem þú
gafst mér. Ég hefði aldrei orðið
þessi sterka og sjálfstæða kona
sem ég er í dag nema af því að þú
varst mér alltaf svo góð fyrir-
mynd í einu og öllu. Þú varst mér
svo mikið meira en bara pabbi,
þú varst líka vinur og það var
mér svo dýrmætt. Alltaf veittir
þú mér skilning og stuðning í
gegnum árin, ef ég hef þurft á
því að halda.
Þú varst fordómalaus gagn-
vart nánast öllu enda var þess
vegna svo gott að tala við þig og
vera í kringum þig.
Aldrei hefur þú brugðist
trausti mínu, elsku pabbi minn,
þú varst bara svo einstakur mað-
ur, tókst öllu með æðruleysi og
ró og það gera nú ekki allir.
Aldrei hefur þú tekið þátt í
þessu lífsgæðakapphlaupi heldur
bara hlaupið þér til ánægju og
yndisauka.
Ég vildi óska þess að ég hefði
fengið að verða gömul og grá
með þér en það er víst ekki í
boði. Lífið er ekki alltaf sann-
gjarnt. Guð hvað ég á eftir að
sakna þín, pabbi minn, en ég er
rík af góðum og skemmtilegum
minningum um þig og öllu sem
þú gerðir með mér þegar ég var
að alast upp. Það átti sko enginn
svona pabba sem gerði með okk-
ur ekta eskimóasnjóhús þar sem
þú bjóst til hillur og allt inn í það.
Svo vorum við með kerti í því og
ég man að ég hugsaði að mig
langaði að sofa í því.
Alltaf fórstu hringinn með
okkur á nýbónuðum bílnum, því
enginn hugsaði eins vel um bíl-
ana sína eins og þú. Nú brosi ég,
því þú varst alltaf að þrífa þá og
bóna. Ég tók þig til fyrirmyndar
varðandi þetta framan af en er
búin að gefast upp á því.
Mér er alltaf sérstaklega
minnisstætt þegar það var ófært
og þú skelltir þér á gönguskíðum
í vinnuna og þegar þú varst
ökklabrotinn eftir skautaferðina
okkar á Rauðavatni og varst á
hækjunum að brjóta klakann á
stéttinni í raðhúsalengjunni okk-
ar.
Alltaf sami dugnaðurinn í þér,
elsku pabbi. Vonandi ertu búinn
að hitta þitt fólk þarna uppi og
hefur það gott.
Hvíldu í friði, elsku pabbi
minn.
Þín dóttir,
Karólína Valdís Svansdóttir.
Elsku pabbi. Mikið ofboðslega
er sárt að kveðja þig.
Pabbi minn, þú kenndir mér
svo margt. Ég man þegar ég fór
með þér út í Júmbó sjoppu til að
kaupa hraun og malt með laug-
ardagsmyndinni. Alltaf hleyptir
þú öðrum fram fyrir í röðina af
því að þú varst aldrei að flýta
þér. Það sem ég gat látið þetta
fara í taugarnar á mér. En þegar
ég stend í röðinni í Bónus og
hleypi öllum fram fyrir mig sem
eru með lítið í körfunni verður
mér hugsað til þín. Þú kenndir
mér að vera góð við náungann og
þar varst þú besta fyrirmyndin.
Alltaf varstu tilbúinn að hjálpa
öðrum og fordómalausari maður
en þú er vandfundinn, góð-
mennska þín var með eindæmum
og þú talaðir aldrei illa um aðra.
Þú vannst mikið en samt
gafstu þér alltaf tíma til að sinna
stelpunum þínum. Við fórum í
veiðiferðir, útilegur, á skíði, á
skauta og útbjuggum snjóhús og
snjókarla úti í garði. Mér er sér-
staklega minnisstæð snjókonan
sem þú gerðir fyrir framan
lengjuna okkar í Unufellinu. Hún
var stórkostleg og vakti mikla
kátínu meðal grannanna.
Elsku pabbi, ég hélt að þú
yrðir 100 ára, hlaupandi úti um
allan bæ og spilandi á harmóník-
una þína fyrir fjölskyldu og vini.
En lífið er hverfult og enginn
veit sína ævina fyrr en öll er.
Takk pabbi fyrir:
ástina sem þú veittir mér, öll
eggjabrauðin með kavíar, veiði-
túrana, hlaupatúrana, öll fallegu
húsgögnin sem þú smíðaðir inn í
herbergið mitt, alla hjálpina í
gegnum árin.
Takk pabbi fyrir að vera þú,
það var gott að vera stelpan þín.
Ég elska þig, pabbi minn.
Þín dóttir,
Ingibjörg Svansdóttir.
Elsku besti afi minn, fyrir-
mynd í lífi og starfi. Ég trúi ekki
að þú hafir kvatt okkur. Þú tókst
við þessu verkefni í byrjun árs
og núna er það búið. Ég vil trúa
því að þú sért búinn að heilsa
upp á bróður þinn þarna uppi og
jafnvel hlaupa nokkra kílómetra,
vonandi er til harmóníka og góð-
ur matur!
Ég ylja mér við allar minning-
arnar sem við eigum saman. Sú
sem stendur upp úr tengist að
sjálfsögðu hlaupabakteríunni.
Þegar við Lea ákváðum að láta
reyna á hálft maraþon og þú
ákvaðst að láta það duga. Við
hittumst við rásmarkið og hit-
uðum upp saman. Þegar hlaup-
inu var startað varstu svo ein-
lægur og sagðir við okkur að
vera ekkert að hugsa um þig eða
bíða eftir þér, þú ætlaðir að fara
hægt. Þú komst í mark hálftíma
á undan okkur að mig minnir. Já,
ég hef svo sannarlega oft montað
mig af þér við hvern þann sem
vill heyra.
Afi, ég ætla að telja upp nokk-
ur orð sem mér finnst lýsa þér
vel: bækur, maraþon, harmón-
íka, grettur, lambalæri, skítugur
kisubolli, fordómaleysi, götótt
lopapeysa, bíladella, stór jakka-
föt, vinur.
Það verður skrítið að hitta þig
ekki stundum í mat hjá mömmu,
sjá þig ekki á hlaupum í dalnum,
heyra ekki að það sé enn betra
að keyra þennan nýja bíl, fá ekki
bók frá þér á jólunum eða að
skála ekki við þig á áramótunum.
Sárast finnst mér að litli bum-
bubúinn okkar Leu fái ekki að
hitta þig og kynnast þér, en hann
mun sko sannarlega fá að heyra
um langafa sinn.
Ég sendi knús og koss á kinn
til þín elsku yndislegi afi, sakna
þín.
Helena Rut Jónsdóttir.
Kæri Svanur afi, ég vil að þú
vitir að mér þykir ótrúlega vænt
um þig, þú átt og munt alltaf eiga
sérstakan stað í hjarta mér. Ég
vil að þú vitir að ég er stoltur af
því að vera barnabarn þitt, og að
ég dáist að þrjósku þinni og
þreki. Þú ert fyrirmynd mín í svo
mörgu og ég vil að þú vitir að ég
mun alltaf hugsa til þín með að-
dáun. Ég vil að þú vitir að mér
þótti alltaf vænt um að þú gæfir
þér tíma til að koma í heimsókn
til okkar. Ég vil líka að þú vitir
að ég á, í hjarta mér, minningar
um þig sem að munu alla tíð
gleðja mig. Ég man þegar við
hlupum saman fimm kílómetra af
þinni hundrað kílómetra leið, og
ég vil að þú vitir að þó að í þínu
lífshlaupi höfum við aðeins
ferðast saman stuttan spöl er
það sá spölur sem mér mun
þykja hvað vænst um.
Takk afi, fyrir að gefa mér svo
margt, og takk afi fyrir að gefa
okkur öllum tækifæri á að hlaupa
með þér stuttan spöl af þínu
lengsta hlaupi.
Hilmar Örn Jónsson.
Svanurinn hnarreistur
breiðir út vængi
og hverfur
í eilífð tímans
Minn besti vinur og bróðir
nú ber þig á óþekktar slóðir,
hjá mér eru minningasjóðir
um magnaðar kærleiksglóðir,
um andardrátt eilífðarinnar
um áhrif lífsspeki þinnar,
um dugnað og þrautseigju þína
það er ljós sem ávallt mun skína.
Þó horfinn sértu að sinni
mér sjónum, úr lífssögu minni,
ég á þig í mér og mig í þér
þar og hér, hvar sem er.
Alltaf.
Unnur Sólrún Bragadóttir.
Við fráfall Svans Bragasonar
koma minningarnar fram hver af
annarri. Mínar fyrstu kynni af
frænda eru frá því um sumarið
1965. Þá heimsóttum við faðir
minn Svan á Eskifjörð. Það var
svo gaman að horfa á þennan
unga glæsilega mann kasta
spjótinu. Einnig æfði Svanur
frjálsar íþróttir. Svo spilaði hann
líka á hljóðfæri; fyrst á trompet
og svo harmóníku. Það vakti
jafnan mikla lukku ef Svanur tók
með sér nikkuna í afmæli eða
jólaboð. Ég er þess fullviss að
það heilbrigða líferni sem hann
tamdi sér á sínum yngri árum
hafi hjálpað honum alla hans ævi.
Vissulega fylgdu íþróttirnar hon-
um alltaf, en Svanur vann mörg
afrek á hlaupabrautinni. Mara-
þonhlaup voru áhugamál hans í
mörg ár. Hjá honum var það svo
sannarlega heilbrigð sál í hraust-
um líkama. Reglusamur var
hann líka alltaf. Kynni okkar
Svans urðu svo enn nánari eftir
að við urðum vinnufélagar í
fyrirtæki föður míns, Smíðastofu
Halldórs Karlssonar. Þá kynnt-
ist ég því hve góður fagmaður
Svanur var við smíðarnar. Vand-
virkni og nákvæmni við alla gripi
sem hann sendi frá sér. Verkin
hans lofa svo sannarlega meist-
arann. Traustari og heiðarlegri
mann var erfitt að finna. Svo
fannst mér spakmæli Kennedys
Bandaríkjaforseta lýsa Svani vel:
Spurðu ekki hvað land þitt getur
gert fyrir þig, heldur hvað þú
getur gert fyrir land þitt. Hann
setti samfélagslegar skyldur sín-
ar ávallt í fyrsta sæti. Hann
sýndi öðrum með þessu, gott for-
dæmi. Gott var líka að ræða við
hann um samfélagsmál, hann
kom manni fljótt niður á jörðina.
Ég kalla það gæfu mína að hafa
verið vinnufélagi hans og vinur í
um það bil fjóra áratugi. Gaman
var að fara í stangveiði með
Svani, en hann var með afbrigð-
um fiskinn. Hann naut svo sann-
arlega allrar útiveru. Einnig var
mjög gaman að hitta Svan í
matarboði eða yfir kaffibolla, frá
honum fór maður svo sannarlega
betri maður. Okkur sem unnum
Svani var það svo sannarlega
áfall í byrjun árs er hann greind-
ist með illvígan sjúkdóm, sem
hann varð síðan að lúta í lægra
haldi fyrir. En það breytir því
ekki að maður vill með þessum
línum sýna þakklæti og auðmýkt
fyrir þann tíma sem við gengum
saman hér á móður jörð. Guð
blessi minningu Svans Braga-
sonar.
Sveinn Halldórsson.
Árið var 2003. Ég hafði árin á
undan fengið örlitla innsýn í
áhugamál sem mörgum þótti sér-
kennilegt. Það var að hlaupa og
helst langt. Nú átti að stíga eitt
skref áfram á þróunarbrautinni.
Laugavegurinn skyldi það vera.
Ég vissi það eitt að hlaupið var
álitið mikil þrekraun. Að hlaupa
55 km frá Landmannalaugum
niður í Þórsmörk í einum áfanga.
Það var alvöru manndómsvígsla.
Ég lagði af stað fullur bjartsýni.
Þegar komið var nálægt Stóra
Hver þá dró mig uppi hlaupari
sem ég þekkti fyrst og fremst af
afspurn en vissi að var enginn
meðalmaður á hlaupasviðinu. Ól-
seigur maraþonhlaupari sem
hafði marga fjöruna sopið í þeim
efnum. Þarna var kominn Svan-
ur Bragason. Hann var einnig að
leggja út í óvissuna með sínu
fyrsta Laugavegshlaupi. Við tók-
um tal saman og það æxlaðist
svo að við urðum samferða það
sem eftir var. Það gekk á ýmsu
það sem eftir lifði hlaups, brekk-
urnar voru langar, sandarnir
þungir, fæturnir þreyttust, orku-
tankurinn tæmdist og gómurinn
varð þurr sem þerripappír. Þeg-
ar sem þyngst var fyrir fæti
hvatti ég Svan til að halda sína
leið og láta mig um að þumlung-
ast áfram á eigin forsendum. Það
var ekki við það komandi af hans
hálfu. Áfram héldum við og síð-
asti hluti hlaupsins var mikil
upplifun. Þá fór allt að ganga
betur. Við lukum hlaupinu hönd í
hönd í markinu í Þórsmörk upp-
hafnir af tilfinningunni yfir að
hafa sigrast á margháttuðum
erfiðleikum og ekki síst sigrað
sjálfa okkur. Við Svanur tengd-
ust ákveðnum böndum í þessu
hlaupi sem aldrei rofnuðu upp
frá því. Veturinn eftir bárust af
því fréttir að Svanur og tveir fé-
lagar hans stefndu á 100 km
hlaup á Ítalíu. Það fór ekki hjá
því að kraftur þeirra og ákveðni
við æfingar kveikti bæði áhuga
og forvitni. Að lokum var loka-
prófið þreytt, 70 km hlaup í
kringum Þingvallavatn. Þegar
það tókst vel og var vandræða-
laust þá fór kjarkurinn að vaxa.
Svanur og Pétur félagi hans luku
svo hinu mikla Del Passatore
hlaupi á Ítalíu um vorið með
miklum sóma og voru 3. og 4. Ís-
lendinga til að ljúka 100 km
hlaupi. Um haustið lagði Svanur
einn upp frá Þingvallakirkju og
hljóp Þingstaðahlaupið að al-
þingishúsinu í Reykjavík. Við
nokkrir félagar hans fylgdum
honum seinni hluta leiðarinnar.
Að hlaupinu afloknu var farið í
heita pottinn í Vesturbæjarlaug-
inni. Í pottinum var félag 100
km. hlaupara á Íslandi formlega
stofnað. Inntökuskilyrðið er ekki
flókið eða að hafa lokið í einum
áfanga hlaupi, sem er a.m.k. 100
km langt. Meðlimir í þessu
merka félagi eru nú orðnir hátt í
80 talsins. Svanur lauk svo öðru
100 km hlaupi nokkrum árum
síðar, þá kominn á sjötugsaldur.
Þessi saga er rifjuð upp hér því
nú hefur Svanur komið í mark í
sínu lífshlaupi. Hann var einn af
þeim frumherjum sem af mikilli
elju og áhuga ruddu brautina
fyrir sístækkandi hóp Íslendinga
sem stunda ofurhlaup sér til
ánægju og lífsfyllingar. Slík
hlaup njóta æ meiri áhuga og at-
hygli í samfélaginu. Svanur var
góður félagi sem er minnst af
hlýju. Hann var mikill íþrótta-
maður sem hafði virðingu allra
sem hann þekktu á þeim vett-
vangi. Sú tilviljum sem leiddi
okkur saman í Laugavegshlaup-
inu árið 2003 hafði meiri áhrif en
ég gat látið mig dreyma um í
stemmingu dagsins. Þar kvikn-
aði neisti sem breytti lífi und-
irritaðs varanlega.
Ég votta fjölskyldu Svans svo
og félögum hans í hlauparasam-
félaginu samúð við fráfall hans.
Gunnlaugur A. Júlíusson.
Svanur Bragason
Allar minningar
á einum stað
MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni
mbl.is/minningar.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa
frá árinu 2000 til dagsins í dag.