Morgunblaðið - 17.08.2018, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 17.08.2018, Qupperneq 41
AFP Frjór Hawley þykir frumlegur.Vissulega gætir eftirvænt-ingar þegar skáldsaga eftirNoah Hawley er rifin upp.Hawley hefur áður sent frá sér fjórar skáldsögur og er handrits- höfundur hinna mergjuðu Fargo- sjónvarpsþátta sem eiga velgengni sína ekki síst að þakka frjóum og frumlegum huga Hawley. Hawley nýtir þá styrkleika til að dáleiða lesandann í upphafsköflum skáldsögu sinnar Fyrir fallið. Hawley leiðir inn í sögugöng þar sem reynd- asti lesandi á erfitt með að átta sig á hvað gæti mögu- lega gerst í næstu lotu. Scott Burro- ughs, villuráfandi og draum- órakenndur myndlistarmaður um fertugt, þigg- ur far til New York með einka- flugvél Davids Ba- teman, vellauðugs bandarísks stórlax í fjölmiðlabransanum. Listamaðurinn hefur dvalið við vinnu á eyjunni Mart- ha’s Vineyard, sumardvalarstað þar sem Bateman og fjölskylda hans eiga hús. Ljúfri eiginkonunni kynnist Burroughs lítillega á sveitamarkaði eyjunnar og af velvild einni býður hún honum að þiggja far til New York í lúxuseinkaþotu þeirra hjóna. 16 mín- útum eftir flugtak hrapar vélin með Bateman-hjónunum, börnum þeirra tveimur, lífverði, vinahjónum þeirra, áhöfn og ókunnuga farþeganum. Listamaðurinn býr yfir þjálfun sem á eftir að koma sér vel þetta ör- lagaríka kvöld, hann er afburðasund- maður og nær að bjarga sér og yngsta barni Bateman-hjónanna á margra kílómetra sundi. Í eðlilegu samfélagi hefði þessi björgun þýtt heiður. Í því bandaríska samfélagi sem Burroughs er hluti af er þetta ekki svo einfalt, þar sem fjöl- miðlar eru á höttunum eftir einhverju safaríkara. Fyrir fallið er nokkuð ódæmigerð ráðgátubók. Lesendum eru kynntir allir þeir sem voru um borð í vélinni líkt og í breskri hefðarseturs- morðgátu þar sem smám er hægt að útiloka einn á fætur öðrum sem ábyrgan fyrir hrapinu. Um leið er þetta háðsádeila á bandarískt sam- félag og fjölmiðla þar í landi, þar sem jafnvel heiðarlegar ofurhetjur eru dregnar niður. Fyrir fallið fer vel af stað og nær að halda þeim dampi nokkuð lengi. Í henni eru margar áhugaverðar vangaveltur um sjúk samfélög, karl- mennsku og afbökun og framan af er hún spennandi og frumleg. Það er þó vöntun á ýmsu. Hún þynnist um of út og langdregnir kaflar í frásögninni bæta stundum engu við, hvorki vangaveltum, spennu né skemmtun. Töfrar fyrri hlutans dofna. Heiðarleg hetja dregin í svaðið Skáldsaga Fyrir fallið bbbnn Eftir Noah Hawley. Þýðandi: Ísak Harðarson. JPV útgáfa. 2018. Kilja. 464 bls. JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR BÆKUR MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Hið ófyrirséða er mikilvægt í myndlistinni,“ segir Kees Visser þar sem við skoðum verkin á sýningunni sem verður opnuð á verkum hans í BERG Contemporary á Klapparstíg 16 í dag, föstudag, klukkan 17. Og Kees vísar í austurríska listfræðing- inn Alois Riegl í pælingum sínum um hið ófyrirséða og bætir við að hann verði líka að nefna innsæi, þrá og áhrif. „Ætli þetta fernt skipti ekki hvað mestu máli. Riegl sagði líka að list yrði athyglisverð þegar hún væri margræð – það er mikið til í því,“ segir hann. Sýning Kees nefnist Í djúpi lit- anna og á henni má sjá ýmiskonar afrakstur langrar könnunar lista- mannsins á virkni lita og forma, frá ferðalagi sem hófst á áttunda ára- tugnum þegar verk Kees endur- spegluðu jöfnum höndum fluxus- og hugmyndalistina sem þá var efst á baugi í heimalandi hans, Hollandi, og svo eldri hefðir abstraktlistar og strangflatarmálverks. Flest verkanna eru máluð á papp- ír á allra síðustu árum; verk sem við fyrstu sýn virðast einlit, eða mónó- króm, en þegar betur er að gáð má sjá að undir yfirborðinu birtast markviss form og aðrir litir sem málað hefur verið yfir. Í innri saln- um er verk í bláum lit í sextán hlut- um og gegnt því lágmynd frá 1988. Buna af pappírsverkum Það var í Amsterdam sem Kees kynntist íslenskum listamönnum fyrst á áttunda áratugnum og kom hann fyrst til Íslands árið 1976 – hér átti hann eftir að búa og starfa um árabil. Hann var einn stofnenda Nýlistasafnsins árið 1978 og hefur haldið fjölda sýninga hér á landi. „Það var árið 1992 sem ákveðin kúvending varð hjá mér og ég fór að vinna á pappír,“ segir Kees. „Ég hafði verið að gera þessi rimlaverk og eitt slíkt sem mér fannst ekki virka sagaði ég niður í smábúta og sýndi það þannig. Ég fór svo að gera skissur á pappír að fleiri slíkum en heillaðist þá af því sem mér fannst gerast á pappírnum. Ári síðar flutti ég svo til Parísar og pappírsverkin þróuðust áfram – ég held að á fyrstu tveimur árunum þar hafi ég gert um 400 verk. Þau bunuðu út úr mér. Listsöguleg tilvísun Það var svo árið 1995 sem ég tók þá ákvörðun að byrja að vinna út frá ferhyrningi og breyta bara lóðréttu hliðunum, snerta ekki þær láréttu. Það er tilvísun í listsögulegt per- spektíf þar sem maður getur ekki breytt sjóndeildarhringnum.“ Kees segist löngum hafa einkum unnið með seríur og þá bjó hann lengi vel verkin sín til sérstaklega fyrir rýmin sem þau voru sýnd í. En pappírsverkin fór hann að mála með þeim hætti sem sjá má á sýningunni upp úr 1999. „Með ákveðinni aðferð víkka ég svo lóðréttu línurnar á hverjum fer- hyrningi og þannig verða alltaf til 32 möguleikar af hverju verki – ég hef gert ný form fyrir hvert málverk og blanda nýjan lit fyrir hvert. Það má skilgreina þetta sem málverk gerð úr formi, lit og stærð. Þar liggur grunnurinn.“ Verst að sitja og hugsa Kees segir miklar breytingar hafa orðið á verkum sínum síðustu fjögur árin og þar skiptir undirmálunin sem hann er farinn að beita hvað mestu. „Þá hefur áherslan á form kannski minnkað og áherslan á litinn orðið sterkari.“ Það hefur verið mikið að gera hjá Kees við sýningahald á meginlandi Evrópu síðustu misseri og hann seg- ir að vissulega sé það ánægjulegt. „Ég vildi líka gjarnan hafa orku eins og þegar ég var fertugur. Ég finn fyrir því að ég varð sjötugur í maí,“ segir hann og brosir. „Mig grunar að sem krakki hafi ég verið leiðinlegur nemandi, ég var orkumikill og einbeitingin engin – ætli ég hafi ekki verið með athyglis- brest. Ég hef alltaf þurft að finna mér vinnuaðferð sem heldur mér á teinunum, einbeitingin kemur þegar ég er að vinna.“ Kees hefur ferðast mikið hér, meðal annars sem leiðsögumaður. Hefur hann enn tíma til þess? „Já já, vinkona mín kom nú til landsins og við ferðuðumst um í tvær vikur og gengum mikið. Ég geng líka um allt í Hollandi, gjarnan í nokkra klukkutíma á dag. Ég næ einbeitingu á göngu, að sitja og hugsa er það versta!“ Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn „Ég hef alltaf þurft að finna mér vinnuaðferð sem heldur mér á teinunum,“ segir Kees Visser. Hið ófyrirséða er mikil- vægt í myndlistinni  Sýning Kees Visser opnuð í BERG Contemporary í dag Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16 Allir velkomnir Karólína Lárusdóttir Boðskort Sýningaropnun 18. ágúst kl. 13 Sýning í Gallerí Fold 18. – 26. ágúst Fjölbreytt dagskrá í gallerí Fold á Menningarnótt kl. 13 – 19 ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.