Morgunblaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
✝ Magnea JennyGuðmundar-
dóttir fæddist á Ísa-
firði 2. apríl 1963.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 6.
ágúst 2018.
Magnea ólst upp
á Melgraseyri við
Ísafjarðardjúp. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Krist-
ján Magnússon, f. 1927, d. 2018,
og Kristín Steinunn Þórð-
ardóttir, f. 1928, d. 2005, bændur
á Melgraseyri. Bróðir Magneu er
Snævar, f. 1956, kvæntur Önnu
Guðnýju Gunnarsdóttur, f. 1969.
hennar í Háskóla Íslands þar
sem hún lagði stund á lögfræði
og mannfræði, þar til hún fann
sinn farveg í landfræði sem hún
lauk með B.Sc.-gráðu árið 1995.
Hún kláraði einnig diplómanám í
viðskipta- og rekstrarfræði við
Endurmenntun Háskóla Íslands,
sem og nám í fjárhagsbókhaldi
hjá Navision. Þar að auki stund-
aði Magnea mastersnám við
Landbúnaðarháskólann á
Hvanneyri í landnýtingu.
Magnea starfaði m.a. sem
gjaldkeri hjá HHÍ, á fasteigna-
og lögfræðistofu, og einnig sem
hótelstýra hjá Hótel Eddu. Síðast
vann hún við bókhald hjá Lána-
sjóði íslenskra námsmanna.
Kveðjuathöfn Magneu fer
fram í Áskirkju í dag, 17. ágúst,
og hefst athöfnin klukkan 13. Út-
för verður frá Melgraseyr-
arkirkju 18. ágúst 2018, og hefst
athöfnin klukkan 14.
Meira: mbl.is/minningar
Systir Magneu var
Þórunn Helga, f.
1959, d. 2012.
Magnea var í
sambúð með Finn-
boga Kristjánssyni,
f. 1958, frá 1984 til
2004. Eignuðust
þau saman dótt-
urina Ragnheiði
Kristínu, f. 1991,
sem er í sambúð
með Gilad Peleg, f.
1988.
Magnea gekk í Reykjanes-
skóla við Ísafjarðardjúp og lauk
þar námi 1979. Hún lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Ísafirði árið 1984. Þaðan lá leið
Elsku mamma.
Það er þyngra en tárum taki
að skrifa minningargrein um
þig þegar þú áttir allt lífið fram
undan. Að vera aðstandandi í
gegnum greiningar og lyfja-
meðferðir, sem alltaf lauk með
vondum tíðindum, var eins og
að vera með opið sár sem sífellt
var stráð salti í. Ég trúi varla
að þetta sé satt enn þá, þú sem
varst alltaf svo sterk. Þetta er
svo sárt og ósanngjarnt og al-
gerlega ofar mínum skilningi. Á
sama tíma er ég samt þakklát
fyrir þann tíma sem við höfð-
um, að hafa átt mömmu og
bestu vinkonu sem skildi allt og
hlustaði á allt og studdi mig
alltaf í öllu, sama hvað. Ég
vona að ég geti orðið eins góð
manneskja og þú. Það er mér
ómetanlegt veganesti út í lífið
að hafa lært af þér að vera þol-
inmóð, skilningsrík, sterk og
traust.
Ég vildi hafa getað haft þig
miklu lengur hjá mér, það var
svo margt sem við áttum eftir
að gera saman og minningar
sem áttu eftir að verða til. Þú
sem varst kletturinn minn, ég
veit varla hvað ég mun gera án
þín.
Það er huggun að hugsa til
þess sem amma sagði stundum,
að líkaminn er bara skel utan
um sálina sem lifir áfram. Að
við hittumst kannski aftur hin-
um megin.
Ég elska þig alltaf, að eilífu,
elsku mamma og bið englana
um að vaka yfir þér.
Ragnheiður Kristín.
Það hníga blöð af bleikri rós
því bráðum sumars endar tíð.
Það fellur mjöll á fjallatind
og fuglsins rödd er þögnuð blíð.
Það hníga blöð af bleikri rós,
hún bar mér ilm af sumardag,
er birtan skein um fjöll og fjörð,
nú færist yfir sólarlag.
(Á.K.)
Ég var búin að liggja and-
vaka um nokkra hríð, fór á fæt-
ur og horfði út um gluggann.
Sumarnóttin að þoka fyrir
dagsbirtunni, bjarmi yfir Snæ-
fjallaströndinni. Á svipuðum
tíma lauk harðri baráttu Magn-
eu og hún hélt inn í land morg-
unroðans til fundar við foreldra
og systur sem hún hafði sjálf
horft á eftir á til þess að gera
stuttum tíma. Fjögur farin á
fáum árum. Á tæpu ári hafði
Magnea barist við þennan erf-
iða sjúkdóm með þrautseigju
og æðruleysi sem sannarlega
þurfti á að halda því það komu
aldrei neinar góðar fréttir. En
hún átti yndislega dóttur og
vini sem stóðu við hlið hennar
og studdu til síðasta andartaks.
Góðar óskir og fyrirbænir
fylgja henni inn í sólarlandið.
Ég sá Magneu fyrst í faðmi
móður sinnar sem kom með
hana 10 daga gamla með
Fagranesinu frá Ísafirði þar
sem hún fæddist. Djúpbáturinn
varð að liggja við bryggjuna í
Bæjum um nóttina og bíða af
sér NA stórhríð og Páll í Bæj-
um braust niður á bryggju með
sængina úr hjónarúminu til að
hlúa að mæðgunum. En allt
tókst þetta vel og þeim varð
ekki meint af og heim að Melg-
raseyri komu þær. Þetta var
yndisleg lítil stúlka með mikið
dökkt hrokkið hár, smágerð og
fínleg eins og brothætt brúða.
En það var ekkert brothætt í
fari Magneu, þegar hún óx upp,
hún var sterk og seig eins og
víðitágarnar á Melgraseyrar-
múlanum. Hún ólst upp með
foreldrum og systkinum á
Melgraseyri við öll þau störf
sem til féllu jafnt úti og inni á
öllum árstímum, jafnvíg á hvað
sem var og unni sveitinni af
heilum hug. Þær Jóhanna dótt-
ir mín, einu ári yngri og ná-
frænka, ólust upp saman sín á
hvorum bæ og voru sem systur,
skólaganga fyrst í barnaskóla
og svo áfram. Þar bar aldrei
skugga á og vináttan jókst með
árunum uns yfir lauk.
Magnea verður lögð til hvílu
við hlið foreldra og systur í
kirkjugarðinum á Melgraseyri.
Skógarhlíðin fyrir ofan skrúð-
græn og ilmandi og bárurnar
leika sér og brotna á renni-
sléttri sandfjörunni neðan við
túnið.
Faðmur Djúpsins stendur
opinn og þar verður þreyttu
barni gott að hvíla. Friður guðs
og blessun fylgi þér inn í þann
heim sem engar þrautir ná til.
Ása Ketilsdóttir.
Ég fletti í gegnum mynd-
irnar mínar og horfi á tvö lítil
stelpuskott sitja í sófa saman,
hlið við hlið. Þetta er vestur í
Djúpi fyrir rúmri hálfri öld.
Svo horfi ég á þessar sömu
skottur glaðar á svip, búnar að
hlaupa 10 km í Reykjavíkur-
maraþoninu. Sú mynd var tekin
fyrir ári.
Við vorum ánægðar með
okkur og ætluðum að bæta tím-
ann á næsta ári. Það verður
ekki að sinni, að minnsta kosti.
Í stað þess fylgi ég þér síðustu
ferðina okkar saman vestur í
Djúp.
Þetta er allt svo óraunveru-
legt. Símtalið um að þú hefðir
greinst með krabbamein og það
sem á eftir fór.
Eiginlega bíð ég eftir að sjá
skilaboðin frá þér: „Ganga – já
– sjáumst eftir 10 mín.“ Svo
komst þú og við tókum t.d. einn
Öskjuhlíðarhring, sem var bú-
inn áður en við vissum af. Við
töluðum alla leiðina og
skemmtum okkar gjarnan með
því hvernig yrði þegar dætur
okkar kæmu að heimsækja
okkur á elliheimilið, því þar
ætluðum við að deila herbergi.
Við sáum fyrir okkur að þær
myndu stynja pínu og segja
hvor við aðra: „Hvaða brandara
sem enginn skilur nema þær
skyldu þær segja í dag!“ Og
mér datt aldrei í hug að þetta
yrði öðruvísi.
Elsku besta, takk fyrir að
vera herbergisfélagi í átta vet-
ur á heimavist, takk fyrir að
vera meðleigjandi í þrjá vetur.
Takk fyrir allar gönguferðirnar
– það var þér að þakka að við
byrjuðum á þeim. Takk fyrir að
hlæja með mér að alls konar
gráu gríni sem ég sagði bara
við þig. Takk fyrir að vera vin-
kona mín og alltaf til staðar
fyrir mig. Takk fyrir allar góðu
samverustundirnar okkar.
Takk fyrir allt.
Góða ferð.
Jóhanna Halldórsdóttir.
Við vorum í vorskóla í
Reykjanesinu sjö og átta ára
gömul. Hún árinu á undan með
töluverða reynslu af skólanum
á mælikvarða sjö og átta ára
krakka. Ég í fyrsta sinni í skól-
anum og að hitta hana og fleiri
krakka úr Ísafjarðardjúpinu í
fyrsta skipti þrátt fyrir að við
værum alin upp við Ísafjarð-
ardjúp. Enda komum við flest
með Djúpbátnum Fagranesi í
skólann sem undirstrikaði
hvernig samgöngurnar voru í
þá daga.
Það er samt ekkert svo langt
síðan. Við ólumst bara upp við
aðrar aðstæður en flestir jafn-
aldrar okkar annars staðar á
landinu. Það að Madda sé dáin
langt fyrir aldur fram staðfest-
ir að þrátt fyrir tímans þunga
nið þá er ekkert langt síðan við
vorum krakkar í Reykjanesinu.
Hún átti að fá að vera með okk-
ur svo miklu lengur og það var
ekkert lengi vel sem benti til
annars en að svo gæti orðið því
hennar heilbrigða líferni og
strangar en heiðarlegar lífs-
skoðanir áttu að vinna með
henni. Fráfall hennar er því
ekki bara óvænt heldur ein-
staklega óréttlátt.
Það er með sorg í hjarta sem
ég kveð hana skólasystur mína
úr Reykjanesinu. Síðustu spor-
in til grafar á Melgraseyri
verða þung. Þar er hún komin
heim í þeim skilningi að þar
hvíla einnig foreldrar hennar
og systir sem einnig lést langt
fyrir aldur fram. Þar er hún
komin heim á sinn uppeldisstað
þar sem útsýnið og fegurðin er
engu lík eins og við töluðum
svo oft um þegar við ræddum
Ísafjarðardjúpið. En við sem
eftir erum skiljum samt ekki
hvers vegna hún er kölluð heim
svo snemma og söknum hennar
óendanlega mikið. Ég votta
dóttur hennar Ragnheiði Krist-
ínu og Snævari bróður hennar
sem og öðrum ástvinum hennar
Möddu, mína innilegustu samúð
í þungri sorginni.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
Halldór Halldórsson
frá Ögri.
Við Magnea hittumst fyrst
fyrir 35 árum síðan. Við höfð-
um þá báðar ráðið okkur í sum-
arvinnu á hótel vestur á Barða-
strönd. Það er stundum sagt að
andstæður dragist saman. Ég
veit svo sem ekki hvað er til í
því en þannig var það a.m.k.
með okkur Magneu. Við vorum
að flestu leyti eins og svart og
hvítt. Hún var lítil, fíngerð og
dökk en ég há, stór og ljós yf-
irlitum. Hún var hógvær og
hlédræg en ég var það gagn-
stæða.
Ég man enn svo vel hvað
mér fannst hún falleg og svolít-
ið dularfull, svona dökk á brún
og brá og ég var sjálfri mér lík
og gat því ekki stillt mig um að
spyrja hana hvort hún væri
kannski eitthvað útlensk. Hún
sagði þá að það gæti svo sem
verið því að hún væri úr Djúp-
inu og þar hefðu Baskar komið
við fyrr á tímum. Þetta fannst
mér gera hana enn áhugaverð-
ari.
Og þannig fór það að við
tengdumst fljótt traustum vina-
böndum og þau bönd rofnuðu
aldrei, heldur styrktust bara
með árunum.
Oft höfum við hlaupið saman
hlæjandi kátar, jafnvel val-
hoppandi niður brekkur lífins
en við höfum líka þurft að
ganga upp erfiðar brekkur
saman. Eins og lífið hefur alltaf
upp á að bjóða.
En sama hversu brattar
brekkurnar í lífi Magneu voru,
tókst hún alltaf á við þær með
sínu óbilandi æðruleysi. Styrk-
urinn sem hún bjó yfir þegar
hún lagði í bröttustu brekkuna
og þá lengstu, núna í janúar,
var svo aðdáunarverður og fal-
legur. Í gegnum veikindin hélt
hún alltaf sínu striki þrátt fyrir
að fá aldrei góðar fréttir. Það
var ótrúlegt fyrir okkur sem
stóðum henni næst að fylgjast
með dugnaði hennar og kjarki.
Í eitt skiptið sem við sátum á
krabbameinsdeildinni og hún
beið eftir því að fara í meðferð
fórum við að tala um dauðann.
Hún hafði, eins og oft áður í
þessum erfiðu veikindum henn-
ar, fengið slæmar fréttir og var
þess vegna ekki bjartsýn á
þessum degi en húmorinn hjá
henni var aldrei langt undan.
Við ræddum opinskátt saman.
Hún var ekki viss hverju hún
átti að trúa varðandi annað líf
og ennþá síður ég. Við gerðum
þá með okkur samkomulag. Ef
hún lenti á góðum stað myndi
hún láta mig vita. Þó ekki láta
mig detta eða týna lyklum því
að það hef ég alltaf verið að
gera og myndi því ekki skilja
þau skilaboð að handan. Hún
ætlaði að gera eitthvað frum-
legt og sniðugt sem ég myndi
skilja. Helst oft!
Enn hefur ekkert gerst.
Kannski er ekkert annað líf eða
hún er bara ennþá upptekin við
að heilsa upp á fjölskylduna,
vini og kunningja og hafa það
skemmtilegt svo hún hefur
bara ekki enn haft tíma til að
hugsa upp einhver fyndin og
frumleg skilaboð til mín. Von-
andi. En hvað við hlógum að
þessum ráðgerðum okkar. Hún
þessum yndislega dillandi
hlátri sínum, svo tárin runnu
og runnu ...
Náttúrubarnið, hún Magnea
vinkona mín, yfirgaf okkur fal-
legustu nótt sumarsins. Eftir
að við höfðum kvatt hana geng-
um við út úr húsinu, lítill hljóð-
ur sorgbitinn hópur. Úti var
blankalogn, hlýtt og sólin var
að koma upp. Þvílík fegurð.
Hún hefði svo sannarlega
kunnað að meta hana.
Við höfðum hana hjá okkur
allt of stutt og ég mun sakna
hennar svo mikið en ég á ynd-
islegar og ómetanlegar minn-
ingar um elsku hjartans Magn-
eu mína, sem var engri lík.
Ég sendi elsku Ragnheiði,
gimsteininum hennar mömmu
sinnar, og öllum sem þótti vænt
um Magneu okkar og sakna
hennar, mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Birna Jóh. Jónasdóttir.
Í dag kveðjum við Magneu,
kæra samstarfskonu og vin.
Magneu kynntist ég þegar ég
hóf störf í Lánasjóði íslenskra
námsmanna fyrir tæpum fimm
árum og þróaðist með okkur
góð vinátta, ekki bara á vinnu-
staðnum heldur líka utan hans
þar sem golf var sameiginlegt
áhugamál, báðar að taka fyrstu
skrefin á þeirri braut. Betri
samferðarmann í gegnum lífið
og vin er ekki hægt að hugsa
sér. Dul, ljúf og góð manneskja
með góða nærveru. Sem starfs-
maður var Magnea einstaklega
þægileg í samskiptum með mik-
ið jafnaðargeð. Verk sín sem
gjaldkeri hjá Lánasjóðnum
leysti hún vel og reyndar þann-
ig að þegar hún vegna veikinda
hætti störfum voru verk hennar
meira en fullt starf starfs-
manns. Veikindum sínum tók
hún með æðruleysi. Þau ætlaði
hún að sigra, ung konan með
mikið ógert. Baráttan var stutt
og erfið.
Magnea ólst upp í sveit á
Vestfjörðum, Melgraseyri, og
hefur það líkast til mótað hana
og gert hana að þeirri dugn-
aðarkonu sem hún var. Lífið
var ekki Magneu alltaf auðvelt
sem einstæð móðir. Fjölbreytt-
ur var hennar starfsferill. Rak
hún hótel víðs vegar um landið,
vann skrifstofustörf og annað
það sem þurfti til að sjá einka-
dóttur sinni, Ragnheiði far-
borða sem var henni lífið sjálft.
Stolt var hún af Ragnheiði
enda stúlkan falleg, lík mömmu
sinni, greind og góð. Föður sín-
um var Magnea stoð og stytta
og gerði honum það kleift að
búa heima hjá sér þar til yfir
lauk snemma á þessu ári og áð-
ur hjúkraði hún móður sinni í
hennar veikindum. Svona var
Magnea fórnfús, umhyggjusöm
trygg og góð.
Í veikindum sínum átti
Magnea góða að sem reyndust
henni meira en vel. Þar vil ég
helst nefna Jóhönnu Halldórs-
dóttur frænku hennar og æsku-
vinkonu og Birnu Jónasdóttur,
vinkonu Magneu til fjölda ára.
Fyrir hönd starfsmanna
Lánasjóðs íslenskra náms-
manna vottum við Ragnheiði og
fjölskyldu innilegasamúð.
Blessuð sé minning Magneu
Guðmundardóttur.
Hrafnhildur Ásta
Þorvaldsdóttir.
Það er sárt að þurfa nú að
kveðja kæra samstarfskonu,
Magneu Jenný. Við Magnea
höfðum eitt sinn á orði að það
gæti verið fróðlegt að sjá minn-
ingargreinar sínar fyrir fram
og lesa þar um eigið ágæti og
afrek. Ekki datt okkur í hug þá
að við myndum kveðjast á
þennan hátt, svona snemma,
allt of fljótt. Magnea átti eftir
að njóta eigin dugnaðar,
ferðast víða og eiga fleiri góðar
stundir með fjölskyldu og vin-
um. Það sást langar leiðir að
hún var ættuð að vestan, nánar
tiltekið frá Melgraseyri við Ísa-
fjarðardjúp. Það fylgdi Magneu
vestfirskur kraftur, seigla,
hlýja og glettni. Fyrir ári var
hún að æfa fyrir Reykjavík-
urmaraþon og hún tók einnig
þátt í fleiri hlaupum. Hún var
dugleg að drífa sig í göngur,
var oft með eitthvað á prjón-
unum og fylgdist stolt með
dóttur sinni, Ragnheiði, vinna
sína sigra. Við Magnea vorum
líka mjög kátar þegar við átt-
uðum okkur á því að við værum
frænkur því langafar okkar
voru bræður, þeir Magnús og
Halldór Jónssynir frá Lauga-
bóli við Ísafjarðardjúp. Nú fer
Magnea aftur heim í sveitina
sína og sumarblómin vaxa aftur
að vori. Elsku Magnea, ég
hugsa til þín með hlýju og
söknuði. Ragnheiði og fjöl-
skyldu sendi ég samúðarkveðj-
ur.
Anna Gréta.
Það var kvíðvænlegt að fá
fréttir af veikindum Möddu
skólasystur okkar úr Reykja-
nesinu en vonin stóð með okkur
og henni sjálfri þar til yfir lauk.
Hún Madda ásamt okkur hin-
um steig mörg lífsins þroska-
spor í Reykjanesinu og þar
urðu til vinabönd sem endast til
æviloka.
Það var mikið högg að fá
fréttir af andláti þessarar
sterku og góðu konu þegar von-
in vék fyrir sorginni sem um-
lykur okkur öll. Við yljum okk-
ur við minningar frá góðum
tímum með henni Möddu okkar
og þökkum fyrir að hafa fengið
að eiga samleið með þessari
heiðarlegu og duglegu konu.
Við sendum Ragnheiði Kristínu
dóttur hennar og Snævari
bróður hennar sem og öðrum
ástvinum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Milli gráts og gleði
geymd af skugga og sól
spretta blóm úr beði
börn er lífið ól
Milli kjarks og kvíða
kennd við haust og vor
liggja langt og víða
lífsins þroskaspor
(Guðmundur Ingi Kristjánsson)
Fyrir hönd skólasystkina úr
Reykjanesi við Djúp,
Kristín Margrét
Kristjánsdóttir.
Magnea Jenny
Guðmundardóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minn-
ingargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar um
foreldra, systkini, maka og börn.
Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar