Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
✝ Þorbjörg Lax-dal Marinós-
dóttir fæddist á Ak-
ureyri 7. apríl 1935.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Mörk í
Reykjavík 3. ágúst
2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Guð-
björg R.
Bergsveinsdóttir
frá Aratungu á
Ströndum f. 10. september 1905,
d. 1. febrúar 2005, og Marinó L.
Stefánsson kennari frá Refs-
stöðum í Laxárdal í Húnaþingi,
f. 7. júní 1901, d. 3. október 1993.
Þorbjörg var elst fjögurra
systkina. Systkini hennar eru
Sigfríður f. 11. júlí 1938, Grétar
og Karl, fæddir 23. maí 1944.
Þorbjörg giftist Hreini Hall-
dórssyni framkvæmdastjóra 15.
júní 1958 og bjuggu þau lengst
af í Reykjavík en síðan nokkur
ár á Hvammstanga. Þau skildu
og Þorbjörg flutti 1990 til Sel-
tjarnarness og bjó þar nánast til
æviloka.
Börn þeirra eru : 1) Halldór
Hreinsson, kaupmaður f. 6. nóv-
ember 1957, fyrrverandi sam-
býliskona er Sigríður María
Akureyri en fluttist til Reykja-
víkur 1946 með foreldrum sínum
og lauk gagnfræðaprófi í
Breiðagerðisskóla. Hún stund-
aði nám í Húsmæðraskólanum á
Varmalandi og útskrifaðist það-
an 1956. Þorbjörg starfaði um
skeið sem ung stúlka við þjón-
ustustörf í breska sendiráðinu í
Reykjavík sem þá var staðsett í
Höfða. Þorbjörg starfaði við
verslunarstörf mestan hluta æv-
innar, lengstum í Melabúðinni
og síðar í verslun Sigurðar
Pálmasonar þegar hún flutti
norður á Hvammstanga 1978.
Þar starfaði hún einnig af og til í
rækjuverksmiðjunni Meleyri hf.
Eftir að Þorbjörg flutti til Sel-
tjarnarness hóf hún störf til
margra ára í bókabúðinni Ey-
mundsson (áður bókabúðin Ið-
unn á Hlemmi) og kunni mjög
vel við sig innan um bækur og
bókmenntir. Síðustu árin starf-
aði hún sem skólaliði í Valhúsa-
skóla.
Þorbjörg hafði mörg áhuga-
mál og bar þar hæst almenna
útiveru, andleg málefni, lík-
amlega og andlega heilsu. Hún
var meðlimur í Guðspekifélag-
inu og gekk í Sam-Frímúr-
araregluna. Hún stundaði jóga
og miðlaði af kunnáttu sinni við
mikla ánægju eldri borgara á
Seltjarnarnesi.
Útför Þorbjargar fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 17.
ágúst 2018, og hefst athöfnin
klukkan 11.
Hreiðarsdóttir f.
31. mars 1958. Börn
þeirra eru Ásgeir f.
4. desember 1983
og Brynjar Freyr f.
31. ágúst 1989. Þau
slitu samvistum.
Seinni maki er Arn-
dís Frederiksen,
skrifstofustjóri f.
26. september 1972.
Börn þeirra eru
Helena Ósk f. 26.
september 2003, Fanndís Ósk f.
19. júní 2007. Arndís átti fyrir
soninn Birgi Bjarkason f. 30.
apríl 1995. 2) Guðbjörg Hreins-
dóttir húsmóðir f. 5. október
1962, maki Juan Guerrero fram-
kvæmdastjóri f. 13. desember
1960. Börn þeirra eru Antonio
Karl f. 28. apríl 1993, Óskar f.
11. apríl 1995, og Eva Marín f.
24. júní 1997. 3) Hildur Sif
Hreinsdóttir sölumaður f. 13.
október 1974, maki Svavar
Björgvinsson hönnuður f. 12.
mars 1972. Börn þeirra eru
Katrín Björg f. 31. desember
2007 og Atli Böðvar f. 30. nóv-
ember 2010. Svavar átti fyrir
dótturina Lilju Kristínu f. 25.
ágúst 1994.
Þorbjörg gekk í barnaskóla á
Mamma mín var alveg ein-
stök kona sem ég hélt mikið
uppá, því mér fannst henni hafa
vel til tekist með að koma okkur
systkinum til vits og ára.
Kannski naut ég þess mest sem
fyrsta barnið og allan tímann
hafði ég mjög gaman og gott af
þeim samverustundum sem við
áttum saman. Þær eru það
margar, góðar og gefandi að ég
rek í vörðurnar (sem við fylgd-
um eftir á fjallaferðum okkar)
við að koma frá mér einhverjum
af þeim fjölmörgu minningum
sem við áttum saman alveg frá
því að ég man fyrst eftir mér
aftur í Willys jeppanum á leið í
útilegu með mömmu, pabba og
vinum þeirra og ferðafélögum
Óla, Brynhildi, Walter og Che-
ryl. Það var svo gaman af því að
það var ekki verið að hugsa um
að hlaða í jeppann fullt af ein-
hverju veraldlegu pjátri, heldur
var það bara einfalt tjald, pott-
ar, prímus og einfaldar vind-
sængur og Gefjunar-svefnpokar.
Þessi einfaldleiki og samvera
mín með þeim og vinum þeirra í
þessum fjallaferðum þeirra, gaf
mér svo mikið og ríkt veganesti
sem ég bý að og er þakklátur
mömmu fyrir að gefa mér þetta
tækifæri og leyfa mér að koma
með á vit ævintýra í íslenskri
náttúru sem á sér engan líka og
ég lærði á þessum fyrstu árum
mínum að meta og virða þetta
land sem drottinn hefur okkur
gefið til þess að búa í og ég verð
svo leiður og reiður þegar ég sé
til samferðamanna minna sem
kunna ekki og vilja ekki um-
gangast náttúruna með sömu
virðingu og eru ekki að ná teng-
ingu við landið og þá um leið
sjálft sig.
Við erum 3 systkinin, en þar
sem ég kom fyrstur naut ég
kannski ákveðins forskots og
meiri samvista í útilegum þó að
mamma hafi líka tekið Guggu
systur snemma með og lét mér
það oft eftir að dröslast með
hana sem ég gerði eftir bestu
getu, og þá var ég 11 ára farinn
að passa systur mína og ekki
síður að hjálpa til og sendast
með vörur í Melabúðinni, það
væri eitthvað sagt við því í dag.
Þannig kenndi hún mér að taka
ábyrgð á eigin gjörðum ansi
snemma og henni var ekki bara
annt um að gefa mér gott vega-
nesti inn í framtíðina, heldur
var hún ævinlega að kenna á líf-
ið og kærleikann, eitthvað sem
þú lærir ekki í skóla, og alltof
fáir læra eða skilja. Seinustu ár-
in mörkuðust af góðum stuðn-
ingi hennar við uppbyggingu
Fjallakofans og samveru okkar í
gönguferðum erlendis og þær
urðu nokkuð margar með
skemmtilegu samferðafólki og
vinum og þar naut hún mamma
sín mjög vel með sitt jóga í upp-
hafi ferðadags og eins er komið
var aftur til baka þá var alltaf
tekin góð og gefandi jógastund
með gönguhópnum þannig að
allir voru tilbúnir fyrir næsta
dag.
Lífshlaup mömmu er og hef-
ur alltaf verið ferðalag, og það
var alveg ótrúlega gefandi að
fylgja henni síðustu dagana og
hjálpa henni að pakka niður fyr-
ir síðasta ferðalagið sem vinir
hennar og englar biðu eftir að
takast á með henni.
Ég veit að mamma mun fylgj-
ast vel með okkur öllum, og við
eigum eftir að finna fyrir henni
og hennar anda í okkar daglega
lífi sem verður að halda áfram
þrátt fyrir að þetta skarð verði
vandfyllt.
Hugsaðu ekki um ára skil,
þótt ævi halli degi,
það er enginn aldur til,
á endalausum vegi.
Halldór Hreinsson.
Falleg sál hefur skilið við
okkur. Sú sem gaf öðrum allt
sem hún átti, allt sitt líf. Sú sem
ég hitti fyrir 29 árum á
Hvammstanga, þegar ég fylgdi
dóttur hennar eftir, og opnaði
hús sitt og hjarta án nokkurs
fyrirvara, frá fyrstu stundu.
Eins og hún gerði við alla sem
urðu á vegi hennar.
Sú sem hélt áfram að brosa,
jafnvel á erfiðustu stundum
veikindanna á síðustu mánuðum,
og gerði okkur öllum ljóst að að-
eins eitt skiptir máli: ást. Ást,
sem hún á sinn rólega og stöð-
uga hátt breiddi út á meðal
fólksins í kringum hana.
Og þannig mun ég minnast
hennar.
Þakka þér Þorbjörg, elsku
tengdamóðir mín, fyrir að vera
stöðug uppspretta ástar og
hjálpar fyrir mig og fjölskyldu
mína.
Juan Guerrero.
Ég minnist Þorbjargar
Marinósdóttur. Við kynntumst
þegar börn okkar, Hildur henn-
ar og Svavar minn, felldu hugi
saman og áttu seinna tvö ynd-
isleg börn, Katrínu Björgu og
Atla Böðvar, barnabörn okkar
beggja. Já, þar var sameiginleg-
ur hugur kærleikans fyrir þeim,
hjá okkur báðum. Við fyrstu
kynni tók ég strax eftir glað-
legri og prúðmannlegri fram-
komu Þorbjargar. Mér fannst
hún fríð sýnum og bera sig vel.
Seinna vissi ég af dugnaði henn-
ar í jógaíþróttinni. Þorbjörg
hafði einstakt lag á að tala við
börnin og fá þau til að svara
sér. Hún var hlýleg í orðum,
enda hændust þau fljótt að
henni. Góð og skilningsrík
amma var þarna á ferðinni. Mér
finnst heiður að hafa fengið að
kynnast Þorbjörgu og kveð
sanna heiðurskonu.
Þó í okkar feðrafold,
falli allt sem lifir.
Enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson)
Hvíl í friði, kæra Þorbjörg.
Kristín Garðarsdóttir.
Þorbjörg L.
Marinósdóttir
Látinn er einn af
ástsælustu fræði-
mönnum og þýð-
endum þjóðarinnar,
Kristján Árnason.
Kristján varð snemma mikill
náms- og tungumálamaður, en
þeirrar þekkingar sem hann afl-
aði sér þótti hann síðar miðla af
mikilli ástríðu og hlýju. Feril
sinn sem fræðimaður byrjaði
hann sem menntaskólakennari á
sjöunda áratugnum en hóf síðar
kennslu við Háskóla Íslands í
almennri bókmenntafræði, þar
sem hann starfaði þar til hann
settist í helgan stein. Víst er að
margir minnast hans af þakk-
læti sem afburðakennara.
Kristján var mikilvirkur þýð-
andi og skáld og skilur eftir sig
fjölda verka. Síðast kom út hjá
Forlaginu árið 2017 Það sem lif-
ir dauðann af er ástin; yfirlit yf-
ir þýdd og frumsamin ljóð frá
starfsferli hans. Auk ljóðaþýð-
inga lagði Kristján stund á þýð-
ingar á leikritum, skáldsögum
og fræðiritum, jafnt úr forn-
grísku sem frönsku og þýsku.
Meðal leikritaþýðinga Kristjáns
ber hæst að nefna Lýsiströtu og
Þingkonurnar eftir Aristófanes,
sem var fyrst sýnt á Herranótt
Menntaskólans í Reykjavík
1970, fyrst grísku gamanleikj-
anna að því er undirrituð best
veit, og Hið íslenzka bók-
menntafélag gaf út 1985. Hann
hlaut Íslensku þýðingaverðlaun-
in og menningarverðlaun DV
árið 2010, fyrir öndvegisþýðingu
sína á Ummyndunum eftir Óvíd.
Kristján hlaut einnig verðskuld-
aða viðurkenningu fyrir framlag
sitt til eflingar grískra mennta á
Íslandi og er framlag hans til ís-
lenskra bókmennta og menning-
Kristján Árnason
✝ Kristján Árna-son fæddist 26.
september 1934.
Hann lést 28. júlí
2018.
Útför Kristjáns
fór fram 16. ágúst
2018.
ar óumdeilt.
Kristján Árna-
son var einn þeirra
þýðenda sem komu
að stofnun ÞOT –
Bandalags þýðenda
og túlka árið 2004
og var hann jafn-
framt heiðursfélagi.
Síðastliðinn nóvem-
ber kom Bandalag-
ið að gerð og flutn-
ingi dagskrár til
heiðurs Kristjáni Árnasyni,
ásamt Hannesarholti, og var
hún ágætlega sótt þrátt fyrir
veður.
Bandalag þýðenda og túlka
þakkar Kristjáni Árnasyni sam-
fylgdina og vottar öllum að-
standendum innilega samúð.
Kristín Vilhjálmsdóttir,
formaður ÞOT –
Bandalags þýðenda
og túlka.
Með Kristjáni Árnasyni er
genginn mikill Grikklandsvinur.
Það var heiður fyrir mig að að
vera samferðarmaður hans síð-
ustu 15 árin en báðir höfðum
við smitast af óbilandi ást á
Grikklandi, hann á sögulegum
og bókmenntalegum forsendum
en ég kannski meira á persónu-
legum. Góður vinur, Sigurður A.
Magnússon, sem við kvöddum
báðir nýlega, sagði oft að
stefnumótið við Grikkland hefði
verið ást við fyrstu sýn sem
gagntók hann og gerbreytti
bæði lífsskynjun og lífsferli.
Kynni mín af Kristjáni staðfesta
að þessi viðhorf áttu sömuleiðis
við þýðandann, heimspekinginn
og kennarann Kristján Árnason.
Kristján var sannur listamað-
ur, farsæll skólamaður og rit-
höfundur og mærður fyrir
ómetanlegar þýðingar á heims-
þekktum bókmenntum fyrri
tíma. Úr grísku hafa komið út
fjölmörg verk í þýðingu Krist-
jáns, bæði ljóð, skáldsögur og
leikrit eftir m.a. Aristófanes,
Aristóteles, Evrípídes og svo
nær okkur í tíma Solomos, Se-
feris, Palamas og svo auðvitað
sönglögin hans Mikis Þeoðórak-
is. Meitluð er þýðing Kristjáns
á þjóðsöng Grikkja eftir Sol-
omos.
Kristján hafði mjög góða
nærveru, ljúfa framkomu og var
alltaf reiðubúinn að ræða við
mig um grísk málefni. Aldrei
stóð á liðsinni hans að upplýsa
mig af hógværð sinni um gríska
sögu og menningu og tengja
það málefnum líðandi stundar.
Stutt var í mikinn húmor en
ávallt var hann djúphugull.
Ekki var verra að sitja með
honum í ferð Grikklandsvina um
Eyjahafið með glasi af Retsína,
njóta veðurblíðunnar og hlýða á
myndrænar frásagnir hans af
hinni miklu sögu Grikklands.
Ég kom ávallt ríkari af sam-
fundum okkar.
Kristján var einn af stofn-
endum Grikklandsvinafélagsins
1985 og lengst af formaður
þess. Félagið stóð að útgáfu
tveggja merkra rita, „Grikkland
alla tíð“ og „Grikkland ár og
síð“. Þessi rit gefa mjög góða
mynd af sögu Grikklands og
ekki síður grískum bókmennt-
um sem nær yfir hartnær þrjú
þúsund ár. Með seinni bókinni
fylgir diskur með mögnuðum
lestri Kristjáns á „Ilíonskviðu“ í
þýðingu Sveinbjarnar Egilsson-
ar. Flestir Grikkir sem hingað
hafa komið, m.a. forseti Grikk-
lands, Papoulias, hafa lofað hið
mikla starf vinafélagsins að
kynna hérlendis arfleifð Grikkja
í sögunni og rennt þannig stoð-
um undir menningartengsl
landanna. Kristján var tilnefnd-
ur af Aþenuborg 2009 til að
hljóta titillinn „Ambassador of
Hellenism“ og 2012 sýndi
Grikkland honum þakklætisvott
fyrir ævistarfið og sæmdi for-
seti Grikklands hann stórridd-
arakrossi grísku Fönix orðunn-
ar.
„Grikkland hefur misst einn
af sonum sínum. Andlát Krist-
jáns er áfall fyrir okkur og alla
þá sem komið hafa að kynningu
grískra bókmennta á Íslandi“.
Svo mælti góður vinur, Anton-
ios Vlavianos, sem gegndi stöðu
sendiherra Grikklands á Íslandi
í sex ár frá 2008. Vlavianos kom
aldrei til Íslands án þess að eiga
fund með Kristjáni.
Við Anna Júlíana, sendum
Grikklandsvinum og fjölskyld-
unni allri einlægar samúðar-
kveðjur.
Rafn A. Sigurðsson,
aðalræðismaður
Grikklands.
Við Kristján Árnason komum
til starfa sem lektorar í al-
mennri bókmenntafræði við Há-
skóla Íslands um svipað leyti, á
árunum 1989 og 1990, en hann
hafði áður verið þar stunda-
kennari. Fyrir voru tveir fasta-
kennarar, þær Álfrún Gunn-
laugsdóttir og Helga Kress,
þannig að fastaliðið tvöfaldaðist
á skömmum tíma. Þar með
sköpuðust tækifæri til að endur-
skoða kennsluskipulagið, ekki
síst til að nýta með reglubundn-
um hætti sérþekkingu Kristjáns
á sviði fornklassískra bók-
mennta, bæði grískra og lat-
neskra. Það voru forréttindi
fyrir mig sem ungan háskóla-
kennara að starfa með þessum
reynslumiklu þremenningum.
Við vorum um margt ólíkir
kennarar, fræðimenn og ein-
staklingar, en mér fannst við
vinna vel úr þeim mun og held
að nemendur hafi grætt á því að
kynnast ólíkum áherslum og
áhugasviðum okkar sem og
stundakennaranna í greininni.
Ég hef oft fengið það staðfest
í umsögnum fyrrverandi nem-
enda hvílíkt lán það var að njóta
fullra kennslukrafta Kristjáns í
hálfan annan áratug. Auk nám-
skeiða í fornklassískum bók-
menntum annaðist Kristján m.a.
námskeið um ljóðlist frá ýmsum
tímum, um leiðslubókmenntir
(með áherslu á Dante) og um
tengsl heimspeki og bókmennta.
Eitt af námskeiðum hans hét
„Klassísismi og rómantík“, en
togstreitan og tengslin þar á
milli voru Kristjáni hugstæð, og
í þeim húmanisma sem ein-
kenndi alla afstöðu hans, eru
báðir þessir straumar enn bráð-
lifandi á okkar tímum.
Eftir að Kristján fékk fast
háskólastarf gafst honum meiri
tími en áður til rannsókna og
skrifa – og þar með einnig þýð-
inga, ekki síst á einu viðamesta
viðfangsefni sínu, Ummyndun-
um eftir rómverskra skáldið
Óvidíus. Sú þýðing tók að birt-
ast í Eimreiðinni 1974 en kom
út sem heild 2009 og má því
segja að hún sé einn af æviþráð-
um Kristjáns. Ummyndanirnar
bárust gjarnan í tal þegar ég
tyllti mér hjá Kristjáni í vinnu-
herbergi hans í Háskólanum. Þá
varð mér stundum litið á vegg-
spjald sem hann hafði þar uppi
og birti endurgerða mynd af
Rómaborg á blómaskeiði –
borginni sem Óvidíusi var gert
að yfirgefa. Sá útlegðardómur,
sem aldrei hefur fengist full
skýring á, er þungvægur í öðru
skáldverki sem Kristján þýddi
líka með mikilli hind, skáldsög-
unni Hinsti heimur eftir Chri-
stoph Ransmayr.
Kristján Árnason var völund-
ur á íslenskt mál; það má glöggt
sjá á ljóðum hans, frumortum
sem þýddum, hinum ýmsu
sagnaþýðingum hans sem og
ritgerðum – esseyjum – þar
sem fræðileg íhugun er samofin
stílsnilld í framsetningu. Marg-
ar þeirra má finna í bókinni Hið
fagra er satt sem út kom á sjö-
tugsafmæli Krisjáns. Þar má
einnig lesa greinar hans um
heimspeki, en þess ber þó að
geta að meginverk Kristjáns
sem heimspekings, bókarhand-
rit um tengsl Sørens Kierkega-
ard við forngríska heimspeki,
hefur enn ekki verið gefið út.
Kristján var maður margra
gáfna og meðal þeirra voru hóg-
værð og ljúfmennska í viðkynn-
ingu. Hann var sannur húm-
anisti með víðan faðm í lífi og
starfi. Ég er þakklátur að hafa
kynnst Kristjáni og átt með
honum samleið. Ástvinum hans
færi ég samúðarkveðjur.
Ástráður Eysteinsson.
Lærdómsmaðurinn, skáldið
og rithöfundurinn Kristján
Árnason hefur kvatt þennan
heim. Karon ferjumaður ferjaði
hann yfir móðuna miklu að
ströndum hins óþekkta lands.
Nú var nóg lifað.
Kynni mín af Kristjáni og
fjölskyldu hans hófust haustið
1970, þegar undirrituð gerðist
þýskukennari við Menntaskól-
ann að Laugarvatni, en Kristján
var þar minn yfirmaður. Við
bjuggum í sama húsi, húsi
Menntaskólans, í fimm ár. Það
var dýrmætt fyrir nýgræðing-
inn að eiga þau hjónin Önnu
Stínu og Kristján að, en heim-
ilishald þeirra hjóna einkenndist
af gestrisni, hjartahlýju og
mannskilningi. Þau voru gjaf-
mild á sjálfa sig. Á heimili
þeirra bjó – auk fjögurra barna
þeirra – Þórunn, ömmusystir
Önnu Stínu og var mér boðið að
sitja 84 ára afmælisveislu henn-
ar með kertaljósum og súkku-
laðitertu. Leikkonan Anna Stína
kunni með listfengi sínu að slá
töfraljóma á gráan hversdaginn.
Þetta var sú fyrsta af mörgum
veislum, sem mér var boðið í á
heimili þeirra hjóna. Ég hef í
lífinu átt samleið með Kristjáni
og hans fólki. Þegar Anna Stína
lést langt um aldur fram, átti ég
von á að tengslin rofnuðu. En
þegar þau Kristján og Inga
Huld tóku saman, hélt samtalið
áfram. Kristján stofnaði Grikk-
landsvinafélagið um 1990 og
smalaði vinum sínum í það og
stóð fyrir eftirminnilegum dans-
æfingum í grískum dönsum til
þess að gera okkur handgengin
– eða öllu heldur fótgengin –
grískri menningu. Þar dansaði
hann sjálfur af mikilli innlifun.
Það var gaman að taka þátt í
þessum félagsskap. Ég fékk
tækifæri að fara til Grikklands
og Albaníu með Kristjáni sem
fararstjóra og skoða helstu
borgir Nýja testamentisins. Sú
ferð gleymist seint. Mesta happ
í lífinu er að kynnast góðu og
skemmtilegu fólki. Kristján
Árnason og fjölskylda hans voru
happ í mínu lífi. Með þessum fá-
tæklegu orðum kveð ég vin
minn og samkennara og óska
honum velfarnaðar á ókunnum
slóðum eilífðarinnar. Börnum
hans sendi ég samúðarkveðjur.
Vilborg Auður Ísleifsdóttir