Morgunblaðið - 17.08.2018, Síða 35
kvæmdastjóri fyrirtækisins 2005-
2010
Valdís stofnaði fjárfestinga-
fyrirtækið Þórsgarð árið 2009 ásamt
öðrum og var framkvæmdastjóri þess
til 2014: „Markmið félagsins var að
finna fasteignatækifæri á markaði.
Þórsgarður fjárfesti m.a. í Kirkju-
hvoli, Kirkjutorgi 4 og Kaaber-
húsinu.“
Valdís varð meðeigandi og stjórn-
arformaður Blámar 2015 en hefur
verið framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins frá 2017: „Hjá Blámar eru
spennandi tímar fram undan: Við er-
um að markaðssetja íslenskan fisk inn
á neytendamarkað í Asíu, erum nú
þegar komin inn í verslunarkeðjur í
Hong Kong, Kína og Singapúr, auk
þess sem við seljum til Danmerkur og
Bandaríkjanna. Við erum einnig að
kynna nýjung sem felst í rekjanleika
fisksins með því að skanna kóða á
pakkningunum.
Það eru forréttindi að hafa gaman
af starfi sínu og fá tækifæri til þess að
kynnast menningu, svona gjörólíkri
okkar samfélagi.“
Valdís æfði fótbolta og handbolta
með KR fram á fullorðinsár og lék
með unglingalandsliðum í báðum
greinum. Hún hefur hlaupið mikið,
m.a. maraþon í Reykjavík.
„Ég ferðast mikið, held mikið upp á
franska menningu og nú er Asía að
banka á dyrnar. Ég hef verið að kynn-
ast heillandi menningu Asíuþjóða sl.
tvö ár, vegna starfa minna.“
Fjölskylda
Maki Valdísar er Hanna Magnús-
dóttir, f. á Egilsstöðum 1.3. 1973,
starfsmaður VITA Sport. Foreldrar
hennar eru Magnús Ingólfsson, f.
24.9. 1940, fv. endurskoðandi, og
Helga María Aðalsteinsdóttir, f. 24.5.
1942, fv. starfsmaður Landsbankans,
búsett á Egilsstöðum.
Stjúpdóttir Valdísar er Þórdís
Lind, f. 12.3. 2000, nemi í Kvennaskól-
anum í Reykjavík.
Synir Valdísar eru Mikael Búi, f.
14.2. 2013; Elí, f. 5.8. 2015, og Hugi, f.
5.8. 2015.
Systir Valdísar er Dóra, f. 9.5. 1974,
tölvunarfræðingur, gæðastjóri hjá
Netcompany, búsett í Danmörku, og
hálfsystur samfeðra Rut, f. 19.8. 1964,
félagsliði á Selfossi, og Bergþóra, f.
27.10. 1965, félagsliði í Reykjavík.
Foreldrar Valdísar eru Eva Gests-
dóttir, f. 1.12. 1942, fv. starfsmaður
Icelandair, og Fjölnir Björnsson, f.
26.12. 1940, fv. stýrimaður og fv.
starfsmaður 66°norður, búsett í
Reykjavík.
Svavar Pálsson forstjóri Sementsverksmiðjunnar
Jörundur Pálsson arkitekt og myndlistarmaður
Bríet Héðinsdóttir
leikkona í Rvík
Steinunn
Þorsteinsdóttir
leikkona
Guðrún
Pálsdóttir
húsfreyja í Rvík
Hreinn Pálsson söngvari og forstj. BP
aldvin Baldvinsson járnsmiður í RvíkBBaldvin Baldvinsson landsliðsm. í
knattspyrnu og þekktur KR-ingur
igríður Björnsdóttir
húsfr. í Rvík
SMatthías
Oddgeirsson
sjávarútvegsfr.
Í Grindavík
Bjarni Pálsson vélstj. og framkvstj.
á Sauðárkróki
Jónas Bjarnason
efnaverfræðingur
Gunnar Pálsson skrifstofustj.
hjá Fiskimálasjóði
Gunnar Snorri
Gunnarsson sendiherra
Eva Pálsdóttir húsfr. á AkureyriHaraldur Kröyer
sendiherra
Úr frændgarði Valdísar Fjölnisdóttur
Valdís
Fjölnisdóttir
Valdís R. Jónsdóttir
húsfreyja í Krossi, Akraneshr.
Baldvin J. Sigurðsson
Bergþóra Baldvinsdóttir
húsfreyja í Rvík
Björn G. Sigurbjörnsson
vélstj. frá Siglufirði
Fjölnir Björnsson
stýrim. og starfsmaður 66° Norður í Rvík
Friðrikka Magnea Símonardóttir
húsfreyja í Langhúsum
Sigurbjörn Jósefsson
b. í Langhúsum í Fljótum
SvanhildurJörundardóttir
húsfreyja í Hrísey, dóttir Hákarla-Jörundar í Hrísey
Páll Bergsson
kaupm. og útgerðarm. í Hrísey
Gestur Pálsson
leikari og lögfr. í Rvík
Dóra Þórarinsdóttir
húsfreyja í Rvík
Sigríður Snæbjarnardóttir
húsfr. í Rvík
Jón G. Björnsson deildarstj. hjá SÍS, framkvstj.
í New York, Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli
Björn Einar Þorláksson
b. og hreppstjóri á
Varmá í Mosfellssveit
Dr. Björg Þorláksson fyrsti
íslenski kvendoktorinn
Jón Þorláksson verkfr., alþm.
forsætisráðherra, borgarstj. og
fyrsti form. Sjálfstæðisflokksins Þorlákur Þorláksson
hreppstj. í Vesturhópshólum
Arnór Þorláksson pr.
á Hesti í Borgarfirði
Guðrún Elísabet
Arnórsdóttir húsfr.
á Skinnastöðum
Stefán Pálsson fyrrv.
bankastjóri Búnaðarbankans
Sigurður Pálsson
skáld og rithöfundur
Þorleifur Pálsson fv.
sýslum. í Kópavogi
Lárus Arnórsson pr. á
Miklabæ í Blönduhlíð
Ragnar Fjalar Lárusson
sóknarprestur í Hallgrímskirkju
Stefán Lárusson pr. í Odda
Þórarinn B. Þorláksson
listmálari í Rvík
Eva Gestsdóttir
starfsm. Icelandair í Rvík
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
Baldur Líndal fæddist á Lækja-móti í Víðidal 17.8. 1918. For-eldrar hans voru Jakob
Hansson Líndal, hreppstjóri, kennari
og jarðfræðingur á Lækjamóti, og
k.h., Jónína Steinvör Sigurðardóttir
Líndal kennari.
Jakob var sonur Hans Baldvins-
sonar, bónda á Hrólfsstöðum í Akra-
hreppi, og Önnu Pétursdóttur, en
Jónína var dóttir Sigurðar Jónsson,
hreppstjóra á Lækjamóti, og Mar-
grétar Eiríksdóttur.
Baldur var þríkvæntur. Fyrsta
kona hans var Kristín R.F. Búa-
dóttir. Þau slitu samvistir eftir stutta
sambúð og áttu ekki börn. Önnur
kona Baldurs var Amalía Líndal, f.
Gourdin, frá Cambridge í Massachu-
setts í Bandaríkjunum. Þau slitu
samvistir eftir 19 ára sambúð. Börn
þeirra: Tryggvi Valtýr, Ríkarður Eð-
varð, Eiríkur Jón, Jakob Emil og
Anna Elísabet. Þriðja kona Baldurs
er Ásdís Hafliðadóttir.
Baldur varð stúdent frá MA 1939
og lauk B.Sc.-prófi í efnaverkfræði
frá MIT í Boston 1949 og var við
framhaldsnám í sama skóla 1955.
Baldur var verkfræðingur hjá raf-
orkumálastjóra frá 1949 og sjálfstætt
starfandi ráðgjafarverkfræðingur frá
1961.
Baldur hannaði og ók fyrstur Ís-
lendinga á vetnisbíl árið 1945. Hann
hafði frumkvæði að kísilgúrvinnslu í
Mývatni og sjóefnavinnslu á Reykja-
nesi. Hann vann á 8. áratugnum ítar-
lega úttekt á möguleikum á magn-
esíumframleiðslu á Reykjanesi.
Hann starfaði við fjölda verkefna á
sviði efnavinnslu í Bandaríkjunum og
Mið-Austurlöndum og fyrir Virki hf. í
Mið- og Suður-Ameríku og Afríku og
hafði nýlega fengið styrk frá ESB til
frumrannsókna á framleiðslu etanóls
sem eldsneytis og annarra afurða úr
lúpínuseyði þegar hann lést.
Baldur Líndal fékk Hina íslensku
fálkaorðu 1968, Verðlaun Ásu Guð-
mundsdóttur Wright 1972 og gull-
merki Verkfræðingafélags Íslands
1985.
Baldur Líndal lést 17.6. 1997.
Merkir Íslendingar
Baldur
Líndal
95 ára
Tómas Guðmundsson
Þórólfur Jónsson
90 ára
Elísabet J. Guðmundsdóttir
85 ára
Eiður A. Breiðfjörð
James Arthur Rail
Sigfinnur Gunnarsson
80 ára
Arnoddur Þ. Tyrfingsson
Guðný R. Gunnþórsdóttir
Margrét A. Arnþórsdóttir
Sigurður Georgsson
Soffía Magnúsdóttir
Sveinn Gunnlaugsson
75 ára
Anna G. Friðbjörnsdóttir
Arngrímur Jónsson
Ágúst Jakob Schram
Bára Óskarsdóttir
Garðar Jóhannsson
Guðbjörg Ólafsdóttir
Guðbjörg Ósk Harðardóttir
Hreinn Steinþórsson
Inga K. Guðmundsdóttir
Ingigerður Lilja Jónsdóttir
Reynir Guðnason
Rósa Haraldsdóttir
Sigríður Jóhannsdóttir
Þórarinn Guðnason
70 ára
Árni Breiðfjörð Ólafsson
Ása Jóhanna Ragnarsdóttir
Sigurður Rúnar Andrésson
Sólveig Steingrímsdóttir
Steinunn F. Friðriksdóttir
60 ára
Bryndís Gunnlaugsdóttir
Dragica Borojevic
Einar Jónsson
Friðrik Gauti Kjartansson
Guðjón Hafliðason
Guðmundur K. Birkisson
Gunnar W. Kristjánsson
Jón Vigfússon
Kristján Jónasson
Ragna Jónasdóttir
Rakel María Óskarsdóttir
Svavar Guðmundsson
Sveinn Egilsson
Þór Tómasson
50 ára
Audrius Balciunas
Brynjólfur Hjartarson
Cecilia Nfono Mba
Gunnar Valur Eyþórsson
Helena R. Guðjónsdóttir
Krzysztof Dziubinski
Margrét J. Sigmundsdóttir
Morten Bergflödt
Pawel Wybranski
Sandra Yanet Lopez Munoz
40 ára
Alfreð Símonarson
Andri Páll Jónsson
Anna Björk Theodórsdóttir
Artur Zareba
Dorota Jolanta Marciniak
Halldóra María Einarsdóttir
Henryk Marcin Wróbinski
Hildur Eggertsdóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Linda Eygló Harðardóttir
María Greta Einarsdóttir
Róbert Kárason
Örvar Arason
Örvar Gunnarsson
30 ára
Anna M. Kjartansdóttir
Gunnar Örn Ólafsson
Igor Pavlik
Jóhann Eymundsson
Katrín Hill Katrínardóttir
Rut Valgeirsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Trausti ólst upp í
Þorlákshöfn, býr í Garða-
bær og starfar hjá Stólpa
– Gámum.
Maki: Ingibjörg Rafns-
dóttir, f. 1990, verkstjóri
við heimaþjónustu.
Sonur: Jökull, f. 2015.
Foreldrar: Jóhanna Sig-
ríður Emilsdóttir, f. 1961,
bókhaldari hjá Stólpa –
Gámum, og Guðfinnur
Georg Pálmason, f. 1961,
d. 2017, sjómaður og
verkstjóri.
Trausti
Guðfinnsson
30 ára Sigurbjörn ólst
upp á Fáskrúðsfirði og í
Garðabæ, býr í Hafnar-
firði og stundar BSc-nám
í íþróttafræði við HR.
Systkini: Gyða Ingólfs-
dóttir, f. 1983, og Agnar
Páll Ingólfsson, f. 1984.
Foreldrar: Anna Björg
Pálsdóttir, f. 1956, starfar
við umönnun, búsett í
Hafnarfirði, og Ingólfur
Sveinsson, f. 1951, d.
2014, viðskiptafræðingur,
útgerðarstjóri.
Sigurbjörn Ingi
Ingólfsson
30 ára Guðrún Sif býr í
Reykjavík, lauk BSc-prófi í
tölvunarfræði og starfar
hjá Seðlabanka Íslands.
Maki: Sigurður Samik
Davidsen, f. 1980, tölv-
unarfræðingur hjá Sam-
skipum.
Börn: Sara Björg, f. 2014,
og Kristófer Jökull, f.
2017.
Foreldrar: Ragna Valde-
marsdóttir, f. 1948, og
Hilmar Eyberg Helgason,
f. 1949.
Guðrún Sif
Hilmarsdóttir