Morgunblaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur þörf fyrir að bæta þig og
reyna að ná betri árangri. Með það á
hreinu ættu allir framtíðarvegir að vera þér
færir.
20. apríl - 20. maí
Naut Það ætti að verða mikið peningaflæði
hjá þér næsta mánuðinn. Ef þér finnst þú
alltaf á sviðinu, breyttu þá atriðinu þínu af
og til.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ef þú gengur of hart fram kann
svo að fara að þú lendir í aðstöðu sem get-
ur reynst þér ofviða. Athugaðu hvað þú
getur gert þér til góða án mikilla fjárútláta.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér finnst erfitt að skipta tímanum
á milli heimilis og vinnu en þarft engu að
kvíða, hlutirnir reddast alltaf. Þú tekur
púlsinn á skemmtanalífinu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hæfileiki þinn til að höfða til annarra
er mikill í dag. Einhver vinur þarf spark í
rassinn, taktu það að þér að veita það
spark.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Láttu ekki tilfinningaflækjur annarra
setja þig út af laginu. Gefa sér tíma til
íhugunar og notaðu tómstundirnar á upp-
byggilegan máta.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú átt sérlega auðvelt með öll sam-
skipti og munt því hugsanlega stofna til
nýrrar vináttu á þessum tíma í lífi þínu. Þú
freistar hamingjunnar í útlöndum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér er óhætt að leyfa tilfinn-
ingum að flæða og tjá allt það sem býr í
hjartanu. Vertu hress og kát/ur og talaðu
út um hlutina.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert að velta fyrir þér fram-
tíðinni og þarft ekki að örvænta þótt lausn-
in liggi ekki í augum uppi. Leggðu þitt af
mörkum til að gera náttúruna hreinni.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Vinnan göfgar manninn en það
er fleira sem gefur lífinu gildi. Leitaðu leiða
til að prófa þig áfram. Það er allt í lagi að
kaupa sér frið af og til.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú munt hljóta viðurkenningu
fyrir framlag þitt og það mun koma þér á
óvart hversu vel þér verður tekið. Lífið
krefst þess að þú gerir þitt besta, en ekki
eitthvað ómögulegt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er allt í lagi að baða sig í vel-
gengninni en gleymdu því ekki að þú varst
ekki ein/n að verki. Fólk breytist og þú
líka.
Fyrir helgi skrifaði Ármann Þor-grímsson í Leirinn „breytir víst
litlu hver stjórnar“:
Birtu er að bregða hér,
bráðum fer að hausta og snjóa.
Sé það gerast senn hjá mér,
sama hver mun bátnum róa.
Fía á Sandi víkkaði sjónarsviðið:
Býsn hvað þokan er blá
og brimið er hvítt við ósinn
fjöllin himnesk og há
og hressileg úti ljósin.
Rauð er á enginu rósin.
Ólafur Stefánsson gat ekki setið á
sér:
Furðulegt og fráleitt grín,
að Fía yrki stöku,
og bjóði hvorki bjór eða vín,
bitafisk né köku.
Fía tók áskoruninni:
Sumarblíðan einstök er
engan hrjáir bölið.
Komin eru krækiber
í krækiberjaölið.
Ólafur svaraði að bragði:
Meðan nyrðra í nægta vin,
næst úr berjum „tár“,
þá syðra er það gúrku-gin,
sem gerjar best í ár.
Bjarni Karlsson yrkir á Boðnar-
miði:
Orku þjóð úr elfum fær,
árnar temur, beislar flauminn.
Okkur víst þó væri nær
að virkja ferðamannastrauminn.
Hallmundur Guðmundsson er með
skemmtilegt „orðagrín“:
Hástöfum hrópaði Eiður
hræddur og andskoti reiður:
„Hell, fokking fokk“
er féll ’ann við skokk,
og uppskar á fæturna fleiður.
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason
kvað:
Ellin mörgum stirð og stíf
og stöðugt minna gagn þeim í
ef svo byðist annað líf
eflaust myndu hafna því.
Sigvaldi Skagfirðingur orti:
Oft ég hlæ að orðum Steins
er þó ljótur siður;
en varla fæðist annar eins
axarskapta smiður.
Jón S. Bergmann bregst ekki:
Oft við skál ég fer á fold
furðu hála rinda,
þegar sál og syndugt hold
saman bálið kynda.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Berjaöl fyrir norðan
og gúrkugin syðra
Í klípu
„ÉG HUGSA Í SÍFELLU UM MAT.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HEFURÐU SÉÐ NÝJUSTU
RAFMAGNSÚTGÁFUNA?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... framtíð mín með þér
ELÍN… HÉR ER MYND AF MÉR
TIL AÐ GEYMA NÆRRI
HJARTA ÞÍNU
EF HÚN VÆRI
STÆRRI VÆRI
HÚN NÆRRI
HJARTA ALLRA
EN
DÁSAM LEG
TILHUGSUN!
HELGA, ÉG GET
EKKI SOFIÐ!
ERTU TIL Í AÐ KLÓRA
MÉR Á BAKINU FIRST
ÞÚ ERT VAKANDI?
VIRKAR
ALLTAF!
Sturla Böðvarsson, fyrrverandiforseti Alþingis og ráðherra,
skrifaði athyglisverða grein hér í
Morgunblaðið sl. þriðjudag, undir
fyrirsögninni „Óviðeigandi fram-
kvæmd í höfuðborginni okkar“. Vík-
verji er sammála Sturlu og tekur
undir hvert orð hans. Meðal þess
sem Sturla gagnrýndi í grein sinni
var að „forljótur grjóthnullungur“
sem Spánverjinn Santiago Sierra
gaf Reykjavíkurborg árið 2012 þeg-
ar Jón Gnarr var borgarstjóri væri
settur framan við Alþingishúsið,
sem væri vanvirðing við Alþingi.
x x x
Allir þeir sem þekkja Sturlu Böðv-arsson, vita að hann var og er
stakt prúðmenni, yfirvegaður, ró-
semdarinnar maður, sem ávallt
kemur fram af hógværð og kurteisi.
Því er deginum ljósara að fyrrver-
andi forseta Alþingis er ekki bara
nóg boðið, honum er ofboðið, eins og
lýsir sér vel í þessari tilvitnun í grein
hans: „Til þess að kóróna virðingar-
leysið og skemmdarverkin í mið-
borginni stendur þar enn forljótur
grjóthnullungur sem var velt inn á
svæðið í kjölfar óeirða. Grjótið er
staðsett framan við Alþingishúsið á
stéttinni milli styttunnar af Jóni Sig-
urðssyni og styttunnar af Ingibjörgu
H. Bjarnason sem var fyrsta konan
sem kjörin var til setu á Alþingi og
er sérstaklega minnst með glæsi-
legri styttu við inngang Alþingis-
hússins. Allt bendir til þess að
steinninn hafi verið settur þarna af
borgarstjórn höfuðborgarinnar til
háðungar Alþingi Íslendinga.“
x x x
Víkverji hallast að því að fyrrver-andi forseti Alþingis hafi hitt
naglann á höfuðið og leggur til að
forljóti grjóthnullungurinn verði
fjarlægður hið fyrsta, eða eins og
Sturla orðar það: „Ég skora á borg-
arstjóra höfuðborgar okkar Íslend-
inga að stöðva skemmdarverkin við
Kirkjustræti og láta fjarlægja
„svörtu keiluna“ og koma henni fyrir
á viðeigandi stað. Stjórnendur
höfuðborgarinnar geta ekki komið
fram með þeim hætti sem gert er
með fullkomnu virðingarleysi við
þjóðþingið og umhverfi þess í miðju
borgarinnar.“ vikverji@mbl.is
Víkverji
Ákalla mig á degi neyðarinnar og ég
mun frelsa þig og þú skalt vegsama
mig
(Sálmarnir 50.15)
HEILSUNUDDPOTTAR
FRÁ SUNDANCE SPAS
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 www.tengi.is • tengi@tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
HEILSUNUDDPOTTAR OG HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA